Morgunblaðið - 01.11.1974, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
Blinduðu fangana og
rugluðu með hrópum
Haag, 31. okt. AP
MEÐ aðstoð og ráðum geðlækna
tókst hollenzkum lögreglumönn-
um og sjóliðum f nótt að ráða
niðurlögum fanganna fjögurra og
bjarga gfslunum fimmtán, sem
verið höfðu innilokaðir f
fangelsiskapellunni f Scheven
ingen frá þvf sl. laugardag.
Með þvf að fleygja inn um
glugga í kapellunni magnesium
handsprengjum til að blinda þá,
Niðurskurður
hernaðar-
útgjalda
undirbúinn
í Bretlandi
London, 31. okt. NTB
UTANRÍKISRÁÐHERRA Bret-
lands, James Caflaghan, sagði f
neðri málstofu brezka þingsins f
gær, að vænta mætti verulegs nið-
urskurðar á útgjöldum til land-
varna — en áður en til þess kæmi,
mundi stjórnin ræða málið við
bandalagsrfki sfn f NATO:
Gallaghan sagði, að endurskoð-
un þeirri sem stjórnin hefði
ákveðið að láta fara fram á her-
máíum Breta, væri ekki ennþá
lokið, en vænta mætti einhverrar
álitsgerðar þar að lútandi i næsta
mánuði. Hann sagði það ætlun
stjórnarinnar að laga landvarnir
Bretlands að efnahagslegri getu
þjóðarinnar og af því leiddi nauð-
syn sparnaðar og niðurskurðar á
ýmsum sviðum. Gallaghan sagði,
að Bretar myndu halda áfram
aðild sinni að NATO, en lagði á
það áherzlu, að Bandaríkjamenn
yrðu að standa við skuldbinding-
ar sínar gagnvart bandalaginu.
Hvorki Bretar né Bandaríkja-
menn væru betur komnir með því
að taka upp stefnu efnahagslegr-
ar- og hernaðarlegrar einangrun-
ar.
— Miðaustur-
lönd
Framhald af bls. 1
liti. Halda samtökin því fram að
félagar í þeim séu á „morðlista“
hjá Frelsishreyfingunni, og séu
þeir undir lögregluvernd.
Ekki var enn ljóst í dag hvort
þeir Arafat og Hussein myndu
hittast einir í Amman, höfuðborg
Jórdaníu eða hvort Anwar Sadat,
Egyptalandsforseti og Hafez
Assad Sýrlandsforseti yrðu einn-
ig með í viðræðunum.
Nú hefur hins vegar komið upp
klofningur innan palestínsku
skæruliðahreyfingarinnar varð-
andi fund Arafats og Husseins.
Telja fjögur róttæk skæru-
liðasamtök að samkomulagið í
Rabat um fundinn hafi verið
mikil mistök. Ráðast samtökin
harkalega á þessa ákvörðun og
segja hana svik við lokatakmark
Frelsishreyfingarinnar, sem sé að
frelsa þau landsvæði sem töldust
til Palestínu fyrir árið 1947 og
steypa jórdönsku ríkisstjórninni.
Hins vegar sagði Arafat á áður-
nefndum blaðamannafundi, að
lokatakmark hreyfingarinnar
væri lýðræðisríki sem næði yfir
alla Palestfnu „þar sem kristnir,
Gyðingar og Múhameðstrúar-
menn geta búið saman í sátt og
samlyndi.“ Rabatfundurinn hefði
„án nokkurs vafa leyst mörg
vandamál milli okkar (Husseins),
— en ekki öll vandamál." Þegar
hreyfingin hefði stofnað sjálf-
stæða stjórn á vestri bakka
árinnar Jórdan yrði „sérstakt
samband milli Palestínu og
Jórdaníu.“
Kairóblaðið A1 Ahram sagði í
dag, að stjórn Egyptalands hefði
skipað „hernaðarráði" landsins
að „búa þjóðina enn einu sinni
undir möguleika á nýju stríði í
Miðausturlöndum."
sem inni voru, meðan dyrnar voru
opnaðar með logsuðu tæki og hafa
frammi nógu mikinn háváða,
tókst að rugla fangana fjóra svo f
ríminu, að þeir voru sigraðir,
áður en þeir vissu og án þess þeir
kæmu nokkrum vörnum við. Þeir
höfðu að vopnum tvær skamm-
byssur og nokkra kasthnífa. Eng-
inn hlaut af þessu skaða og að
sögn lögreglunnar voru gíslarnir
fimmtán ótrúlega vel á sig komnir
eftir fangavistina.
Einn fanganna var skæruliði úr
samtökum Palestínu Araba, Adn-
an Ahmad Nuri, sem afplánaði
fimm ára fangelsisdóm fyrir hlut-
deild f flugvélarráni. Tveir fang-
anna voru hollenzkir og sá þriðji
alsfrskur og höfðu allir þrír verið
dæmdir fyrir vopnuð rán.
Dómsmálaráðherra Hollands,
Andries Van Agt, sagði á blaða-
mannafundi f morgun, að aldrei
hefði komið til greina af stjórnar-
innar hálfu að verða við kröfum
fanganna um flugvél til að flytja
þá burt og að félagi Nuris við
flugvélarránið á sínum tíma,
sami houssin Tamimah, fengi að
fara með þeim. Ekki vildi ráð-
herrann skýra frá aðförinni að
föngunum í smáatriðum; sagði, að
ef til vill þyrfti að beita sams
konar aðferðum aftur síðar meir.
— Aðalmálið
Framhald af bls. 2
landi og Jóhannes Ingibergsson,
byggingafræðingur á Akranesi,
ræðir um húsnæðisáætlanir og
bygginga- og skipulagsmál sem
þætti í byggðaþróun; svo og mun
Njörður Tryggvason verkfræð-
ingur á Akranesi flytja hug-
leiðingar um orkumál á Vestur-
landi og Jóhannes Ingibergsson,
byggingafræðingur á Akranesi,
ræðir um heilbrigðisþjónustu.
Milli erinda verða stuttar fyrir-
spurnir og umræður að loknum
öllum framsöguerindunum.
Á laugardag verða nefnda-
fundir árdegis en eftir hádegi
skila nefndir áliti og þá fara fram
umræður og afgreiósla mála.
Fundinum lýkur með kosningu
stjórnar, endurskoðenda og
fræðsluráðs fyrir Vesturlands-
kjördæmi.
— Port Vale
Framhald af bls. 2
snúið svo að þá varð að tengja
aftur á milli skipanna. Var aftur
byrjað að toga um kl. 9 i fyrra-
kvöld og losnaði skipið af sandrif-
inu um miðnæturbil. Var Port
Vale síðan dreginn til Seyðis-
fjarðar. Guðmundur sagði að eng-
inn leki hefði verið kominn að
togaranum, en nokkur sjór í hon-
um, þar eð leiðsla hafði brotnað
og sjór vætlað þ'ar inn.
Guðmundur Kjærnested og aðr-
ir skipherrar Landhelgisgæzlunn-
ar áttu oft í höggi við Port Vale
meðan á þorskastríðinu síðara
stóð og kvað Guðmundur hann
hafa verið helzta ,,hraðbát“
brezka togaraflotans hér við land.
Taldi hann góðan ganghraða
skipsins raunar helztu ástæðuna
fyrir því að ráðist var í björgun
þess, því að sem kunnugt er þá er
Port Vale síðutogari og nokkuð
kominn til ára sinna.
— Mótaðgerðir
Framhald af bls. 1
bandarísk stjórnvöld hyggjast
grípa til er að gera opínberum
bandarískum embættismönnum
skylt að nota flugvélar banda-
rískra félaga á ferðalögum er-
lendis, svo og að vöruflutningar
frá útlöndum skuli verða með
bandarískum vélum, segir I NTB-
fréttinni.
Hagrup segir það eðlilegt í
framhaldi af þessu, að Evrópu-
lönd grípi til samsvarandi að-
gerða, ef Bandaríkin breyta ekki
afstöðu sinni.
— Glæsibæjar-
samningurinn
Framhald af bls. 40
úttekt á vörum og vörubirgðum
verzlunarinnar.
Jón H. Bergs, forstjóri Slátur-
félags Suðurlands, sagði I viðtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
hann vissi ekki annað en að
Sláturfélagið yfirtæki rekstur
verzlunarinnar á miðnætti. Hann
kvað samningnum, sem gerður
var við Valdimar Þórðarson, ekki
hafa verið rift og hefði Slátur-
félagið m.a. boðizt til þess að yfir-
taka einnig allt starfsfólk verzlun-
arinnar, sem kysi að vinna þar
áfram. Hins vegar sagði Jón að
ekki myndi reyna á samning SS
við fyrirtækið Silla og Valda, fyrr
en 1. nóvember, „en í dag er 31.
október", sagði Jón H. Bergs.
Hann sagðist hins vegar ekki geta
svarað því, hvort Sláturfélagið
hefði fengið lyklavöld að verzlun-
inni, en kvað hugsanlegt, að mat-
vörubúðin í Glæsibæ yrði lokuð á
morgun (föstudag), þar sem
Sláturfélagið yrði að framkvæma
ýmsar breytingar á henni.
Sveinn Snorrason, hæstaréttar-
lögmaður, sem hefur fullt umboð
ekkju Sigurliða Kristjánssonar til
ráðstöfunar á öllum hennar eign-
um kvað Sláturfélag Suðurlands
ekki hafa gert samninga um yfir-
töku verzlunarinnar enn og samn-
ingaleið hefði ekki verið lokað af
hálf u fyrirtækisins Silla og Valda,
„en ef þeir ætla að standa á vilja-
yfirlýsingu Valdimars til Jóns
Bergs, þá geta þeir lagt gildi
hennar fyrir dómstóla. Ef þeir
ekki gera það og ætla að taka rétt
sinn með valdi, þá mun ég frekar
gera grein fyrir máli mínu. En ég
vona að til þess komi ekki,“ sagði
Sveinn Snorrason.
Sveinn var þá spurður að því,
hvort til slíks gæti komið fyrr en
eftir klukkan 12 á miðnætti og
kvað hann það varla. Hann sagð-
ist ekki vita það, þar eð hann
hefði ekki verið hafður með í ráð-
um. Ennfremur sagðist hann ekki
vita, hvort Sláturfélagið hefði
fengið lyklavöld að verzluninni,
en um það sagðist hann þó hafa
grun. Sveinn sagði sér ekki kunn-
ugt um efni „viljayfirlýsingarinn-
ar“, þar eð hann hefði aldrei séð
hana. Um vörutalningu, sem
hugsanlega hefði þurft að fara
fram í nótt til þess að verzlunin
gæti verið opin á morgun — sagði
Sveinn: „Það verður auðvitað
ekki talið, nema báðir aðilar sam-
þykki.“ Þegar Sveinn Snorrason
var spurður að því, hvort Silla og
Valda-menn myndu verja verzl-
unina fyrir sláturfélagsmönnum,
svaraði hann aðeins; „Það verður
reynslan að sýna.“
Morgunblaðið reyndi í gær að
ná tali af Valdimar Þórðarsyni til
þess að spyrjast fyrir um viðhorf
hans i máli þessu, en það tókst
ekki.
Blaðamaður Morgunblaðsins
var f gærkvöldi staddur f
Glæsibæ. Þarvar þá margt starfs-
fólk verzlunarinnar fyrir. Þorkell
Valdimarsson var þar og ætlaði
inn i herbergi það, sem starfs-
fólkið hafðist við í. Þegar Þorkell
opnaði dyr herbergisins, var
honum hrint frá og hurðinni
skellt aftur. Kom einnig til orða-
hnippinga milli Þorkels og þessa
manns, sem ýtti honum út úr her-
berginu. Sýnir þetta hversu heitt
mönnum var í hamsi i Glæsibæ í
gærkvöldi.
Þá hafði Morgunblaðið fregnir
af þvi i gærkvöldi, að lögfræðing-
ur Sláturfélagsins, Benedikt
Blöndal, hefði átt fund með lög-
fræðingum annarra aðila málsins
og átti þar að reyna samninga-
leiðina, en talið var fremur ólík-
Iegt að það myndi takast.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar, var hún i gærkvöldi
viðbúin því að til tíðinda drægi
við Glæsibæ. Varðstjóri lögregl-
unnar sagði þó að lögreglan
myndi aðeins skipta sér af málum
ef til handalögmála kæmi, en hún
myndi forðast að skipta sér af
þannig að unnt yrði að segja að
hún drægi taum einhvers aðila í-
deilumáli þessu.
— Spánn
Framhald af bls. 17
sementsverksmiðju í Terragona
og nokkrum skólum á Norðvestur-
Spáni. Verkföll eru sem kunnugt
er bönnuð með lögum á Spáni.
Þá stóðu húsmæður fyrir mót-
mælaaðgerðum sums staðar
vegna verðhækkana á ýmsum
matvælum. Er talið að fjármála-
ráðherraskiptin kunni að kú-
venda efnahagsstefnu stjórn-
arinnar, sem nú berst við 20%
verðbólgu.
— Fáum árum
Framhald af bls. 4
á þjóðfélagið er hins vegar lítil sem
engin í blöðum". Öll stjórnarand-
staða er óæskileg, enda stuðlar hún
ekki að framförum og uppbyggingu,
segja heimamenn.
— Við þurfum að hætta að hugsa
um okkur sem meðlimi ættbálks, en
llta á okkur þess I stað sem Nígerlu-
menn fyrst og fremst. Fyrr er ekki
hægt að hafa frjálsar kosningar. Ef
við kysum I dag, yrðu flokkarnir
jafnmargir og ættbálkarnir og
óeiningin blossaði upp að nýju. Tlm-
inn vinnur með okkur. Sjáðu hvað
hefur gerzt hér I Bíafra — sagði
Sunday, er ég spurði hann um
þetta.
Já, það var gott að koma til Bíafra
og sjá hve hratt neyð getur breytzt i
velsæld. Það er sér I lagi uppörvandi
þegar ferðalangurinn kemur frá
landi sem Ethioplu, þar sem hungur-
vandamálin virðast engan enda
taka.
En kannski er þess einhver von.
— Heiðraðir
Framhald af bls. 39
sonar og Teits Þórðarsonar. Sagði
hann að þeir væru framúrskarandi
knattspymumenn, ekki einungis
með félögum sínum, heldur væru
þeir báðir fastir menn I islenzka
landsliðinu, sem hefði sýnt eftir-
minnilegan árangur i landsleikjum
sumarsins og vakið verulega athygli
á iþróttum á íslandi með frammi-
stöðu sinni.
Sigurður Jónsson, formaður HS(,
óskaði íþróttamönnunum til ham-
ingju með viðurkenningar þær er
þeim hafði hlotnast. Sagði síðan að
vert væri að óska islenzkum knatt-
spyrnumönnum sérstaklega til ham-
ingju með þann árangur sem þeir
hefðu náð að undanförnu og þeim
undraverðu framförum sem þeir
hefðu sýnt. Við forystumenn hand-
knattleiksmála höfum alltaf haldið
því fram, að íslenzkir handknatt-
leiksmenn hafi staðið sig bezt á al-
þjóðlegan mælikvarða, en nú höfum
við fengið samkeppni frá knatt-
spyrnumönnum, og er það vel, sagði
Sigurður. Ræddi hann siðan nokkuð
um hlutverk blaðanna til eflingar
íþróttunum. — Blaðamenn eru
stundum kröfuharðir, þegar fs-
lendingar eru að keppa við atvinnu-
menn stórþjóðanna, sagði Sigurður,
— en þeir eiga lika að vera það. Við
eigum ekki að setja markið lágt,
heldur gera miklar kröfur bæði til
íþróttamannanna og sjálfra okkar.
— Minning
Hjálmtýr
Framhald af bls. 31
Reykjavík um stund, vann þá
meðal annars við Tímann og Nýja
dagblaðið er var gefið út á þeim
árum, en hann vildi kynnast
fleiru en hann sá og vann að hér.
Hann réðst þá til náms í
Verzlunarskóla í Svíþjóð og var í
Stokkhólmi 1938 og 39 bæði við
bóklegt nám og verknám. Eftir
það kom hann heim og var upp
frá því hér í Reykjavík. Hann
varð brátt mjög starfandi hér.
Árið 1942 stofnaði hann verzlun-
ina Nonna á Vesturgötu og rak
hana fram á sumarið 1974. Var
þetta fyrst og fremst verzlun með
fatnaðarvörur, en hafði þó fleira í
takinu en þær. Orð fór jafnan af
því að vöruverð væri lægra í þess-
ari verzlun en öðrum samskonar.
Systur hans ráku saumastofu,
aðallega með barnafatnað, af
miklum dugnaði og fyrirhyggju
og studdu systkinin öll þannig
hvert annað i starfinu. En Hjámtý
var ekki nægilegt að hafa þessa
starfsemi eina á hendi. Hann
stofnaði á þessum tfma með fleir-
um félag, sem annaðist um mörg
ár byggingar íbúðarhúsa hér í
höfuðborginni. Það reisti allmörg
íbúðarhús og var sú starfsemi
rekin af dugnaði og forsjá eins og
annað sem Hjámtýr beitti sér
fyrir.
Hjálmtýr hafði mikinn áhuga á
þjóðmálum og lét þar til sin taka.
Þar innti hann af hendi mikið
starf af fórnfýsi og árvekni. Hann
var um þau hinn sívakandi maður
og vissi mikil skil á einkennilega
mörgu á því sviði. Hann gerði sér
glögga grein fyrir því þjóðfélags-
ástandi sem við höfum búið við og
búum enn við. Honum var jafnan
ljóst hvert stefndi og stefnir, og
ekki myrkur í máli við hvern sem
var að eiga, en þó ætíð tilbúinn að
taka rökum viðmælanda sinna.
Hann gerði sér far um að brjóta
mál til mergjar og ákveðinn í því
að lúta þvi er sannara reyndist.
Margskonar störf hafði hann með
höndum og var fær til enn fjöl-
breytilegri verkefna. Mér hefir
oft fundist, að hann hefði sómt
sér vel i störfum fyrir samvinnu-
félögin í landinu og að það hefði
verið þeim mikill ávinningur að
hafa hann í þjónustu sinni. I
forystustarfi hjá kaupfélagi
mundi hann hafa notið fjölþættra
hæfileika sinna vel og innt af
hendi margþætt starf og mikil-
vægt fyrir þá sem að því hefðu
staðið og notið þess. Atvikin
höguðu þessu á annan hátt og því
ekki lengur ástæða til að velta
vöngum yfir liðnum hlut.
Hjálmtýr var mikill listunnandi
og var heimili hans eins og lista-
verkasafn, þar sem líta mátti hin
fegurstu og bezt gerðu málverk
hinna færustu íslenzkra lista-
manna ásamt mörgum öðrum list-
munum. Mörgum listamönnum
var hann sérstök hjálparhella
bæði fjárhagslega og á annan
hátt, svo sem við sýningu og sölu
listaverkanna.
Hjálmtýr var mikill bókamaður
og átti mikið og gott bókasafn.
Þar eru hinar merkustu bækur,
bæði frá fyrri tímum og síðari og
allar í hinu bezta ástandi. Hann
las jafnan mikið er timi gafst til
og ekki síður nú seinni árin, er
þolið var minna til átaka en áður
var.
I hita áhugans varð Hjálmtý oft
gripið til pennans, og var þá
stundum stungið á kýlum. Bera
þess vitni hinar fjölmörgu blaða-
greinar hans, að visu stundum
undir dulnefni. Voru þá tekin til
meðferðar hin fjölþættustu þjóð-
félagsmál og má þá ekki sizt
minnast ýmiskonar greina hans
um bókmenntaleg efni.
Eitt helzta einkenni Hjálmtýs
var greiðvikni hans og hjálpsemi,
sem miklu fleiri nutu en á vitorði
varalmennt.Það vita kunnugir þó
vel og oft var þvi viðbrugðið hvað
hann var þá fljótur að bregða við
og fundvis á úrræði, öðrum frem-
ur.
Nú að leiðarlokum, er sá hópur
fjölmennur, sem minnist
Hjálmtýs Péturssonar, með
söknuði og þakklátum huga fyrir
störf hans, hjálpsemi i annarra
garð, órofa tryggð til vina sinna
og endurminningarnar um þenn-
an mann, sem lifði eftir kjörorð-
inu „Fátt mannlegt er mér óvið-
komandi".
Hjálmtýr var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var þýzk og er dóttir
þeirra Helga gift Gunnlaugi
Claessen, fulltrúa í fjármálaráðu-
neytinu. Seinni kona Hjálmtýs er
Þórunn Þórðardóttir, útvegs-
bónda, Ólafssonar í Odda I Ögur-
sveit. Börn af seinna hjónabandi
eru tvö: Kristin og Pétur, bæði á
bernskualdri. Auk þeirra er kjör-
sonur uppkominn, Bjarni, tekinn
til fósturs af Hjálmtý og systrum
hans.
Ekki duidist vinum Hjálmtýs að
hann taldi það sitt mesta gæfu-
spor þegar hann kvæntist Þór-
unni Þórðardóttur, enda var
sambúð þeirra með ágætum, ekki
sízt er mest á reyndi í veikindum
hans. En harmur er nú ekki að
henni einni kveðinni og börnum
þeirra. Mikill er missirinn —
einnig fyrir systur hans þrjár,
sem eftir lifa, svo náin voru þau
systkinatengsl.
Ég og margir vinir Hjálmtýs
Péturssonar þökkum honum nú
liðna samveru og samstarf og
vottum eftirlifandi konu hans,
börnum þeirra og systrunum
þremur dýpstu sambúð og biðjum
þeim Guðs blessunar, nú þegar
svo mikils er misst.
Jón lvarsson.