Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
Einar og Elísabet ásamt börnum sfnum. Þau eru, f efri röð talið frá vinstri, Pétur
Guðni, Jón Friðgeir, Guðmundur Páll, Jónatan, Hjalti og Guðfinnur. í neðri röð
Hildur og Halldóra.
Framhald af bls. 11
Hamri. Hann sagði, að ekkert vit
væri í öðru en hafa frystivélar f
húsinu. Ég bar þetta upp á fundi f
hlutafélaginu og var tillagan sam-
þykkt. Því var frystivél sett upp f
húsinu, ein sú fyrsta á landinu, og
var það mikið gæfuspor að mínum
dómi.
1940 var frystihúsið stækkað,
byggðir nýir frystiklefar, vinnslu-
og tækjasalir. Hefur það verið i
stöóugri uppbyggingu síðan og er
nú orðið eitt hið stærsta á land-
inu. Það flutti út fyrir yfir 300
milljónir króna á sfðasta ári og
var eitt af framleiðsluhæstu
frystihúsum landsins. Það tekur
við öllum fiski af bátunum og auk
þess tekur það nú rækju til
vinnslu af 11 bátum. Þá hefur
verið unninn hörpudískur í frysti-
húsinu, en við vorum braut-
ryðjendur f veiðum og vinnslu á
hörpudisk um og upp úr 1970.“
Einar Guðfinnsson
h/f
„Fyrirtæki mitt var gert að
hlutafélagi fyrir nokkrum árum,
og annast það nú rekstur ýmissa
fyrirtækja, eins og vikið verður
að síðar. Þá rekur það fiskimjöls-
verksmiðju og hefur gert á 4. ára-
tug. Fyrst var það Iftil verk-
smiðja, en 1963 var tekin í notkun
ný og fullkomin síldar- og fiski-
mjölsverksmiðja i nýju húsi, sem
getur brætt um 200 lestir á sólar-
hring. Hún vinnur úr öllum fisk-
úrgangi á staðnum og auk þess
karfabein og annan feitfisk úr
nærliggjandi byggðarlögum, enda
eina verksmiðjan við Djúp sem
það getur. Undanfarnar loðnu-
vertíðir hefur verksmiðjan tekið
við loðnu til bræðslu. Þá má geta
þess, að Einar Guðfinnsson hf
hefur smávegis verkað saltfisk,
skreið og harðfisk hin sfðustu ár.“
Verzlunin
„Þegar ég keypti eignirnar f
Bolungarvík 1924 eignaðist ég
verzlunarhús. Ég leigði það 3
fyrstu árin, og var leigan 50 krón-
ur á mánuði. Árið 1927 fór ég
sjálfur að verzla. I þá daga fór
maður ekki í búðina nema þegar
fólk kom til að verzl'a og var það
oft að afloknum vinnudegi. Það
var ekki verið að fást um slfkt í þá
daga. 1933 keypti ég eignir Péturs
Oddssonar eins og áður er getið,
og færði ég þá aðalverzlunina
þangað og varð þá miklu rýmra
um hana en áður hafði verið. En
brátt kom að þvf, að það varð af
lítið og réðumst við þá í að byggja
nýtt verzlunarhús 1954, og var
það samtals 300 fermetrar að
grunnfleti með skrifstofum á efri
hæð. Árið 1972 var tekin í notkun
ný matvörubúð, kjörbúð, og þar
er jafnframt kjötvinnsla og
brauðgerð. Núna í vor var
vefnaðarvörudeild fyrirtækisins
opnuð f nýju húsnæði, og þar er
einnig skódeild og fleira. Þessar
verzlanir eru á jarðhæð í nýrri
byggingu, sem er þrjár hæðir. Er
verzlunarhúsnæðið í allt nálægt
1000 fermetrar að grunnfleti rúm-
gott og byggt eftir ströngustu
kröfum. Þetta eru alhliða verzlan-
ir með allar mögulegar vörur,
matvörur, vefnaðarvörur, bús-
áhöld, byggingarvörur og fl. og fl.
í kjallara eru rafmagns- og neta-
verkstæði.
Fyrirtækið hefur séð um
slátrun á sauðfé á hverju hausti
um árabil og einnig annazt sölu á
landbúnaðarafurðum. Þá hefur
það umboð fyrir ýmsa aðila, t.d.
Olíufélagið Skeljung. Einnig
annaðist það um árabil vöru-
flutninga á sjó milli Reykjavfkur
og Vestfjarða."
Þetta málverk eftir Erlu Sig-
urðardóttur hangir á skrif-
stofu Einars. Myndin hefur áð-
ur birzt f Mbl, en rétt þykir að
birta hana aftur, þvf að hún
sýnir vel ýmsa þætti 1 lffi Ein-
ars. Efst til vinstri er fyrsta
verzlunin, þar fyrir neðan
fbúðarhúsið, þar sem flest
börnin fæddust og neðst verzl-
unar- og frystihúsið. Einnig
sést vfkin, höfnin, konur f fisk-
vinnu, fiskstaflar, bátar á sigl-
ingu og uppsettir bátar.
<Jr hinni nýju og fullkomnu kjötvinnslu verzlunarinnar.
Fjölskyldan
„Það verður ekki skilið svo við
frásögn af fyrirtækinu að ekki sé
minnzt á fjölskyldu mina, sem að
sjálfsögðu er þvf mikið tengd.
Eins og komið hefur fram, gékk
ég að eiga Elísabetu Hjaltadóttur
frá Bolungarvík haustið 1919, og
eru því liðin rétt 55 ár frá
giftingu okkar. Elísabet er fædd f
Bolungarvík 11. aprfl 1900, dóttir
Hjalta Jónssonar sjómanns og
Hildar Elíasdóttur. Við giftum
okkur í Tjaldtungu, en áttum okk-
ar fyrsta heimili í Hnífsdal, en
síðan alla tíð hér f Bolungarvik.
Ég tel mig gæfumann að hafa
eignast Elísabetu fyrir konu, hún
hefur stutt mig með ráðum og dáð
í umsvifum mfnum. Við höfum átt
barnaláni að fagna, eignuðumst 8
börn sem uppkomust. 6 syni og 2
dætur. Þau eru í aldursröð Guð-
finnur, Halldóra, Hjalti, Hildur,
Jónatan, Guðmundur Páll, Jón
Friðgeir og Pétur Guðni. Þrír
sona minna hafa unnið við fyrir-
tækin frá barnæsku, og hafa nú
tekið við stjórn þeirra. Guðfinnur
sér m.a. um útgerðina og er fram-
kvæmdastjóri frystihússins. Jóna-
tan sér m.a um verzlunina og fisk-
mjölsverksmiðjuna og Guð-
mundur Páll er m.a. yfirverk-
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan.
stjóri f frystihúsinu. Sjálfur hef
ég dregið mig að mestu í hlé, en
ég kem þó dag hvern á skrifstof-
una og fylgist með öllu. Þá get ég
fylgzt með bátunum f kíki út um
skrifstofugluggann heima. Fyrir-
tæki mitt var gert að hlutafélagi
fyrir nokkrum árum og heitir nú
Einar Guðfinnsson hf. Það sér um
rekstur eftirtalinna fyrirtækja:
íshúsfélag Bolungarvikur hf,
Baldurs hf, Völusteins hf og
Rastar hf. Hjá þvf vinna 2—300
manns, sem verður að teljast stórt
á okkar mælikvarða hér i
Bolungarvík. Eins og stendur
vantar fólk til vinnu, bæði á sjó og
landi.“
Lokaorð
„Við hjónin höfum verið gæfu-
manneskjur. Við höfum verið
heilsugóð allt fram á síðustu ár,
og reynt að styðja hvort annað f
önn dagsins. Við eignuðumst góð
börn, tengdabörn og barnabörn.
Okkur hefur farnazt vel í flestum
okkar athöfnum og við erum sátt
við lífið og tilveruna. Ég þakka
samferðafólki störfin og bið
Iandsmönnum blessunar guðs.“
— SS. '