Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1974, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974 30 Minning: Gísli Ingibergsson rafvirkjameistari F. 10. okt. 1920. D. 23. okt. 1974. Eins víst og það er, að nótt kemur á eftir degi, er einnig það, að dauðinn kemur í kjölfar lífsins og „hvenær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí“. Hitt er aftur á móti okkur dauðlegum mönnum íhugunarefni, hversu oft dauðinn sneiðir hjá þeim, sem bíða hans og þrá hann sem líkn- andi engil, en heggur vægðarlaust að þeim, sem við eigum sízt von á, svo að þeir hníga í gras löngu fyrir aldur fram og mitt í önn dagsins. Oft hef ég einmitt hugsað um þetta, en var nú enn einu sinni minntur óþægilega á þenn- an fallvaltleika lífsins við hið óvænta og ótímabæra fráfall vinar míns og jafnaldra, Gfsla Ingibergssonar rafvirkjameist- ara, 23. f.m. En enginn má sköp- um renna, og þá er gott að leiðar- lokum að geta minnzt óvenjugóðs drengs og mikils prúðmennis. Gísli Ingibergsson var fæddur hér í Reykjavík 10. október 1920 og því nýorðinn 54 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Andrea Jónsdóttir og Ingibergur Ölafsson frá Lækjarbakka í Mýr- dal. Var hann sjómaður um ára- tugi, en síðast lengi húsvörður Alþýðuhússins. Lézt hann fyrir tæpum þremur árum í hárri elli. Móður sina missti Gfsli kornung- ur, en ólst upp hjá föður sínum og síðari konu hans, Sigríði Jóns- dóttur frá Svínafelli í Öræfum. Voru þær konur hans náskyldar. Stóðu þannig að Gísla bæði vestur- og austur-skaftfellskar ættir. Sigrfður Jónsdóttir gekk Gfsla og þremur eldri systkinum hans í móðurstað. Veit ég, að hann mat stjúpu sína mikils og elskaði og virti ekki síður en föður sinn, enda reyndist hún þeim systkin- um eigi síðri móðir en sonum sín- um tveimur, sem hún átti með Ingibergi. Hún andaðist rúmum mánuði á undan manni sínum eða í október 1971. Af framansögðu sést, að Gísli ólst upp á barnmörgu sjómanns- heimili, þar sem faðirinn var oft- ast fjarri heimilinu. Varð hann þvf fljótt að treysta á sjálfan sig og fara að vinna ýmis störf, enda uppalinn á þeim tímum, er heims- kreppan setti mark sitt á líf allra hér á landi. Á þeim árum tók hann mikinn þátt í íþróttum, svo sem sundi og knattspyrnu. Einnig gerðist hann skáti og starfaði f þeirri hreyfingu framan af ævi sinni. Árið 1938 lágu leiðir okkar Gísla fyrst saman. Varð sú ástæða til þess, að hann tók að læra raf- magnsiðn hjá föður mínum, Jóni Ormssyni, er ég hætti námi hjá honum og sneri mér að öðrum efnum. Þetta urðu vissulega mikil og góð umskipti fyrir föður minn, því að Gfsli reyndist hinn áhuga- samasti og bezti nemandi og traustur samstarfsmaður um langa hríð. Ekki var auðhlaupið að komast að rafvirkjanámi á þessum árum, og fékk margur að kenna á þeirri skammsýni, sem þá ríkti í þeirri iðn. Fór líka svo, að Gísli hóf ekki raunverulegt nám fyrr en árið 1940. Lauk hann því 1944 og fékk sveinsbréf sitt á afmælisdegi sínum það ár. Meistararéttindi fékk hann síðan í desember 1949, en hélt samt um hríð áfram störfum hjá læriföður sínum. Smám saman hóf hann svo sjálfstæðan atvinnurekstur í iðn sinni og stundaði hann æ síðan. Farnaðist honum vel í því starfi og naut bæði vinsælda viðskipta- manna og eins þeirra, er hjá hon- um unnu. Segja má með sanni, að Gísli hafi orðið arftaki föður mins, er hann dró saman seglin og hætti að mestu umsvifum í rafmagnsiðn- aði og gerðist eftirlitsmaður með raflögnum í skólum Reykjavíkur- borgar og mörgum nýbyggingum hennar. Vissi ég vel, að hann áleit þeim vel borgið, sem létu Gísla njóta þeirra verka, sem hann hafði áður haft á hendi. Hlaut þess vegna að fara svo, að hann léti Gísla vinna mörg þau verk, sem hann sá um fyrir borgarsjóð Reykjavíkur. Varð þetta upphaf að því, að Gísli vann mikið að raflögnum og eftirliti þeirra fyrir Reykjavíkurborg til hinztu stund- ar. Samvinna milli föður míns og Gísla hélzt þannig alla tíð og rofn- aði aldrei alveg, meðan báðir lifðu, enda varð af gagnkvæmt traust og órofa vinátta. Enda þótt leið mín lægi í aðra átt, fylgdist ég öðrum þræði með störfum Gísla alla tíð. Einnig varð svo, að ég vann flest sumur eitt- hvað við rafvirkjastörf til ársins 1945. Minnist ég frá þessum árum margra ánægjulegra stunda með Gísla. Á ég ljúfar minningar um skemmtilegan vinnufélaga, er tók með þögn og þolinmæði áhugalitl- um aðstoðarmanni og brosti aðeins, þegar honum þótti eitt- hvað fara .úrskeiðis hjá honum og hann varð að taka við og gera betur. Naut ég þá og æ sfðan aðstoðar hans og greiðvikni, þegar mér lá á og föður míns naut ekki við. Fyrir allt þetta skulu honum nú færðar þakkir frá mér og f jölskyldu minni. Gísli mátti vissulega muna tvenna tímana á sínu of stutta æviskeiði. Hann var fæddur og upp alinn á fátæku sjómanns- heimili millistrfðsáranna, en vann sig af dugnaði, trúmennsku og ráðdeild til að verða bjargálna og loks, að ég hygg, allvel efnum búinn á okkar vísu. En þar stóð hann ekki heldur einn. Hinn 7. október 1944 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina, Áslaugu I. Ásgeirsdóttur Hraun- dal. Var hún alin upp í Hafnar- firði hjá Ingibjörgu Öfeigsdóttur frá Fjalli á Skeiðum, sem reyndist henni sem bezta móðir. Dvaldist hún hjá þeim hjónum og var rúm- liggjandi síðustu þrjú æviár sín. Kom þá vel í ljós, hversu góður og umhyggjusamur tengdasonur GIsli var henni. Mikið jafnræði var með þeim Áslaugu og Gísla, enda bæði sam- hent um að hlynna hvort að öðru og heimili sínu þau 30 ár, sem sambúð þeirra varaði. Fyrst stóð heimili þeirra um 10 ár að Hverfisgötu 99 í skjóli foreldra Gísla, en sfðan 1954 að Langa- gerði 2, þar sem þau reistu ein- býlishús. Hljóta allir þeir, sem þar fara hjá garði, að veita athygli þeirri miklu snyrtimennsku, sem við blasir. Og ekki er hún síðri innanstokks. Getur vart fegurra heimili en það, sem þau hjón mynduðu saman, enda lék allt f höndum þeirra beggja. Gfsli var bæði óragur og ólatur við að breyta til og betrumbæta fyrri handarverk, ef honum þótti þörf á. Gat ég þess einhvern tím- ann við hann í gamni, að ég væri hissa á þessu. Hann svaraði ein- ungis með sínu góðlátlega brosi: En þetta er líka minn lífeyrissjóð- ur til elliáranna. Þvi miður fór hér á annan veg um hann sjálfan. Hitt veit ég aftur á móti, að hann hefur ekki síður glaðzt yfir því að búa jaf nframt konu sinni og börn- um þann arineld, sem þau gætu notið og yljað sér við. Og nú er húsbóndinn skyndilega hrifinn á braut, og eftir situr eiginkonan með börnin þeirra þrjú. Elzt er Ingibjörg, gift Sveinbirni Öskars- syni viðskiptafræðingi, og eiga þau eina dóttur, Áslaugu Ingi- björgu. Þá er Hafdis skrifstofu- stúlka, sem dvelst f foreldrahús- um. Yngstur er svo einkasonur- inn, Gísli Þór, sem er á fermingar- aldri. öll eru börnin hin mann- vænlegustu og bera prúðmennsku foreldranna og heimilinu fagurt vitni. Veit ég þau geyma öll í þakklátum huga minningarnar um elskulegan og umhyggju- saman heimilisföður. Huggunarorð mega sín ekki mikils í þeirri sorg, sem nú ríkir að Langagerði 2. Ég veit hins vegar, að allir vinir heimilisins vilja með mér gera eftirtaldar ljóðlínur sr. Matthíasar Jochums- sonar, er hann orti undir svipuð- um kringumstæðum, að sínum, um leið og Áslaugu, börnum hennar og öðrum ástvinum er vottuð dýpsta samúð: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú! Hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæri vinur. Þegar vinir hverfa af sjónar- sviðinu, þá setur menn hljóða. Minningarnar fylla hugann og ýmsar spurningar vakna, sem þó fæst aldrei svar við. Menn þykjast skilja, þegar aldrað fólk, lotið af önn genginnar ævi, fær loksins hvíldina eftir langa og þjáningar- fulla sjúkdómslegu. En þegar fólk á bezta aldri, sem maður veit ekki til að neitt hafi amað að, hverfur af sjónarsviðinu svo til fyrirvara- laust, þá gegnir öðru máli. Þannig fór með vin okkar Gísla Ingibergsson. Hress og kátur að vanda að kvöldi, en horfinn sjón- um okkar á hádegi daginn eftir. Enginn veit sfna ævina fyrr en öll er. Við viljum með þessum fátæk- legu orðum okkar þakka þeim, sem því réð og öllu ræður, að okkur auðnaðist að njóta vináttu og samvistar við Gísla. Betri vin og dagfarsprúðari mann hittir maður ekki oft á ævinni. Nú er skarð fyrir skildi í klúbbhópnum, sem aldrei verður fyllt. Okkur brestur orð til huggunar eftirlifandi ástvinum Gfsla, en við vitum það að minningin um góðan og réttlátan föður, tryggan og ástríkan eiginmann mun, er tímar líða, verða þeim líkn með þraut. Gísli var fæddur í Reykjavík 10. okt. 1920, og f Reykjavik átti hann heima allan sinn starfsama aldur. Konu sfna, Aslaugu gekk hann að eiga 7. okt. 1944 og eignuðust þau 3 börn, 2 stúlkur og einn dreng. Gfsli var rafvirki að mennt og starfaði í þeirri grein allan sinn starfsaldur, um langt árabil sem umtalsverður verktaki á því sviði. Hann lézt á Borgarsjúkrahús- inu að morgni þess 23. þ.m. Við sendum eftirlifandi konu hans, börnum og öllum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að vera þeim lfknsamur í sorgum þeirra. Vinir. Kveðja frá starfsmönnum. Þegar skyndilega rofnaði einn þáttur í hinum margþætta vef lífsins, komu í hugann þessar Ijóðlínur Einars Benediktssonar: Af eilífðarljósi birtu ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Það var létt að ræða við Glsla. Hann átti margar skemmtilegar minningar m.a. frá þátttöku sinni í knattspyrnu með meistaraflokki Vals og sundkeppnum ýmiss konar. Honum var það kappsmál að skila góðu dagsverki í iðn sinni, en fyrst og fremst hugsaði hann um velferð konu sinnar og barn- anna þriggja, sem hann bjó sér- lega snoturt heimili. Gísli Ingibergsson var það sem mest er um vert að vera, góður maður. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera véiritaðar og með góðu Ifnubili. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, JÓNS BJÖRGVINS ELÍSSONAR frá Galtastöðum. Aðstandendur. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA SNORRADÓTTIR, Smyrlahrauni 1, Hafnarfirði, lézt í St. Jósepsspítala Hafnarfirði 30. október. Magnús Pálsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar, GUÐRUN ÓLAFSDÓTTIR, Bergþórugötu 1 5 A, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 2. nóv. kl. 2 síðdegis. Þórey Guðmundsdóttir, Sigurjóna Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNESJÓNASSON trésmiður, Hjarðarhaga 44. sem andaðist í Landakotsspitala 25. 10., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 1. nóvember kl. 1.30. Anna Kristmundsdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Gústaf Jóhannesson, Sólveig M. Björling og barnabörn. Jón Aðalsteinn Jónsson. + Einlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför REGÍNU ÞÓRÐARDÓTTIin og virðingu sýnda minningu hennar. Bjarni Bjarnason, Edda Bjarnadóttir, Hörður Ólafsson, Kolbrún Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson og barnabörn. + Við þökkum samúð og hluttekningu við andlát og útför GUÐBJARGAR BJARNADÓTTUR Suðurgötu 68 Akranesi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir alúð og umhyggju í hennar gerð. Oddur Hallbjörnsson og aðrir aðstandendur. Lokað fyrir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Almenna fasteignasalan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.