Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 36

Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974 Þjóðsögur og æfintýri Alvitri læknir Einu sinni var fátækur bóndi, er Krabbi hét. Hann ók til bæjarins með viðarhlass og seldi það lækni einum fyrir 2 dali. Læknirinn sat að snæðingi, þegar bóndi kom inn til þess að taka við borguninni. Bóndanum varð starsýnt á allar kræsingarnar, sem á borðum voru; hann sárlangaði í þær og hefði feginn viljað vera læknir. Eftir stundarkorn spurði hann lækninn, hvort hann gæti ekki líka orðið læknir. „Því ekki það!“ sagði læknirinn. „Hvað á ég að gera, til þess að svo verði?“ spurði bóndinn. „Kauptu þér stafrófskver, með mynd af galandi hana á titil- blaðinu. Seldu svo uxana þína og vagninn og kauptu þér föt og annað, sem læknir þarf á að halda. Síðan HÖGGNI HREKKVÍSI Hann er þá hættur við að hætta skaltu láta mála á spjald þessi orð: „Ég er Alvitri læknir,“ og festa það upp fyrir dyrnar á húsi þínu.“ Bóndinn fór að öllu eins og læknirinn hafði sagt. Hann hafði nú stundað lækningar nokkra hríð, en þó ekki lengi, er svo vildi til, að miklu fé var stolið frá auðugum og tignum manni. Manni þessum var sagt af Alvitra lækni og það með, að hann mundi vita, hvað orðið hefði af peningunum. Auðugi maðurinn steig því upp í vagn sinn, ók í skyndi til þorpsins, sem Alvitri læknir bjó í, og bað hann að hjálpa sér að hafa uppi á hinum stolnu peningum. „Það skal ég gjarna gera,“ svaraði hinn, „en hún Gréta, konan mín, verður aö fara með mér.“ Auðugi maðurinn tók því vel, og þau stigu bæði upp i vagn hans og óku brott með honum. Þegar þau komu heim að aðalssetri hins, auðuga manns, hittist svo á, að verið var að borða, og Alvitri læknir átti auðvitað að matast, áður en hann tæki til starfa. „Hún Gréta konan mín, verður að borða með mér,“ sagði hann, og þau settust að snæðingi. Þegar fyrsti þjónninn kom inn með fyrstu krásina, hnippti bóndi í konu sína og sagði: „Þetta er sá fyrsti.“ Hann átti við, að þetta væri fyrsti þjónninn, sem bæti mat á borð. Þjónninn hélt aftur á móti, að læknirinn ætti við, að hann væri fyrsti þjófurinn. En af því að svo var í raun og veru, brá honum voðalega, og hann skundaði út til félaga sinna og sagði: „Læknirinn veit allt; hann sagði, að ég væri sá fyrsti! Það fer illa fyrir okkur.“ Næsti þjónn þorði varla að fara inn, en hann gat ekki komist hjá því. Þá hnippti bóndi aftur í kellu sína og sagði: „Þarna kemur sá næsti.“ Þjónninn varð lafhræddur og flýtti sér út. Og fyrir þriðja þjóninum fór á sömu leið. Nú kom fjórði þjónninn inn og hélt á stórri skál með loki yfir. Þá sagði höfðinginn, að nú skyldi læknirinn sýna kunnáttu sína og segja sér, hvað væri í skálinni, en í henni voru krabbar. Bóndi komst nú í ljótan bobba og sagði við sjálfan sig: „Aumingja Krabbi," og átti þar við sjálfan sig. En höfðinginn sagði, þegar hann heyrði þetta: „Úr því að hann veit þetta, þá veit hann líka, hvað orðið hefur af pening- unum.“ ANNA FRA STÓRUBORO - saga frá sextándu old eftir Jón Trausta Loks voru allir famir, nema einn af lögréttumönnunum, góðkunningi lögmanns. Hann var þar einsamall eftir. Lögmaður var farinn að jafna sig eftir geðshræringuna. 5rÉg er hissa á þér, lögmaður,“ mælti lögréttumaðurinn, „að þú skulir ekki láta þetta mál til þín taka, — jafngott mál og þetta er.“ Lögmaður leit framan í hann og svaraði með langtum meiri stillingu og hógværð en lögréttumaðurinn hafði bú- izt við: „Þetta er ekki gott mál — og þess vegna hugsa ég mig vel um. Lögréttumaðurinn þrútnaði af ákefð og undrun. „Ekki gott mál —! Hvað er þá gott mál, ef ekki það, að uppræta aðra eins smán úr þjóðfélaginu og blóðsifjar eru? Hvað er gott mál, ef ekki að sníða burtu þann lim af þjóð- félaginu, sem er sýktur og spilltur, svo að hann eitri ekki út frá sér? Siðleysið er sýking. Stjómleysið í ástamálum er orðið bölvun þessarar þjóðar. Hvað er gott mál ... ?“ „Það er ómögulegt að koma orðum við ykkur, fylgismenn þessa óheilladóms, fyrir ofsa,“ mælti lögmaður svo stillilega, að lögréttumaðurinn sneyptist og sefaðist ofurlítið. „Og eins er dómurinn ykkar. Aðalgallar hans eru öfgar og fjarska- fengni. Er nú nokkurt hóf í því, ef til dæmis ung systkini falla í þá ógæfu að eiga barn saman, að taka þau bæði af lífi vægðarlaust? Auðvitað er slíkt á móti boðum guðs og lögmáli náttúrunnar, en vægari hegning gæti komið að jafn- miklu haldi. Eða ef maður fellur í þá freistni að eiga barn með stjúpdóttur sinni? Hann skal hálshöggva og henni skal drekkja eftir dóminum! Mundu nú ekki nægja fébætur og einhverjar vægari og skynsamlegri ráðstafanir til að fyrir- byggja, að slikt kæmi fyrir aftur, og sjá mn, að vítið yrði til varnaðar? Ég er alveg viss um, að þið lögréttumennirnir, margir af ykkur, dæmið þetta og annað eins með hrópandi samvizku. — Eða hamagangurinn móti systkinabörnum og þre .menningum og fjórmenningum? Ég er alveg viss um, að næsta kynslóð brennimerkir okkur sem blinda ofstækismenn fyrir önnur eins dómsákvæði. Ég er viss um, að fjórmenningum verður innan skamms leyft að giftast og þremenningum skömmu síðar. Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? — Ég gæti bezt trúað, að sú kæmi tíðin, að systkinabörnum yrði leyft að giftast. — Þú hristir höfuðið. Nú finnst þér ég vera kominn út í öfgar. Getur líka verið, að svo sé. En ég segi ykkur það satt, að dómurinn ykkar er of s+rangur. — „Hann skal háls- höggva. Henni skal drekkja!“ Manstu, hve oft þessi orð — eða hugsun þeirra — koma fyrir í dóminum? Þau eru blóS- dropar, þar sem þau standa. Og þau standa í annarri eða þriðju hverri línu. Dómurinn er blóSdómur! Hugsaðu þér allt það blóð, sem úthellt verður eftir þessum dómi, ef hann nær lagagildi og honum verður stranglega beitt, — allt það ungt og hraust blóð, sem fljóta verður látið yfir landið í straumum, blóð, sem kannske hefir mikið til málsbóta, — að minnsta kosti æsku og örlyndi! Gömlu, siðavöndu biskupamir okkar, eins og til dæmis ögmundur biskup, gátu fyrirgefiS blóðsifjar og rétt föllnum manneskjum hjálparhönd til viðreisnar. Þeir Páll V. Daníels- son skrifar frá Hafnarfirði Skyldu- sparnaður- inn og skatturinn Mikla athygli hafa vakið þau alvarlegu mistök, sem komið hafa í ljós varðandi útreikning á skyldusparnaðinum. Um árabil hefur þetta viðgengizt. Fólk hefur tekið það, sem að því var rétt, í trausti þess, að það fengi það, sem því bæri. Og þótt upphæðin væri lægri en fólk reiknaði með hefur það sætt sig við hana minnugt þess, hve leiðin er torsótt að ná rétti sínum gagnvart því opin- bera. Sannarlega er hér um mjög alvarlegt mál að ræða, þar sem hluti af sjálfsaflafé ungmenna er tekinn með valdboði til vörzlu með ákveðnum skilyrðum, að ekki skuli vera hægt að treysta þvf, að þess sé vandlega gætt, að ekki sé gengið á rétt þessa fólks. Vonandi fá skyldusparnaðaraðilar hlut sinn að fullu bættan bæði með vöxtum og verðbótum. En vegið hefur verið í þennan sama hnérunn af öðrum opinber- um aðila. Væri ekki úr leið, að þeir, sem gæta eiga réttar skyldu- sparnaðaraðila, skoði það mál vandlega. Fólk á skyldu- sparnaðaraldri getur öðlazt rétt til undanþágu frá skyldusparnaði séu vissar ástæður fyrir hendi. Má þar nefna nám, stofnun hjúskapar, veikindi o.fl. Til að fá þessa undanþágu þarf að sækja um hana. En það er engin skylda. Enda gera það ekki allir. Þeir halda áfram að vera þátttakendur i skyldusparnaðinum, þótt þeir gætu komizt hjá því um tíma. Og hættan liggur í leyni. Skatt- yfirvöldin virðast sjá mjög ofsjón- um yfir því, að skyldusparnaður- inn er frádráttarbær til skatts. Og tækifærið er gripið um leið og einhver á skyldusparnaðaraldri öðlast möguleika á því að fá undanþágu, þótt hann noti ekki réttinn og falli þannig áfram undir lögin um skyldusparnað. Skattyfirvöldin svipta hann skatt- fríðindunum. Sé nokkur lagaleg heimild fyrir þvi má sannarlega segja það, að löggjafinn hafi tekið með annarri hendinni það, sem hann gaf með hinni. Þetta er búið að ganga svona til í mörg ár. Eng- inn hefur mér vitanlega ennþá leitað til dómstólanna i þessu sambandi enda löng leið og dýr þótt skattyfirvöld geti beitt úr- skurðarvaldi með stuttum fyrir- vörum. Þetta er að mínu viti hneyksli ekki betra en hið fyrra, að minnsta kosti er ekki hægt að fella aðgerð skattyfirvalda undir það, að þau hafi ekki vitað hvað þau voru að gera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.