Morgunblaðið - 02.11.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1974
21
Jóhann Hjálmarsson
STIKUR
Gömul mynd á Spænska torginu f Róm. Hús Keats til hægri.
PIAZZA de Spagna, eða
Spænska torgið, er ein af lifæð-
um Rómar. Við Spænska torgið
og einkum á tröppunum, sem
liggja upp að kirkjunni Trinita
dei Monti, er alltaf fullt af
fólki. Ferðamenn eru f meiri-
hluta og skipta mikið við hand-
verksmenn, sem selja alls kyns
muni á tröppunum, einkum
skartgripi. Spænska torgið
dregur nafn sitt af Spænska
sendiráðinu, sem stendur við
torgið. Tröppurnar voru byggð-
ar 1725 og eru verk Alessandro
Specchi. A miðju torginu er
sérkennilegurgosbrunnur Fon-
tana delle Barcaccia eftir
Pietro Bernini f formi sokkins
báts. Gosbrunnurinn á að
minna á að bátur strandaði á
þessum stað þegar Tfber
flæddi yfir bakka sfna.
I húsi númer 26 við Spænska
torgið bjó enska skáldið John
Keats síðustu árin, sem hann
lifði, og þar dó hann úr berkl-
um 23. febrúar 1821 tuttugu og
fimm ára að aldri. 1 húsinu er
nú safn til minningar um þá
skáldbræður Keats og Percy
Bysshe Shelley.
Það er einkennileg reynsla að
koma inn í þetta hús úr glaum-
inum fyrir utan. Inni er kyrrð
og þögn. Safnvörður fylgir okk-
ur um húsið. Hér dó Keats, seg-
Leiði Keats f Andkaþólska
kirkjugarðinum. Teikning eftir
B.C. Dexter.
ir hann, þegar við erum stödd i
litlu og þröngu herbergi.
Japanskur ferðamaður tekur
myndir. Glugginn er opinn,
fjölbreytt líf torgsins fyrir neð
an. A veggnum er teikning af
Keats á banabeði, gerð af vini
hans og ferðafélaga á ítalíu,
málaranum Joseph Severn. Ró
dauðans er yfir skáldinu. Aust-
urriska skáldið Ranier Maria
Rilke, sem ort hefur ljóð um
þessa teikningu Severns, held-
ur því fram að Keats hafi verið
dáinn þegar myndin var teikn-
uð. Peace, peace! he is not
dead, he doth not sleep — / He
hath awakened from the dream
of life — segir Shelley i eftir-
mælum sfnum um Keats.
Bækur, handrit og myndir
þekja veggi Keats- og Shelley.
safnsins. Á það hefur verið
bent að andrúmsloftið sé frem-
ur enskt en ítalskt. Hér er
handrit siðasta ljóðsins, sem
Keats orti: Bright star, would I
were stedfast as thou art —.
Ljóðið skrifaði hann á autt blað
í ljóðmælum Shakespeares. ís-
lenskt skáld, Snorri Hjartarson,
sem kom til Rómar fyrir um
það bil tíu árum, felldi ljóðlín-
una inn í Ijóð sitt Hús i Róm.
Ljóðið fjallar um Keats og
Spænska torgið:
hér hvarf hann i myrkrið
hinn ungi elskhugi jarðarinnar
sem fegurst kvað
i myrkrið
John Keats
til stjarnanna
Keats hafði mælt svo fyrir að
á legstein sinn skyldi ritað:
Here lies One Whose Name was
writ in Water. Keats er grafinn
i Andkaþólska kirkjugarðinum
í Róm skammt frá hinum
kunna Cestius pýramída. Við
hlið hans er Severn grafinn.
Rétt hjá er leiði Williams, son-
ar Shelleys, sem dó þriggja ára,
og leiði danska skáldsins Car-
stens Hauchs, sem sótti fyrir-
myndir í íslenskar fornbók-
menntir, m.a. Njálu.
í hinum hluta kirkjugarðsins
er Shelley grafinn, eða réttara
sagt aska hans. Shelley lifði
ekki lengi eftir að vinur hans
Keats gaf upp andann. Hann
hafði hvatt Keats til ítaliufarar
og látið sér annt um hann. 8.
júlí 1822 héldu þeir Shelley og
félagi hans Williams á bát
Shelleys Don Juan áleiðis til
húss Shelleys í Lerici. Þar biðu
konur þeirra eftir þeim. Veður-
útlit var slæmt, en þeir sinntu
engum aðvörunum frekar en
Eggert Ólafsson forðum. 18.
júlí fundust lik þeirra á strönd-
inni nálægt Viareggio. 1 jakka-
vasa Shelleys voru tvær bækur:
leikrit Sófókles og ljóð Keats.
Mánuði seinna var lík Shelleys
brennt á ströndinni. Mörg voru
tár yfir mæringi felld, / margur
bar klökkt þaðan hjarta, yrkir
Grímur Thomsen i Ijóðinu Ut-
för skáldsins Shelley. Meðal
viðstaddra var eitt skáldið enn,
Byron lávarður, en hann lést
tveimur árum siðar á Grikk-
landi 36 ára gamall. Shelley var
29 ára þegar hann drukknaði.
Við hlið Shelleys liggur vinur
hans Trelawny, sem var honum
álíka hjartfólginn og Severn
var Keats. Það var Trelawny,
sem valdi Shelley eftirfarandi
grafskrift:
Nothing of him that doth fade
But doth suffer a sea-change
Into something rich
and strange
Trelawny og Severn urðu
gamlir menn og óskir þeirra
rættust að fá að hvíla við hlið
hinna frægu vina sinna.
Andkaþólski kirkjugarður-
inn er vel hirtur. Þar eru marg-
ir merkilegir legsteinar og graf-
skriftir á ýmsum tungumálum:
sænsku, ensku, þýzku, rúss-
nesku, hebresku. Ófáir lista-
menn eru jarðaðir hér. Graf-
skriftirnar segja mikla sögu um
líf þeirra og baráttu fjarri þeim
jarðvegi, sem þeir spruttu úr.
En það er auðvelt að skilja
hrifningu þeirra á Italíu. Ekki
aðeins sagan er nálæg, hið dag-
lega lif er óþrjótandi innblást-
ur.
Spölkorn frá leiðum þeirra
Shelleys og Trelawnys er leiði
sonar Goethes. Það er glæsileg-
ur minnisvarði með vangamynd
Thorvaldsens af hinum unga
Goethe. Að leiðinu komu
nokkrir þýskir ferðamenn. Þeir
tóku myndir. Það rigndi þenn-
an ástústdag í Róm. Okkur þótti
gott að ganga um kirkjugarðinn
og láta hugann reika. Horaðir
kettir eltu okkur um allt svo að
krakkarnir höfðu nógu að
sinna. Alls staðar í Róm eru
horaðir kettir, ekki síst í Forum
Romanum. En í Andkaþólska
kirkjugarðinum var óvenju
mikið af þeim.
Á tslandi er Pier Paolo Paso-
lini (f. 1922) fyrst og fremst
kunnur meðal kvikmyndafólks.
Pasolini hefur öðlast heims-
frægð fyrir kvikmyndir sínar.
En hann er líka þekkt Ijóðskáld
og ekki er fráleitt að skipa hon-
um fremst í röð ungra ítalskra
Ijóðskálda.
Pasolini vakti fyrst verulega
athygli með ljóðabókinni Le
ceneri di Gramsci (Aska
Gramscis, 1957). Fyrir hana
fékk hann Viareggio verðlaun-
in. Bókin hefst í Andkaþólska
kirkjugarðinum. Pasolini
stendur hjá leiði marxistans
Antonio Gramscis, sem lét lifið
í fangelsi fasista 1938. Gramsci
er dýrlingur italskra kommún-
ista, píslarvottur baráttunnar
fyrir breyttum samfélagshátt-
um á italíu. Hann boðaði í rit-
um sínum sterkari tengsl
menntamanna við fjöldann,
menningin átti að hans dómi að
mótast af kröfum alþýðunnar.
Bók Pasolinis þykir dæmigerð
fyrir þann tvískinnung, sem
setur svip sinn á heimsmynd
hans, furðulegt sambland af
marxisma og kaþólsku. Hann
ávarpar Gramsci með orðunum.
Ég er með þér og á móti þér. I
bók sinni lofsyngur Pasolini
einnig Shelley. Þú komst til
Italíu yrkir Pasolini um Shelley
knúinn áfram á ævintýralöng-
un, fögnuði barnsins og fagur-
kerans.
Ætli Pasolini hafi ekki með
þessum orðum lýst mörgum
Italíuförum, ekki sist skáldum
og listamönnum, sem létu heill-
ast af draumnum um ítalíu.
Sjálfur sagði Shelley þegar
hann hélt til Italiu árið 1818 að
hann væri aðeins hálfur’maður
í reyknum, þokunni og regninu
heima fyrir. Honum leið vel í
Lerici eins og ráða má af síð-
asta ljóði hans The Thriumph
of Life, sem honum tókst ekki
að ljúka.
Enskar bókmenntir risu hátt
undir ítölskum himni.
Undir regnboga
Basar 1 Lindarbæ
Anton Helgi Jónsson:
UNDIR REGNBOGA.
Myndir eftir Nonnu.
Gefið út á kostnað höfundar.
Reykjavfk 1974.
BÖK Antons Helga Jónssonar
Undir regnboga er til vitnis um
ljóðræna þanka ungs manns. Hér
er ekkert sprengiefni á ferðinni
heldur hófstilling, sem bendir til
þess að Anton Helgi leggi meira
upp úr því að vanda sig en berja
bumbur að ungra manna hætti.
Undir Regnboga. Myndskreyting
eftir Nonnu.
Bðkmennllr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Sum ljóðin í bókinni eru lipurlega
ort, önnur standa í bókinni vegna
þess að hér er um frumraun að
ræða.
Það má að ýmsu finna í Undir
regnboga. Hugmyndir eru oft of
almennar orðalag víða snúið. En
þetta er sfður en svo einsdæmi
um Anton Helga. Skáld, sem sent
hafa frá sér margar bækur,
brenna sig á hinu sama. Meira er
um vert að huga að þeim ljóðum I
Undir regnboga, sem eru laglega
orðuð og sýna hlutina í skemmti-
legu ljósi. Fyrsta ljóðið i bókinni,
Augu þín, er til marks um virð-
ingarverð vinnubrögð:
Augu þín eru blámi himinsins
á björtum sumardegi
víðátta mikil
sem hvergi endar
Nema bak við fjöllin
en þau eru hugur þinn
og hann klífur enginn.
Uð er einnig ljóð þar sem mark-
viss vinnubrögð koma nokkru til
leiðar. Ljóðið lýsir því hvernig
undur náttúrunnar stækka mann-
inn f smæð sinni.
Þótt ljóðin fjalli flest um ástir
og drauma ungs manns eru nokk-
ur þeirra mótuð af válegum at-
burðum utan úr heimi. I Við heyr-
um þessar fréttir er lýst vanmætti
þeirra, sem hlusta á fréttirnar um
grimmd heimsins; það, sem vekur
skelfingu í fyrstu verður lágróma
og hversdagslegt hjal. Menning
lýsir sömu tilfinningu:
Meðan Gunnar á Hlíðarenda
stökk hæð sína
í hugum okkar
sem lékum með trésverð
í snjónum
voru önnurbörn
minnt á tækni nútímans
með dauða sínum.
I Undir regnboga eru nokkrar
sniðugar myndir eftir Nonnu.
Á morgun heldur Kvennadeild styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra basar I
Lindarbæ, en basarar hafa veriðfast-
ur liður f starfsemi deildarinnar und-
anfarin ár. Á boðstólum verður
margs konar varningur, svo sem
handunnir munir, matvara, kökur og
svokallaðir „lukkupokar", sem „allt-
af hafa gert geysilega lukku", aS
sögn Jónfnu Þorfinnsdóttur, for-
manns kvennadeildarinnar.
Allur ágóði af þessum basar sem
annarri fjáröflunarstarfsemi kvenna-
deildar Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra rennur til Æfingastöðvar Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra og starfsem-
innar I Reykjadal, þar sem rekið hefur
verið sumardvalarheimili fyrir lömuð
og fötluð börn mörg undanfarin ár.
Félagið hefur e t.v. ekki sízt unnið
merkt starf þar sem það hefur styrkt til
náms sjúkraþjálfara og iðjuþjálfara, en
ætíð er mikill hörgull á sérmenntuðu
fólki til slíkra starfa.
( Kvennadeild Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra eru um 200 konur, og
taka þvl fjölmargar konur þátt I fjáröfl-
unarstarfinu.
Basarinn er I Lindarbæ, og hefst kl.
2 e.h á morgun
Á myndinni hér að ofan er sýnishorn
af því, sem á basarnum verður.