Morgunblaðið - 02.11.1974, Page 32

Morgunblaðið - 02.11.1974, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974 Þjóðsögur og æfintýri Alvitri læknir Þjóninum varð órótt innan brjósts, og hann gaf lækninum bendingu með augunum, að hann skyldi koma út með sér. Þegar þangað kom, játuðu þjónarn- ir, allir fjórir, að þeir hefðu stolið peningunum. Buðust þeir til að skila þeim aftur og greiða læknin- um góðan skilding, ef hann vildi þegja um stuldinn, því að annars væri þeim gálginn vís. Þeir sýndu honum nú, hvar þeir höfðu falið peningana. Þetta lét læknirinn sér nægja fór aftur inn, settist við borðið og sagði: „Nú ætla ég að leita að því í bókinni minni, hvar peningarnir eru niður komnir.“ I þessu bili skreið fimmti þjónninn inn í ofninn, til þess að forvitnast um, hvort læknirinn vissi enn fleira. HÖGGNI HREKKVÍSI 10-17 i? 1,74 McNaught Syndicate, Inc. Heyrðu mig. — Ég sé um þetta. Bóndi fór nú að blaða í stafrófskverinu sínu og var að leita að hananum. En er hann fann hann ekki undir eins, varð hann óþolinmóður og sagði: „Þú ert þarna samt og skalt koma fram.“ Þá hélt sá í ofninum, að átt væri við sig, og hann skreið í skyndi út úr ofninum og sagði við félaga sína: „Þessi maður veit alla skapaða hluti.“ Alvitri læknir sýndi nú auðuga manninum, hvar peningarnir voru fólgnir, en sagði ekkert um það, hver hefði stolið þeim. Var hann svo sæmdur miklum gjöfu í launa skyni af báðum aðiljum og varð frægur maður. (Bræðurnir Grimm; þýðing eftir J. Óf.). H. C. Andersen Nýju fötin keisarans Fyrir mörgum árum var keisari nokkur, sem hafði svo ákaflega miklar mætur á fallegum nýjum fötum, að hann lét alla sína peninga ganga til þess að geta verið sem allra-skrautklæddastur. Hann kærði sig ekki um dáta sína, og ekki hirti hann um leikhúss- skemmtanir né skemmtiakstur út í skóga, nema aðeins til að sýna nýju, fallegu fötin sín. Hann átti sér kjól fyrir hverja dagstund, og eins og sagt er um konung: „Hann er í ráðinu," eins var um keisarann alltaf sama viðkvæðið: „Hann er í fataskápnum.“ í stóru borginni, þar sem hann hafði aðsetur sitt, var sérstaklega skemmtilegt, og komu þar margir útlendingar á degi hverjum. Og einhvern dag bar svo til, að þar komu tveir svikahrappar. Þeir þóttust vera vefarar og kváðust kunna að vefa þann fegursta vefnað, sem hugsast gæti; það væri ekki aðeins litirnir og mynstrin á vefnaðinum, sem væri svo óvenju fagurt, hvort um sig, heldur fylgdi líka sú náttúra fötunum, sem úr honum væru saumuð, að þau yrðu ósýnileg hverjum þeim manni, sem óhæfur væri í embætti sínu eða ófyrirgefanlega heimskur. „Já, það væru reyndar afbragðs föt,“ hugsaði keisarinn; „með því að vera í þeim, gæti ég komist fyrir, hverjir í ríki mínu eru nýtir menn og dugandi í embætti sínu. Ég gæti þá þekkt vitsmunamennina frá heimskingjunum. Já, þess konar fataefni verður undir eins að vefa handa mér.“ Og hann greiddi ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu old eftir Jón Trausta settu þeim strangar skriftir og þungar fébætur, en það er sitt hvað eða taka af þeim höfuðin eða drekkja þeim. Búizt þið við betra siðferði en var á þeirra dögum? — Og hver þörf er eiginlega á þessum þunga dómi? Eru frændsemisspjöll- in svo mörg og algeng, að grípa þurfi til slíkra óyndisúrræða? Er hér eiginlega um nokkra sýking að tala í þessu efni? —- Og eruð þið nú vissir um, að þið sýktS menn ekki einmitt með dóminum? Of ströng lög hafa oft gagnstæðar verkanir við það, sem þau eiga að hafa.“ „En guðs lög?“ mælti lögréttumaðurinn. „Meturðu þau að nokkru?“ „Já, guðs lög met ég meira en lög mannanna," mælti lög- maður. „En þetta eru ekki guðs lög. Ykkur er talin trú um það, sem eruð fáfróðir. Ég hefi lesið biblíuna spjaldanna á milli. Það hefir þú ekki gert, sem ekki er von, því að hún er ekki til á íslenzku enn þá. Þar eru mörg atvik, sem heyra undir dóminn ykkar. Þar er Lot gamli, bróðir Abrahams, til að hálshöggva og dætur hans tvær til að láta í poka og drekkja. Þar er systkinabömum leyft að giftast, og meira að segja sótzt eftir giftingum innan sömu ættkvíslarinnar meðal Tsraelsmanna. Og þar er leyft fjölkvæni. 1 bréfum postul- anna er þetta aftekið, en það er ekki lögð jafnheimskuleg hegning við því og þið leggið. Þar er hógvær og kristileg áminning látin nægja. — Nei, þið ættuð að tala sem fæst um guSs vilja í þessu efni. En það er vilji annars, sem þið metið mest og farið eftir. Það ér vilji konungsins í Danmörku. Grimmum og fégjörnum konungum er þægð í því, að hegn- ing við afbrotum sé nógu miskunnarlaus. Því betra útlit er fyrir, að eitthvað kunni að fénast hinni botnlausu konungs- féhirzlu. Það er konunglegt að geta drepið menn að lögum fyrir litlar sakir og tekið fé þeirra hvar sem það stendur! Slíkt vinnur með tímanum upp á móti einni sigursælli her- ferð og er minni áhætta!“ „Þannig hélt ég ekki, að ég mundi heyra nokkurn lögmann mæla,“ mælti lögréttiunaðurinn. Lögmaður hló gremjulega. „Eins og ég viti ekki, að dóminum er í raun og veru þröngvaS upp á okkur af þessu kaldrifjaða konungsvaldi. Hvað ættu annars allir þessir hermenn að gera? — Nú dæma Danir á þingi okkar íslendinga. ViÖ gerum ekkert annað en segja já og amen.“ Hann þagði um stund og hélt síðan áfram: „Leitt, að njósnarmenn nafna míns Stigssonar skuli hvergi vera nærstaddir. Þetta hefði verið matur fyrir þá að heyra. — Treystir þú þér til að færa höfuðsmanni fréttirnar og standa við þær? Sá fengi ómak sitt sæmilega borgað, sem slík orð gæti sannað upp á Pál Vigfússon lögmann!“ Lögréttumaðurinn hristi höfuðið, hálfmóðgaður af því, að lögmaður skyldi mæla slíkt, þótt ekki væri nema í gamni. „Misvitur ertu, lögmaður,11 mælti hann alvarlega. „Þú berst gegn því á alþingi, þó að í kyrrþey sé, að dómur sé dæmdur gegn hinni verstu spillingu, sem til er, blóðsifjum og frændsemisspjöllum, og reynt að uppræta þau með fyrir- mælum, sem hljóta að skjóta mönnum skelk í bringu. En íric6mo?9unkciff inu Launahækkun get ég ekki veitt þér, Sigurð- ur, en þú hefur mitt leyfi til þess að skella hurðinni fast á eftir þér, erþú ferðútaftur. Þú hefur munað eftir að hleypa kettinum út. kvöldi dags. Frh. Óskastundin hennar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.