Morgunblaðið - 02.11.1974, Síða 36

Morgunblaðið - 02.11.1974, Síða 36
ftt0rgmtl>M>ifr nucivsmcnR ^22480 JW«rgtml>Inl>il> nucivsmcRR ^v-«2248U LAUGARDAGUR, 2. NÓVEMBER 1974 Glæsibæjardeilan: Setið klukkustundum saman yfir samningum STÁLU ÆÐARDÚN FYRIR140 ÞÚS. FULLTRUAR deiluaðila í Glæsibæjarmálinu sátu í allan gærdag á fundi og enn, er Mbl. fór í prentun í gærkvöldi. Sveinn Snorra- son, hæstaréttarlögmaður, sagði í fyrrinótt í viðtali við Mbl., að gert hefði ve?ið vopnahlé og að menn ætluðu að nota föstudag til þess að þrautreyna sátta- Kjartan leiðina. Var búizt við, að til úrslita drægi í þessu deilu- máli um helgina og kemur þá í ljós, hvort Sláturfélag Suðurlands tekur við rekstri matvöruverzlun- arinnar í Glæsibæ eða ekki. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, sem er full- trúi dánarbús Sigurliða Kristjáns- sonar, sagði í viðtali við Mbl. í gær: „Við höfum kvöldið fyrir okkur og nóttina og munum reyna til þrautar að ná samkomulagi alveg fram til hádegis á morgun, laugardag. Við erum enn að og værum það ekki, ef talið væri vonlaust aá samkomulag næðist.“ Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hafði í gær, var talið líklegt, að vörutalning gæti farið fram í dag. Deilan snýst um það, hvort Valdimar Þórðarson hafi getað undirritað samning við Slátur- félagið, en í öllum viðskiptum Silla og Valda á meðan Sigurliði var á lífi virtu þeir undirskrift hvor annars á þann hátt að undir- skrift annars var bindandi fyrir báða. Við fráfall Sigurliða hefur hér orðið breyting á og vilja stjórnendur dánarbús Sigurliða ekki viðurkenna þessa reglu. Fjölmargir samningar eru til með undirskrift annars, en aðeins mun vitað um eitt skipti, þar sem báðir rituðu nafn sitt. 1 FYRRINÓTT var brotizt inn f Dúnhreinsunarstöð SÍS á Kirkju- sandi f Reykjavfk. Þar var stolið 6 kflóum af fullhreinsuðum æðar- Frumvarp um eflingu Lánasjóðs sveitarfélaga LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasjóð sveitarfélaga, sem gerir ráð fyrir verulegri eflingu sjóðsins. Lánasjóðurinn tók til starfa á árinu 1967 og hefur haft, lögum samkvæmt, fasta tekjuliði frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og ríkissjóði. Þessir tekjupóstar voru óafturkræfir og námu samtals á yfirstandandi ári 23 m.kr. Hefur framlag þetta hækkað um ein 18% á þeim átta árum, sem sjóðurinn hefur starfað, var 19,5 m.kr. árið 1967, svo lánageta sjóðsins hefur í raun hraðminnkað miðað við þá verð- lagsþróun sem orðið hefur á þessum árum. Frumvarp það til laga, sem nú hefur verið lagt fram, gerir ráð fyrir þvi, að hin árlegu, óaftur- kræfu framlög til sjóðsins verði í ákveðnum hlutföllum við tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga: framlag Jöfnunarsjóðs verði árlega 5% af brúttótekjum þessa sjóðs og framlag rfkissjóðs, sem verður ákveðið í fjárlögum hverju sinni, miðist við 2M% af brúttótekjum Jöfnunarsjóðs. Miðað við áætlaðar tekjur Jöfn- unarsjóðs á yfirstandandi ári ættu framlög til Lánasjóðsins, miðað við lagafrumvarpið, að verða samtals 71 m.kr. (í stað 23,0). Lánasjóðurinn hefur til ráðstöf- unar, auk þessara beinu fram- laga, endurgreiðslur eldri lána, vaxtatekjur og lán, er hann tekur til framláns. Á árinu 1974 tók| Lánasjóður sveitarfélaga í þessu augnamiði 105 m.kr. lán hjá Framkvæmdasjóði og 15 m.kr. frá Bjargráðasjóði. Heildarlán sjóðs-i ins til sveitarfélaga það ár námu tæpum 170 m.kr. Áætlaðar lán- tökur sjóðsins i ár eru 113 m.kr. og áætluð lán til sveitarfélaga 178 m.kr. dún. Hvert kiló er selt á 22—25 þúsund krónur, að sögn ’rann- sóknarlögreglunnar, svo nærri lætur, að verðmæti þess, sem stol- ið var, sé nálægt 140 þúsund krón- ur. Talið er, að þeir, sem verknað- inn unnu, hafi farið inn um glugga. Héldu þeir inn í dún- hreinsunarherbergið, þar sem dúninn var að finna. Var hann pakkaður í 2 hvíta plastpoka, og voru þeir allstórir að ummáli. Auk þess var stolið 5 kflóum af kaffi i kaffistofu starfsfólksins. Ekki var snert við öðru í fyrirtæk- inu. Rannsóknarlögreglan hefur mál þetta til meðferðar. Jónas hætt- ur sem ráð- herraritari NtJ um mánaðamótin lét Jónas Jónsson af störfum sem aðstoðarmaður Halldórs E. Sigurðssonar ráðherra, en þvf starfi hefur hann gegnt um þriggja ára skeið. Hefur Jónas tekið við fyrra starfi sem ráðunautur Búnaðar- félags Islands. Jónas starfaði f landhúnaðarráðu- neytinu, en eftir að Halldór E. Sigurðsson lét af störfum fjármálaráðherra, þótti ekki ástæða til þess, að hann hefði lengur aðstoðarmann við landbúnaðarmálin. Landhelgis- viðræður í skoð- un hjá ríkis- stjórninni SAMKVÆMT upplýsingum Geirs Hallgrímssonar, forsætisráð- herra, munu niðurstöður ,Við- ræðna embættismanna íslend- inga og Vestur-Þjóóverja vegna landhelgismálsins vera í sérstakri skoðun ríkisstjórnarinnar og að henni lokinni verða nióurstöðurn- ar kynntar í utanrikismálanefnd Alþingis og meðal þingflokkanna í næstu viku. Aðspurður sagðist Geir Hall- grimsson ekki geta gefið frekari úpplýsingar um málið. Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokks? Liklegast þykir, þessa stund- ina a.m.k., að Kjartan Jóhanns- son, verkfræðingur, einn af bæjarfulltrúum Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði verði kjörinn varaformaður Alþýðuflokksins á flokksþinginu, sem haldið verður um miójan mánuðinn. Eins og kunnugt er mun Gylfi Þ. Gíslason ekki gefa kost á sér til endurkjörs, sem flokksfor- maður en gerir í þess stað til- lögu um, að Benedikt Gröndal, núverandi varaformaður verði kjörinn formaður. Ekki liggur ljóst fyrir, hver tekur við rit- arastarfinu af Eggert G. Þor- steinssyni, en áhugi mun vera á því að það verði kona. Persónufrádráttur hjóna hækkar í rúma hálfa milljón ÁKVEÐIÐ hefur verið að skatt- vfsitala fyrir gjaldárið 1974 hækki um 45%. Morgunblaðið reiknaði í gær út hvernig helztu frádráttarliðir til skatts hækkuðu af þessum sökum og hækkar persónufrádráttur fyr- ir einhleyping úr 238 þúsund krónum í 345.100 krónur. Fyrir hjón hækkar frádrátturinn úr 355 þúsund krónum í 514.750 krónur og frádráttur fyrir hvert barn hækkar úr 50 þús- und krónum í 72.500 krónur. Aukafrádráttur einstæðs for- eldris hækkar úr 96 þúsund krónum í 139.200 krónur og frá dráttur einstæðs foreldris fyrir hvert barn hækkar úr 11 þús- und krónum í 15.950 krónur. Frádráttur nýgiftra vegna heimilisstofnunar hækkar úr 84.700 krónum f 122.815 krónur og hámarksfrádráttur ársins vegna greiðslna í lifeyrissjóði hækkar úr 38.500 krónum í 55.825 krónur. Heimilaður frá- dráttur vegna iðgjalds af lífs- ábyrgð hækkar úr 23 þúsund krónum f 33.350 krónur. Frádráttur sjómanna vegna hlífðarfatnaðar, sem verið hef- ur 1.500 krónur á mánuði hækkar i 2.175 krónur á mán- uði og sérstakur frádráttur sjó- manna, sem verið hafa á sjó lengur en 6 mánuði gjaldárs- ins, hækkar úr 9.500 krónum á mánuði f 13.775 krónur á mán- uði. Skattstigin breytist einnig f samræmi við skattvfsitöluna. Fyrsta þrepið, fyrstu 100 þús- und krónurnar, sém féllu 1 20% skatt, hækka og verður upp- hæðin 145 þúsund krónur. Næsta þrep, sem er á bilinu 100 til 200 þúsund krónur, verður nú 145 þúsund til 290 þúsund krónur og greiðist af þvf bili 30% skattur. Allar tekjur, sem eru umfram 290 þúsund krónur fara í 40% skatt. Skattafsláttur fyrir einstakl- inga, sem var 11 þúsund krón- ur, hækkar f 15.950 krónur. Fyrir hjón hækkar skattafslátt- ur úr 18.500 krónum f 26.825 krónur og skattafsláttur fyrir hvert barn hækkar úr 3.300 krónum í 4.785 krónur. Auka- skattafsláttur fyrir einstætt foreldri hækkar úr 6.500 krón- um f 9.425 krónur og fyrir hvert barn einstæðs foreldris hækkar skattafsláttur þess úr 600 krónum f 870 Skattafsláttur fyrir aldraða og öryrkja hækkar samsvar- andi um 45%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.