Morgunblaðið - 26.11.1974, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974
LOFTLEIOIR STAKSTEINAR I
BILALEIGA
CAR RENTAL
TT 21190 21188
LOFTLEIÐIR
Fa
jj itii. x /./;#f, i \
'AIAJIt"
22-0-22*
RAUDARÁRSTÍG 31
(g
BÍLALEIGAN
21EYSIR
CARRENTAL
24460
28810
piorvieen
Útvarp og stereo kasettutæki
Hópferöabílar
Til leigu í lengri og
skemmri ferðir
8 — 50 farþega bílar.
KJARTAN
INGIMARSSON
Sími 86155 og 32716.
Annast allar* 1
raflagnir
og viSgerðir
í hús
og skij>
Úr og klukkur
hjá fagmanninum.
HILMAR
FOSS
Lánsfjármögnun
opinberra
framkvæmda
tJtgáfa og sala happdrættis-
skuldabréfa til að f jármagna og
flýta meiriháttar verkáföngum
í vegagerð landsmanna hefur
hlotið nokkra gagnrýni. Því er
einkum haldið fram, að sala
slíkra skuldabréfa á almennum
peningamarkaði dragi úr spari-
fjárstreymi til lánastofnana og
sé þeim því fjötur um fót f
lánafyrirgreiðslu til atvinnu-
vega. Þá er og á það bent, að
verðtryggt lánsfé sé dýrt og
endanlega þurfi að greiða láns-
féð og kostnað við það af tekju-
stofnum ríkissjóðs, þó sfðar
verði. Þessi sjónarmið eiga
vissulega rétt á sér, svo langt
sem þau ná, og þurfa að koma
inn f myndina, er málið er
skoðað i heild.
Sparnaður og eyðsla
Vegagerð er eitt helzta
áhugamál þjóðfélagsþegnanna.
Hringvegur um landið, Djúp-
vegur á Vestfjörðum og nú
síðast Norðurvegur eru allt
þýðingarmiklir áfangar í vega-
gerð, sem þessi fjármögnun
flýtti eða getur flýtt um all-
mörg ár.
Áhugi fólks á þessum til-
teknu framkvæmdum sem og
verðtrygging skuldabréfanna
hefur leitt af sér,
að fólk leggur fram
stórfé í skuldabréfakaup,
sem ella hefði farið í beina
eyðslu. Skuldabréf þessi eru
notuð til gjafa við allskonar
tækifæri, og hafa þannig
virkjað fjármagn, sem ella
hefði runnið til annarra fánýt-
ari kaupa. Reynslan hefur og
leitt í ljós, að fólk dregur mjög
úr margháttaðri og á stundum
gjaldeyrisfrekari eyðslu vegna
þess, að hér gefst því tækifæri
til að ávaxta aflafé á hag-
kvæman hátt um leið og það
Ijáir framkvæmdum lið, sem
það hefur persónulegan áhuga
á og bæði beinan og óbeinan
ávinning af. Þessi lánsfjár-
öflun eykur því sparnað og
bindur fjármagn, sem ella
hefði bætzt við hina óæskilegu
eyðslu þjóðarinnar.
Að flýta
framkvæmdum
Slíkt lánsfé til framkvæmda
er dýrt — um það eru ekki
skiptar skoðanir. En því fylgir
jafnframt hagkvæmni, sem
vert er að veita athygli. Með
hliðsjón af þeirri verðlags-
þróun, sem verið hefur hér
undanfarin ár, má öllum Ijóst
verða, að það skiptir ekki svo
litlu máli, kostnaðarlega séð,
hvort tekst að flýta vegafram-
kvæmdum um nokkur ár eða
ekki. Frá þvi sfðasta vega-
áætlun var gerð, árið 1972,
hefur kostnaður við vegagerð
vaxið um 100%. Vonir standa
að vfsu til að verðbólguvöxtur-
inn verði hægari á næstu miss-
erum en verið hefur. Engu að
sfður er ljóst, að þeir áfangar í
vegagerð, sem happdrættis-
lánin hafa fjármagnað, myndu
kosta þjóðina drjúgum meira á
næstu árum, ef óunnin væru,
en raun hefur orðið á.
Kostnaður við vegahald, snjó-
ruðning og viðhald á bifreiða-
eign landsmanna minnkar og
stórum eftir því sem varanleg
vegagerð segir meir til sín í
samgöngum landsmanna.
Önnur happdrætti
Það eru að vísu takmörk fyrir
því, hve langt er hægt að ganga
í fjármögnun af því tagi, sem
happdrætti eru. Hætt er þó við
að enginn vildi vera án þeirra
áfanga, sem happdrætti Há-
skólans, SlBS og DAS hafa fært
þjóðinni. Og slík frjáls fjár-
mögnun af hálfu þjóðfélags-
þegnanna er á margan hátt
æskilegri og viðfelldnari leið
en bein skattheimta ríkisvalds-
ins, sem fólk veit ekki fyrir-
fram, hvernig ráðstafað verður.
Gagnrýni á þessi mál er að
sjálfsögðu bæði eðlileg og æski-
leg. En sú hlið hennar, sem er
ógeðfelldust, kemur fram i þvi
viðhorfi, að ekki megi binda
slíka fjármögnun við ákveðnar
framkvæmdir, að stemma þurfi
stigu við valfrelsi fólks um
slika ráðstöfun fjármuna
sinna. Þar gægist fram gamla
þröngsýnin og vanmatið á dóm-
greind almennings og ofmatið
á algerri rikisforsjá.
Fjöldaleit að krabbameini á næsta leiti?-
Tveir stórmerkir nýir áfangar í baráttunni
BREZKIR vísindamenn í
Manchester hafa fundið upp
fljótvirka blóðrannsókn til að
kanna möguleika á krabba-
meini i mannslíkamanum og
gefur þessi nýja aðferð von um
auðveldari krabbameinsleit í
stórum stíl, fyrst hjá verkafólki
í iðngreinum, þar sem talin er
mikil hætta á krabbameini og
síðar hjá öllum almenningi.
Þessi nýja aðferð er af sumum
talin einhver merkasta upp-
götvunin i baráttunni gegn
krabbameini, þar sem tiltölu-
lega auðvelt er að lækna
krabbamein á frumstigi.
Vísindamenn og sér-
fræðingar í atvinnusjúk-
dómum hafa nýlokiðráðstefnuí
Genf, sem haldin var á vegum
alþjóðasamtaka iónverkafólks í
efnaiðnaði. Markmið ráðstefn-
unnar var að ræða aðferðir til
að minnka hina miklu krabba-
meinshættu, sem er samfara
starfi í vissum iðngreinum. Það
hafði mikil áhrif á störf ráð-
stefnunnar að um það leyti
beindist athygli manna í heim-
inum mjög að krabbameini, í
kjöifar uppskurðanna á Betty
Ford og Happy Rockefeller í
Bandaríkjunum, forseta- og
varaforsetafrúm Bandaríkj-
anna. Það sem hvað mesta at-
hygli vakti á ráðstefnunni var
hin nýja aðferð brezku vísinda-
mannanna.
Nákvæmni hinnar nýju að-
ferðar, sem fundin var upp á
Christiestjúkrahúsinu og Holt-
geislastofnuninni í Manchester,
er talin mjög mikil og árangur-
inn fram til þessa mjög upp-
örvandi. Þá hafa sérfræðingar
við sjúkráhús í Dublin á Irlandi
einnig fundið nýjar leiðir til að
auka ónæmisviðbrögð líkamans
gegn krabbameini.
Líklegt er, að þeim sem fyrst-
ir njóta góðs af hinni nýju
aðferð, verði verkamenn í verk-
smiðjum i plastefnaiðn-
aðinum, þar sem fram til þessa,
hefur ekki tekizt með tækni-
breytingum að minnka krabba-
meinshættuna.
Skv. niðurstöðum rannsókn-
ar, sem gerð var á starfsfólki i
Eftir Thomas Land
plastefnaverksmiðju i Ken-
tucky i Bandaríkjunum er hætt-
an á dauða af völdum krabba-
meins 50% hærri þar en hjá
almenningi.
Þessu starfsfólki er 11
sinnum hættara við að deyja úr
krabbameini í lifur, og gall-
blöðru og 4 sinnum hættara við
að deyja úr krabbameini í heila
en starfsfólki i öðrum iðngrein-
um. Tölfræðilegar upplýsingar,
sem fram komu á ráðstefnunni
i Genf benda til að sama eigi við
annars staðar i heiminum.
Blóðrannsóknin fyrrnefnda
getur enn ekki sagt um hvar
krabbameinið er í líkamanum,
ef hún gefur krabbamein til
kynna, en það eitt að hún sýnir
að krabbamein sé á ferðinni
gerir hana þegar ómetanlega.
Prófessor Laszlo Lagtha yfir-
maður Peterson-rannsókna-
stofnunarinnar í Manchester,
sem stjórnar áframhaldandi til-
raunum með blóðrannsóknina
segir: „Ef sjúklingur er með
ber í brjósti, einhver merki um
taugasjúkdóm eða truflun i
hægðum getur hin nýja blóð-
rannsóknaraðferð sagt læknum
hvort um afbrigðilegan frum-
vöxt er að ræða. Aðferðina má
einnig nota til fjöldarannsókna
á starfshópum. Aðferðin er i
því fólgin að rækta sérstaka
tegund hvítra blóðkorna
(Lymphocytra) á tvenna vegu.
Önnur ræktunin sýnir við-
brögð við eðlilegum hvítum
blóðkornum, en ekki þeim
kornum, sem komist hafa í
snertingu við illkynjað æxli.
Hin prufan, sem tekin er úr
eggjahvítuefni úr æxli úr
manni sýnir engin viðbrögð
gegn eðlilegum hvítum blóð-
kornum, en sýnir viðbrögð gegn
blóðkornum úr krabbameins-
sjúklingi."
Allir þeir krabbameins-
sjúklingar, sem hin nýja aðferð
hefur verið notuð á, hafa fengið
staðfestingu á sjúkdómnum
með þessari aðferð. Um 150
krabbameinssjúklingar og
sjúklingar haldnir öðrum og
óskyldum sjúkdómum hafa
gengið í gegnum þessa aðferð
og hefur hún ekki brugðist í
eitt einasta skipti. Aðrar blóð-
rannsóknaraðferðir, sem not-
aðar hafa verið í þessu skyni,
hafa stundum gefið rangar
niðurstöður, sem gerir þær
óhæfar til fjöldarannsókna.
„Þó að rannsóknarstarf okkar í
sambandi viðþessa aðferð hafi
fram til þessa ekki gefið rangar
niðurstöður. eigum við enn
eftir að framkvæma tilraunir í
sambandi við fjölda annarra
sjúkdóma, til að skera úr um
óbrigðulleika hennar,“ segir
prófessor Lagtha.
Vísindamenn hafa nú hafið
rannsóknir á því hvers vegna
þessi aðferð virki og á meðan er
rannsóknum og tilraunum með
aðferðina haldið áfram af
kappi. Á næstu sex mánuðum
verður tilraunum haldið
áfram á sjúklingum
með krabbamein og aðra sjúk
dóma svo og heilbrigðum sjálf-
boðaliðum.
Næsta skref, sem ekki er
síður mikilvægt, er að kanna
möguleika á því að fullkomna
aðferðina þannig að hún geti
sagt til um hvar i líkama
sjúklingsins krabbameinið er.
Hér beina vísindamenn rann-
sóknum sínum að því hvort
likaminn gefi frá sér mismun-
andi varnarefni gegn mismun-
andi æxlum, eftir því hvar þau
eru staðsett, og reynist svo vera
og unnt verður að að-
greina þessi efni, ætti að vera
mögulegt með frekari tilraun-
um að segja til um hvar æxlið
er í likamanum.
Hin nýja tækni til að auka
ónæmisviðbrögð líkamans gegn
krabbameini var fundin upp af
prófessor Robert Thornes við
Konunglega skurðlæknaháskól-
ann í Dublin og byggist á því að
tveimur hvötum er dælt i blóð-
rásina. Hvatar þessi eyða eggja-
hvítuefnum á yfirborði æxla-
frumanna og gera þannig hvítu
blóðkornunum kleift að eyði-
leggja sjálfar krabbameins-
frumurnar.
lögg. skjalaþýð. og dómt.
Hafnarstrætí 1 1 — simi 14824
(Freyjugötu 37 — sími 1 21 05)
Ég þakka öllum þeim er
heiðruðu mig og glöddu, með
heimsóknum, gjöfum og kveðj-
um á sjötugsafmæli minu 16.
nóvember siðastliðinn. Guð
blessi ykkur öll.
Snorri Pálsson,
múrari.
H, U TBOÐ S AMNINGAR |
Tilboðaöflun — samningagerð.
Sóleyjargötu 17 — sími 13583.
Heimsókn nemenda VI að
Bifröst — Leiðrétting —
Hinn 19. nóv sl. fjallar
Hörður Pálsson um áfengis-
mál í grein í Mbl. og fer
lofsamlegum orðum um nýj-
ar reglur, sem settar voru í
haust í Samvinnuskólanum á
Bifröst og sem kveða á um
bann við allri áfengisneyslu á
skólasetrinu.
Því miður kemur íram í
greininni villandi frásögn af
heimsókn Verslunarskólans
að Bifröst nú í haust, sem ég
tel mér skylt að leiðrétta.
Heimsóknin hófst með
knattspyrnukeppni á milli
skólanna og að því loknu
sátu gestirnir kaffiboð Sam-
vinnuskólanema. Fór þetta
hið besta fram.
Því næst hófst keppni í
bridge á milli skólanna. Er
keppnin var hafin urðu kepp-
endur Samvinnuskólans varir
við að einn eða tveir nem-
endur Verslunarskólans
gerðu sig líklega til þess að
taka upp áfengi. Keppendur
Samvinnuskólans sættu sig
ekki við slíkt brot á skólaregl-
um og settu þá kosti, að
annaðhvort yrði áfengið sett
aftur niður í tösku eða þeir
hættu keppni. Völdu nem-
endur Verslunarskólans fyrri
kostinn og hélt keppnin
síðan áfram.
Til tals hafði komið, að
nemendur Verslunarskólans
yrðu á kvöldvöku á Bifröst en
a.m.k. hálfum mánuði fyrir
heimsóknina var ákveðið að
svo yrði ekki. Er því um að
ræða missögn í áðurnefndri
grein um þetta atriði.
Óhætt er að segja, að nem-
endur Verslunarskólans hafi í
heild komið vel og prúð-
mannlega fram hér á Bifröst
þótt einn eða tveir svartir
sauðir hafi leynst í þessum
stóra hópi.
Haukur Ingibergsson
skólastjóri
Bifröst.
TmXWr*KWEaESI3B3ZmSS3S.
VBEsna&safs&í&n