Morgunblaðið - 26.11.1974, Side 5

Morgunblaðið - 26.11.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974 5 1 Kenwood Chef HEKLA hf. Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687. Gömul saga Einu sinni var maður, sem gaf konunni sinni hrærivél. Það var venjuleg hrærivél. Alla tíð síðan hrærði konan skyr þrisvar í viku og kökudeig fyrir jólin og páskana. Það var það eina, sem hrærivélin kunni. Eða var það kannski konan, sem kunni ekki á hrærivélina? Enginn hefur nokkru sinni fundið svar við þeirri spurningu. N/saga Hjón nokkur keyptu sér hrærivél í fyrra, það var Kenwood Chef. Vélin hrærði skyr og deig, þeytti rjóma við hátíðleg tækifæri og hnoðaði deig í brauð, þegar vel lá á konunni. Hjónin höfðu heyrt að svona vél gæti gert allt mögulegt og fóru að athuga málið. Það reyndist rétt. Smám saman fengu hjónin sér ýmis hjálpartæki með vélinni sinni. Og nú er svo komið að þau láta hana skræla kartöflur og rófur, rífa og sneiða gulrætur, rófur, agúrkur, lauka, hvítkál og epli, hakka kjöt og fisk, pressa ávaxtasafa úr appelsínum, greipaldinum og sítrónum og mala kaffibaunir. Seinna ætla þau að fá sér myljara og dósahníf og kannski fleira. Maturinn á heimilinu er orðinn bæði betri og fjölbreyttari en áður var. Hann er líka ódýrari því hráefnið nýtist til hlítar, krakkarnir borða meira en áður af grænmeti og ávöxtum. Þeim finnst svo sniðugt að sjá hvað þessi undravél getur gert. En það ótrúlegasta er samt, að svona vél með stálskál, þeytara, hnoðara og hrærara kostar ekki nema kr. 24.275._ Þetta er sagan um Kenwood Chef. „Fagrar heyrði ég raddirnar” Endurútgáfa á úrvali þjóðkvæða og stefja FAGRAR heyrði ég raddiruar, úrval íslenzkra þjóðkvæða og stefja, I útgáfu Einars Öl. Sveins- sonar, er komið út í nýrri útgáfu á vegum Máls og menningar. Er hér um að ræða nær óbreytta endurprentun frumútgáfunnar, sem verið hefur ófáanleg um langt árabil. Bókin skiptist í ýmsa efnis- flokka, þ. á m. Dansstef og viðlög, Sagnadansa, Mankvæði og dans- þulur, o.fl. Einum kafla hefur verið aukið við frá fyrri útgáfu og nefnist hann Tryggðamál. 1 forspjalli sínu segir útgefandi m.a.: „Tærari skáldskap en sumar vísurnar í þessari bók er ekki að finna á islenzku", og eftirfarandi umsögn er á kápusíðu bókarinn- ar: „Mun líka mála sannast, að þetta úrval islenzkra þjóðkvæða sé gert af fágætri smekkvísi og vandvirkni og leiði mjög vel í ljós fjölbreytni hins nafnlausa al- þýðukveðskapar, sem geymzt hef- ur með þjóðinni." Bókina prýða nokkrar myndir eftir Gunnlaug Scheving. Hún er um 290 bls. að stærð. Prentsmiðj- an Hólar h.f. prentaði, en Repró sf. og Leiftur h.f. sáu um endur- prentun. GUTTIA FERÐINNI í ÁTTUNDA SINN 4 ljóðakver Stefáns Jónssonar í endurútgáfu Aðalfundur Nordmannslaget Aðalfundur Normannslaget var haldinn í Norræna húsinu 30. október sl. Formaðurinn frú Else Aas var endurkjörinn samhljóða en ásamt henni eru i stjórn frú Torunn Sigurðsson varaformaður frú Ellen Erlingsson ritari Arne Jacobsen gjaldkeri, Þorsteinn Ingi Kragh meðstjórnandi og varamenn frú Else Mia Sigurðs- son og Terje Möjnicken. I skýrslu ritara fyrir sl. ár, sem var 40 ára afmælisár, kom fram, að ýmisfegt hefur verið gert i tilefni afmælisins, auk venjulegs félagsstarfs og má þar nefna nám- skeið í norsku, sem haldið var fyrir almenning og annaðist norski lektorinn við Háskóla Is- lands, frk. Ingeborg Donali, kennsluna. Undirtektir voru mjög góðar og er í bígerð að halda annað námskeið eftir áramótin. Þá voru einnig haldin nokkur norsk kvikmyndakvöld i sam- vinnu við Norræna húsið. Vetrarfagnaður félagsins verður haldinn 6. desember nk. j átthagasal Hótel Sögu, með bingó, spili og dans. ISAFOLD hefur nýlega sent frá sér þrjú söngljóðahefti eftir Stefán Jónsson, Söguna af Gutta, Hjónin á Hofi og Það er gaman að syngja. Ennfremur er komin út bókin Þrjú ævintýri, sem Stefán endursagði í bundnu máli úr norsku. Fáar barnabækur hafa verið jafnoft út gefnar og Sagan af Gutta, en þetta er 8. útgáfa bókar- innar, jafnframt því sem hún hef- ur tvisvar verið prentuð í safnrit- inu Segðu það börnum. I bókinni eru auk Guttavísna hin klassisku barnaljóð um Ola skans, rausnar- kerlinguna Rönku og hjónin við Tjörnina, Aravísur o.fl. Bókin hefur verið ófáanleg um fjölda ára, en vinsældir Gutta og félaga hafa sízt rénað meðal íslenzkra barna, þótt aldarþriðjungur sé nú liðinn frá þvi að þeir komu fyrst á prent. Það er gaman að syngja kemur nú út í 5. útgáfu, en þar er m.a. ljóðið um stíiinn, sem endaði aldrei, um Stjána og Dísu og ýmsa fleiri barnavini. Hjónin á Hofi koma einnig út í 5. sinn, og meðal ljóðanna í þeirri bók má nefna Kidda á Ösi, Systa min og Labbakútur. Öllum kverunum fylgja mynd- skreytingar Tryggva Magnússon- ar, nema hvað Þórdís Tryggva- dóttir hefur myndskreytt Aravís- ur. Þrjú ævintýri koma nú út í ann- að sinn, en hún hefur að geyma þrjú skemmtileg ævintýrakvæði, einnig með myndskreytingum eft- ir Tryggva Magnússon. Einar Bragi rithöfundur hefur séð um útgáfu þessara bóka á vegum Isafoldarprentsmiðju. Stefán Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.