Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 „ÞESSI LEST VERÐUR \S0^ H FYLLT AF FISKI Sagt frá komu Ingólfs Arnarsonar til landsins 1947 Stórkostleg móttökuathöfn „Strax eftir kl. 1 fóru bæjar- búar aö streyma niður aó höfn, því allir vildu sjá togarann, sem svo mikið orð hafði farið af. Var Ingólfsgarður og bryggjan við hann brátt þétt skipuð fólki. Laust fyrir kl. 13.30 sést til Ingólfs Arnarsonar, þar sem hann siglir fánum skreyttur inn á milli eyjanna. Var það fögur sjón. Ing- ólfur Arnarson flautar — heilsar Reykjavik. Þegar hann var kom- inn innarlega á Engeyjarsund kemur flugvél sveimandi og flýg- ur nokkra hringi yfir skipið. Það var fyrsta árnaðaróskin frá Reykjavík. Eftir að skipið hafði verið tollskoðað kom það inn.og lagðist fyrir framan Hafnarhúsið. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn á uppfyllingunni, á nær- liggjandi skipum, á húsþökum og yfir höfuð hvar sem hægt var að fóta síg. Móttökuathöfn hófst síðan kl 16 um borð í skipinu og var henni útvarpað. Að likindum hefur ekkert íslenzkt skip, eftir þessu að dæma fengíð eins hlýjar móttökur og Ingólfur Arnarson, nema ef vera skyldi gamli Gull- foss. Athöfnin hófst með því, að Lúðrasveit Reykjavíkur lék Minni Ingólfs: Lýsti sól stjörnu- stól. Þessu næst flutti Jóhann Þ. Jósepsson, sjávarútvegsmálaráð- herra, ræðu og sagði m.a.: bótar og i stað gamalla skipa koma nú þrír tugir nýrra og full- kominna botnvörpuskipa. Þau verða hraðskreiðari og fengsælli en hin eldri, og hollari vistarver- ur fyrir sjómennina. — Þau eru atvinnuleg og félagsleg framför. En það hefst einnig nýr þáttur i sögu Reykjavíkur á marga lund. Þetta er til dæmis í fyrsta sinn, sem bæjarfélagið sjálft ræðst í rekstur útgerðar. — Reynslan mun sýna, hvort sú tilhögun hent- ar betur eða verr. Skoðanir eru skiptar um ágæti opinbers rekst- urs. En það segi ég óhikað, að meginsjónarmið vort hlýtur að vera það, að fá atvinnutækin og halda þeim úti. Óskir allra flokka munu sameinast í þvi að árna hinni nýju bæjarútgerð Reykja- víkur heilla og velgengni." Síðasti maðurinn, sem tók til máls við komu Ingólfs, var Guð- mundur Asbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur. Mælt- ist honum meðal annars á þessa leið: „Það varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fundin. ís- lendingum hættir við að vera ösammála um flest. Þó myndi það sameiginlegt áliti flestra, að sjávarútvegurinn væri sú undir- staða, sem flestar framfarir og framkvæmdir voru reistar á hér á landi.“ Að lokinni móttökuathöfn voru landfestar skipsins leystar og siglt út fyrir eyjar. Var margt boðsgesta innanborðs. Skoðuðu menn skipið eftir því sem kostur var á, en veitingar (brauð og öl) voru framreiddar i hinum rúm- góðu vistarverum skipsins. Eins og fyrr segir, hafa aðeins þrír skipstjórar verið með Ingólf Arnarson, þ.e. Hannes Pálsson, sem var með skipið fram til ársins 1951, Sigurður Guðjónsson, sem var með skipið í 1 ár og þá Sigur- jón Stefánsson, sem var með það í 20 ár. Eftir að skipið fékk nafnið Hjörleifur hefur Snorri Friðriks- son verið skipstjóri. Um svipað leyti og Hjörleifur Landfestar Hjörleifs leystar ( sfðasta sinn. „Þessi fagri febrúardagur markar tímamót i sögu íslenzkrar stórútgerðar, og er merkisdagur í sögu þessarar þjóðar. 1 dag fagnar höfuðstaður lands- ins — þjóðin öll — komu þessa skips, sem er hið fyrsta af 32 Ingólfur Arnarson kemur fullhlaðinn fiski til hafnar. samskonar botnvörpuskipum, sem fyrrverandi ríkisstjórn ákvað í ágústmánuði 1945 að láta smíða fyrir íslendinga í brezkum skipa- smíðastöðvum.“ Kom fótunum undir atvinnuvegina Þá sagði ráðherrann: „En eink- um og alveg sérstaklega verða oss í dag hugstæð afrek og fórnir sjómanna vorra, sem á undan- förnum stríðs- og hættutímum öfl- uðu þjóðinni flestra þeirra gæða, sem hún nú nýtur og þeirra verð- mæta, sem hafa gert það fjárhags- lega kleift að koma fótunum und- ir nýsköpun atvinnuvega þjóðar- innar. Þegar vér nú lítum þetta hið mikla og fríða skip, sem að beztu manna yfirsýn er talið standa í fremstu röð botnvörpuskipa, eins og þau gerast mezt meðal annarra þjóða og jafnvel framar, er ánægjulegt til þess að hugsa, að á þessu og næsta ári á þjóðin von á því að eignast yfir 30 jafn mikil og góð skip, sem munu dreifast á helstu útgerðarstaðina hér við land.“ Þessu næst afhenti sjávarút- vegsráðherra þáverandi borgar- stjóra, Reykjavíkur, Gunnari Thoroddsen, skipið til eignar og umráða til handa Reykjavíkurbæ. Atvinnuleg og félagsleg framför Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, sagði m.a. í sinni ræðu: „Nú er nýr þáttur að hefjast sögu íslenzkrar útgerðar. Togara- flotinn er að endurnýjast. Til við- Botnvörpungurinn Hjörleifur, áður Ing- ólfur Arnarson, er nú á leið til Spánar, þar sem skipið verður rifið í brotajárn. Þar með er fyrsti nýsköpunartogarinn horfinn okkar sjónum og um leið það skip, sem hvað happasælasthefurorðið síðastliðin 27 ár eða allt frá því að það kom til landsins. Það hljómar næsta ótrúlega í eyrum, að einn togari geti á rúmlega einum aldar- fjórðungi aflað rösklega 94 þúsund lestir að verðmæti 2.5 milljarðar króna. En það er samt staðreynd, að Ingólfur Arnarson skilaði þessum verðmætum á land. Allan tímann, sem Ingólfur Arnarson var gerður út frá Reykjavík, gekk rekstur hans mjög vel, og skilaði skipið flest árin hagnaði. Aldrei fórst maður af skipinu, en þess í stað bjargaði skipið mörgum mannslífum. Fyrsti skipstjóri togarans, Hannes Páls- son, sem var með skipið fram til ársins 1951, sagði í samtali við blaðið: „Gæfa Ingólfs Arnarsonar var Sigurjón Stefáns- son, skipstjóri, sem var með skipið í 20 ár. Það er einhver hógværasti og bezti maður, sem ég hef kynnzt um lífsdagana." Ingólfur Arnarson kom til Reykjavíkur þann 17. febrúar 1947. Morgunblaðið segir svo frá komu skipsins, að bjart hafi verið yfir Reykjavík þegar fyrsti nýsköpunar- togarinn sigldi fánum prýddur inn á höfn- ina. Forsjónin hefði séð fyrir, að Reykja- vík gat tjaldað sínum fegursta skrúði, þegar hún fagnaði komu hins glæsilega skips, sem ber nafn landnámsmanns hennar. Móttökuathöfn togarans var stórkostleg og um hana segir Morgunblaðið m.a.:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.