Morgunblaðið - 26.11.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974
15
fór frá Reykjavík í siðasta sinn,
hittum við að máli þá Hannes
Pálsson og Sigurjón Stefánsson á
heimilum þeirra. Bar þeim báðum
saman um, að Ingólfur Arnarson
hefði verið eitt bezta skip, sem
þeir hefðu kynnzt.
Hannes hittum við að máli á
heimili hans á Hringbraut 55 og I
upphafi sagði hann okkur, að þeir
hefðu farið út til Englands í ágúst
1946, hann og Þorkell Sigurðsson,
sem ráðinn var 1. vélstjóri á
skipið.
Tóku allar breyt-
ingar til greina
„Hvernig var svo að eiga við
Bretana meðan á smíði skipsins
stóð?"
„Það var mjög gott. Bretar
vissu, að þeir voru að smíða stærri
og vandaðri togara, en þeir höfðu
áður gert, og áttu sjálfir. Þeir
fóru óspart eftir okkar ráðlegg-
ingum og reyndu að nota þekk-
ingu íslendinga út í yztu æsar.
Eins var það, að ef við vildum láta
breyta einhverju þá var það sjálf-
sagt oftast. Ég man eftir því, að ég
lét strax styrkja gálga og dekk-
polla því áður höfðu orðið hörmu-
leg slys á íslenzkum togurum,
vegna þess, að þessi stykki voru
ekki nógu sterk. Þetta var strax
gert og var gert á öllum skipun-
um. Með okkur þarna var Erling-
ur Þorsteinsson skipaeftirlits-
maður ríkisstjórnarinnar. Hann
þurfti að ferðast nokkuð á milli,
þvi togararnir voru smíðaðir á 3
stöðum þ.e. í Selby og Beverly,
sem eru við Humberfljót og svo í
Aberdeen í Skotlandi. Ingólfur er
smíðaður í Selby, en vélarnar
voru settar í skipið í Hull, sem er
neðar við Humbertfljót. Venju-
lega skiluðum við athugasemdum
vikulega og þær allar teknar til
greina."
„Fundast Englendingum þetta
ekki stór skip?“
Strax á veiðar
— Því er ekki að neita og ég
man það vel, að þegar ég var einu
sinni sem oftar á eftirlitsferð í
lest skipsins, að verkstjórinn, sem
þar var, sagði við mig: Þessi lest
verður aldrei fyllt af fiski.“ Raun-
in varð þó önnur strax í fyrstu
veiðiferðunum. Við vorum svo í
Hull í 3 mánuði á meðan verið var
að setja vélarnar I skipið. Á heim-
leiðinni var komið við í Aber-
deen, svo að skipasmiðir þar gætu
skoðað skipið, og séð breyting-
arnar, seméghafði varið fram á.
Ekki man ég nákvæmlega hverjir
voru með mér I áhöfn, Þorkel
Sigurðsson hef ég fyrr minnzt á
og Loftur Júlíusson, sem nú er
nýlátinn, var 1. stýrimaður og var
með mér á Ingólfi á meðan ég var
með skipið.
Nú, við komum svo til Reykja-
víkur 17. febrúar 1947 og á veiðar
vorum við komnir nokkrum dög-
um siðar. Það var gaman að koma
heim með þetta skip. Þetta var
alveg ný skipategund og miklu
fullkomnari en áður hafði þekkzt.
„Fengu menn yfirleitt fram
þær breytingar, sem þeir vildu
: gera á skipunum?"
„Að ég bezt veit þá fengu
skipstjórar þeir, sem náðu i skip-
in, að mestu fram þær óskir, sem
þeir komu með.“
Fiskuðu betur
„Nú varst þú búinn að vera i
mörg ár á togurum áður en þú
tókst við Ingólfi Arnarsyni. Með
hvaða skip varstu áðurogvarekki
mikill munur á þessum skipum?"
„Aður en ég tók við skipstjórn
á Ingólfi Arnarsyni var ég skip-
stjóri á Gylli, sem var i eigu
Kveldúlfsfélagsins. Það var gífur-
legur munur á þessum skipum.
Strax kom i ljós, að nýsköpunar-
skipin fiskuðu betur en þau
gömlu, þó svo að sama varpa væri
notuð. Þá var öll aðstaða miklu
betri og vélar kraftmeiri.“
„Ingólfur Arnarson var fyrsta
fiskiskip heimsins, sem var búið
ratsjá. Kom þetta tæki ekki fljótt
að góðum noturn?"
Tvær bjarganir
„Radarinn vildi þvi miður bila
nokkuð oft, en engu að siður var
gifurlegur munur af þessu tæki.
Nefna má sem dæmi þegar Júni
strandaði í önundarfirði 1.
febrúar 1948. Togararnir voru
Sigurjón Stefánsson ásamt fjölskyldu sinni í brúnni á Bjarna Benediktssyni, en með það skip var
Sigurjðn á meðan beðið var eftir nýja Ingðlfi.
allir á leið i var og gekk misjafn-
lega að finna fjörðinn vegna
blindbyls. Aftur á móti gekk
okkur vel að finna fjörðinn og
gátum athafnað okkur betur, þar
sem við höfðum ratsjána. Júní
strandaði utarlega firðinum um
kvöldið og tókst okkur að bjarga
24 af 27 mönnum, en 3 var bjarg-
að i land af Súgfirðingum.
Við fórum strax á strandstaðinn
á Ingólfi, en um nóttina var ekki
viðlit að reyna björgun vegna
veðurs, hvorki hægt að komast að
skipinu né upp I fjöru vegna
brims og snjóflóðahættu. Minn
mannskapur notaði nóttina hins-
vegar mjög vel. Utbúinn var sér-
stakur björgunarfleki, gerður úr
korki. Um morguninn fór að
lægja og þá settum við skipsbát-
inn á flot, og dró hann flekann á
eftir sér. Var farið eins nálægt
Júní og hægt var og siðan skotið
línu upp á hvalbak skipsins. Þar
voru allir mennirnir samankomn-
ir, þar sem afturhluti skipsins var
þá sokkinn. Af hvalbaknum
hentu mennirnir sér niður á flek-
ann, og reyndar lentu margir í
sjónum áður en þeim tókst að
komast á flekann. Flekinn var
dreginn á milli þrisvar sinnum,
en þá var veðrið orðið snar-
vitlaust aftur og verð skipsbátur-
inn að halda til baka án þess að
hafa náð mönnunum þremur sem
eftir voru. En sem betur fór komu
björgunarsveitarmenn frá Súg-
andafirði á vettvang á svipuðum
tíma og tókst að bjarga þeim. Vié
fórum svo með skipshöfnina ti'
Flateyrar, og þaðan fór hún suðui
með skipi, sem þar var, en vio
héldum hins vegar áfram veiðum
„Var þetta eina björgunin, sem
þið lentuð í á Ingólfi Arnarsyni?"
„Nei, ekki er það nú. Við vorum
að koma úr siglingu frá Englandi
á árinu 1950 og vorum komnir í
gegnum Pentilinn I N-NV-roki.
Viðheyrumþá hvar norskt flutn-
ingaskip, 6000 lestir að stærð,
sendir fré sér neyðarkall. Kom í
ljós, að skipið var með vélarbilun
fyrir norðan Orkneyjar og rak
hratt í átt að landi. Við komum
fyrstir á vettvang og komum
dráttartaug yfir i skipið. Síðan
drógum við skipið þannig að það
komst fyrir austurodda eyjanna.
Endaði þetta með þvi að Norð-
mennirnir komu vélum skipsins I
samt lag aftur, og fylgdum við
skipinu siðan til Leirvíkur.
Bæjarútgerðin fékk 7500 ster-
lingspund fyrir þessa björgun, en
það var eins og góður sölutúr á
þeim tíma.“
„Þú hættir með Ingólf Arnar-
son 1951 og ferð að mestu i land
þá. Hvers vegna hættirðu?"
30 ár á togurum
„I ársbyrjun 1951 var ég búinn
að vera 30 ár á togurunum. Því
ákvað ég að fara í land. Ekki var
ég þó lengi í landi, þvi ég fór út og
náði í Þorkel Mána til Gool og var
ég með það skip þangað til ég
hætti sjómennsku, nema hvað ég
skrapp út og sigldi Þorsteini
Ingólfssyni heim.“
„Hvort var skemmtilegra skip,
Ingólfur Arnarson eða Þorkell
Máni?“
„Ingólfur var skemmtiiegra
skip að flestu leyti og hreint af-
bragðssjóskip. Það er merkilegt
með þessi skip, sem smíðuð voru
eftir sömu teikningu og á sama
Rætt
viö
o
skipstjórana
Hannes
Pálsson
og
Sigurjón
Stefánsson
Hannes Pálsson, fyrsti skipstjór-
inn.
stað, að þau voru gjörólik sjóskip
og þar á á ég t.d. við Ingólf og Egil
Skallagrímsson, sem ekki þótti
líkt þvi eins gott sjóskip."
„Hver er aðalástæðan fyrir þvi,
að útgerð Ingólfs gekk yfirleitt
betur en annarra togara í öll þessi
ár?“
„Ef hægt er að tala um gæfu
skips, þá var gæfa Ingólfs Arnar-
sonar, að Sigurjón Stefánsson
skyldi taka við skipinu. Hann er
einhver hógværasti og mesti
drengskaparmaður, sem ég hef
haft kynni af. Og þótt önnur skip
skiluðu engu öðru en tapi, sá
Sigurjón um að hagnaður varð af
rekstri Ingólfs."
„Hvað tókst þú þér fyrir
hendur eftir að þú k.omst í land?“
„Einn vetur var ég i Þýzka-
landi, réttara sagt í Hamborg, og
sá þar um landanir islenzkra
skipa á fiski, sem seldur var til
Austur-Þýzkalands. Eftir það tók
ég við forstjórastöðu hjá Hamp-
iðjunni, en þar hætti ég svo fyrir
tveimur árum, þegar ég varð
sjötugur."
„Var ekki mikil breyting á
veiðarfæragerð þann tima, sem
þú varst til sjós?“
Fiskleysiö ískyggilegt
„Breytingin varð mest á þeim
efnum, sem notuð voru í veiðar-
færin og nú eru þetta allt orðin
gerviefni, sem eru miklu fisknari
og sterkari en hampurinn. Hitt er
svo annað mál, að ekkert fiskast
meira nú en þá. Mér líst mjög vel
á nýju skuttogarana, og ég tel að
það sé álíka mikið stökk að fara
yfir á þá, af nýsköpunartogurun-
um, eins og af gömlu kolakyntu
togurunum á nýsköpunartogar-
ana. Þessi nýju skip hafa miklu
meiri veiðimöguleika vegna
byggðarlagsins og allra þeirra
tækja, sem í þeim eru. En það
iskyggilega er, að ekkert meiri
afli fæst og bendir það til þess, að
um mikla ofveiði hafi verið að
ræða. Það mætti því ætla, að núna
yrði aflinn ekki mikill ef nota
ætti gömlu skipin og tækin.“
„Finnst þér, að Islendingar
hefðu átt að setja Hjörleif á sjó-
minjasafn?"
„Alls ekki. Svona stálskip ryðga
fljótt niður, eftir að búið er að
leggja þeim. Kostnaðurinn við að
halda þeim við yrði þvi gifurleg-
ur. Þessu er öðru vísi farið með
tréskipin. Og ég tel það nægilegt
að eiga góð líkön af nýsköpunar-
togurunum."
XXX
Sigurjón Stefánsson skipstjóri
varð landsfrægur maður þann
tima sem hann var með gamla
Ingólf og nú er hann orðinn skip-
stjóri á nýjum og glæsilegum
Ingólfi Arnarsyni. Hannstendur
þvi enn við stjórnvölinn og er því
lítið heima. Á dögunum landaði
hinn nýi Ingólfur hér i Reykjavík
og þá notuðum við tækifærið og
spjölluðum aðeins við Sigurjón.
„Þú tókst við skipstjórn á
Ingólfi Arnarsyni 1952, á hvaða
skipi varstu áður og hvað varstu
gamall, þegar þú fórst um borð í
Ingólf?
„Ég var búinn að vera um tima
stýrimaður á Fylki, sem siðar
sökk eftir að tundurdufl rakst i
siðu skipsins og mun ég hafa ver-
ið 31 árs, þegar ég tók við skip-
stjórn af Sigurði Guðjónssyni á
Ingólfi Arnarsyni.“
Fyrst á Grænlandsmið
„Hvernig gekk að fá mannskap
á togarana á þessum árum?“
„Það gekk sæmilega, en
skömmu seinna breyttist það, og
urðum við að þá að ráða mikið af
Færeyingum. Fyrsta ferð mín
sem skipstjóra á Ingólfi, var til
Grænlands, en þar söltuðum við i
skipið við vesturströndina. Á
þessum árum var mikill fiskur við
Vestur-Grænland, og einu sinni
komum við heim eftir 32 daga
með 360 lestir af saltfiski. Það
kom fyrir, að við fylltum dekkið á
6 klukkutimum eða 2—3 holum.
Síðan var legið í aðgerð og flatn-
ingu tímunum sáman. Oft var
saltfiskurinn svo seldur í Esbjerg
I Danmörku, en þær landanir
hafa nú legið niðri lengi. Eipnig
var landað hér heima.“
„Nú urðuð þið á Ingólfi Arnar-
syni fyrstir til að landa fiski í
Bretlandi eftir að hinn frægi
Dawson kom sögunnar 1953, í
landhelgisdeilunni, sem þá var
(Jón forseti, undir skipstjórn
Markúsar Guðmundssonar, land-
aði 1952. Þá lönduðu skipsmenn
sjálfir og hífðu fiskinn í land með
aðstoð ljósavélarinnar). Hvernig
var tekið á móti ykkur I Bret-
landi?"
Fræg söluferð
„Það var mikil leynd yfir þess-
ari söluferð okkar, og vissu fáir
um hana hér heima, fyrr en við
vorum búnir að selja. Við tókum
þessu sem hverjum öðrum hlut og
var enginn kviði í áhöfninni,
hann var víst frekar hér i landi
hjá ráðamönnum og aðstandend-
um okkar. 1 stuttu máli sagt, þá
fengum við prýðismóttökur í
Bretlandi, og man ég ekki eftir
neinu sérstöku í sambandi við
þessa söluferð."
„Hverju þakkar þú þá góðu út-
komu, sem var á útgerð Ingólfs
Arnarsonar öll þau ár, sem þú
varst með skipið?"
Mikilvægt að halda
sama mannskapnum.
„Til þess að útgerð eins skips
gangi vel, verður allt að haldast í
hendur. Allir verða að vera
samstilltir, bæði skipshöfn og út-
gerð. Þá er það mikið atriði að
halda sama fólkinu í starfi um
borð í skipi engu síður en hjá
fyrirtækjum i landi. Grímur Jóns-
son var t.d. 1. stýrimaður allan
timann og er núna 1. stýrimaður á
nýja Ingólfi. Hann hefur reyndar
starfað hjá bæjarútgerðinni frá
stofnun. Þá voru aðeins 3 vélstjór-
ar á skipinu frá því að það kom til
landsins -og yfirleitt alltaf sama
vélarliðið. Þann tíma, sem ég var
með skipið hafa aðeins 2 kokkar
verið og annar var á skipinu frá
því að ég byrjaði með það. Þá
byrjaði bátsmaðurinn með mér i
minni fyrstu ferð og hann er með
mér ennþá."
Aflinn minnkar
stööugt
„Er mikill munur á aflabrögð-
um nú og fyrstu árin, sem þú
varst með gamla Ingólf?"
„Hann er gífurlegur og aflan-
um hrakar alltaf. Við erum t.d.
alveg hættir að sækja á VGræn-
landsmiðin og ennfremur Ný-
fundnalandsmið. Nú berjum við
alltaf á þessum sömu miðum hér
heima, nema hvað það er alltaf
verið að stjaka okkur utar.“
„Hvað fylltuð þið skipið á
skemmstum tíma?“
„Einu sinni fylltum við það á 48
tímum við Nýfundnaland en það
voru um 300 lestir. Nóg var að
gera meðan á þessu stóð, en sigl-
ing á þessi mið er löng og höfðu
menn því nóg fri þá.“
„Hvað voruð þið margir að jafn-
aði um borð?“
„Oftast vorum við 27, nema þeg-
ar saltað var, þá vorum við 40.
Ekki voru til kojur handa öllum
og þá var slegið upp bráðabirgða-
kojum í setustofunni, en það
þyrfti vist ekki að bjóða mönnum
upp á það nú.“
ÓraÖi ekki fyrir
skipstjórastööunni
„Á hvaða skipi varstu þegar
Ingólfur Arnarson kom til lands-
ins?“
„Þá var ég á Belgaum og það
vildi svo til að ég var í landi,
þegar Ingólfur kom. Að sjálf-
sögðu fór ég 'niður að höfn til að
virða þetta nýja og glæsilega skip
fyrir mér. Ekki óraði mig fyrir þá,
að ég ætti eftir að vera skipstjóri
á Ingólfi Arnarsyni og hvað þá
jafn lengi og raun ber vitni. Ég
hélt áfram á Belaum i nokkurn
tima eftir þetta, en á því skipi
byrjaði ég 1941 og var ég hjá
Aðalsteini Pálssyni og hans út-
gerð, allt þangað til ég fór á
Ingólf."
„Hvort var meiri breyting, að
fara af Belgaum yfir á gamla
Ingólf eða af gamla Ingólfi yfir á
nýja Ingólf Arnarson."
I sjálfu sér, þá fannst mér það
meiri breyting að fara af nýsköp-
unartogara yfir á skuttogara og á
ég þá einkanlega við vinnuaðstöð-
una og ibúðir skipverja. Þá get ég
einnig sagt, að ég er að móti því
að setja Hjörleif á sjóminjasafn,
slfkt yrði of kostnaðarsamt."
Því má bæta hér við, að af þeim
32 togurum, sem samið var um
smiði á í Englandi á sinum tíma,
var 15 úthlutað til Reykjavikur-
bæjar og útgerðarfyrirtækja í
bænum. Af þessum 15 togurum
keyptu einstaklingar 5 i upphafi,
en Reykjavíkurbær 10, en bærinn
seldi aftur 5 til útgerðarfyrir-
tækja í bænum. Af þessum 5 tog-
ururn Bæjarútgerðarinnar voru 3
eimknúnir og tveir dísilknúnir.
Þ.Ó.