Morgunblaðið - 26.11.1974, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974
19
Glæsilegt afrek FH-inga:
Eru í átta liða úrslitum
Evrópubikarkeppninnar
8. síður Þriðjudagur, 26. nóv. 1974
Viðar Sfmonarson f baráttu við leikmenn St. Otmar Viðar hélt strax
heimleiðis eftir leikinn f Sviss og var mættur f tæka tfð til þess að
stjórna Haukunum f leik þeirra gegn Val í Iþróttahúsinu f Hafnarfirði
á sunnudagskvöldið. Atti góð stjórn hans á liðinu ekki Iftinn þátt f
Haukasigri.
— Eg tel að úrslit þessa leiks
hafi ekki aðeins verið sigur fyrir
FH, heldur og fyrir fslenzkan
handknattleik f heild, sagði Birg-
ir Björnsson, þjálfari FH-líðsins,
f viðtali við Morgunblaðið eftir að
FH-ingar höfðu gert jafntefli við
St. Otmar, svissnesku meistarana
f handknattleik, f seinni leik lið-
anna f sextán liða úrslitum
Evrópubikarkeppninnar f hand-
knattleik, 23—23. Þessi úrslit
tryggðu FH-ingum sæti f átta-liða
úrslitunum, þar sem þeir höfðu
unnið fyrri leik liðanna 19—14.
Er þessi árangur FH-inganna nú
þegar orðinn stórglæsilegur og
mun vekja víða athygli, og er
hann staðfesting á því að enn er
handknattleiksfþróttin á Islandi
á borð við það bezta vfðast hvar
erlendis. Og þvf má heldur ekki
gleyma að engan veginn er vfst að
þar með láti FH-ingar staðar
numið f þessari keppni. Verði
þeir sæmilega heppnir með mót-
herja f átta-liða úrslitunum eiga
þeir góða möguleika á að komast í
undanúrslitin — fyrstir allra
fslcnzkra liða.
Leikur FH og St. Otmar fór
fram fyrir troðfullu húsi áhorf-
enda i Hereshau, útborg St. Gall-
en, á laugardaginn. Hús þetta er
nýtt og glæsilegt, en áhorfenda-
svæðinu hins vegar þannig fyrir
komið að áhorfendurnir eru bók-
staflega alveg við völlinn, allt um
kring. Var gifurleg stemmning í
húsinu meðan leikurinn fór fram,
enda hafði verið mikið um hann
fjallað í blöóum í Sviss, sem töldu
að St. Otmar ætti að eiga mögu-
leika á að vinna upp forskot FH
úr heimaleiknum. Meðal áhorf-
enda voru nokkrir Norðmenn og
Sviar sem létu mikið til sín heyra
á meðan á leiknum stóð — FHing-
um til stuðnings, og einnig voru í
húsinu nokkrir íslendingar sem
lagt höfðu langa leið að baki til
þess að sjá þennan leik, og
ætluðu, sumir hverjir að elta
FH-inga til Göppingen á sunnu-
daginn, til þess að fylgjast með
þeim þar.
— Þetta var dæmigerður
Evrópubikarleikur, sagði Birgir
Björnsson. — Það var gífurleg
spenna frá upphafi til enda, leik-
menn voru greinilega slappir á
taugum til að byrja með, og tölu-
vert bar á mistökum hjá báðum
liðum. Þegar á heildina er litið
held ég þó að ekki verði annað
sagt en að þetta hafi verið góður
leikur. Að visu spilltu dómararn-
ir, sem voru frá Austurríki, leikn-
um nokkuð með ýmsum furðuleg-
heitum.
Gangur leiksins var i stuttu
máli sá, að Svisslendingarnir
skoruðu fyrsta mark leiksins á 3.
mínútu, en Gils Stefánsson
jafnaði síðan fyrir FH og Þórar-
inn Ragnarsson færði FH forystu
2:1 með vítakasti. Siðan kom kafli
í leiknum, þar sem FH-ingarnir
voru heldur mistækir í sóknarleik
sínum, og Svisslendingarnir náðu
þriggja marka forystu 5:3, er 12
mínútur voru liðnar af fyrri hálf-
leik. Þar með var komin upp
hættuleg staða i leiknum fyrir
FH. St. Otmarliðið er þekkt sem
stemmningslið. Nái það yfirhönd-
inni virðist oft sem allt heppnist
hjá liðinu og leikmennirnir
tvíeflast. En frábær barátta FH-
liðsins á þessum kafla leiksins
kom í veg fyrir að Sviss-
lendingarnir næðu að sigla fram
úr. Að visu munaði tvivegis aftur
þremur mörkum er staðan var 6:3
og 7:4, en eftir það fór meira
jafnvægi að gæta i leik FHing-
anna og þeir unnu upp muninn og
jöfnuðu á 9:9. Staðan í hálfleik
var 11:10 fyrir Svisslendingana.
Strax í byrjun seinni hálfleiks
jafnaði Viðar fyrir FH 11:11, og
Kristján kom FH-ingum yfir
skömmu seinna með fallegu
marki. Eftir þetta munaði aldrei
Myndirnar hér á sfðunni eru úr fyrri leik FH og St. Otmar f Laugardalshöllinni. Þann leik unnu FH-ingar 19:14. Þessi mynd var tekin er
Árni Guöjónsson var að skora f þeim leik, eftir Ifnusendingu frá Geir Hallsteinssyni. Arni kom mjög vel frá leiknum f Sviss og fiskaði þar
dýrmæt vftaköst.
meira en einu marki i leiknum,
þrátt fyrir miklar sviptingar. Var
nokkrum FH-ingum vísað af velli
í hálfleiknum til kælingar, og var
Birgir Finnbogason, markvörður
meðal þeirra, en hann braut af
sér er hann var að stöðva eitt
hraðaupphlaup Svisslending-
anna. Þá misnotaði Viðar vítakast
í hálfleiknum, og í næstu sókn á
eftir varði Birgir vítakast.
Þegar tæp minúta var til leiks-
loka var staðan 23:22 fyrir St.
Otmar, en Viðar Símonarson átti
lokaorðið í þessum skemmtilega
leik og jafnaði fyrir FH, þegar
aðeins nokkrar sekúndur voru
eftir af leiknum. Var að vonum
mikill fögnuður meðal Islending-
anna í iþróttahöllinni að leikslok-
um. Glæsilegt afrek hjá FHingun-
um að vera komnir í átta-liða úr-
slitin i jafn erfiðri keppni og
þessi er. Er þetta raunar ekki i
fyrsta skiptið sem FH-ingar ná
svo glæsilegum árangri.
Mörk FH í leiknum skoruðu:
Þórarinn Ragnarsson 6, Viðar
Símonarson 6, Gunnar Einarsson
3, Geir Hallsteinsson 2, Jón Gest-
ur Viggósson 2, Gils Stefánsson 1,
Árni Guðjónsson 1, Kristján
Stefánsson 1, Örn Sigurðsson 1.
Birgir BjÖrnsson sagði að FH-
ingar hefðu breytt leikaðferð
sinni i þessum leik frá hinum
fyrri, á þann hátt, að þeir tóku
hættulegasta leikmann St. Otmar
úr umferð. — Þetta gaf góða
raun, en opnaði hins vegar nokk-
uð fyrir hina leikmenn liðsins,
sagði Birgir. — Við breyttum
einnig sóknarleiknum hjá okkur
með tilliti til þess, að við þóttumst
vissir um að þeir tækju Geir Hall-
steinsson úr umferð, svo sem
raunin varð lika á. Við reyndum
því að auka linuspilið hjá okkur,
og var Jón Gestur settur inn á
línuna, auk þeirra Árna og Gils og
kom þetta ágætlega út hjá okkur.
Ég tel, að FH-ingar hafi ekki i
vetur náð að leika jafn góðan og
ógnandi sóknarleik en þeir gerðu
að þessu sinni.
Það kom svo hins vegar fram í
vörninni að leikmenn liðsins voru
þreyttir, bæði eftir erfiða leiki að
undanförnu og eins mjög erfiða
ferð til Sviss. Þá vantaði stundum
nauðsynlega snerpu til þess að
stöðva Svisslendingana. Hins veg-
ar var markvarzlan hjá okkur
ágæt. Hjalti var í markinu lengst
af og varði vel. Hið sama má segja
um Birgi.
Birgir Björnsson vildi ekki mik-
ið fjalla um frammistöðu ein-
stakra leikmanna FH-liðsins.
Sagði að allir leikmenn þess væru
hróss verðir fyrir leikinn. Þó bæri
ekki að neita því, að þeir leik-
menn liðsins sem jafnan ber hvað
minnst á, eins og t.d. Jón Gestur
og Árni, hefðu komið á óvart i
þessum leik og staðið sig mjög
vel. — Þeir voru mjög ógnandi, og
fiskuðu fjölda vitakasta, auk þess
sem þeir skoruðu sjálfir mikilvæg
mörk, sagði Birgir.
Enn er ekki vitað hvaða lið það
eru sem komast í átta liða úrslit-
in, en sennilega verða FH-ingar,
Aarhus KFUM frá Danmörku og
Gummersbach frá V-Þýzkalandi
einu Vestur-Evrópuliðin sem
komast nú áfram. Birgir Björns-
son var fljótur til svars, er hann
var að þvi spurður, hvert væri
óskalið FH í átta liða úrslitunum.
— Aarhus KFUM. Ekki aðeins
að við eigum mesta möguleika á
að komast í undanúrslitin ef við
mætum þeim, heldur myndi vera
mestur áhugi á leik milli þeirra
og okkar heima á Islandi. Þrátt
fyrir mjög góða aðsókn að heima-
leikjum okkar er kostnaðurinn
við keppni sem þessa svo gifurleg-
ur, að það er rétt að við stöndum
sléttir, sagði Birgir Björnsson.
— stjl.