Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NOVEMBER 1974 31 LENGST af hefur krabbamein verið sá sjúkdómur, sem fólk hefur nelst ekki viljað tala op- inskátt um og þau hindurvitni eru enn ekki Ur sögunni. Það er því ekki að furða þó mikil fá- viska og alls konar misskilning- ur sé ennþá viðloðandi, meðal annars sú skoðun, að allt krabbamein sé sams konar og ólæknandi. Allt þangað til í byrjun 20. aldarinnar, var þekking manna á krabbameini takmörkuð, og skurðlækningar svo skammt á veg komnar, að nánast allir sem fengu krabbamein voru dauða- dæmdir, bæði fullorðnir og börn. Læknarnir stóðu ráðþrota gagnvart sjúkdómnum, og gátu lítið annað en að gera það sem í þeirra valdi stóð til að lina þjáningar. Nú eru tímarnir breyttir og sú svartsýni, sem þá ríkti, á ekki lengur rétt á sér. Batahorf- ur sjúklinganna hafa aukist stórkostlega síðustu 35—40 ár- in og farið batnandi með hverju líðandi ári. Sú var tíðin, að algerlega varð að treysta á hæfni skurð- læknanna og einasta von krabbameinssjúklinganna var, að sjúkdómur þeirra kæmi til meðferðar áður en hann væri langt gengirm. Nú á dög- um eru aðrar veigamiklar lækn ingaaðgerðir komnar til skjal- anna, og koma að miklum not- um til viðbótar þvi, sem skurð- lækningarnar geta afrekað. Styrkur og áhrifamáttur geislunartækjanna fer sívax- andi, sem ásamt lyfjum og stór- aukinni tækni í skurðlækning- um, hefur átt sinn þátt í að auka mjög lífshorfurnar og lækna sumar tegundir krabba- meins svo að segja að fullu. Tölur, sem Ameríska krabba- meinsfélagið hefur birt, sýna þetta ótvirætt. 1 byrjun 20. ald- arinnar voru örfáir, bæði meðal barna og fullorðinna, sem gátu gert sér vonir um bata. 30 árum seinna bjargaðist fimmti hver sjúklingur, en nú orðið læknast einn af hverjum þremur. Marg- ir færustu krabbameinssér- fræðingar telja, að ef samvinn- an míUi lækna og almennings væri ákjósanleg og allir héldu vöku sinni gagnvart krabba- meininu, mætti lækna 50% allra krabbameinssjúklinga. Samkvæmt síðustu skýrslum hafa 1.400.000 Ameríkanar í öll- um aldursflokkum, fyrrverandi krabbameinssjúklingar, verið einkennalausir í 5 ár og fjöldi þeirra miklu lengur. Skýrslur sýna, að á seinni tímum hefur fjöldi barna, með ýmsar tegundir krabbameins, lifað tímum saman án nokkurra einkenna afturkasts. Börn, sem hafa fengið illkynja heilaæxli, hafa lifað 5—10 ár, jafnvel allt upp í 20 ár. Sérstaklega at- hyglisvert er, hvað börn sem fengið hafa bráðahvítblæði lifa lengi. Mikil ógn stafar af þess- ari tegund hins svokallaða blóð- krabba, sem áður var undan- tekningalaust banvænn eftir nokkra mánuði. Fullkomna lækningu hvít- blæðis hefur enn ekki tekist að staðfesta, en skýrslur hafa ný- lega sýnt, að vaxandi fjöldi barna lifir árum saman — stundum lengur en 10 ár — eftir læknismeðferð. Þetta er sérstaklega athyglisverð breyt- ing, fi á því sem áður var, þegar mátti heita með eindæmum að hvítblæðisjúklingur lifði í heilt ár. Frásagnir af sjúklingum, sem hafa lifað ótrúlega lengi, berast nú orðið frá læknum ýmsa vega frá. Þegar á allt er litið, ætti slíkt langlífi að benda til þess, að takast muni að ná fullum tökum á sjúkdómnum. Full ástæða er til að ætla, að skýrslurnar muni í nánustu framtíð sýna batnandi árangur með nýjum hvítblæðilyfjum, sem þegar eru komin fram, en notkun þeirra enn á tilrauna- stigi. Hvernig eru svo horfurnar á batnandi árangri af meðferð annarra tegunda krabbameins hjá börnum? WiIIiam Krivit, prófessor í lyflækningum við Minnesotahá- skólann, hefur svarað því á þennan hátt: Hin magnaða svartsýni í sambandi við krabbamein í börnum á ekki lengur rétt á sér. Tökum nevroblastomað sem dæmi, eina algengustu krabbameins- tegund í börnum. Það myndast í vissum svæðum taugakerfis- ins og er stundum meðfætt. Hundruð barna sem hafa feng- ið þessa krabbameinstegund teljast nú læknuð. Gott dæmi um framfarir sið- ustu ára er, hvað lækningu Wilms-meinsins hefur fleygt fram. Það er meðfæddur nýrna sjúkdómur og ein algengasta krabbameinstegund meðal smá- barna. Á síðustu 35 árum hefur hundraðshluti hinna læknuðu barna hækkað jafnt og þétt, eða frá 5 upp í 40, og heldur áfram að stíga. RatVnsóknarstofnun í Boston, sem fæ$t við framhaldsrann- sóknir á krabbameini í börnum, heldur því fram, að 80% barna með Wilmsmein, gætu lifað ef öllum tiltækum varúðarreglum væri sinnt í tíma eins og skyldi, en því miður vantar mikið á að svo sé. Það sætir næstum furðu hvað foreldrar verða stundum seint varir við meinið hjá barn- inu sínu, jafnvel ekki fyrr en það fyllir orðið út í annan helm- ing kviðarholsins. Ameríska krabbameinsfélag- ið bendir á, að æxli séu frekar sjaldgæf í börnum og þess vegna sé síður verið á verði gagnvart þeim. Til þess að for- eldrar og þeir, sem hafa barna- gæslu á hendi, viti sömu deili á krabbameini og venjulegum barnasjúkdómum, ræður það þeim til, að kynna sér ákveðin undirstöðuatriði, en tilgangur þessarar greinar er að greiða götuna í þeim efnum. Hvaðer krabbamein? Krabbamein er samnefndari allra illkynja sjúkdóma, þar ðCik. , lömlulaus frumuvöxtur er sameiginlegt einkenni. Þótt hraði vaxtarins og mynstur hans geti verið æði mismun- andi, hafa allar tegundir krabbameins tilhneygingu til að vaxa og breiðast út, á kostn- að heilbrigðra vefja. Æxli þurfa ekki að vera illkynjuð, sum þeirra eru það, en fjöldi þeirra er það ekki. Meðal krabbameinsins er fjöldi afbrigða. öll glióm (mein, sem eiga upptök sín í bandvef taugakerfisins) eru til dæmis ekki á allan hátt\eins. Vaxtar- hraði þeirra, lævísi og dreif- ingarhneigð er mismunandi. Er krabbamein einn hinna venjulegu barnasjúkdóma? Nei, aðrar sjúkdómstegundir eru miklu algengari hjá börn- um, en það ásérmiklu sjaldnar stað, að þær séu lífshættulegar. Eins og sakir standa veldur krabbamein miklu fleiri dauðs- föllum meðal barna en nokk ur annar sjúkdómur, fleiri en dauðsföllum lungnabólgu, hjartasjúkdómum, heila- og mænubólgu samanlagt. Slys valda þó flestum dauðsföllum meðal barna. Fer krabbameinstfðni f börn- um vaxandi? Ekki er hægt að fullyrða það. Harold W. Daregon, yfirlæknir við barnadeildina f Memorial- spítalanum á New York, segir um þetta: Á þessari öld hafa sjúkdómarnir sem áður áttu sök á flestum dauðsföllum með- al barna, verið á stöðugu og hröðu undanhaldi. Sjúkdómar eins og barnaveiki skarlatssótt og berklar. Með því að svo mik- ill fjöldi barna læknast af þess- um sjúkdómum, eða fær þá ekki, verða að sama skapi fleiri börn sem lifa lengur og krabba- mein getur myndast í. Því meir sem fólkinu fjölgar vex barna- fjöldinn og krabbameinstilfell- in, meðal þeirra verða fleiri, þó að hundraðstalan hækki ekki. Þá ber einnig að gæta þess, að með vaxandi læknisfræðilegum áhuga og aukinni þekkingu, eru læknarnir betur á verði. Nú á tfmum finnast miklu fleiri krabbameinstilfelli en áður, þegar sjúkdómsgreiningin stóð á lægra stigi og var þess vegna ónákvæmari. Auk þess gerðu læknar sér þá ekki fullkomlega ljósa þýðingu krabbameinsins sem barnasjúkdóms. Er krabbameini öðruvfsi háttað hjá börnum en fullorðnum? Já, tvímælalaust. Ákveðnar tengundir krabbameins eru algengari hjá börnum og þá fyrst og fremst í líffærunum sem mynda blóðið, í nýrunum og vefjunum kringum þau, í beinum, húðinni og mjúku vefj- unum. Hjá fullorðnu fólki er sjúk- dómurinn algengastur í lung- unum, maganum og ýmsum hlutum meltingarfæranna og kynfæranna. Lungnakrabbi er algengur hjá fullorðnum en sjaldgæfur hjá börnum. Maga og brjóstkrabbi er sjaldgæfur hjá börnum og unglingum, en með algengustu tegundum hjá fullorðnum. Það eru einnig mismunandi horfur á góðum árangri og meðferð ákveðinna krabbameinstegunda, eftir þvf hvort fullorðnir eða börn eiga í hlut. Eru einkenni krabbameinsins dæmigerð fyrir það? Eiginlega ekki. Það hafa ver- ið gerðir listar yfir hættumerk- in, sem fólki er ætlað að átta sig á, en það er langt frá að þau séu dæmigerð fyrir krabbameinið eitt. Orsakir þeirra geta verið margar. Þó að barn sé fölt og magurt og kvarti um verki einhvers staðar, er fjarstæða að ímynda sér að það sé endilega með krabbaniein. Ef það er meðsár sem ekki vil gróa, þykkni eða hnút einhvers staðar á lfkaman- um eða þráláta verki, er hið eina rétta að leita læknis og láta hann skera úr hvað að sé. Hvað veldur krabbameini? Enginn þekkir hina raun- verulegu örsök. Krabbamein er meðal elstu sjúkdóma mann- kynsins. Hægt hefur verið að rekja það til fornegiftanna og lengra aftur í tímann en þó hefur því tekist að vernda sína leyndardómshulu. Sannanir eru fyrir þvf, að ýmsilegt getur átt sinn þátt í að sjúdómurinn brjótast út. Geilsaverkanir, langvinn erting og ýmis efni og efnasambönd er það, sem verstur bifur er hafð- ur á. Joniserandi geislar geta vald- ið því, að krabbamein fer að vaxa. Það á sérstáklega við um hvítblæðið. Enginn veit hvern- ig eða hvers vegna. Hinar hörmulegu afleiðingar þess kyns geislana leyndu sér ekki, nokkrum árum eftir kjarnorku- sprenginguna í Hiroshima og Nagasaki. Hvitblæði kom í ljós hjá 96% þeirra, sem lifðu þær af og höfðu verið staddir innan 4 km hringgeisla (radius) frá árásarsvæðinu og hjá 25 af hundraði þeirra, sem voru utanþess hrings, allt upp i 7 km hringgeisla frá skotörkunum. Sumir halda að öll geislun sé hættuleg og neita að láta geisla sig eða börn sin, jafnvel þó það sé knýjandi nauðsyn, bæði vegna sjúkdómsgreiningar og í lækningarskyni. Röntgengeisl- ar og aðrar tegundir geislana eru með áhrifamestu og virk- ustu vopnum í baráttunni við ákveðnar tegundir krabba- meins. Margar sannanir eru fyrir því, að veirur geta orðið þess valdandi, að krabbamein mynd- ist hjá nokkrum dýrategund- um, en hvað fólk snertir vantar endanlegar sannanir. Vísindamenn i Kaliforníu hafa komist að raun um, að hvítblæðitilfelli brjótast mest út á vissum árstímum og fylgja nokkurn veginn sömu lögum og sumir veirusjúkdómar, eins og t.d. lömunarveiki. Sú fregn kom ekki alls fyrir löngu frá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, að hvítblæði væri sérstaklega aigengt á ákveðnum svæðum í Banda- ríkjunum. Engin skýring hefur fundist á þvi, hvers vegna hvit- blæði herjar svo mjög viðs fjar- læg svæði, eins og Cheyenne, Wyoming, Illinois, New Yersey og fleiri. Ameríska læknafélagið gaf út svofellda greinargerð: Einasta viðunandi skýringin, sem frarn hefur komið á þessu fyrirbrigði er, að þessir staðbundnu ,,far- aldrar“ orsakist af smitun. Full ástæða er til að hefja öfluga rarannsóknarherferð, með þetta í huga og reyna að kryfja gátuna til mergjar. Sannist, að hvítblæði i mönnum sé smit- sjúkdómur, er sennilegt að byltingarkenndar breytingar geti orðið á meðferð þess. Það væri stórkostlegt ei' tækist að afstýra sjúkdóntnum með ónæmisaðgerðum. Gáta þessara faraldra er sem sagt óleyst. Jafn leyndardómsfullir eru faraldrar af sjaldgæfri lym- pomtegund, sem herjar í Mið- Afríku (illkynja eitlavefsæxli). Börn fá þennan sjúkdóm i kjálkana. Þessi krabbameins- tegund er mjög alvarleg, og komi hún ekki fljótt til með- ferðar, veldur hún dauða innan skamms tima. Þó frásagnir af sérkennilegu eitlavefsmeini skytu upp kollinum í afriskum læknaritum, þegar i byrjun þessarar aldar, hefur það ekki vakið meiri háttar athygli fyrr en á seinni árum, að tilfell- unum hefur farið fjölgandi. Fyrir nokkrum árum skýrði brezkur meinafræðingur frá því, að sér hefði tekist að flytja sjúkdóminn úr fólki yfir á apa, og hann hefði notað til þess aðferð, sem benti til þess, að sökudólgurinn sé veira, eða svipaður sýkill. Utbreiðsla eitlavefsmeinsins er mest á þeim svæðum Afríku sem moskito og tsetseflugurnar eru þéttastar og áleitnastar. Komi það í ljós að krabba- meinsveirur berist með flug- um, eins og malarfa, gulusótt (yellow fever), mætti ætla að takast mætti að einangra þær og búa til virkt bóluefni, eins og við gulusótt, lömunarveiki og mislingum. Valdi veira krabbameini, er þá svo að skilja, að sjúkdómurinn sé smitandi? Ekki í orðsins venjulegu merkingu. í pésa, .sem Ameríska krabbameinsfélagið gaf út, segir: Meðal visinda- manna gerist sú skoðun meira ríkjandi, að veirur orsaki að einhverju leyti sum hvítblæði- tilfelli eða jafnvel öll. Hins vegar er hvorki hvítblæði né nein önnur tegund krabba- meins smitandi, í venjulpgum skilningi, eins og t.d. mislingar og kvef. Það getur vel átt sér stað að veira komi krabba- meinsmyndun af stað, en við vitum að ónæmi, arfgengi og umhverfisþættir hefur allt sín áhrif. Hvernig eru horfur á árangurs- rfkri meðferð krabbameins f börnum? Á margan hátt betri en nokkru sinni fyrr, og það er að þakka miklum framförum, bæði hvað greiningu og með- ferð snertir. Sameinuð geislunar- og lyf ja- meðferð við retinoblastoma — áður banvænn augnsjúkdómur i börnum, sem olli blindu — hefur átt sinn þátt í að stöðva sjúkdóminn og iðulega bjargað bæði lífi og sjón sjúklinganna. Um þetta segir Daregon lækn- ir: Reynslan sýnir að sjúkdóms- tilfellin geta hagað sér æði mis- jafnlega. Þó að meinið finnist snemma, á það sér stað, að full- komnasta meðferð verður árangurslaus. Hrns vegar kemur alveg á óvart hvað stundum næst frábær árangur, þó sjúkdómurinn sé fangt genginn. Hver eru erfiðustu vandamái foreldra, sem eiga börn með krabbamein? Sérfræðingarnir eru sam- mála um, að foreldrarr.ir eigi að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að sætta sig við orð- inn hlut, það veltur á miklu bæði fyrir þá og barnið. Um- fram allt verða þeir að forðast að láta kvíða sinn og áhyggjur í ljós við barnið. Það getur orðið til þess, að barnið verði sjálft kvíðafullt, en það lamar mót- stöðuafl þess. Það getur meira að segja orðið til þess, að árangur meðferðarinnar verði lélegri en annars má gera sér vonir um. Grant Taylor, yfiriæknir deildarinnar fyrir börn með krabbamein við háskolann í Texas, segir meðal annars: Við erum f stöðugu sambandi við foreldrana og við treystum á aðstoð þeirra í starfi okkar. Þegar við höfum fengið stað- fest, að barn sé með krabba- mein, skýrum við foreldrunum frá því, eins nærgætnislega og frekast er unnt. Við leynum þá Framhald á bls. 43 Krabbamein í börnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.