Morgunblaðið - 26.11.1974, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974
33
hvor með sinni sveit eða saman
sem spilafélagar og á ég þar um
margar góðar endurminningar
fyrr og síðar. Mér er nú efst í
huga sá mikli áhugi hans fyrir
allri keppni og félagsstarfssemi
og minnist nú hve innilega hann
gladdist yfir velgengni okkar
knattspyrnumanna s.l. sumar.
Hann hefur frá upphafi eða all-
an þann tíma er ég hef verið með i
Bridgefélaginu sýnt þeim félags-
skap mikinn áhuga og m.a. verið
formaður þess um tíma. Minnist
ég margra keppnisferða er við
höfum saman farið og haft bæði
ánægju og góð kynni við aðra á
öðrum stöðum, er við heimsóttum.
Þær voru ófáar stundirnar er ég
hef átt á heimili hans bæði við
spilamennsku og sem gestur
þeirra hjóna.
Alltaf var sama gestrisnin og
maður hafði á tilfinningunni að
þau bæði vildu sýna og láta mann
finna að hjá þeim væri maður
velkominn og hjá vinum.
Það er svo margs að minnast
sem ekki er hægt að koma að i
stuttri kveðjugrein um jafn góðan
dreng og við nú kveðjum hinstu
kveðju.
Hjá Verkalýðsfélagi Akraness
höfum við tekið upp hjá okkur að
fara i nokkur skipti i leikhús sam-
an með hópferð og orlofsferðir
höfum við einnig farið og skipu-
lagt hér innanlands fjögur s.l. ár
og á liðnu sumri hringferð kring-
um Island eftir að nýi hringveg-
urinn var opnaður.
1 þessar ferðir margar fór
Valdimar og var þar hrókur alls
fagnaðar, si og æ kastandi fram
vísum og í hringferðinni orti
hann hvað mest. Allan túrinn eða
í tíu daga sem hann tók lét hann
einhverja vísu fara ef tilefni
gafst, sem var æði oft.
Við héldum fyrir skömmu
mynda- og skemmtikvöld og höfð-
um prentað þær flestar upp og
lásum þar ásamt öðru er þar fór
fram. Þar ræddum við um
væntanlega ferð á Vestfirði næsta
sumar sem hann hlakkaði mikið
til að fara. Ég man hvað hann
sagði við mundum sjá og skoða og
allt er sagt var um þá væntanlegu
ferð.
Þrátt fyrir það að hann er nú
allur þessi vinur minn veit ég að
svo framt þessi ferð verði farin,
þá dvelur hugur okkar er með
honum höfum verið og komum til
með að fara hana með honum og
við munum áreiðanlega minnast
hans þar með söknuði i huga allra
er hann þekktu og kynntust og í
þeirri ferð verða. Þegar ég nú
með þessum fáu kveðjuorðum
minnist Valdimars þá vil ég
þakka honum allar ánægju-
stundirnar er ég og aðrir vinir
hans hafa með honum átt, söknuð-
ur okkar og missir verður seint
bættur, en við kveðjum hann með
harm i hjörtum okkar allra og
vitum með vissu að sú fallega
setning, kemur upp í hugann og
staðfestir okkur, að þeir sem
guðirnir elska deyja ungir. Það er
hið óumflýjanlega lögmál lifsins,
sem við fáum ekki breytt eða
neinu um þokað.
Sem betur fer bar ég gæfu til að
geyma margt á segulbandi er við
höfum saman sagt og er mér nú
nokkur huggunisöknuði mínum.
Eiginkona hans Salóme
Guðjónsdóttir hefur reynst hon-
um styrk stoð í lífi hans og var
það honum mikil gæfa að kynnast
henni og vil ég hér og nú þakka
henni alveg sérstaklega alla vin-
áttu mér auðsýnda fyrr og nú, um
leið og ég, eiginkona mín og aðrir
vinir vottum henni, börnum,
barnabörnum og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur. Megi minningin um góðan
dreng geymast og veita huggun í
sárum söknuði þeirra um jafn-
mikinn heiðursmann og dreng er
Valdimar Sigurjónsson var alla
sína lífstíð.
Belssuð sé minning hans.
Skúli Þórðarson, Akranesi.
WM
Herrahúsió Aðalstræti4, Herrabúðin við bækjar
PANTIÐ
JÓLAKORTIN
TÍMANLEGA
unin
Í
sturstrœti
6 Si
inu 2*955
ÞflR ER EITTHURfl
FVRIR flllfl
gomiu
fötin?
Færó þú stundum þessa tilfinningu,
þegar þú kemur innan um fólk, aö þú
hafir eitthvaó til aö skammast þín fyrir?
Skálmarnar ættu aö vera víöari,
uppslögin breiöari, vasarnir ööruvísi
í laginu, þú sért einhvern veginn ekki í takt
vió tímann?
Jú, þaó fylgir því öryggiskennd aó klæöast
eftir nýjustu tízku.
Kóróna fötin veita þér þetta öryggi.
Sérkennarar álykta um
þagnarskyldu og trúnað
hygli á þagnarskyldu og virðingu
gagnvart trúnaðarmálum. Fund-
urinn hvetur alla, sem vitneskju
fá um fólk og einkamál þess i
starfi sínu að íhuga hversu mikil-
væg þagnarskyldan er.
Fundurinn bendir á það, sem
meginreglu, að ávallt skal miða
allar upplýsingar við það, að
hvaða notum þær megi verða, og
allt umtal þar framyfir er ótima-
bært og óþarft.
Jafnframt hvetur fundurinn
forráðamenn stofnana að gera all-
ar nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að stuðla að því, að þagnar-
skyldan sé virt og að trúnaðarmál
fái rétta meðferð og ihuga hvað
þeir geti gert til að glæða skilning
starfsfólks á þessum vanda. Jafn-
framt því sem þeir aðgæti, hvaða
aðhald þeir geti veitt starfsfólki."
1 stjórn F.l.S. eru nú Einar
Hólm Ólafsson, Karl Jónsson,
Ragna Freyja Karlsdóttir, Sylvía
Guðmundsdóttir og Þorsteinn
Ólafsson."
mnRCFRLDRR
mÖGULEIKR VÐRR
„DAUÐAGILDRAN”
Ný bök eftir Alistair MacLean
Bókaútgáfan Iðunn hefur sent
frá sér nýja þýdda skáldsögu eftir
Alistair Maclean. Nefnist hún
,J>auðagildran“.
Á kápusiðu segir m.a. um efni
sögunnar: „Á einni stærstu
kappakstursbraut Evrópu gerast
dularfullir atburðir. Johnny
Harlow heimsmeistarinn í kapp-
akstri virðist enn einu sinni vald-
ur að ástæðulausum dauða keppi-
nautar sins á kappakstursbraut-
inni. Ung stúlka er hálflimlest og
eiginkona auðjöfurs hverfur á
óútskýranlegan hátt. — I skjóli
þessara atburða leynist úthugsað
samsæri miskunnarlausra glæpa-
manna, sem einskis svifast til að
ná markmiði sínu. Eitt rangt
skref og hinn óvarkári verður að
gjalda með lífi sinu. Og svo fer
um marga áður en hinn æsispenn-
andi kappakstur nær óhugnan-
legu hámarki í frönsku ölpun-
um.“
Andrés Kristjánsson þýddi bók-
ina, sem er 192 bls. að stærð.
Alistair MacLean
ÞANN 14. september síðastliðinn
hélt félag fslenzkra sérkennara
aðalfund sinn á Kristalsal Hótel
Loftleiða.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa voru rædd grunnskólalögin
nýju. Andri ísaksson prófessor
hóf umræður, en jafnframt var á
fundinum Indriði Þorláksson,
deildarstjóri frá grunnskóla-
nefndinni.
Eftirfarandi ályktun um þagn-
arskyldu og trúnaðarmál var ein-
róma samþykkt:
„Aðalfundur F.I.S. vill vekja at-
Athugið:
að öll starfssemi rafvélaverksmiðju Jötuns er
flutt frá Hringbraut 1 1 9 að Höfðabakka 9, sími
85585.
Húsnæði óskast
Danskur sérfræðingur, sem starfar hér á landi á
vegum Sameinuðu þjóðanna, óskar að taka á
leigu eins fljótt og hægt er einbýlishús búið
húsgögnum eða 3—4 herbergja íbúð. íbúð í
fjölbýlishúsi kemur ekki til greina. í heimili eru
miðaldra hjón með lítinn hund. Vinsamlegast
snúið yðru til Iðnþróunarnefndar s. 16299 og
16377.