Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 5 r Útsölustaðir: Bjarni Halldórsson Seyðisfirði, Þórshamar, Stykkishólmi, Tónabúðin, Akureyri Hjólið, ísafirði, Verzl. Þórhöllu Sigurðardóttur, Þórshöfn. Útsölustaðir: Eyjabær, Vestmannaeyjum, Eplið, Akranesi, Verzl. Elíasar Guðnasonar, Eskifirði, Vikurbær, Keflavik Magnús Magnússon h.f., Selfossi. í þessu setti eru eftirtalin tæki: SA-500A magnari með fjölda möguleika og er vel byggður með tilliti til endingar, PL-10 plötuspilari, einfaldur í smíðum en sérlega sterkbyggður spilari og tveir 20 watta CS — R100 hátalarar, sem hafa fengið góða dóma hljómtækjanotenda, sem meðal annars hafa sagt um þá að þeir séu meðal þeirra beztu í sínum flokki. VERÐIÐ Á FRAMANGREINDU SETTI ER AÐEINS KR. 66.900.-. Einar Bragi. Ný bók eftir Einar Braga KOMIN er út bókin „Þá var öldin önnur,“ 2. bindi eftir Einar Braga og segir I undirfyrirsögn að f bók- inni sé fjallað um „Darraðardans- inn í Suðursveit og fleiri þætti“. Á bókarkápu segir: „Þetta er bók, sem eggjar menn til að ferð- ast ekki blindandi um landið, en hyggja að sporum kynslóðanna ut an við akveginn. Fyrir ókunnug- um lýkur hún upp heimi, sem verður ekki séður gegnum bílrúð- urnar. Fyrir Skaftfellinga lýkur hún upp heimi, sem verður ekki séður gegnum bilrúðurnar. Fyrir Skaftfellinga er lestur þessarar bókar eins og að koma i fjöru og hitta fyrir hundruð forfeðra sinna nýkomna af hafi eftir langa útivist á tímans sjó.“ Kápumynd gerði Hörður Agústsson, Isafoldarprentsmiðja gefur út og þar var bókin einnig sett, prentuð og bundin. Hún er 275 bls. að stærð. MS MS MS SEW sn SN m MS svj MY Aðals AUGL Vg/y TEIK NDAIVI træti 6 simi M5 ÝSINGA- NIISTOFA ÓTA 25810 • Skáldsaga og ljóðabók eftir Ingimar Erlend Sigurðsson KOMNAR eru út tvær bækur eft- ir Ingimar Erlend Sigurðsson, skáldsagan „Undirheimur“ og ljóðabókin „Fiskar á fjalliAður hafa komið út eftir Ingimar Erlend þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Fremst í skáldsögunni „Undir- heimar“ stendur að hún sé bönn- uð fólki yfir fertugt. Þá er þar eftirfarandi tileinkunn: „Minn- ingu Sigriðar Freyjii Sigurðar- dóttur helga ég þessa bók og sjálf lagði hún til kaflann um Kon- ungsrikið." — Sagan er 173 bls. Fremst í Ijóðabókinni „Fiskar á fjalli“ er tilvitnun í Völuspá, „— flýgur örn yfir, sá er á fjalli fiska veiðir". Ljóðin í bókinni eru milli 60 og 70 og flest stutt. — Bókin er 111 bls. Bókaútgáfan Letur s/f gefur bækurnar út. Argarður - Nýtt félagsheim- ili í Lýtingsstaðahreppi Mælifelli 2. des. HINN 1. desember var vígt félagsheimilið Argarður í Lýt- ingsstaðahreppi f Skagafirði. Er það reist f landi Steinsstaða f Tungusveit, hið næsta Steins- staðalaug, en þar var hafin sund- kennsla um og uppúr 1820. Á þessum sama stað er Steinsstaða- skóli og gróðurhúsahverfi f grenndinni, en jarðhiti mikill. Argarður hefur verið 9 ár f smíð- um. Verktaki er Guðmundur Márus- son byggingarmeistari, en yfir- smiður Reynir Pálsson. Múrverk önnuðust Sveinn Þröstur Gunn- arsson, Jóhann Jóhannsson o.fl. Pípulagnir gerði Jóhann Jóhann- esson, en um raflagnir sá Olafur Pálsson. Húsið er 512 fermetrar en 2300 rúmmetrar. Auk salarins, sem jafnframt er íþróttasalur Steinsstaðaskóla, er fundarher- bergi, bókasafnsstofa, sem ber nafn Sveins Pálssonar læknis, en hann var fæddur á Steinsstöðum, rúmgott anddyri, sem nefnt er Hreiðarskáli, eftir Kráku-Hreið- ari landnámsmanni, eldhús og búningsklefar vegna íþrótta- kennslu, sundlaugar og leiksviðs. Á vígsluhátiðinni voru um 200 manns, en kvenfélag sveitarinnar sá um matarveizlu og Friðrik Ingólfsson var veizlustjóri. Fyrr- verandi oddviti, Björn Egilsson, og núverandi oddviti, Marínó Sig- urðsson, héldu ræður um bygg- ingarsögu hússins. Undirritaður flutti hátíðar- og vígsluræður, en nafnið Árgarður er hugmynd hans. Alls bárust um 100 nöfn i samkeppni, sem efnt var til. For- menn félaga og nokkrir gestir ávörpuðu samkomuna, og margar heillaóskir og gjafir bárust. Kvennakvartett söng og ung- mennafélagar fluttu frumsaminn leikþátt. Mikill almennur söngur var i hófinu, undir stjórn Björns PIOIXIEER SX-300 hljómgóður útvarpsmagnari, PL-10 plötuspilari og tveir CS-R100 hátalarar. VERÐ KR. 75.900.— PIOIMEER C-4500 sambyggt tæki með plötuspilara og magnara og tveir CS-R100 hátalarar. VERÐ KR. 69.800.— Ölassonar og Heiðmars Jónsson- ar, vísnalestur mikill, en hagyrð- ingar margir í hreppnum. Eftir borðhaldið var dans stiginn fram eftir nóttu við undirleik hljóm- sveitar Péturs Víglundssonar. 1 dag er svo samkoma fyrir börn og unglinga með ýmsum skemmti- atriðum og veitingum. Heildarkostnaður við húsið er um 18 milljónir króna. Húsvörður hefur ekki verið ráðinn, en for- maður húsnefndar er Guðrún Ás- geirsdóttir. Mikil ánægja ríkir í sveitinni með hið nýja og fallega félagsheimili. Sfra Agúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.