Morgunblaðið - 05.12.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.12.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Þórarinn Eldjárn: □ Kvæði. □ Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. □ Reykjavík 1974. □ ÞÓRARINN Eldjárn hefur vakið mikla athygli fyrir lipur- lega ort kvæði í gamansömum tón. Þau hafa verið flutt á leik- sviði, eitt þeirra að minnsta kosti sungið inn á plötu, sum birtst í blöðum og tímaritum. Þórarinn Eldjárn nýtur þess hve lítið er um húmor í íslenzk- um samtímaskáldskap. Menn eru orðnir þreyttir á alvörunni og fagna þess vegna ungu skáldi, sem getur ort á gáska- fullan hátt. Ekki spillir að Þórarinn hefur gott vald á hefðbundnu ljóðformi og kvæði hans eru heppileg til söngs. Sum þeirra virðast beinlínis ort með það í huga að þau falli að laglínu. í Formála að ljóðasafni ungra skálda í Menntaskóla Reykja- víkur 1965 segir Halldór Lax- ness m.a.: „Einlægt þegar ég fletti upp í nýum ljóðmælum fer ég að leita að einhverju tii að sýngja. Finni ég það ekki verð ég fyrir þesskonar von- brigðum sem sá einn skilur er jafnan á í ani með að finna saungskrá til brúks á þeim 365 morgunkonsertum sem hann heldur fyrir sjálfan sig á hverju ári þegar hann er að raka sig“. Með Kvæðum hefur Þórarinn Eldjárn áreiðanlega létt Halldóri raksturinn. Kvæði Þórarins Eldjárns eru oft leikur að orðum, stundum gálgahúmor, skopstæling eða bara venjuleg ærsl, sem minna á stúdentakæti. Hann sendir líka samtíð sinni skeyti, en það er of djúpt tekið i árinni að kalla hann ádeiluskáld. Boð- skapurinn að baki trúðleiknum er ekki þess eðlis að flokka megi hann undir einlægan um- bótavilja. Menn yrkja ekki athyglisverð kvæði með hagmælskuna eina að vopni. Þeir verða að hafa til að bera einhvern frumleika, þ.e.a.s. hæfileika til að sjá hlut- ina í óvenjulegu ljósi. Það sem lyftir sumum kvæðum Þórar- ins Eldjárns upp úr öldudal meðalmennskunnar er hug- kvæmni, sem birtist í nýstár- legu viðhorfi til gamalkunnra yrkisefna. Margt verður Þórarni Eld- járn að yrkisefni. Hann sækir til dæmis innblástur í kvik- myndir um Roy og Trigger, Tarzanbækurnar, Harmsögu æfi minnar eftir Jóhannes Birkiland, þjóðsögur og sagnir og Dægradvöl Benedikts Grön- dals. Lýsing Gröndals á Svein- birni Egilssyni föður sínum verður Þórarni tilefni til kvæðis um þá íþrótt Svein- björns að henda sig á iöngum broddstaf yfir grafir og dý á leið til Bessastaðaskóla. Á nú- tímaíslensku kallast þessi íþrótt stangarstökk, en saman- borið við Sveinbjörn Egilsson verður harla lítið úr samtíð okkar: AF LITLU TILEFNI Þórarinn Eldjárn Til söngs En okkur skortir allan dug, við eigum ekki slíkan hug. Enginn Hómer, ekki neitt, ekkert nema rövlið eitt. Margt eitt fól þó stökkvi á stöng er stefnan bæði lág og röng. Staðreyndin er semsagt sú að Sveinbjörn heitir Valbjörn nú. Þá var öidin önnur er Sveinbjörn stökk á stöng, þá var ei til Bessastaða ieiðin löng. Hátíðleik forðast Þórarinn Eldjárn eins og heitan eld. Kvæði hans eru einhvers konar nýfútúrismi, ef til vill fram- hald þess heimatilbúna fútúr- isma, sem Þórbergur Þórðarson iðkaði forðum, eða ný tegund hermikvæða. Fyrsta kvæði bók- arinnar, Við lírukassann, er næst því að vera alvarlegur skáldskapur, þar sem undir- tónn fallvaltleika ræður för. En til þess að lesandinn verði ekki „skáldlegum“ hugleiðingum að bráð er gripið til þess stráks- lega ráðs að minna á „tvistbelt- ið sem tálgaði af okkur rass- inn“. Með því er galgopaháttur- inn í algleymingi. Ég gat þess í upphafi að húmorinn í kvæðum Þörarins Eldjárns hlyti að reiknast þeim til tekna. Kvæði hans skemmta lesendum. Aftur á móti hef ég litla trú á að skáldskapargildi þeirra sé mikið. Ég legg þessa bók frá mér með sama hugar- fari og ég hafi verið að horfa á góða revíu. Þetta var hnyttið. Leikararnir lögðu sig fram, en það var ekki síst áhorfendum að þakka hve sýningin tókst vel. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Eyvindur: QHVENÆR? □ Iðunn 1974. □ Geirlaugur Magnússon: □ ANNAÐ HVORT EÐA. □ Myndir: Þór- gunnur Jónsdóttir. □ tJt- gefandi: Höfundur 1974. MENN senda frá sér ljóðabæk- ur af litlu tilefni, eða að minnsta kosti færist það í vöxt að ljóðum sé safnað í bækur án þess að þau vitni um skáldleg átök. Kunnátta og þroski virð- ast orðin alger aukaatriði hjá mörgum, sem geysast fram á ritvöllinn, stundum undir því yfirskini að þeir hafi mikinn boðskap að flytja. Eyvindur og Geirlaugur Magnússon eru sennilega ekki verri ljóðasmiðir en margir aðr- ir og líklega er ósanngjarnt að dæma þá eftir frumraunum sínum. Eyvindur virðist hafá ort lengi því að elstu ljóðin í bók hans eru frá 1958. Mörgu ægir saman: tilraunum til alvarlegs skáldskapar, róman- tískum sveitasælu- og ástaljóð- um, ádeilukveðskap, skopstæl- ingum, málæfingum á skandinavísku og ensku. Ey- vindi dettur ýmislegt i hug og keppir að því að vera frumleg- ur. En honum verður oftast lít- ið úr frumleiknum eins og til dæmis í tveimur ljóðum um Hallgrimskirkju á Skólavörðu- holti, sem hann líkir við manns- lim (líkingin gengur aftur á kápu bókarinnar)'. Aftur á móti eru sum prósa- ljóðin skemmtileg. Það má alveg eins kalla þau dæmisög- ur. Ein gömul saga er undir- furðuleg lýsing á kommúnista- hræðslunni alræmdu. í Einu sinni var er dregin upp grá- glettin mynd andvaraleysisins. Eitt af styttri ljóðum Eyvinds, Orðið, er birt hér sem sýnishorn ljóðagerðar hans: Hið talaða orð barst manninum og maðurinn varð glaður við held ég og hann byrjaði að tala og hann talaðí hann talaði talaði talaði og talaði og talaði talaði og hann hélt áfram að tala talaog tala tala Sagð ann nokkuð? Einkunnarorð Annað hvort eða eftir Geirlaug Magnússon eru: „Áður en ég kynntist mönnunum elskaði ég hundinn minn“. Um ást og vonbrigði fjalla mörg ljóð hans. En Geir- laugur nær ekki tökum á yrkis- efnum sinum vegna þess að ljóðmál hans er þvingað og stirt. Viðleitni til að sýnast karlmannlegur, einhvers konar hörkutól með glott á vör, kemur upp um sára viðkvæmni. Hann yrkir Hvöt til þess að ekki verði um hann sagt að hann sé borgaralegur vælukjói: Því ekki að segja eitthvað hnyttið um nixon maó charles manson eða páfann tékkó víetnam bangladesh eða landhclgina? því hvern varðar um þfnar útþynntu sálarflækjur drykkjuskap og misheppnað kvennafar? því ekki láta orðin hvína á baki auðvaldsins og hrækja þeim framan í borgarana? Geirlaug Magnússon skortir ekki yrkisefni fremur en Ey- vind. En báðir eiga þeir meira en lítið eftir ólært i listrænum vinnubrögðum. SCULPTOR ÁSMUND- UR SVEINSSON □ AN EDDA IN SHAPES AND SYMBOLS. □ By Matthías Johannessen. □ Translation: May and Hallberg Hallmundsson. □ Layout: Auglýsinga- stofan h.f., Gísli B. Björnsson. □ Designer: Fanney Valgarðsdóttir. □ Iceland Review 1974. ÞEIR, sem komið hafa í vinnu- stofu Ásmundar Sveinssonar, vita að hann hefur gaman af að tala um myndir sinar. Ás- mundur ræðir um myndirnar eins og gesturinn eigi þær með honum. Gesturinn getur jafn- vel farið að halda eftir smá- stund hjá Ásmundi að hann hafi búið þær til sjálfur, að minnsta kosti hjálpað til við gerð þeirra. Það hefur aldrei verið stefna Ásmundar að loka myndirnar inni. Hann vill að aðrir njóti þeirra með sér, eign- ist þær með því að gera þær að hluta umhverfisins, þætti dag- legs lífs. Það er eðlilegt viðhorf myndhöggvara. í borg er hætta á að tengsl rofni milli manns og náttúru. Höggmyndir geta þá gegnt sama hlutverki og huldu- klettar. Myndir Ásmundar Sveinssonar eru hulduklettar, eða öllu heldur tröll, sem Hiá Ásmundi minna á sambýli við hrikalegt landslag. „Fjöll ríma á móti tröll", segir Ásmundur við Matthías Johannessen i Bók- inni um Ásmund (1971). Sculptor Ásmundur Sveins- son — An Edda in Shapes and Symbols er ensk útgáfa Bók- arinnar um Ásmund eftir Matthías Johannessen. Um- sögn, sem á sínum tíma birt- ist hér í blaðinu um íslensku útgáfuna, verður ekki endur- tekin, aðeins drepið á nokkur atriði til íhugunar. Blaða- og útvarpsmenn hafa oft rætt við Ásmund Sveinsson. Um uppruna hans, námsferil, skoðanir hans á list og ekki síst verk hans vita flestir. Ásmund- ur er ekki lengur óráðin gáta. Eins og aðrir brautryjendur háði hann stríð við fordóma og skilningsleysi. Það er liðin saga. Nú geta allir verið sam- mála um mikilvægi Ásmundar. Viðtöl Matthíasar Johannes- sens við Asmund lýsa ekki aðeins manninum, heldur eru þau tilraun til skilgreiningar á list hans. í Bókinni um Asmund eins og öórum viðtalsbókum Matthíasar situr listrænn til- gangur i fyrirrúmi. Lesandinn er ekki aðeins mataður á upp- lýsingum og sjónarmiðum. Matthías leggur í viðtölum sínum áherzlu á aó draga upp heilsteypta mynd, sem lýtur eigin lögmálum. Þessi aðferð er mjög vandasöm, en getur komið miklu til leiðar, ef hún heppn- ast. Bókin um Ásmund sannar það best. Margar myndir af Asmundi og verkum hans eru í þessari nýju bók. Þær eru allar að und- anskildum kápumyndum eftir þá Sigurgeir Sigurjónsson og Guðmund Ingólfsson (Imynd). Myndirnar hafa tekist einstak- lega vel. Þær sýna Ásmund í vinnustofunni óþreytandi að fræða gesti sina. Hann fær sér i nefið, lætur ef til vill frá sér fara athugasemd um egypska list, sem hann hefur alltaf hrif- ist af eða kvartar yfir því að íslendingar séu meira fyrir bókmenntir en sjónlist. Sjálfur er hann eitt mesta skáldið í heimi íslenskrar myndlistar. I ljósmyndunum af listaverk- unum birtist styrkleiki þeirra á nærtækari hátt en ég hef áður séð i ljósmyndum af verkum Ásmundar. Fanney Valgarósdóttir hefur séð um útlit bókarinnar og unnið það verk af smekkvísi. Lítið er til f bókum á erlendum málum um íslenska myndlist. Sculptor Ásmundur Sveinsson bætir úr brýnni þörf. Kápa bökarinnar og opna með myndinni Eva talar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.