Morgunblaðið - 05.12.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
13
Björt eru
bernskuárin
NECCHI
SJÁLFVIRKAR SAUMAVÉLAR
Heimsþekkt gæðavara — íslenzkur leiðarvísir
Verð 27.700.—
Útsölustaðir víða um land.
FALKINN
Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík
Sími 8 46 70
Endurútgáfa á bók
Stefáns Jónssonar
KOMIN er út hjá Isafold bókin
„Björt eru bernskuárin" eftir
Stefán Jónsson. Þetta er endurút-
gáfa, en bókin hefur lengi verió
ófáanleg. Þessi nýja útgáfa er 162
blaósíður, prýdd teikningum
Hilmars Helgasonar. Einar Bragi
sá um útgáfuna.
Björt eru bernskuárin er sjötta
bindið í heildarútgáfu Isafoldar á
barna- og unglingabókum Stefáns
Jónssonar. Áður eru útkomnar
skáldsögurnar Vinir vorsins,
Skóladagar og bækurnar þrjár
um Hjalta: Sagan hans Hjalta
litla, Mamma skilur allt og Hjalti
kemur heim.
Björt eru bernskuárin kom
fyrst út árið 1948 og var fyrsta
smásagnasafn Stefáns fyrir unga
lesendur, en áður hafði hann
gefið út þrjú sagnasöfn og var því
þaulþjálfaður smásagnahöf-
undur. 1 bókinni eru þessar átta
sögur: Lauga og ég sjálfur, Pési,
Knattspyrnumenn, Kusi, Vinur
minn Jói og appelsínurnar. Or-
sakir og afleiðingar, Myrkfælni,
Litli-Brúnn og Bjössi.
Hjalti kemur
heim í nýrri
útgáfu
jólin nálgast
t v
♦
Varist eftirlíkingar
^d;
Dekor
HANDUNNIÐ
HRAUNKERAMIK
ER TILVALIN
JÖLAGJÖF
LU
GLIT HF
HJALTI kemur heim, þriðji og
siðasti hlutinn af Sögunni um
Hjalta litla eftir Stefán Jónsson
er komin út i annarri útgáfu hjá
Isafoldarprentsmiðju. Fyrst kom
hún út 1951.
Sagan er beint framhaid af ann-
arri bókinni um hann Hjalta litla,
Mamma skilur allt, en Hjaltasög-
urnar eru fyrir löngu búnar að
vinna sér sess í íslenzkum bók-
menntum og vinna hyili barna og
fullorðinna. Söguna Hjalti kemur
heim hefur Gísli Halldórsson leik-
ari lesið í útvarp i vetur við mikl-
ar vinsældir. Hún fjallar um af-
brýðisemi Hjalta i garð stjúpa
sins, finnst hann hafa tekið móð-
ur hans frá honum. Sagan gerist í
sveitinni, þar sem fjölskyldan er
áfram í Hraunprýði, en stjúpinn
og móðir Hjalta taka síðan i ábúð
jörðina Svartagil og þar færist
Hjalti nær stjúpa sínum.
Einar Bragi sá um útgáfuna, en
í bókinni eru 11 teikningar, sem
listamaðurinn Orost Vereiski hef-
ur gert fyrir þessa útgáfu.