Morgunblaðið - 05.12.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
15
Nýja dagheimilio. L.josm. naraldur Már Sigurðsson.
Nýtt dagheimili
á Seyðisfirði
Seyðisfirði 3. des.
NYTT dagheimili var formlega
opnað á Seyðisfirði sunnudaginn
1. des. s.l. Kvenféiag Seyðis-
fjarðar hefur haft forgöngu um
byggingu heimilisins, en félags-
konur hafa á undanförnum árum
rekið dagheimili í barnaskólanum
yfir sumarið, og við ófullkomnar
aðstæður á öðrum tímum ársins.
Hefur það lengi verið markmið
þeirra, að nýtt dagheimili yrði
reist. Nú er tekinn í notkun hluti
af fyrirhugaðri byggingu. Tekur
heimilið nú 50—60 börn, og er
það þegar fullskipað. Reynir Vil-
hjálmsson arkitekt teiknaði
húsið. —Sveinn.
Frú Alvís úr Eyjum
LEIKFÉLAG Vestmannaeyja
bregður sér i sýningarferðalag
upp til fastalandsins nú um helg-
ina með sakamála- og gamanleik-
ritið Frú Alvís, en það hefur sýnt
það verk í Eyjum að undanförnu
við góðar undirtektir.
Fyrsta sýning Leikfélags Vest-
mannaeyja að þessu sinni á
meginlandinu verður í Vík í Mýr-
dal föstudagskvöldið 6. des. kl. 21,
önnur sýning verður i Selfossbiói
kl. 21 á laugardagskvöld og þriðja
sýningin verður i Félagsheim-
ilinu á Seltjarnarnesi á sunnu-
dagskvöld kl. 21.
Höfundur gamanleikritsins í’rú
Alvis er brezki leikritahöfundur-
inn Jack Poppelwell, en leikstjóri
er Ragnhildur Steingrimsdóttir.
Á myndinni eru Unnur Guð-
jónsdóttir og Þorvaldur Halldórs-
son í hlutverkum sínum. Ljós-
mynd Mbl. Sigurgeir í Eyjum.
Bjart er um Breiðafjörð
Bók eftir Sigurð
Sveinbjörnsson
BJART er um Breiðafjörð nefnist bók
eftir Sigurð Sveinbjörnsson frá
Bjarneyjum. Þótt þetta sé fyrsta bók
höfundar, er hann enginn viðvan-
ingur á ritvellinum. Hann hefur t.d.
ritað mjög mikið t Dýraverndarann
og fleiri rit. Sigurður er mikill dýra-
vinur og náttúruskoðari at liti og sál.
Þá hollu lifsnautn hefur hann haft
tækifæri til að þroska og glæða með
sér á langri ævi, í sambúð við fugla
og ferfætt dýr I hinum auðuga dýra-
garði, sem Breiðafjörður hefur verið
og verður vonandi enn um sinn.
Bjart er um Breiðafjörð er 187
blaðsíður að stærð. Bókin ergefin út
af Leiftri h.f. og er sett og prentuð
þar.
SKJUMJUR SVEINBJÖRNSSON
FRA 8JARNEYJUM
Mótmælum mótmælt
SJÓMANNASAMBANDI Islands
barst þann 25. nóvember s.l.
skeyti frá Sambandi flutninga-
verkamanna í V-Þýzkalandi. I
skeytinu er mótmælt töku togar-
ans Arcturus. Sjómannasam-
bandið sendi svarskeyti út, þar
sem sagt er nákvæmlega frá töku-
togarans, og að hann hafi verið
innan fslenzkrar fiskveiðilög-
sögu. Skeytin fara hér á eftir,
fyrst það v-þýzka:
„Kæru starfsfélagar.
Framkvæmdastjórn Sambands
flutningaverkamanna (Ö.T.V.)
lýsir því yfir, að hún lítur atburði
þá, sem nú hafa orðið á íslands-
miðum, hinum alvarlegustu aug-
um, þar sem togarinn Arcturus
frá Bremen hefir orðið fyrir skot-
árás af hálfu íslenzks varðskips
og síðan verið tekinn með valdi.
Við viljum því fara þess á leit, að
þið beitið áhrifum ykkur á ís-
lenzku rikisstjórnina þannig að
framvegis komi ekki til þess, að
gerð verði skotárás á fiskiskip og
þau tekin með vopnavaldi. Sú
staðreynd, að ekki hafa enn náðst
samningar milli ríkisstjórna
Islands og Sambandslýðveldisins
Þýzkalands varðandi fiskveiði-
réttindi innan 50 mílna markanna
má ekki leiða til þess, að lífi og
limum sjómanna á fiskiskipum sé
stofnað í hættu sökum valdbeit-
ingar.
Við treystum á stuðning ykkar
og samstöðu."
Karl Heinz Hoffmann
varaforseti Ö.T.V.
Framhald á bls. 25.
■
búðimar
■Bl
■
/ fyrsta skipti
hér á landi -
ydar eigin litmyndir
á sjálft jólakortiö
HANS PETERSENhf
Bankastrœti - Glæsibœ
SÍMI 20313 SÍMI 82590