Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
21
Vika hermdar-
verkanna
• Á EINNI viku komust þrjár meiriháttar hermdarverkaaðgerðir í heims-
fréttirnar. 1 tsrael, 19. nóvember, héldu fjórir arabískir hermdarverkamenn 75
gfslum klukkustundum saman í íbúðabyggingu einni í borginni Beit Shean. t
Birmingham í Bretlandi myrtu hermdarverkamenn trska lýðveldishersins 19
saklausa kráargesti með sprengjum 21. nóvember. Og f Dubai við Persaflóa
rændu arabfskir hermdarverkamenn brezkri farþegaþotu með 41 manni innan-
borðs 22. nóvember og flugu henni til Túnis þar sem þeir myrtu einn
farþeganna áður en þeir gáfust upp. Hér á síðunni birtum við myndir frá
þessum þremur uggvænlegu atburðum, og rekjum f stuttu máli aðdraganda og
eftirleik þeirra.
0 Tvö llk I rústum bjórkránna í Birmingham.
Bretland — kráar-
morðin íBirmingham
0 SPRENGJUR hermdarverka-
manna trska lýðveldishersins
sprungu í tveimur þéttsetnum
bjórkrám I miðborg Birmingham
að kvöldi 21. nóvember með þeim
afleiðingum, að 19 manns biðu
bana og 150 særðust. Krafturinn
var svo gífurlegur, að kráargestir
þeyttust út á götu og húsin féllu
saman. Þetta var hápunktur
hermdarverkaaðgerða Irska lýð-
veldishersins á Bretlandi, og um
leið kveikja þess, að brezk stjórn-
völd haf a sagt IRA strfð á hendur.
Hryðjuverkin þetta kvöld komu
i kjölfar þess, að lík James
McDaid var flutt frá Bretlandi til
írlands, en McDaid þessi var IRA-
maður, sem fórst er hann var að
koma fyrir sprengju í Coventry,
nágrannaborg Birmingham. Er
talið hugsanlegt, að sprenging-
arnar i Birmingham hafi verið
hefnd IRA fyrir það, að brezka
lögreglan bannaði IRA að fylgja
kistu McDaids til flugvélarinnar,
sem flytja átti hann til Irlands.
Viðbrögð brezkra stjórnvalda
voru snögg. Strax daginn eftir
skýrði Roy Jenkins, innanrikis-
ráðherra, þingmönnum í Neðri
málstofunni frá því, að eftir helg-
ina yrðu sett neyðarlög til þess að
ráðast gegn starfsemi hermdar-
verkasamtakanna. Með þeim yrði
lögreglunni gert kleift að halda
mönnum lengur en áður án þess
að lögð verði fram kæra á hendur
þeim, útlendingaeftirliti heimilað
að koma í veg fyrir, að írar komi
inn í landið o.fl. Var þessum ráð-
stöfunum almennt vel tekið af
þingmönnum. Sprengjurnar í
Birmingham fylltu mælinn.
Dubai-ránið á
0 Æfareiður Israeli hendir Ifki eins af skæruliðunum út um glugga
fbúðabyggingarinnar f Beit Shean.
ísrael
— umsátnð 1 Beit Shean
brezku farþegavélinni
0 FJÓRIR vopnaðir skæruliðar
ruddu sér leið yfir flugvöllinn f
Dubai við Persaflóa aðfararnótt
22. nóvember með dúndrandi
skothrfð, sem m.a. særði eina
flugfreyju, og yfirtóku brezka
farþegaflugvél frá British Air-
ways með 41 manni innanborðs.
Hótuðu skæruliðarnir að
sprengja vélina f loft upp ef
áhöfnin léti ekki af kröfum
þeirra. Var vélinni flogið til
Túnis. Þegar þar var lent hótuðu
skæruliðarnir að myrða einn gfsl
aðra hverja klukkustund nema 13
félögum þeirra, sem voru í fang-
elsi í Kairó, yrði sleppt.
sleppt eftir 84 klukkustundir.
Gáfust skæruliðarnir þá upp eftir
að Túnisstjórn hafði lofað að
veita þeim hæli, og framselja þá
ekki Frelsishreyfingu Palestínu,
PLO, sem harðlega gagnrýndi
flugvélarránið, ásamt flestum
Arabarikjunum, né helduröðrum
aðilum.
0 Æstur múgurinn brennir Ifk hermdarverkamannanna f jögurra.
Setti Túnisstjórn ræningjana
fjóra, sem kváðust vera liðsmenn
öfgafenginnar skæruliðahreyf-
ingar, „Flokks píslarvottsins Abu
Mahmoud", i gæzlu, en sleppti
hinum Palestínumönnunum sjö.
Hefur hælisveiting Túnisstjórnar
verið harðlega gagnrýnd af öðr-
um Arabarikjum, og m.a. ihuguðu
vestur-þýzk stjórnvöld kröfugerð
á hendur henni þess efnis, að
morðingjar Kehls yrðu fram-
seldir.
Lfk Kehls bankastjóra borið af flugvellinum í Túnis, eftir að skæruliðarnir höfðu hent þvf út úr vélinni.
0 ARABlSKU skæruliðarnir
fjórir lögðu undir sig fbúðabygg-
ingu f borginni Beit Shean nálægt
landamærum Jórdanfu f dagrenn-
ingu 19. nóvember. Héldu þeir 75
manns f gfslingu f húsinu f þeim
tilgangi að neyða Israela til að
láta lausa 13 skæruliða og grfsk-
kaþólska biskupinn Hilarion Cap-
ucci, meintan vopnasmyglara.
Hersveitir og lögreglulið voru
þegar send til hússins, og var
sleginn hringur um svæðið. Áður
en lsraelar lögðu til atlögu þrem-
ur klukkustundum seinna höfðu
heyrzt sprengingar og skothvellir
innan úr húsinu er fólkið reyndi
að flýja út um glugga. Er her-
sveitirnar gerðu árás á húsið
létust tvær húsmæður og einn
maður, a.m.k. önnur konan af
völdum skæruliðanna.
Voru skæruliðarnir skotnir til
bana. En þar með var þeirra hlut-
skipti ekki ráðið. Æfareiður múg-
urinn henti líkum þeirra út um
glugga hússins og kveikti síðan i
þeim.
Marxísku Palestinuskæruliða-
samtökin, Lýðræðislega þjóðfylk-
ingin, lýstu því yfir, að skærulið-
0 Blóðhefnd.
arnir fjórir hefðu verið liðsmenn
sínir. Samtök þessi eru í andstöðu
við Yasser Arafat, leiðtoga
Frelsishreyfingar Palestínu, en
engu að síður sagði Yitzhak Rab-
in, forsætisráðherra Israels, að
þessi hermdarverk hefðu gert
Israelsmenn enn staðráðnari i að
hefja aldrei samningaviðræóur
við Frelsishreyfinguna.
Werner Kehl — enn eitt fórnar-
lamb hermdarverkaöldunnar f
heiminum.
Var einn gíslanna skotinn til
bana til þess að ýta á eftir kröf-
unum. Var það vestur-þýzkur
bankastjóri, Werner Kehl að
nafni. Tókst skæruliðum að fá þvi
framgengt að sjö Palestinumenn
voru leystir úr haldi, og fluttir um
borð í vélina. Var gíslunum þá