Morgunblaðið - 05.12.1974, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
25
Mótmæla bráða-
birgðalögunum
FUNDUR I Sjómannafélagi Eyja-
fjarðar, haldinn á Akureyri 24.
nóvember 1974, mótmælir haró-
lega kjaraskerðingarákvæðum
bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinn-
ar, sem gefin voru út i september
sl. og nú eru fyrir Alþingi til
staðfestingar.
Er með lögum þessum ómak-
lega ráðist á samningsbundin kjör
sjómanna, og það i enn ríkari
mæli en á kjör nokkurra annarra
launþega, þar sem teknar eru með
lögunum mörg hundruð milljónir
króna af samningsbundnum hlut
sjómanna (miðað við eitt ár) og
færðar f sjóði útgerðarmanna, og
Verðlagsráði sjávarútvegsins
jafnframt settar skorður um að
fiskverð megi ekki hækka meira
en um 11%, hvað sem öðru verð-
lagi líður.
Karlakórinn
Vísir 50 ára
Siglufirði, 2. desember
KARLAKÓRINN Vfsir hélt upp á
50 ára afmæli sitt á laugardags-
kvöld með blysför frá þeim stað,
sem hann söng í fyrsta skipti
fyrir 50 árum. Einnig söng hann
nokkur lög á staðnum við góðar
undirtektir.
Þessir hafa verið söngstjórar
kórsins: Halldór Hávarðarson,
Tryggvi Kristinsson, Þormóður
Eyjólfsson, Haukur Guðlaugsson,
Páll Erlendsson og Geirharður
Valtýsson, sem nú er söngstjóri.
Heiðursfélagar voru kjörnir Sig-
urjón Sæmundsson, Bjarki Árna-
son, Sigurður Gunnlaugsson og
Egill Stefánsson. Hátíðin fór
mjög virðulega og skemmtilega
fram, og fjöldi heillaóskaskeyta
barst.
— Matthías.
Askorun vegna
Kjarvalsmynda
Á ALMENNUM félagsfundi
Félags íslenzkra myndlistar-
manna var samþykkt tillaga frá
Olöfu Pálsdóttur um að skora á
menntamálaráðherra að hlutast
til um það, að veggmyndir Kjar-
vals I vinnustofunni við Austur-
stræti, verði varðveittar þar á
staðnum að viðgerð lokinni.
— Mótmæli
Framhald af bis. 15
Sjómannasambandið sendi
síðan Ö.T.V. eftirfarandi skeyti:
Karl Heinz Hoffmann
varaforseti Ö.T.V. Stuttgart.
„Kæru starfsbræóur.
Við staðfestum móttöku sím-
skeytis ykkar frá 25. þ.m., og
viljum í þvi sambandi taka fram
eftirfarandi:
1. Við mótmælum því, sem
komið hefir m.a. fram í þýzkum
fjölmiðlum, að gerð hafi verið
skotárás á togarann Arcturus frá
Bremen. Islenzka varðskipið var
einungis að gegna venjulegum
eftirlitsstörfum er það stöðvaði
togarann með því að skjóta aðvör-
unarskotum i átt til hans, fimm
lausum skotum og einu föstu
skoti fyrir framan hann. Þetta er
viðurkennd leið (standard
praksis) við töku togara bæði ís-
lenzkra og erlendra.
2. Fiskveiðar eru mikilvægasti
atvinnuvegur okkar Islendinga og
okkur lífsnauósyn. Þvi hlutum
við að grípa til þess ráðs að færa
íslenzka fiskveiðilögsögu út i 50
sjómílur, sem fjöldi þjóða hefir
nú viðurkennt.
3. Við treystum því, að samband
ykkar vinni að því, að einnig
Vestur-Þýzkaland viðurkenni 50
mílna mörkin og förum fram á
stuðning ykkar og samstöðu i því
efni.“
Jón Sigurðsson formaður
Sjómannasambands Islands.
Málverkahappdrætti
Ósótt vinningsnúmer í málverkahappdrætti
sem var á skemmtun okkar Hótel Sögu 1. des.
sl. eru þessi:
331, 948, 1 193, 1555, 1588, 1655, 1742,
2138, 3522, 3613, 3702, 4145, 41 73.
Vinningshafa ber að framvísa sínu vinnings-
númeri.
Upplýsingar í síma 1 5941.
Fjáröflunarnefnd Styrktarfélags vangefinna.
SKOÐIÐ HIMIH
GLIESILEGII
HHPPDRJETTISBÍL
SJÁLFSBJnRGHR
í LIEKJnRGÖTU
1 1 1 r A F F lÁ f f A D
ALLTAF FJOLQAK
m
Á
VARA
©
HLUTIR
Við bjóðum yður fljóta og
örugga viðgerðaþjónustu,
framkvæmda af fag-
mönnum með fullkomn-
ustu tækjum og Volks-
wagen varahlutum sem
tryggir yður betri endingu
og viðheldur verðgildi
Volkswagen bílsins yðar.
HEKLAhf
Laugaveg. 170—172 — Sim. 21240
Pólarúlpur
Litir: Grænt, blátt og brúnt
Fullorðinsstærðir: S-M-L-L.
Verð kr. 4.990 —
Barnastærðir:
nr. verð. kr. likamshæð i cm
8 2.950,— 124—127
10 3.300,— 128 — 134
12 3.550 — 135 — 141
14 3.800,— 142 — 150
16 3.990.— ' 151—161
18 4.300,— 1 62 — 172
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Pöntunum veitt móttaka í símum 30975 og
30980.
b
SKEIFUNN115 ISIMI 86566