Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
Líffræðistofnun Háskólans
tekin til starfa
LIFFRÆÐISTOFNUN Háskólans
hefur nýlega tekið til starfa sem
formleg stofnun innan verkfræði-
og raunvísindadeildar, en reglu-
gerð um stofnunina var staðfest
hinn 18. júní síðastliðinn. Llf-
fræðistofnun hefur hins vegar
starfað I reynd undanfarin ár, þó
skort hafi formlegan grundvöll.
Hlutverk stofnunarinnar er
fyrst og fremst að annast grund-
vallarrannsóknir í dýrafræði,
grasafræði, vistfræði og erfða- og
sameindaliffræði. Þá er gert ráð
fyrir, að hún sinni ýmsum verk-
efnum, sem henni eru falin til
úrlausnar, og fáist auk þess við
hver önnur verkefni, sem stuðlað
geta að eflingu rannsóknarstarf-
semi og kennslu i líffræðilegum
greinum.
Starfsmenn stofnunarinnar eru
þeir háskólakennarar, sem stunda
rannsóknir í ofannefndum
greinum. Auk þess starfa fyrst
um sinn við stofnunina þeir fastir
kennarar verkfræði- og raunvís-
indadeildar, sem sinna rannsókn-
um i lífeðlisfræði og örverufræði,
en gert er ráð fyrir að þeir muni
starfa við aórar háskólastofnanir
síðar meir. Auk fastra háskóla-
kennara vinna við stofnunina sér-
fræðingar, sem ráðnir eru tii þess
að sinna tímabundnum verk-
efnum, svo og aðstoðar- og skrif-
stofufólk, auk þeirra stúdenta,
sem vinna að rannsóknarverk-
efnum sem falla undir svið stofn-
unarinnar. Alls starfa nú við
stofnunina 5 háskólakennarar, 2
stúdentar, 6 aðstoðarmenn og rit-
ari. Starfslið stofnunarinnar
eykst yfir sumarmánuðina, sem
er aðalrannsóknartími kennara,
og unnu við stofnunina síðastliðið
sumar um 25 manns.
Af verkefnum, sem unnið hefur
verið að á yfirstandandi ári á
vegum Líffræðistofnunarinnar
eru þessi helzt:
Rannsóknir á kynblöndun
silfurmáfs og hvítmáfs. Vistfræði-
legar rannsóknir á fjörumarflóm.
Athuganir á stærð, breytingum og
hreyfingum ýmissa fugla og sela-
stofna. Rannsóknir á burstaorma-
fánu íslands. Rannsóknir á beit
innlendra grasbíta. Könnun á ís-
lenzkum votlendum. Rannsóknir
á erfðum proteinmyndunar í
bakteríum. Rannsóknir á hor-
mónastjórn seltubúskaps lax-
fiska. Rannsóknir á stjórnun blóð-
rásar hjá fiskum. Könnun á dýra-
og plöntusvifi í Þingvallavatni.
Rannsóknir á áhrifum ísomera
vínsýru á vöxt bakteríunnar
Salmonella typhimurium.
Ennfremur hefur á árinu 1974
verið unnið að eftirtöldum rann-
sóknum, sem stofrtunin hefur
tekið að sér að framkvæma fyrir
ýmsa aðila:
Líffræðilegar rannsóknir á
Þjórsárverum (Orkustofnun).
Vistfræðilegar rannsóknir á
Laxárvogi, Brynjudalsvogi,
Botnsvogi, Borgarfirði, Hrauns-
firði, Alftafirði, Önundarfirði og
ósum Eyjafjarðarár (Vegagerð
ríkisins). Könnun á umferð fugla
á Keflavíkurflugvelli (Flug-
vallarstjórinn á Keflavíkurflug-
velli). Vistfræðilegar rannsóknir
á Breiðafirði (Þörungavinnslan
h/f). Könnun og kortlagning líf-
ríkis við Leiruvog (Náttúru-
verndarnefnd Reykjavíkur).
Fjárveiting til líffræðirann-
sókna á vegum Háskóla Islands
hefur verið nokkuð skorin við
nögl undanfarin ár. Kennsla í líf-
fræðigreinum hófst við Háskól-
ann á árinu 1968, en engin fjár-
Birta og ylur í skammdeginu.
Vetur er sú árstíð, sem bezt hentar
til að mála innanhúss.
Færið birtu og yl í húsið, með samstemmdum
litum og litatónum.
VITRETEX
Munið nafnið VITRETEX, það er mikilvægt, því:
Endingin vex með VITRETEX.
Framleiðandi á Islandi:
Slippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi — Símar 33433 og 33414
veiting til rannsókna fékkst fyrr
en á fjárlögum fyrir árið 1972 og
var þvi kennurum framan af gert
mjög erfitt um vik að sinna rann-
sóknarskyldu sinni. Á fjárlögum
1974 voru veittar til stofnunar-
innar um 1,8 milljónir króna, en
kostnaður við þær rannsóknir,
sem Líffræðistofnunin hefur
tekið að sér fyrir aðrar stofnanir
mun væntanlega nema um 4
milljónum króna á þessu ári og
greiða viðkomandi stofnanir þann
kostnað. Nokkrar tekjur hefur
stofnunin haft af þessum verk-
efnum í formi greiðslu fyrir út-
selda vinnu kennara, sem við
stofnunina starfa. Þá hafa ein-
stakir starfsmenn hlotið nokkra
styrki, bæði innlenda og erlenda,
til rannsóknarstarfsemi. I fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 1975 er
gert ráð fyrir nokkurri hækkun á
fjárveitingu til Líffræðistofn-
unarinnar, og standa því vonir til
þess, að starfsmenn stofnunar-
innar geti einbeitt sér í ríkara
mæli að grundvallarrannsóknum
á næsta ári en nú er.
Stofnunin er nú til húsa í leigu-
húsnæði Háskólans að Grensás-
vegi 12, en auk þess hefur fengizt
talsverð aðstaða við Tilraunastöð-
ina á Keldum. Tæplega munu
fleiri háskólakennarar geta
fengið rannsóknaraðstöðu að
Grensásvegi 12 en nú er, og er
fyrirsjáanlegt að leita þurfi eftir
aðstöðu annars staðar fyrir þá
starfsmenn, sem væntanlega
munu koma til starfa við stofnun-
ina á næsta ári.
Forstöðumaður Líffræðistofn-
unar Háskólans er dr. Agnar Ing-
ólfsson.
Sfgurður Þorvaldsson og
Erlendur Hansen I hinni nýju verzlun.
Ný verzlun á
Sauðárkróki
FYRIR skömmu var opnuð ný
verzlun á Sauðárkróki, Tfzku-
verzlunin Sparta hf. Er hún til
húsa að Skagfirðingabraut 45.
Verður þar á boðstólum það nýj-
asta f táningaklæðnaði, ásamt
fatnaði fyrir fólk á öllum aldri.
Þetta er eina sérverzlun sinnar
tegundar á staðnum, og er von
forsvarsmanna fyrirtækisins, að í
framtíðinni geti viðskiptavinir
verzlunarinnar gert þar hagkvæm
innkaup á fatnaði fyrir fjölskyld-
una á einum stað.
Aðaleigendur fyrirtækisins eru
Erlendur Hansen, Stefán Árna-
son og Sigurður Þorvaldsson.
Verzlunarstjóri í hinni nýju
verzlun er Sigurður Þorvaldsson.
— Jón.
r
Arsrit Vestmannaeyja 1974:
Blik komið út
ÚT ER kominn 31. árgangur af
Bliki, ársriti Vestmannaeyja
1974, gefnu út af Þorsteini Þ.
Víglundssyni fyrrverandi skóla-
stjóra Gagnfræðaskólans í Vest-
mannaeyjum og sparisjóðsstjóra í
Eyjum. Með einstakri elju hefur
Þorsteinn gefið út þetta fróðlega
rit um ævir og atvik í Vestmanna-
eyjum fyrr og síðar. Um 30 rit-
gerðir, greinar og erindi eru í
Bliki 1974 auk f jölmargra mynda,
sem prýða ritið. Flestar
greinarnar eru skrifaðar af Þor-
steini Þ. Viglundssyni, en einnig
ritar Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra grein í Blik,
en þar er um að ræða skemmtilegt
bréf, sem hann skrifaði Þorsteini
um gamla tíð í Mjóafirði þaðan
sem þeir eru báðir. Tvær litmynd-
ir frá Eyjabyggð fyrir gos prýða
forsíðu Bliks, en ritið er til sölu
hjá Bókaverzlun Eymundsson,
Isafold og hjá útgefanda i sfma
53431.
Þorsteinn Þ. Vfglundsson
Ægisútgáfan:
Skáldsögur, Gull-
fosssaga og drauma
ráðningabók
ÚT ERU komnar hjá Ægisútgáf-
unni 5 nýjar bækur. Stolt landans
heitir ein þeirra og fjallar um
ferð með Gullfossi til Miðjarðar-
hafslanda vorið 1953. Höfundur
er Páll Hallbjörnsson rithöf-
undur.
Gestapo heitir ein bókin, eftir
hinn kunna höfund Sven Hazel.
Hazel er sérfræðingur í styrjald-
Vatn Alfreðs Flóka
komið út
Út er kominn 4. og síðasti platt-
inn í myndaflokki Alfreðs Flóka:
Eldur, jörð, vatn og loft. Plattarn-
ir eru unnir hjá Gler og postulln
h.f., en þetta er þriðja platta-
serían sem Flóki gefur út. Alfreð
Flóki hefur um skeið verið I Uan-
mörku þar sem hann hélt sýning-
ar á verkum sýnum og vakti
mikla athygli og hlaut lof gagn-
rýnenda, en nú er listamaðurinn
kominn aftur heim til Islands.
arárunum 1939—1945 og í þessari
bók tekur hann fyrir hina al-
ræmdu leynilögreglu Gestapó.
Meðal kunnra bóka Hazel eru
Hersveit hinna fordæmdu, Dauð-
inn á skriðbeltum, Stríðsfélagar
og í Fremstu víglinu, en að sögn
Guðmundar Jakobssonar for-
stjóra Ægisútgáfunnar er hér um
ósvikinn Sven Hazel að ræða.
Fárviðri í Norðursjó, S.O.S.,
heitir ein af bókum Ægisútgáf-
unnar. Segir þar frá vikulöngu
fárviðri og mannskaðaveðri i
Norðursjó þar sem örlög fjölda
skipa og manna urðu afdrifarík.
Á valdi ástarinnar heitir ein
nýútkomna bókin eftir hina vin-
sælu Denice Robins. Segir þar frá
hamingjusömu hjónabandi, en
ekki reyndist allt sem sýndist
eftir að eiginmaðurinn fórst.
Eiginkonan tekur að sér barn,
sem hann átti með ungri stúlku,
og margs konar leikfléttur koma
upp og mörg ljón eru á veginum.
Stóra draumaráðningabókin er
ein af Ægisútgáfubókunum.
„Ekki kemur mér það aó óvörum,
að draumur minn rætist,“ sagði
Gunnar á Hlíðarenda, er hann
dreymdi fyrir sfnu skapadægri.
„Mikið er til að hyggja ef allt skal
eftir ganga,“ sagði Guðrún
Ósvífursdóttir, er Gestur hinn
spaki hafði ráðið draum hennar.
Þannig mætti lengi vitna í gamlar
og nýjar bókmenntir og víst er, að
marga hefur dreymt fyrir stórum
og smáum atburðum. Þessi bók á
að vera draumspökum nokkur
stoð.