Morgunblaðið - 05.12.1974, Síða 30

Morgunblaðið - 05.12.1974, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Laufey Gísladótt- ir - Minningarorð Fædd 9. 12. 1914 Dáin 25. 11. 1974. 1 dag minnist eg Laufeyjar Gísladóttur húsfreyju Skipasundi 47, hér í borg. Uppeldi sitt hlaut Laufey á Breiðavaði Fljótsdals- héraði, á heimili bróður míns, Þórhalls Jónassonar sem þar var tekinn við búi. Einu sinni er eg kom heim var þangað komið dálít- ið, fallegt stúlkubarn á öðru ári. Þetta var Laufey, hálfsystir hús- freyjunnar, Sigurborgar Gísla- dóttur og Ragnhildar Gísladóttur, sem þar dvaldi á heimilinu. Þessi litla stúlka var fyrsta barnið á þessu nýja heimili og gerði sitt til að létta fólkinu til- veruna. Man ég hve faðir minn, Jónas Eiríksson, sepi var mjög barngóður hafði mikla ánægju af þessari litu stúlku. Er Laufey var sjö ára missti Þórhallur konu sína frá tveimur börnum og fóst- urdótturinni. Tók þá Ragnhildur við stjórn heimilisins og reyndist börnunum öllum, sem hin besta móðir. Gísli faðir Laufeyjar var af merku fólki kominn úr Meðal- landi i Skaftafellssýslu, en fluttist austur á Fljótsdalshérað. Hann v'ar eftirminnilegur maður, sterk- ur og fastur fyrir. Gisli dvaldi síðustu árin hjá tengdasyni sinum og dó þar sama ár og dóttirin. Móðir Laufeyjar er Anna Steinunn Árnadóttir, ættuð af héraði, nú til heimilis í Nes- kaupsstað. Eina alsystur átti Laufey, Lín- eik Gisladóttur ljósmóður, en fóst- ursystkin hennar eru Guðlaug Þórhallsdóttir, húsfreyja á Breiðavaði, og Borgþór Þórhalls- son, lögreglumaður í Reykjavík. Ég kynntist Laufeyju ekki fyrr en á ísafirði, er hún var þangað komin ásamt eiginmanni sinum, Jóni Guðmundssyni rafvirkja- meistara. Honum giftist hún 4. april 1936. Jón starfaði víða að uppsetningu rafstöðva og var nú fenginn til að ljúka við rafstöð Isfirðinga i Engidal, inn af Skut- ulsfirði, og varð þar síðan stöðvar- stjóri. í þeim fagra dal stofnuðu þau Laufey og Jón heimili sitt á árum fjárkreppu og erfiðleika. Lítið var það í fyrstu, en óx fljótlega að vináttu isfirðinga og góðum hug. Margir gerðusérferðinní dalinn til þeirra hjóna að lita undrið, sem leysti lsfirðinga frá kostnaði og bjástri viðléleganolíuhreyfil og hálfgert myrkur. Oft var því ærið gestkvæmt á litla heimilinu i dalnum, þar sem tekið var á móti öllum með Ijúfmennsku og hlýju. Laufey óx með hverjum vanda húsmóðurinnar bæði meðan efni voru minni og eins er heimilið varð stærra að húsakosti og öðr- um búnaði. Þegar örðugleikum var að mestu lokið í raforkumálum ís- firðinga, lá leið þeirra hjóna til Reykjavíkur að nýjum verkefn- um. Brátt fluttust Laufey og Jón í eigið húsnæði, en grun hafði ég um að Laufey saknaði dalsins góða og vinanna í vestri, þó erfitt væri þar i fyrstu. Hlutverk Lauf- eyjar varð nú enn meira en fyrr, er börnin voru orðin sjö. Brátt kom að því að tengdabörn og barnabörn bættust í fjölskylduna, sem Laufey helgaði krafta sína og vafði ást og umhyggju. Börn og tengdabörn Jóns og Laufeyjar eru Harpa, gift Vil- hjálmi Hjartarsyni, Guðrún, gift James Ferrier í London, Elsa, gift Baldvin Hermannssyni, Björg, gift Geir Árnasyni, Helga, gift Guðjóni Bernharðssyni, Líneik, gift Halldóri Ölafssyni og Guð- mundur kvæntur Helgu Þórðar- dóttur. Barnabörnin eru orðin alls fjórtán. Allt er þetta hið mannvænlegasta fólk. Laufey var lífsvitur kona, eins og hún átti ætt til. Skóli hennar var lifið sjálft, sem agar oss, en veitir þeim einum þroska, sem við kunna að taka. Þessi skóli hefur reynst mörgum Islenskum hús- mæðrum gæfusamur. Laufey var ein þeirra. t Faðir okkar JÓN SIGTRYGGSSON fyrrv. dómvörður andaðist 3 desember í Borgarspitalanum Ingibjörg P. Jónsdóttir Sigurlaug Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir t Alúðarþakkir flytjum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HARALDAR SÆMUNDSSONAR frá Kletti. Jóhanna Jóhannsdóttir og börn, Soffía Ólafsdóttir. Fyrir nokkrum árum veiktist Laufey af alvarlegu hálsmeini. Sjúk vann hún skyldustörf sin á mannmörgu og gestrisnu heimili þar til sjúkdómurinn yfirbugaði hana. Loks kom kallið sem allir verða að gegna. Mánudaginn 25. nóv. sl. lést hún á Landspítalan- um eftir langvarandi veikindi. Þar er nú skarð fyrir skildi hjá eftirlifandi eiginmanni og fjöl- skyldu hans. Móðir, tendamóðir og amma, er nú horfin af þessum vettvangi lifsins. Jarðlífið er að- eins hlekkur í langri lifskeðju og líkamsdauðinn i rauninni fæðing Fædd 23. október 1892 Dáin 28. nóvember 1974 i dag verður til moldar borin Katrin Guðmundsdóttir Þórufelli 14, Reykjavík. Katrín var fædd að Nýlendu í Austur-Eyjafjöllum, dóttir hjónanna önnu Jónsdóttur og Guðmundar Vigfússonar. Syst- kini hennar voru Guðbjörg, Björn og Jóhann sem nú eru látin og Ragnhildur og Kristín sem búsett- ar eru í Reykjavík. Foreldrar hennar fluttust síðar að Gíslakoti í sömu sveit og ólst hún upp hjá þum. Þótti hún með glæsilegri kvenkostum í sinni sveit. Árið 1915 giftist hún Þórði Stefánssyni, miklum dugnaðar- og atorkumanni. Bjuggu þau fyrstu árin að Berjaneskoti en fluttust síðan til Vestmannaeyja, þar sem þau bjuggu til ársins 1939. Þeim hjónunum varð tólf barna auðið og er mér sagt að það hafi verið fríður hópur og heimilis- bragur allur með rausn og myndarskap. Þau urðu þó fyrir þeirri þungbæru sorg að missa sex börn sin, eitt dó í barnæsku en hin fimm með stuttu millibili í blóma lifsins og skildi þessi harm- ur sín mörk eftir. Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru öll búsett í Reykjavík, en þau eru Þórður, Rut gift Óla Valdimarssyni, Björn, Þóra, Ásta gift Theodór Georgssyni og Birna gift Helga G. Ingimundarsyni. Katrín var alla tíð vinnusöm og myndarleg viðþaustörf sem hún tók sér fyrir hendur, en hin síðari ár átti hún oft við mikla vanheilsu að stríða, sem hún þó bar með æðruleysi, enda var henni iífs- gleði og lífslöngun í brjóst borin. Á þessum árum naut hún aðstoð- ar og styrks barna sinna i hví- vetna og má i því sambandi sér- staklega minnast elsta sonar hennar, Þórðar, sem bjó henni heimili siðustu æviárin og annað- ist hana af kostgæfni. Okkur hjónunum og börnum okkar er ljúft að minnast ánægju- legra samverustunda er við áttum með henni nokkur sumur og persónulega vil ég þakka tengda- móður minni allt gott sem hún gerði mér og fjölskyldu minni alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Helgi G. Ingimundarson. Margir munu vera mér sam- mála um það, að Eyjafjallasveit sé eitt fegursta hérað landsins. Hin sérkennilegu hamrabelti blasa við með giljum og fögrum fossum, en efst gnæfir tígulegur jökull- inn. Margt dugnaðar og atorku- fólk hefur sveit þessi alið, bæði karla og konur, og í dag kveðjum við eina slíka konu, Katrínu Guðmundsdóttur. Þótt búast megi við kallinu hvenær sem er, þegar meira en átta áratugir eru að baki, tekur það nokkurn tíma að sætta sig við, að dauðinn hefur barið að dyrum. Katrín andaðist þ. 28. nóvember s.l., hér í Reykjavik eftir stutta legu. Hún var fædd 23. október 1892 á Nýlendu, Austur-Eyjafjöll um. Foreldrar hennar voru Guðmundur Vigfússon og kona hans Anna Jónsdóttir, er lengst af bjuggu í Gíslakoti i sömu sveit. Þau Anna og Guðmundur eignuð- ust sex börn og eru nú tvö þeirra á lífi, systurnar Kristín og Ragn- hildur. Arið 1915 giftist Katrin Þórði Stefánssyni útgerðarmanni, sem einnig er ættaður undan til nýrrar tilveru. Þó verðum vér snortin ef góður vinur flytur úr jarðlíkamanum. Vér verðum harmi lostin, þegar góð eiginkona og ástrík móðir er allt í einu horf- in jarðbundnum augum vorum. Því verður nú fjölda vina og vandamanna hugsað til fjölskyld- unnar í Skipasundi 47 og barn- anna mörgu systra og fóstursystk ina. Þeir heiðra nú minningu Laufeyjar sem I dag er til moldar borin og þakka henni samfylgd- ina hér i þessu lífi. Reykjavik, 5. des. 1974 Friðrik Jónasson. Eyjaf jöllum og eignuðust þau tólf börn, en sex þeirra eru nú látin. Lengst af bjuggu þau Katrín og Þórður i Vestmannaeyjum, en þar var hann formaður og útgerðar- maður um áratugaskeið. Oft var vinnudagur húsmæðranna á hin- um stóru sjómannaheimilum í Vestmannaeyjum bæði langur og strangur. Fjöldi sjómanna dvaldi á heimili útgerðarmannsins yfir vertíðina og munu oft hafa verið meira en tuttugu manns á heimili þeirra hjóna. Er erfitt að gera sér í hugarlund hvílíka starfsorku og þrek hefur þurft til þess að ann- ast svo stórt heimili með jafn miklum ágætum og Katrin gerði, enda voru þau hjón mjög samhent um allt, er laut að heimilinu. Katrín var óvenjulega vel gerð kona og gædd miklum sálarstyrk. Sem betur fer munu vera fáar núlifandi konur, er hafa borið þann þunga kross að missa sex börn, þar af fimm ýmist á unglingsaldri, eða uppkomin og finnst mér næstum ofurmannlegt að reyna slíkt mótlæti án þess að brotna, en Katrinu var gefinn styrkur til þess að standast þessa miklu raun. Árið 1939 fluttist Katrín til Reykjavikur og átti þar heima sið- an. Síðustu árin bjó hún hjá elsta syni sinum, Þórði, og átti hún þar þægilegt ævikvöld í skjóli þessa sonar hennar, sem reyndist henni eins vel og hugsast getur. Að lokum kveð ég tengdamóður mína með þakklæti fyrir allt, sem hún hefur veitt mér og minni fjölskyldu á liðnum árum og bið henni Guðs blessunar. Theodór S. Georgsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Maðurinn minn, SVEINBJÖRN ÖGMUNDSSON. veggfóðrari og dúklagningamaður. Austurbrún 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7 12. kl. 1 3:30. Fyrir hönd ættingja, Þorbjörg Jónsdóttir. t Útför AXELS KJARTANS SIGURÐSSONAR, Kleppsvegi 28, er lézt af slysförum 28. þ m. fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 6. des kl 10 30 f .h Jóhanna Magnúsdóttir, Sigurður Kristmundsson, og systkini hins látna. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KARL GUÐMUNDSSON, forstjóri, Fífuhvammsvegi 27. Kópavogi. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudagínn 6. desember kl. 3 e.h Fyrir hönd aðstandenda, Arndls Jónsdóttir, Aðalheiður Karlsdóttir, Helga Karlsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. desember kl. 2. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir Ólafur Beinteinsson, Sigurveig Hjaltested, Sigríður Beinteinsdóttir, Ásgeir Valur Einarsson, Guðrún Beinteinsdóttir, Hafliði Magnússon, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfaíl eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS SIGURJÓNSSONAR. slmavarðar, Krókatúni 16, Akranesi. Salóme Guðjónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Sigrlður Ellasdóttir, Amfríður Valdimarsdóttir, Ólafur Árnason, Magnúslna Valdimarsdóttir, Kristinn M. Stefánsson, Sigurjóna Valdimarsdóttir, Kristjón Sigurðsson, Arnór V. Valdimarsson, Stella Benediktsdóttir, Páll G. Valdimarsson, Rannveig Sveinbjörnsdóttir, Sigurborg Valdimarsdóttir. og barnabörn. Guðjón Valdimarsson, Katrín Guðmundsdótt ir — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.