Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 38

Morgunblaðið - 05.12.1974, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 I ÍÞfSIÍTIAfREITIH MORGONBLAflSIKS Þýzka knattspyrnan Staðan ! v-þýzku 1. deildar keppninni ! knattspyrnu er nú sú. a8 Hertha, Berlín, hefur forystu að loknum 15 umferðum og er með 21 stig. Röð annarra liða er þessi: Hamburger SV 20 stig. Eintracht Frankfurt 18 stig, Bochum 18 stig, MSV Duisburg 17 stig. Borussia Mönchengladbach 17 stig, Schalke 04 1 7 stig, FC Köln 17 stig, Fortuna Dússeldorf 15 stig, Kaiserlautern 14 stig, Rot Weiss Essen 14 stig, Bayern Múnchen 14 stig. Werder Bremen 9 stig, VFB Stuttgart 8 stig, Tennis Borussia 5 stig og Wupper- taler SV er með 4 stig. Júgóslavar sigursælir á sig 6 stig vegna „goal tending", en þaó er þegar varnarmaður ver knöttinn fyrir ofan körfuhring þegar hann er á leió niður. Stig KR í leiknum voru því aðeins 28, sem skoruð voru á venjulegan hátt. Karl West heiðraður SKANDINAVlSKA meistaramót- inu í borðtennis lauk um síðustu helgi, en það fór fram í Karls- hamm í Svíþjóð. Er þarna um að ræða opið borðtennismót og keppti í þvi margt af bezta borð- tennisfóiki heims. Sigurvegari í einliðaleik karla varð Dragutin Surbek frá Júgó- slavíu, en hann sigraði landa sinn Anton Stipanicic í úrslitaleik 21—12, 21—14 og 21 —18. í einliðaleik kvenna mættust i útslitum kinversku stúlkurnar Huang Hse-Ping og Chang Li. Sigraði sú fyrrnefnda 22—20, 21—8, 14—21 og 22—20. 1 tvíliðaleik karla sigruðu þeir Stellan Bengtsson og Kjell Johannsson frá Svíþjóð þá er 2,14 metrar. Leikmennirnir eru eftirtaldir: metr. Nr. 14: T. Wolf 1,91 Nr. 8: H. Leskowa 1,93 Nr. 5: F. Miklas 1,94 Nr. 13: G. Pawelka 1,96 Nr. 6: E. Wirdener 1,97 Nr. 7: P. Bilik 1,98 Nr. 10: E. Tecka 2,02 Nr. 9: R. Hutthaler 2,03 Nr. 11: T. Mirioneaux 2,12 Nr. 4: R. Taylor 2,14 Má geta þess til gamans, að hávaxnasti leikmaður KR-liðsins er Kristinn Stefánsson. Er hann 1,99 metrar, og nær því ekki meðalhæð leikmanna austurriska liðsins, enda var það þannig i leiknum i Austurríki, að KR- ingarnir fengu hreinlega ekki að komast nálægt körfu Austurríkis- mannanna — allar sóknir þeirra voru stöóvaðar i fæðingu. Af þeim 34 stigum, sem KR skoraði í leikn- um, fengu Austurríkismennirnir Lið UBSC stefnir nú ákveðið aó sigri í Evrópubikarkeppninni og ætti að eiga á því góða möguleika. Liðið komst í fjögurra liða úrslit i fyrra, en síðan þá hefur það fengið Bandaríkjamennina til liðs við sig. Má til dæmis um getu þessa liðs nefna, að það lék s.l. haust við franska körfuknatt- leikslandsliðið og sigraði það auð- veldlega, og eru Frakkarnir þó hátt skrifaðir i evrópskum körfu- knattleik. Þetta er í þriðja sinn, sem körfuknattleikslið KR tekur þátt i Evrópubikarkeppninni í körfu- knattleik. 1 fyrsta skiptið léku þeir gegn Simmentahl frá Italíu og töpuðu með miklum mun í báðum leikjunum, enda komst Simmenthal það ár i úrslit keppn- innar. 1 hitt skiptið lék KR gegn Alvik frá Sviþjóð og slógu Svíarnir KR út, þótt ekki væri munurinn mikill. Leikurinn i kvöld hefst kl. 20.15. RÖTARIKLUBBUR Kópavogs hefur tekið upp þá nýbreytni i starfi sínu að heiðra þann íþrótta- mann í Kópavogi, sem fram úr hefur skarað á árinu og eru honum veitt verðlaun sem „íþróttamanni Kópavogs". Sá fyrsti, sem hlotnaðist þessi heiður, var Karl West Fredriksen frjálsíþróttamaður, og tók hann við veglegum verðlaunum frá klúbbnum s.l. þriðjudag. Karl West er í röð fremstu frjáls- iþróttamanna landsins og sýndi miklar framfarir á síðasta keppnistimabili. Náði hann t.d. bezta árangri ársins í hástökki, stökk 2,01 metra, átti þriðja bezta afrekið í tugþraut: 6739 stig, og þriðja bezta afrekið i stangar- stökki: 4,20 metra, auk þess sem hann var á skrá yfir 10 beztu í langstökki, 100 metra hlaupi og 110 metra grindahlaupi. I ávarpi sem Gisli Arason, for- maður rótaríklúbbsins flutti er verðlaun klúbbsins voru afhent, gat hann þess að á umdæmisþingi Rótarihreyfingarinnar, sem haldið var á Akureyri s.l. sumar, hefði verið samþykkt að klúbbarnir á lslandi reyndu, hver með sínum hætti að örva æsku landsins til heilbrigðrar tóm- stundaiðju og jafnframt að leggja eitthvað af mörkum í því sam- bandi. Hefði þessi samþykkt orðið til þess að klúbburinn í Kópavogi hefði ákveðið að «tanda fyrir vali á íþróttamanni ársins þar i bæ, og væri stefnt að því að gera þetta að árlegum viðburði. Þrír aðilar voru fengnir til þess að sjá um tilnefningu fyrir klúbbinn: Gutt- ormur Ölafsson, íþróttafulltrúi Kópavogs, Guðmundur Þórðar- son, kunnur íþróttamaður í Kópa- vogi, og Páll Bjarnason, forystu- maóur i íþróttahreyfingunni. Karl West Fredriksen er fæddur 1952 og hóf keppni i frjálsum íþróttum fyrir Breióa- blik árið 1969. Vakti hann snemma athygli ekki aðeins fyrir getu sina, heldur og prúð- mennsku og drengilega fram- komu á keppnisvellinum. Er hann þvi mjög vel að þessum verðlaun- um rótarimanna kominn. 1 KVÖLD fer fram í Laugardals- höllinni seinni leikur KR og aust- urríska liðsins UBSC í Evrópu- bikarkeppninni í körfuknattleik. Sem kunnugt er tapaði KR fyrri leiknum, sem fram fór í Austur- ríki með 34 stigum gegn 132, og er þar um að ræða einn versta skell, sem íslenzkt íþróttakapplið hefur fengið í keppni fyrr og síð- ar, og var þarna um að ræða nýtt met í Evrópubikarkeppni f körfu- knattleik. Aldrei áður hafði munað svo mörgum stigum f leik milli liða, sem þar hafa keppt. KR-ingarnir eru á einu máli um, að austurríska liðið sé skipað eintómum snillingum í körfu- knattleik, enda er þarna um al- gjöra atvinnumenn að ræða, og tveir leikmanna leiðsins eru reyndar Bandaríkjamenn, sem flutzt hafa til Austurríkis til þess að leika þar körfuknattleik, en þarlendis hefur lið UBSC algjöra yfirburði. Hefur það leikið þar 5 leiki það sem af er þessu keppnis- tímabili og skorað 544 stig í þeim, en fengið á sig 314 stig. Meðaltals- skor í leikjum liðsins er því 109 gegn 63. Hingað til lands koma 10 leik- menn og er meðalhæð þeirra 2,00 metrar. Lægsti maðurinn i liðinu er 1,91 metri, en sá stærsti, Bandaríkjamaðurinn R. Taylor, Stanislav Gomozkov og Sarkis Sarkhojan frá Sovétrikjunum 21—16, 21—16 og 21—19. Sigurvegarar i tvíliðaleik kvenna urðu Hu Yu-Lan og Ke Hsian-Ai frá Kína en þær mættu Elmira Antonia og Zoya Rudnovu frá Sovétríkjunum í úrslitaleik, sem fór 21—12, 14—21, 21—15 og 21—13. 1 tvenndarkeppni sigruðu Anton Stipanicic og Erzebet Pala- tinus frá Júgóslavíu landa sina Dragutin Surbek og Erzebet Korp í úrslitaleik: 21—19, 21—13 og 12—14. Tékkneski þjálfarinn hjá UBSC gefur hér leikmönnum sínum fyrirmæli og ekki er annað að sjá en að hann eigi athygli leikmannanna. — segja KR-ingar um lið UBSC, sem þeir leika við í Höllinni í kvöld Boye Stenskjær skorar eitt af mörkum Arhus-liðsins f leiknum við Sittardia Dregið um helgina DANSKA liðið Arhus KFUM átti ekki í erfiðleikum með hollenzka liðið Sittardia í seinni leik lið- anna f 16-liða úrslitakeppni Evrópubikarkeppninnar í hand- knattleik, sem fram fór í Arósum um helgina. Urðu úrslit leiksins 18—9 fyrir Arósaliðið, en það vann einnig fyrri leikinn, sem fram fór í Hollandi. Þá lék Gummersbach við fransk.i liðið UC Paric mi sl. helgi. Fór leikurinn íram i Diisseldorf og sigraði Gummers- back með 25 mörkum gegn 20, án þess að leggja mikið að sér. Gummersbach ann einnig fyrri leikinn, 23—20. LcAlán-iiUa uisiUakeppnniin < i nú lokið og þau átla lið, sem eftir standa, eru eftirtalin: FH, Is- landi; Árhus KFUM, Danmörku; Gummersbach, V-Þýzkalandi; ASK Vorwárts Frankfurt, A-Þýzkalandi; TJ Skoda Pilsen, Tékkóslóvakíu; Lokamotiv, Búlgaríu; Spartacus Budapest, Ungverjalandi og Steaua Bukarest, Rúmeniu. Verðurdreg- ið um það um næstu helgi hvernig liðin eiga að leika saman í undan- úrslitunum. 1 viðtölum, sem birtust við for- ystumenn Arhus KFUM i dönsku blöðunum að loknum leik liðs þeirra við Sittardia, kom fram, að þeir óska sér þess helzt að fá Gummersbach í næstu umferð, en segja jafnframt, að fái þeir FH megi teljast nokkuð öruggt, að þeir komist í fjögurra liða keppn- ina. Ástæðan fyrir þvi, að Danirn- ir vilja helzt fá Gummersbach, er sú, að félagið hefur farið ákaflega illa út úr þátttöku sinni í Evrópu- bikarkeppninni fjárhagslega. Alg jörir snillingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.