Morgunblaðið - 05.12.1974, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.12.1974, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 39 r Agæt frammistaða hjá Sigfúsi og Ágústi IR-INGARNIR Sigfús Jónsson og Agúst Asgeirsson stóðu sig meö mikilli prýði f boðhlaupi, sem fram fór í Leeds um fyrri helgi, en þar kepptu þeir fyrir skóla sinn f Durham. Varð sveit skólans f þriðja sæti f hlaupinu. Boðhlaupið í Leeds var þannig, að hver keppandi hljóp 3 mílur, en sex menn voru í sveit. 1 viðtali við Morgunblaðið sagði Ágúst, að leiðin hefði verið mjög breytileg, hlaupið hefði verið upp og niður holt og hæðir, annaðhvort á steyptum gangstígum eða í aur- leðju. — Þegar við komum til Leeds fréttum við, að lið Birmingham- háskólans yrði með i keppninni, en það hefur verið algjörlega ein- rátt í öllum skólakeppnum í Bret- landi og fá félagslið eiga mögu- leika í keppni við það. Hefur lið Birminghamskólans á að skipa brezkum meisturum í víðavangs- hlaupum, svo og landsliðsmönn- um. En þrátt fyrir að við værum án okkar bezta manns, sem var meiddur, vorum við ákveðnir að keppa að sigri í hlaupinu. Ágúst sagðist hafa hlaupið fyrsta sprettinn, en það væri venja að setja tiltölulega góðan hlaupara í hann, vegna slagsmála um góðar stöður. — Heldur var fyrsta mílan skrykkjótt hjá mér, þar sem ég féll við í startinu, og lokaðist inni aftarlega, er við urð- um að fara inn á þröngan skógar- stíg, sagði Ágúst. Um miðbik hlaupsins var hann i 14. sæti, en þegar komið var út á breiða götu losnaði um hann og fór Ágúst síðan fram úr hverjum hlaupar- anum af öðrum, og varð annar til þess að skipta. — Fyrir okkur skiptu Birming- ham-mennirnir mestu máli, og var því um að gera að vera sem lengst á undan þeim. Mér tókst að vinna minn mann með 22 sek. Sá var þó ekki af verri endanum, þar sem hann keppti fyrir Bretlands hönd á Evrópumeistaramóti ungl- inga í Duisburg í 5000 metra, hlaupi, og hljóp á 8:29 mín. i 3000 metra hlaupi innanhúss nýlega, sagði Agúst. Sigfús Jónsson hljóp svo annan sprett fyrir Durhamskólann og stóð sig mjög vel. Skapaði hann skólanum ekki einungis aukið for- skot á Birmingham-sveitina, held- ur fékk hann einnig bezta tíma af Durham-mönnum og var ofarlega á blaði yfir þá sem beztan tíma fengu í hlaupinu. Ágúst sagði, að þegar komið var Framhald á bls. 22 Félagarnir: Ásgeir Ásgeirsson t.v. og Sigfús Jónsson t.h. stóðu sig mjög vel í víðavangshlaupinu f Leeds. Flokkaglíma Flokkaglíma Reykjavíkur fer fram í íþróttahúsi Melaskólans 15. desember n.k. Þátttökutil- kynningar þurfa að hafa borizt Hjálmi Sigurðssyni fyrir kl. 20.00 þriðjudaginn 10. des., og er þátttökugjald kr. 200,00 fyrir fullorðna og kr. 100.00 fyrir yngri flokka. Spánska knattspyrnan Að loknum 10 umferðum í spænsku 1. deildar keppninni í knattspyrnu hefur Real Madrid þar forystu og er með 17 stig. Barcelona er í öðru sæti með 14 stig en síðan koma Espanol og Granada með 13 stig. Hollenzka knattspyrnan Eftir 12 umferðir i 1. deildar keppninni í Hollandi hefur PSV Einohoven þar forystu og er með 22 stig. Feyenoord er í öðru sæti með 20 stig og Ajax er í þriðja sæti með 19 stig. Belgíska knattspyrnan Liði Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, hefur vegnað vel í belgísku 1. deildar keppn- inni í knattspyrnu að undan- förnu. Á laugardaginn sigraði liðið Montiginies með tveimur mörkum gegn engu, og hefur það þar með hlotið 18 stig úr 16 leikjum og er i sjötta sæti i deildinni. Röð liðanna í 1. deildar keppninni i Belgíu var annars þessi að loknum 16 um- ferðum: Racing White 25 stig, Ander- lecht 21 stig, Club Brtigge 21 stig, Beerschot 20 stig, Antwerpen 19 stig, Standard Liege 18 stig, Cercle Briigge 18 stig, Lierse 17 stig, Mechelen 17 stig, Charleroi 17 stig, Beveren 15 stig, Ostende 15 stig, Loker- en 15 stig, Montiginies 15 stig, Berchem 14 stig, Liege FC 12 stig, Beringen 12 stig, Waregem 11 stig, Winterslag 8 stig og Diest 8 stig. *- Puttemans sigraði Belgíumaðurinn Emiel Putte- mans sigraði í 8 km víðavangs- hlaupi sem fram fór í Vanves um siðustu helgi. Hljóp hann á 23,56 mín. Annar i hlaupinu varð Englendingurinn Dave Bedford, sem hljóp á 24,10 min. Tyrkland sigraði Tyrkland sigraði Sviss með tveimur mörkum gegn einu í landsleik i knattspyrnu sem fram fór um síðustu helgi og var liður i Evrópubikarkeppni landsliða. Staðan i riðlinum eft- ir leik þennan er þessi: Irland 2 110 4—1 3 Tyrkland 2 110 3—2 3 Sviss 10 0 1 1—2 0 Sovétrikin 10 0 1 0—3 0 Holström kjörinn Niels Chr. Holström var kjör- inn knattspyrnumaóur ársins í Danmörku, en það er dagblaóið Aktuelt sem gengst fyrir kosningu þessari og er það ákveðin nefnd sem hefur kjör- gengi. Holström sem er leik- maður með KB og varð mark- hæsti leikmaður 1. deildar keppninnar i Danmörku hlaut 19 atkvæði í kosningunum, All- an Simonsen hlaut 16 atkvæði, Flemming Mortensen 5 og aðrir knattspyrnumenn færri at- kvæði. Unglingasamkoma UBK Hin árlega unglingasamkoma UMF Breiðabliks f Kópavogi verður haldin í Bfósal Félags- heimilisins, laugardaginn 7. desember og hefst kl. 14.00. Að venju verða þeir íþrótta- menn heiðraðir, sem skarað hafa fram úr í sinni iþrótta- grein á árinu. íslandsmeisturum Breiða- bliks í knattspyrnu i 3., 4., og 5. aldursflokki verða veitt verð- laun og þeir heiðraðir á fleiri vegu. Islandsmeisturum félags- ins i Minni-bolta verða veitt verðlaun. Þá verður valinn knatt- spyrnumaður ársins í 3., 4., og 5. flokki pilta og i kvennaflokki og þeir sæmdir verðlaunum. Einnig verða veitt verðlaun 1 innanhúsknattspyrnumóti skól- anna í Kópavogi, sem fram fór á síðastliðnu vori. A dagskránni verða einnig stutt ávörp og að lokum verða sýndar f jörugar teiknimyndir. Þess er vænst, að sem flestir Kópavogsbúar komi á þessa samkomu, til að heiðra hina ungu afreksmenn bæjarins og kynnast því þróttmikla æsku- lýðsstarfi, sem fram fer á veg- um Breiðabliks. (Frétt frá UBK) TERELYNE BUXUR 6ALLABUm SKYRTUR HAUELSBUXUR HERRAKULDAJAKKAR ZTfUQíi JfUQimt LEÐURdAKKAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.