Morgunblaðið - 08.12.1974, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1974, Page 1
48 SIÐUR 246. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ekkert samkomu- lag í Rhódesíu Salisbury, Rhódesíu, 7. des. Reuter — AP. RHODESÍUSTJORN gaf í dag út tilkynningu, þar sem sagði, að hún gæti ekki fallist á kröfu þel- dökkra þjóðernissinna f Rhódesfu um að skilyrði fyrir stjórnar- skrárþingi f landinu yrði að það byggðist á tafarlausri meirihluta- stjórn. I tilkynningu stjórnarinnar var viðurkennt, að fundur þriggja forseta Afrikuþjóóa og leiðtoga blakkra þjóóernissinna i Rhódesíu hefði verið haldinn I Lusaka i vikunni og á þeim fundi hefði legið fyrir yfirlýsing frái Salisburystjórninni um að hún væri tilbúin til að gangast fyrir stjórnarskrárráðstefnu, ef gengið yrði að vissum skilyrðum þ.á m. að skæruliðahreyfingarnar Zanu og Zapu legðu niður vopn. Svarið, | sem stjórnin hefði fengið hefði hins vegar verið á þá leið, að hryðjuverkum yrði ekki hætt fyrr en stjórnin hefði fallist á fyrr- nefnd skilyrði. „Það getur stjórn- in ekki,“ sagði í lok tilkynningar- innar. Makariosi ákaft fagnað á Kýpur: „Eg var talinn meðal látinna, — nú er ég hér meðal lifandi” Kýpur, er hann sneri heim f dag við gífurlegan fögnuð grfskumæl- andi Kýpurbúa, sem stóðu f þús- undatali fyrir framan forseta- höllina og hylltu hann, er hann kom fram á svalirnar til að ávarpa þá. Varð hann hvað eftir annað að gera hlé á ræðu sinni. Makaríos, sem dvaldist hefur í Aþenu s.l. viku fór í morgun upp í sérstaka þotu, sem Grikklands-i stjórn fékk honum til ráðstöfunar og flaug til Kýpurflugvallar, en þaðan flutti þyrla hann til for- setahallarinnar. Makaríos, sem er 61 árs að aldri hefur verið i útlegð frá 15. júli sl. er byltingin var gerð gegn honum og svo innrás Tyrkja í kjölfar hennar. í ræðu sinni sagði Makarios, aó ekki væri útilokað að finna lausn á vandamálum eyjarskeggja meó sjálfstjórn bæði grískra og tyrkneskra Kýpurbúa. „Við viljum samningaviðræður til að finna viðunandi lausn á þeim málum, en við getum ekki fallist á lausn, sem felur i sér nauðungar- flutninga ibúanna, þvi að það er sama og skipting eyjarinnar." Hann hvatti til sátta meðal Kýpurbúa og sagði þeir gætu lifað saman í sátt og samlyndi. Hins vegar sagði hann aó þaó hefði nú verið sannað, að Tyrkir hefðu ráðist á Kýpur til að hertaka stór- an hluta hennar en ekki til að endurreisa stjórnarskrána, eins og þeir hefóu haldið fram. Það hefði aðeins verið yfirskinið. Framhald á bls. 47. Sojus 16: Frábær árangur Moskvu, 7. desember AP — Reuter. j Geimfararnir tveir um borð i' sovézka geimfarinu Soyuzi 16. undirbjuggu siðdegis í dag ferð- ina aftur til jarðar eftir frábær- lega vel heppnaðan leiðangur. V ar gert ráð fyrir að þeir myndu lenda um hádegisbilið á morgun, sunnudag, að sovézkum tima. Ferð Soyuzar var liður i undir- búningi að sameiginlegri geim- ferð Bandankjanna og Sovétríkj- anna, næsta sumar, þar sem Soyuzgeimfar verður tengt Apollogeimfari á braut umhverfis jörðu. Sovézku geimfararnir, Filipchenko og Rukavishnikov, sem verða varamenn fyrir ferðina næsta sumar luku í morgun við siðustu rannsóknir og tilraunir sínar og rikti mikill fögnuður meðal sovézkra visindamanna með árangurinn. Öll tengingar- tækin reyndust í fullkomnu lagi. Þorskurinn í Barentshafi: Rússar og Norðmenn haf a þokazt nær samkomulagi Ösló, 7. des. NTB. MIÐAÐ hefur i samkomulags- átt í viðræðum sovézkra og norskra embættismanna í Ósló um áganginn { þorskstofninn á Barentshafi. Þessar viðræður hafa verið haldnar til undirbúnings fundi sjávarútvegsráðherranna Alex- anders Ishkov og Eivind Bolles í næstu viku og þeir taka málið til nánari meðferðar. Hins vegar er óvist hvort Rússum og Norðmönnum tekst að ná samkomulagi um vernd-- un fiskstofnsins á næsta fundi Norðaust urAtlantshafsfi.sk- veiðinefndarinnar (NEAFC) i Hamborg um miðjan næsta mánuð. Viðræður nefndarinnar um hámarksþorskafla i Hamborg í haust fóru út um þúfur og þá vildu Rússar að heildarkvótinn á næsta ári yrði 950.000 lestir en Norðmenn vildu að hann yrði 650.000 lestir. Haffræðingar margra landa studdu afstöðu Norðmanna sem lögðu áherzlu á nauðsyn þessað vernda og efla þorskstofninn á Barentshafi. t viðræðunum i Ósló hreyfðu Rússar þeirri hugmynd að komið yrði f fastara form því samstarfi sem er milli Norð- manna og Rússa í sjávarútvegs- málum, t.d. á reglulegum fund- um norskra og sovézkra hafvís- indamanna fyrir fundi alþjóð- legra fiskveiðinefnda. Rússar gengu lengra i til- lögum sfnum en Norðmenn gátu sætt sig við. Norðmenn vilja heldur samstarf í al- mennari málum en tvfhliða samstarfssamninga. Þá gerðu Norðmenn Rússum grein fyrir þeim áformum sín- um að banna togveiðar á til- teknum svæðum utan norskrar landhelgi. Utanríkisráð- herra Eþíópíu segir af sér Sameinuðu þjóðunum 7. desember — Reuter. ZEWDE Gebre Selassie, utanríkisráðherra Eþfópfu, sem setið hefur Allsherjar- þing S.Þ. undanfarnar vikur lýsti því yfir f aðalstöðvum samtakanna f dag, að hann hefði sagt af sér ráðherra- embættinu. Sagðist Selassie hafa beðið f hálfan mánuð eftir svari frá stjórninni f Addes Ababa varðandi skýr- ingar á stefnu stjórnarinnar f ýmsum málum, en ekkert svar fengið. Hafði ráð- herrann beðið um skýringar eftir að 60 fyrrum háttsettir embættismenn þ. á m. ráð- herrar voru teknir af Iffi f landinu. Nikósiu 7. desember AP—Reuter — NTB. „ÉG VAR talinn meðal látinna og nú er ég hér meðal Iifandi,“ sagði Makaríos erkibiskup og forseti Frakkar jákvæðir um öryggismálaráðstefnu Rambouillet, 7. des. Reuter. VIÐRÆÐUM Brezhnevs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, og Valery Giscard D’Estaing Frakk- landsforseta lauk i Rambouillet í dag og þar með þriggja daga heimsókn Brezhnevs til Frakk- lands. Aó sögn talsmanns Frakklands- forseta féllst Giscard D’Estaing í gr^undyallaratriðum á að Frakkar tækju þátt i allsherjaröryggis- málaráðstefnu Evrópurikja með þátttöku Bandaríkjanna og Kan- ada á næsta ári. Rússar hafa lagt mikla áherzlu á að slík ráðstefna verði haldin til að ljúka þannig störfum öryggismálaráðstefnunn- ar, sem starfað hefur í Genf sl. tvö ár. Að sögn talsmannsins voru það skilyrði Frakklandsforseta fyrir þátttöku Frakka, að góðar horfur yrðu á að árangur gæti náðst á slikri ráðstefnu. Brezhnev hélt áleiðis heim siðdegis í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.