Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 Um kvikmynda gœði, -magn og venjur Eigendur kvikmyndahúsa eru ekki eins feimnir og áður við að sýna vandaðar kvik- myndir. Slíka viðleitni á að verðlauna, jafnvel veita þeim styrk, ef þeir tapa á menning- unni. En bíóeigendur eru hins vegar enn alveg ófeimnir við að bjóða þjóðinni til sýninga heimsins lélegustu myndir, sem kallast á hinu merkingargleiða auglýsingamáli skemmtilegar, spennandi eða af enn minna tilefni bráðskemmtilegar og hörkuspennandi myndir. Raunar er það ekkert at- vinnuleyndarmál, að víða eru kvikmyndir framleiddar fyrir þarfir fólks, sem kvorki er læst né skrifandi t.d. í Mexico, Jap- an, Indlandi, Bandankjunum og Hong Kong. Þar sýna brask- arar fólkinu ekki annan áhuga en þann að plokka af þvi síð- ustu skiidingana svona til að fulikoma eymd þess. Það hlýtur að vera álitamál hvort þessi plebeiíski drauma- iðnaður eigi erindi hingað i stórum stíl, þó að það sé reynd- ar ekki til skaða að sýna hér eitt og eitt sýnishorn af vondri framleiðslu. Satt að segja á ég erfitt með að imynda mér, að það séu ýkja merkilegir náungar, sem gera eymdina að markaðsvöru: Tekjulind. En nú eru íslendingar orðnir heimsfrægir í skýrslum. Þar segir að þeir séu framarlega i hópi veimegunarþjóða. Hér á landi má sjá fyrsta flokks flug- véiar, skip, bila hús, vélar og tæki hverskonar, en ef athygl- inni væri beint um stund að leikhúsum, sjónvarpi og kvik- myndum, þá hefur iandanum eitthvað farið aftur í gæðamat- inu, ef trúa má hinum frægu skýrslum um velmegun. Eða er velmegunin einungis mæld í seðlabúntum, núorðið jafnvel seðladýnum, og öðrum efna- hagslegum stöóutáknum? Er það hugsanleg staðreynd, að hin göfuga þjóð láti bjóða sér fimmta flokks útsölugóss í leik- húsum, sjónvarpi og kvik- myndahúsum — án þess að segja múkk? t Ef magnið er haft í huga, þá ætti það eitt að hafa riðið þjóð- inni að fullu. Ef fjölbreytni rík- ir á menningarsviðinu, þá er það sú tegund fjölbreytni, sem sést, þegar maður horfir á 24 tómar kókflöskur í kassa. Ef um gæði er að ræða, þá standa þau ekki öllum almenningi til boða. Vissulega má segja, að kvik- myndalistin sé söluvara, hér eigi að ríkja Iögmál framboðs og eftirspurnar, þó að bfóeig- endur óttist lögmálið eins og aðrir íslenzkir kaupsýslumenn og geri með sér félag til þess að forðast samkeppni. En burtséð frá öllum rekstrarsjónarmiðum, þá skipt- ir höfuðmáli að átta sig á þvf, hvort kvikmyndafyrirtækin séu rekin á kostnað almennings eða í þágu almennings. Áratugum saman hafa bíóeig- endur átt einhliða viðskipti við bandarisk sölufyrirtæki. Þar hafa fégráðugir trekkjúðar stjórnað framleiðslunni, og þegar þeir hættu að græða á ruslinu, og Hollyowood fór á hausinn, þá fyrst neyddust kaupsýslumennirnir til að biðja menn með hæfileika að gera myndir. Áður fyrr höfðu sjálfir braskararnir verið einráðir um, hvernig kvikmyndirnar ættu endanlega að lita úr skv. gróða- brallsformúlunni. Nokkrum árum áður en iðnaðarborgin Hollywood hrundi í rúst, þá gaf Ameriski nýkvikmyndahópurinn, The New American Cinema Group, frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í september 1960: Hinar svo- nefndu venjulegu myndir eru alls staðar að tapa áhrifum sín- um. Þær eru siðferðilega rang- ar, fagurfræðilega úreltar, hörmulega yfirborðskenndar, ógeðslegar.... Við erum ekki aðeins fylgjandi nýrri tegund kvikmynda heldur einnig nýrri manngerð. Við styðjum list en ekki á kostnað lífs. Við viljum ekki falskar og sætar glans- myndir — heldur hráar og lif- andi ræmur. Við viljum ekki rósrauðar myndir heldur blóð- rauðar. (Skrá Kvikmkl. M.R. ’70). Reyndar hefur það verið á flestra vitorði í Bandarikjun- um, að iðnaðurinn þar hafi framleitt kvikmyndir fyrir full- orðið fólk, sem hefur greindar- vísitölu á við 12 ára börn. Eins og sjá má, eru Banda- ríkjamenn sjálfir miklu skemmtilegri, hnittnari og hreinskilnari um menningar- mál sin en tíðkast víða annars staðar eins og t.d. hér. I kvikmyndinni Little Big Man skopast Arthur Penn held- ur betur að hinni bandarisku hetjuímynd: Sögumaðurinn, Jack nokkur Crabb, kemur inn á barinn og biður um gosdrykk af því að hann er þyrstur. En byssubófar og aðrir górillutöff- arar staðarins hlæja ógurlega að bón hans og kalla hann Gos- drykkjarstrákinn, því að banda- riskar hetjur eru vanar að skvetta upp i sig einhverskonar heimatilbúnum tréspira úr staupi með snöggri hreyfingu, þegar þorsti sækir á hetjur. En vel að merkja, er (gos-)vatn ekki eðlilegra við þorsta? Og sjaldan hefur hetjan verið eins fáránleg og grátbrosleg og þeg- ar Gosdrykkjarstrákurinn stendur i vígstöðu og kiprar saman augun þangað til hann i------:--------r:--------- NYJA BIO VELKOMNIR heim, STRAKAR. 0 Hér er gott dæmi um eitt „vandræðaafkvæmi" kvik- myndaiðnaðarins; Fox treysti sér ekki til að setja myndina á markað i Banda- ríkjunum, sökum afspyrnu lítilla gæða hennar. Mér er því spurn, hvf f ósköpunum á þessi innihaldslausi lang- hundur erindi inn í kvik- myndahús lslendinga? — SV. GAMLA BÍÓ PAT GARRETT OG BILLY THE KID ★★ A annan bóginn lýsir Peckinpah vináttu þeirra Garretts og Billy, en á hinn, kringumstæðunum, sem eru þvf valdandi hvernig sam- band þeirra fer úrskeiðis. Blandar saman hlýjum til- finningum og rustaskap söguhetja sinna og virðist hvort tveggja jafn lagið. Enda er Peckinpah að með- höndla efnivið, sem honum er kær, og ber virðingu fyr- ir: Bandarfsku söguarfleið- ina. — SV. + + + Pat Garrett, fyrrver- andi útlagi, núverandi vörð- ur laganna, og Billy the Kid, útlagi, eru raunverulega spegilmynd hvor annars. Lög og réttur verða afstæð hugtök, þar sem ólög þrffast f skjóli laganna. Billy the sér ekki glóru, og hittir skot- markið án þess að draga byss- una úr sliðri: The Soda Pop Kid. En margra áratuga einokun bandarískra kvikmynda á ís- lenzkum markaði hefur líka skilið eftir sig djúp spor auk sjálfsagðra gleðistunda. Þegar biógestir eru búnir að hafa sálarlausa færibandaiðju fyrir augum sér áratugum sam- an eins og Chaplin með skipti- lykilinn sinn í Nútímanum, þá er vel skiljanlegt, að færi- bandaiðjan sé enn talin sú eina og bezta, þó að Bandaríkja- Grein eftir Arna Larsson menn séu eðlilega á annarri skoðun sjálfir. Mig grunar, að mikið magn lélegra kvikmynda hafi smátt og smátt staðlað skoðanir fólks á kvikmyndum hér á landi, fast- mótað smekkinn og kröfuleys- ið, og þar með rænt bíógesti þeirri bráðnauðsynlegu spurn- ingu: Hvað er góð kvikmynd? Þessari spurningu vildi ég reyna að svara til bráðabirgða á þann veg, að gæði kvikmynda liggi í mismuninum á Chaplin og Jerry Lewis. 1 kvikmyndinni Pierrot Le Fou stillir Godard bandariska kvikmyndastjóranum Samuel Fuller upp við vegg og spyr: Hvað er kvikmynd? Fuller seg- ir, að kvikmyndin sé eins og orrustuvöllur. Ast. Hatur, At- burðarás. Ofbeldi. Dauði. i einu orði sagt: Tilfinningar. Svo mikið er vist, að vit- undarlíf venjulegs manns, kjör hans, tilfinningar og skoðanir hafa átt litlu brautargengi að fagna í óraunveruiegum heimi bandariskra kvikmynda. Þar hafa gervimennskan og færi- bandaiðnaðurinn tröllriðið kerfinu. Það er ekki fyrr en á allra siðustu árum, að banda- rískir kvikmyndahöfundar hafa losnað undan oki kaup- sýslumanna og ýmissa ofsa- trúarsöfnuða, sem með dular- fullu umboði kenna. sig við Krist. En þótt undarlegt megi virðast, þá eru áhrif færibanda- iðnaðarins í Hollywood ennþá mikil hér á landi og kvikmyndir næstum því eingöngu metnar eftir gróðrabrallsformúlu trekkjáðanna í Hollywood, eða eins og konan sagði í strætis- vagninum: Það er aðeins einn tónn og hann heitir Sound of Music. Ahrifin frá amerisku færi- bandaiðjunni lýsa sér ennfrem- ur nokkuð vel í þessum al- mennu viðhorfum til kvik- mynda: Ef kvikmyndin endar ekki á sleik, þá er það ekki góð kvikmynd. Ef vondi, svart- klæddi maðurinn fær ekki mak- leg málagjöld, þá er það ekki góð kvikmynd. Ef það er ekki nóg af kisskissogbangbang, þá er það ekki góð kvikmynd. Ef áhorfandinn sér sjálfan sig, þá er það ekki góð kvikmynd. Og er ekki eðlilegt, að blessað smáfólkið haldi, að bió sé stórt hús fullt af myrkri, þar sem hægt er að borða marga poka af poppkorni á sunnudögum. Það er einmitt bíó. Lengi lifi hin göfuga indjána- fæða — i hljóðlausum umbúð- um. En viðhorf til kvikmynda eru einnig smám saman að breyt- ast. Kvikmyndir um nútimann og venjulegt fólk hafa haldið innreið sína inn á hinn al- menna markað, þar sem innan- tómu gróðabrallsfígúrurnar, gljápíkur og gúmmíhetjur híma þó enn við þverrandi vinsældir eins og fölnuð vörumerki. Nú hafa kvikmyndahöfundar fengið tækifæri í auknum mæli. Nú er það talið svara kostnaði að leita uppi hæfi- leikamennina og veita þeim tjáningarfrelsi til þess að gera myndir í friði. Og bíógestum lærist að lita ekki lengur á kvikmyndasýn- ingar sömu augum og tíma- drápstækifæri, eða eingöngu tækifæri til þess að komast að ó tjaklinu Kid er vörður hins frum- stæða réttlætis, og þar með útlagi. Pat Garrett var það upphaflega líka, en gerist launaður vörður laganna (og hagsmunaklfkanna) og er settur til höfuðs Billy, þvf réttlæti, sem Pat trúði fyrr- um á. Sam Peckinpah sýnir Ijóslega afstöðu sfna til rétt- lætisins f frábærri lokasenu, þar sem Pat stendur fyrir framan spegil og horfir á sfna eigin mynd, hann veit af Billy bak við spegilinn og skýtur. Spegilmynd Pats sundrast og Billy deyr — og Pat með honum á táknræn- an hátt. Annars er allur lokakafli myndarinnar mjög sérstakur — og hann er frá- bærlcga kvikmyndaður. S.S.P. LAUGARÁSBÍÓ + Að horfa á þessa mynd er eins og að hlusta á popplag f hundraðasta sinn. Hver tónn, hver setning, hver sekúnda er þekkt fyrirfram. Atriði úr f jölmörgum mynd- um eru hreinlega eftiröpuð og hér gefst ágætt tækifæri til að rifja upp atriði úr öll- um helstu sakamálamynd- um sfðustu tíu ára. Slaught- er og Kung Fu renna saman f eitt; bflaeltingarleikinn í What’s up, Doc? má sjá hér f bland með Point Blank, og olfueldar Hellfighters loga glatt. Ef einhvern skyldi undra, hvers vegna super- maðurinn er svartur (Fred Williamson), er það einfald- lega gert til þess að plokka vasapeningana af niggurum veraldarinnar. Mér sýnist Williamson vera f svipuðum þyngdarflokki og Jim Brown, og honum hefur tek- ist plokkið vel — jafnvel hér, þó við teljumst nú ekki til niggara. S.S.P. A usturbæjarbíó + My Name is Nobody er vel tilfundið nafn á mynd, sem skopast að hetjum vesturs- ins. Gamansemi Trinity- myndanna hefur hingað til verið fremur yfirborðs- kennd og það er þess vegna gleðileg tilbreyting að sjá kafað örlftið dýpra í þessari. Yfirlýsing Henry Fonda f lokin um muninn á hetju gamla tfmans og hetju nýja tfmans er skemmtilega und- irstrikuð á tvfræðan hátt af Trinity Nobody hjá rakaran- um í síðasta atriðinu. Hins vegar eru f myndinni alltof mörg langdregin og ófyndin heiman í sparifötunum, heldur stefnumót við reynslu annarra, og forvitnileg kynni af þeim hlutum, sem kvikmyndalistin hefur upp á að bjóða. Hverjir muna ekki eftir Blow-up, Zabriski Point, Fat City, Joe, M.A.S.H., Point Blank, Medium Cool, Soldier Blue, The War Game, eða Taking Off ? Jafnframt breyttum fram- leiðsluháttum fyrir almennan markað, þá hefur reyndin verið sú á liðnum árum, að áhuga- menn um kvikmyndir hafa tekið að sér starfsemi, sem bíó- eigendur hafa ekki treyst sér til að reka einir á almennum markaði. Filmia, síðar Kvik- myndaklúbbur M.R. og hinna skólanna, Kvikmyndafyrirtæki Þorgeirs Þorgeirssonar, og 10% af sýningartíma Háskólabíós, svona rétt til þess að flýja und- an nafngiftinni: Barnaskólabíó. Þar að auki ber talsvert á því, að vinnufélagar stofni með sér félagsskap til þess að sýna pornógrafískar kvikmyndir. Eiga þeir stundum spólusafn sjálfir og sýningartæki og sýna myndir á vinnustað, og verða vonandi ekki ónáðaðir af öðrum en grandalausum ræstingar- konum, sem slæðast inn með fuss og hví, skrúbb og fötu. Reyndar eru pornógrafiskar kvikmyndir ágætt dæmi um kvikmyndir sem þjóna ákveðnu mannlegu eðli: Hvatalifinu. En þar sem maðurinn er yfirleitt ekki einungis hvatalífvera, þá hafa einnig verið framleiddar kvikmyndir, sem eru jafn örvandi og sannar mannlegu tilfinninga- og vitsmunalifi eins og góðar pornógrafískar kvik- myndir eru hvatalifinu. Og mér finnst ég heyra mjög athyglisverðar skoðanir hjá áhugamönnum um pornó- grafiskar kvikmyndir. Þeir eru farnir að gera aukn- ar kröfur til myndgæðanna, ekki aðeins hvernig myndin er unnin frá tæknilegu sjónar- miði, heldur gera þeir auknar kröfur til þeirra atriða, sem snerta hina kynferðislegu leik- fimi, og þykir áhugamönnunum ekkert varið í kvikmyndir, sem eru tilfinningalausar, hráar og vélrænar. Segjast þeir helzt af öllu vilja kvikmyndir með venjulegu fólki, eðiilegri atburðarás og umhverfi. Þetta eru einu gæðakröf- urnar, sem ég hef heyrt frá almenningi um kvikmyndir á Islandi. Jákvæðar kröfur. atriði. Það fyndnasta við myndina er þó, að hún leikur á fslenzka áhorf- endur. Hér tfðkast sá leiði siður, sem ég hef hvergi séð annars staðar, að kvik- myndahúsgestir þeysa upp úr sætum sfnum og hrúgast fram að útgöngudyrum, ef þá rennir minnsta grun f, að myndinni sé um það bil að Ijúka. Það er eins og eldur hafi skyndilega komið upp í húsinu og það sé lffsspurs- mál að verða fyrstur út. Hin væntanlegu endalok Trinity myndarinnar komu bara 10 mín. of fljótt. Þvf máttu hin- ir hraðskreiðu bíógestir gjöra svo vel að húka þarna á ganginum, hinum rólegri til ama og óþurftar. En ef til vill kennir þetta þeim, sem fyrir þvf verða, að hvfla sína hlaupfráu beinagrind f sæt- unum aðeins lengur næst. S.S.P. TÓNABÍÓ SPORÐDREKINN ■icif Efni njósnamynda er löngum ærið reyfarakennt, í þessari er sú staðreynd undirstrikuð, þvf SPORÐ- DREKINN tekur sjálfa sig alltof alvarlega. En hvað með það, þetta er ein að skárri myndum Winners, og sum „action“-atriðin með því betra, sem hann hefur gert, t.d. bardaginn í ný- byggingunni. SV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.