Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 fólk — fólk — Stranda- menn — fólk — fólk MIÐSVÆÐIS I byggdinni f Hólmavfk býr Árni Jónsson úr- smiður og orgelleikari. Við bönk- uðum upp hjá honum eitt sfð- kvöldið til þess að rabba við hann um gangverkið í lífi hans sjálfs. „Jú, það á að heita, að ég sé orgelleikari," sagði hann, „í 25 ár var ég með 5 kirkjur hér um kring, kirkjurnar á Hólmavfk, Staðarkirkju, Kaldrananeskirkju, Kapelluna á Drangsnesi og Kolla- fjarðarneskirkju. Nú er ég aðeins með Kapelluna á Drangsnesi og kirkjuna á Kaldrananesi." Reykjavik gekk það i tvo daga og svo var það aftur og aftur f við- gerð og ekkert gekk. Svo kom hann með það til mín og bað mig að líta á það. Eftir það runaði það á réttum tíma og gekk eins og klukka. Maður hefur lært mest á sjálfs- lærinu og reynslunni, allt, sem maður gerir svona, byggist á því, að neyðin kennir naktri konu að spinna. Maður fikrar sig svona áfram. Áður renndi ég óróaása í fín kvenúr, en nú er hægt að fá þá tilbúna." „ Og svo spila ég yfir á tóninn prestsins.. ” Arni er fæddur að Fitjum þarna f sveit 11. nóv. 1896, svo hann vantar aðeins tvö ár f 80. „Maður er farinn að verða hálf linur til vinnu nú orðið, er mest við úrsmíði og dálitla verzlun, úra- og klukkuverzlun. Hér áður fyrr gruflaði ég um tíma í útvörp- um líka, en ég hafði andsk . . . ekkert til þess. Ég hef verið griðarmörg ár að gera við, en aldrei hef ég lært neitt til þess nema af reynslunni. Og þó, einu sinni fékk ég nokkra tilsögn hjá manni, sem ég vann í slætti hjá. Annars verð ég að segja mér til hróss, aó ég hef stundum gert við úr, sem þeir fyrir sunnan hafa ekki getað gert við. Það var til dæmis fyrir stuttu, að ég gerði við rússneskt úr, sem hafði verið haldið dyntum. Maðurinn, sem á það, fór með það í viðgerð til Reykjavikur til að láta hreinsa það og laga vekjarann, en úrið er þannig gert, að ef vekjarinn er stilltur sérstaklega runar það á þeim tíma, en runið virkaði bara ekki. Ég held, að maðurinn hafi farið með úrið í viðgerð til hálf- gerðs komma í Reykjavík og sjálfur er hann hálfgerður kommi, svo þetta var náttúrlega ekki gott. Eftir viðgerðina i Hendur orgelleikarans á spássitúr um orgelið. Snuddað við stálið. „Er skemmtilegt að fást við fín- gert úravirki?" „Jú, það er gaman að því og það er líka gaman að geta gert við úr, sem hinir geta ekki gert við. Það virðist hjá sumum í Reykjavík þótt þeir séu lærðir, að það sé léleg viðgerð hjá þeim. Ef til vill mega þeir ekki vera að þessu þar. Það var stúlka fyrir sunnan með úr, sem vildi stanza, og það kostaði 800 kr. að gera við það, en ekki gekk það lengi. Hún kom með úrið til mín fyrir þremur árum og það var nú lítið að gera við, en það hefur gengið siðan.“ „Hvenær byrjaðir þú að spila á orgel?" „Ég byrjaði að spila 25 ára gamall. Ég var þá tímakorn í Kollafjarðarnesi hjá séra Jóni heitnum Brandssyni. Þá var þar lítið einradda orgel, sem ég fór að leika mér við. Oft gekk það illa fyrst og ekki gat ég fundið út til hvers svörtu nóturnar voru, en svo kom þarna konatog sagði mér það og þannig fikraðist þetta áfram. Ég var í 6 tima undir kennarahendi hjá Tómasi Brands- syni og er það mín skólaganga i orgelleik. Mest hef ég lært með því að fikra mig áfram og sjá hjá öðrum, en í mínu ungdæmi var . ekki mikið um kennslu. Þá var Árni býr einn í húsi sinu og þegar ég spurði hann hvort hann hefði ekki kvænzt svaraði hann: „Ég hef alltaf hætt við að gifta mig, hef ekki átt við það og hef ekki átt barn með neinni, enda hefði mér leiðzt það úr því að ég kvæntist ekki. Það er gott að vissu leyti að hafa kvenmann ef maður hefði vanið sig við það. Það er skemmti- legt að haldið sé hreinu og eld- aður góður matur, en mér líkar þetta vel. Það er rólegt og frjálst á margan hátt. Ég malla sjálfur, þá get ég etið þegar ég vill.“ 1 lofti stofunnar hangir jóla- skraut, glitfléttur og mislitar perur. Ég spurði Árna hvort þetta væri fyrir næstu jól eða siðan um siðustu jól. „Ég hef jólaskrautið uppi allt árið,“ svaraði hann, „nenni ekkert að vera að taka þetta niður.“ „Hvernig finnst þér bæjar- bragurinn hér á Hólmavik," spurði ég. „Ég hef nú í sjálfu sér lítið saman við hann að sælda og lítið að segja. Hér eru engar róstur, allt gengur rólega fyrir sig. Það er hressilegt fólk hér og vinnusamt. Sumir strákarnir sletta i sig brennivíni og venja sig á þennan andskota. Ég hef einu sinni á ævinni orðið fullur og ekki ætlað mér það aftur.“ Spjallað við Arna úrsmið og orgelleikara á Hólmavík Árni sagði, „ja, þaó er nú allt eftir því hvað það er stórt. Þú getur reynt að koma, það getur vel verið að ég eigi það.“ Þannig gengur það fyrir sig á þessum slóðum, allt tekur yfir- leitt skamman tíma i rólegheit- unum, því það eru alltaf ein- hverjir klárir til að bjarga hlutun- um. Svo settist Arni við orgelið og tók eina preludiu, þá rauluðum við nokkra sálma og svo spilaði hann með tilþrifum Ö þá náð að eiga Jesúm og um leið og hann tók aukarós i lokin sagði hann: „Og svo spila ég hér yfir á háa tóninn prestsins, G-hljóminn, þar sem Séra Andrés syngur Drottinn sé meðyður.“ aðeins heimakennsla í skrift, reikningi og lestri.“ „Þú áttir á sínum tíma við smíðar og gerir reyndar enn m.a. í sambandi við viðgeróir á orgelum." ,,Já, ég var alltaf hneigður fyrir smiðar, smíðaði m.a. skápa og dívana, en nú er það allt hætt, nú gilda plastdýnurnar og þessir svampar. Ég hef hins vegar gert við hljóðfæri, hamonium og fleira. Núna er ég að gera við tvö hér niðri hjá mér, annað á frúin hans Halldórs á Hrófbergi, en hún spilar danslög á orgelið. Mér líkar vel við þessi litlu harmoni- um. Stóru hljóðfærin gefa náttúr lega mikla möguleika í hljómum, en mér finnast þau litlu ekki siðri." Það var bankað léttilega og Árni fór til dyra. Það var sælað og síðan sagði komumaður: „Ætli ég eigi ekki úr hjá þér?“ „Jú, ætli það ekki,“ svaraði Arni. „Já, ég hef alltaf trassað að sækja það.“ Og svo var úrið dregið upp úr pússi og þar með var komumaður horfinn. „Þú dregur nú úr þessu helvítis bulli í mér,“ sagði Árni þegar hann kom aftur inn í stofu, „en það er ekki nein lygi.“ Þá hringdi siminn. „Vantar þig tex,“ heyrði ég að Preludia leikin á orgelið. Það þarf nettleika við úraviðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.