Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 Anatoli Karpov heimsmeistari eða áskorandi? ASKORENDAKEPPNINNI í skák er nú lokiú og hefur sovézki stórmeistarinn Anatoli Karpov unnið sér rétt til þess að skora á heimsmeistarann, Robert Fischer. Anatoli Karpov er ný skákstjarna, ef svo mætti að orði kveða. Fyrir fimm árum síðan, er hann varð heimsmeistari unglinga, mun fáum hafa dottið i hug, að hann yrði áskorandi heimsmeistar- ans árið 1975. Karpov fæddist í Leningrad hinn 23. maí 1951 og er þvi 23 ára að aidri. Hann lærði að tefla fjögurra ára gamall og sjö ára hafði hann unnið sér rétt til þátttöku i 3. kategóriu sovézkra skákmanna, sem svarar til 1. flokks hér á landi. Ellefu ára gamall var Karpov orðinn meistarakandídat, þ.e. meist- araflokksmaður, og fimmtán ára að aldri vann hann sér titil- inn sovézkur meistari. Karpov tók fyrst þátt í skák- móti utan heimalands sins þeg- ar hann var 18 ára, en þá sigr- aði hann á heimsmeistaramóti unglinga í Madrid og vann þar með þann titil, sem Sovétmönn- um hefur gengið einna verst að tryggja sér á alþjóðlegum vett- vangi. Heimsmeistari unglinga verður sjálfkrafa alþjóðlegur meistari, en ári síðar var Karpov stórmeistari er hann náði mjög góðum árangri á stór- móti, sem fram fór í Caracas í Venezuela. Enn var þó Karpov ekki talinn í hópi öflugustu stórmeistara Sovétríkjanna og þegar sovézka skáksambandið valdi lið til þátttöku í Ölympíu- skákmótinu í Siegen 1970 kom hann ekki til greina. Tveimur árum síðar tefldi Karpov á 4. borði sovézku sveitarinnar í Skopje og nú í sumar var hann á fyrsta borði í Nizza, þar sem hann náði bezta árangri allra 1. borðs manna, 12 vinningum í 14 skákum. Auk þessa hefur Karpov náð ágætum árangri í fjölmörgum sterkum skák- mótum, bæði í Sovétríkjunum og utan þeirra. Hann tefldi í fyrsta skipti á Skákþingi Sovét- ríkjanna árið 1970 og varð þar í fimmta sæti. Ari síðar varð hann i fjórða sæti og á síðasta ári í 2.—5. sæti ásamt Petrosjan, Polugajevsky, Korts- noj og Kuzmin, sigurvegari varð Boris Spassky. Enn skal getið um minningarmót Alje- kíns, sem haldið var í Moskvu síðla árs 1971, en þar varð Karpov í efsta sæti ásamt Leonid Stein, en á meðal þátt- takenda voru allir öflugustu stórmeistarar veraldar, að Fischer og Larsen þó undan- skildum. Hér hefur skákferill Anatoly Karpovs verið rakinn stuttlega og er frami hans mjög skjótur eins og sjá má. Því má svo bæta við, að á síðustu þrem árum hefur Karpov teflt 150 kappskákir, flestar gegn stór- meisturum, og aðeins tapað fjórum, tveimur gegn Kortsnoj, einni gegn Spassky og einni gegn Petrosjan. Vmsir hafa viljað likjaframa Karpovs við Fischer, Tal og Capablanca og er það ef til vill ekki f jarri lagi, en þess ber þó að geta, að Karpov hefur aldrei oróið fyrir áföllum á sinum skákferli eins og hinir þrir urðu óneitanlega. Síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur hann aldrei átt slæmt mót og flest töp hans í einu móti voru þegar hann tók þátt í keppni sovézkra unglinga um réttinn til þátttöku i heims- meistaramóti unglinga 1969, en þá tapaði hann þremur skákum. En hver er þá ástæðan fyrir hinum skjóta frama Karpovs? Frá því á unga aldri hefur hann teflt mjög mikið, en lýsti þvi þó yfir í blaðaviðtali fyrir skömmu, að hann þíefði ekki ákveðið að helga sig skákinni algjörlega fyrr en hann var orð- inn heimsmeistari unglinga. Hann hefur frá fyrstu tíð notið leiðsagnar ágætra þjálfara, var meðal annars undir handleiðslu M. M. Botvinniks á timabili. Lengst hefur stórmeistarinn Seymour Furman þó verið þjálfari hans og hefur vinátta þeirra orðið svo náin að þar sem Karpov teflir er jafnan talað um „föður Furman“. Skákstíll Karpovs þykir í senn minna á þá Capablanca og Petrosjan, hvað snertir öryggi og einfaldleika og sumir hafa freistast til að kalla hann Bobby Fischer Sovétrikjanna. Á þeim Fischer og Karpov er þó sá reginmunur, að Fischer tefl- ir alltaf til vinnings, jafnt með hvítu sem svörtu, en Karpov gerir sig hins vegar oft á tíðum ánægðan með jafntefli á svart og velur byrjanir sinar i sam- ræmi við það. Anatoli Karpov hefur nú unnið sér rétt til þess að skora á Fischer til einvígis um heims- meistaratitilinn, en vegna deilu heimsmeistarans við FIDE getur svo farið, að hann verði heimsmeistari, án þess að leika svo miklu sem einum leik meira. Ef marka má fréttir getur hins vegar vel farið svo, að til einvígis þeirra Fischers og Karpovs komi; dr. Max Euwe, forseti FIDE sagði i viðtali við fréttamenn i Moskvu fyrir skömmu, að hann væri vongóður um að samkomulag myndi nást. En hvaða mögu- leika hefur þá Karpov gegn Fischer? Þessu er erfitt að svara. Þeir hafa aldrei teflt saman og eru á margan hátt likir skákmenn. Fischer virðist þó kraftmeiri skákmaður og flestir spá honum sigri. Hér skal engu spáð, en hafa ber i huga, að áður en þeir Karpov og Spassky tefldu einvígi sitt í áskorendakeppninni spáðu flestiryfirburðasigri Spasskys. Anatoli Karpov hefur klifið erfiða tinda skáklistarinnar af mikilli íþrótt og öryggi og stendur nú andspænis fjall- búanum sjálfum. Hvort af ein- vígi þeirra verður vitum við ekki enn og ekki heldur hvar það verður né hversu langt það verður. Sennilega veltir Karpov þessum spurningum ekki svo mjög fyrir sér; hann sagði eftir einvígið við Kortsnoj að nú ætlaði hann að hvílast og hefja síðan undirbúning af fullum krafti. Spurningin er bara þessi: Er hann áskorandi eða heimsmeistari? Nýjar valdastoðir — orka í stað eyðingarvopna EKKI ER allt slæmt, sem gerist þessa dagana. I myrkviðum al- þjóðastjórnmála er nú að skapast langtímastefnumið, sem ef til vill má líta á sem gæfu; veldi þjóðá er farið að grundvallast á öðrum stoðum en áður. Undanfarna þrjá áratugi hefur kjarnorkusprengjan skapað stór- veldin. Þau ríki, sem átt hafa kjarnorkuvopn, hafa verið full- gildir meðlimir í stórpólitíkinni, en hin, sem engin kjarnorkuvopn hafa átt, hafa orðið að treysta á bandamenn, sem annaðhvort hafa veitt þeim þau forréttindi, sem gestir njóta, eóa veitt þeim þá vernd, sem þau hafa þarínast. Heil kynslóð stjórnmálamanna hefur alizt upp og uppfræðzt sam- kvæmt því landakorti sem kjarn- orkuveldin drógu upp. Land- fræðileg stjórnmálahyggja hefur verið skuggahlið vísinda 20. aldar á sama hátt og efnahagsmálin voru á öldinni sem leið. Þróun hennar hefur markvisst stefnt í átt til ragnaraka kjarnorkutortim- ingar. Valdajafnvægið skapaðist af gagnkvæmum ótta. Að meta riki eftir kjarnorku- mætti þess er vissulega ekki jafn gamaldags eins og að meta heims- veldi eftir stærð þess, en engu að síður er komin fram á sjónar- sviðið nýr þáttur, sem segir nokkuð til um áhrif ríkja: olían. Þeir sem svo lengi hafa staðið utangarðs hafa nú myndað sína eigin valdablokk, sem flesta fýsir að komast i. Nú kimir enginn lengur þótt iranskeisari lýsi yfir þeirri fyrirætlan sinni að gera Teheran að París austurlanda, miðstöð í stjórnmálum þriggja heimsálfa. Bandaríkjamenn eru teknir að læra arabísku af jafn- miklum áhuga og þeir lögðu stund á rússnesku eftir að Spútnik var fyrst skotið á loft. Það ríki, sem síðast hefur farið að njóta góðs af hinum nýja þætti í alþjóðastjórnmálum er Mexíkó, sem svo lengi hefur staðið í skugga Bandaríkjanna. Engin ná- kvæm skoðanakönnun hefur ver- ið gerð en þó er óhætt að fullyrða að á einum mánuði hafi fleiri Bandaríkjamenn reynt að læra að bera nafn Mexícóforseta rétt fram en nokkru sinni fyrr í sögu mexícanska lýðveldisins. Þegar fyrstu fréttir af oliufund- unum í Mexikóflóa bárust til Bandarikjanna fyrir um það bil tveimur mánuðum siðan töldu ýmsir að Mexikóflói gæti orðið annar Persaflói. Þetta virðist of mikil bjartsýni, ríkin við Persa- flóa framleiða um 360 milljarða tunna af oliu á ári og þess vegna er varla við því að búast að stór- veldunum takist að hnekkja því meti. Mexíkanar álíta hins vegar að þeir muni geta framleitt 20 milljarða tunna á ári, sem er tvisvar sinnum meira en hægt virðist að vinna í Norðursjónum og í Alaska. Það ætti að minnsta kosti að tryggja stöðu Mexíkó á meðal stórveldanna. Hið nýja stórveldalandakort hefur breytzt á fleiri vegu. Nígería og Indónesía eru nú talin á meðal stórveldanna og ekki ér ólíklegt að Noregur verði senn talinn í þeim hópi. Nýlega hefur olía fundist við Malaysíu og For- mósu, og hefur það vakið nýjar vonir hjá hinum síðarnefndu, sem verið var að víkja úr hópi stór- veldanna. Marokkó hefur þegar hlotið nokkra viðurkenningu fyrir góðan árangur vió fram- leiðslu fosfats, og nýlega hafa Marokkómenn veitt tvö leyfi til olíuleitar á hafsbotni. Pakistanar rannsaka nú með áfergju rannsóknarkort jarðfræð- inga, sem benda til þess að í land- areign þeirra megi vinna um 40 milljarða olíutunna. Ríkisstjórn Pakistan hefur nýlega aukið það fé, sem veitt er til rannsókna um 43 af hundraði, og yrði það heldur kaldhæðnislegt ef Pakistan kæm- ist í hóp hinna nýju stórvelda skömmu eftir að Indverjum hefur tekist að smeygja sér inn i hóp þeirragömlu. Valdabaráttan, sem háð er sam- kvæmt olíureglunum, en ekki kjarnorkureglunum breytir þó ekki öllum útreikningum i al- þjóðastjórnmálum. Bandaríkin og Sovétríkin halda áfram að vera risaveldi og Kína er líklega nærri þvi að mega teljast það. Bretar halda sínu gamla stigi svo lengi sem þingið getur staðið i vegi fyrir því að Skotar kynnist sjálf- stæðisyfirlýsingum of náið. Frakkar myndu tapa miklu, ef „force de frappe" reglan, sem de Gaulle kom fram, nægði ekki lengur til þess að tryggja þeim stórveldisviðurkenningu. Hin nýju viðhorf breyta þeim markmiðum, sem áður voru alls- ráðandi. 1 stað takmörkunar á út- breiðslu þarfnast heimurinn nú aukinnar útbreiðslu — olíulinda. Banna ætti neðanjarðartilraunir með kjarnorkuvopn, en hvetja til iNeUrJ|ork®tme$ ’■ ef tir Peter Grose tilrauna þegar um er að ræða olíu- leit og tæki til borunar. Stjórn- málaleiðtogar eru nú að reyna að takmarka sívaxandi fjölbreyti- leika i notkun kjarnorkuvopna, en þeir munu reyna að stuðla að aukinni fjölbreytni i orkufram- leióslu. Við höldum nú frá atómöld til olíualdar, en það mun ekki breyta rás sögunnar. Spenna og sam- keppni þjóða mun halda áfram og sama er að segja um styrjaldir og stríðshótanir. Enn munu menn freistast til þess að beita kjarn- orkuvopnum, en þó þeim sé sleppt eru efnahags- og þjóð- félagsvandamál ein sér þegar farin að skapa vandamál. Engu að síður verðum vér að viðurkenna, að þróunin stefni i rétta átt að vissu leyti: Eftirsókn eftir því að verða stórveldi krafð- ist þess yfirleitt að miklum hluta þjóðarauðsins væri varið til þess að framleiða sprengjur, sem spilltu hinu náttúrulega umhverfi enn meira en hinu pólitíska. Þær er aldrei hægt að nota til góðs fyrir mannkynið. Hin nýju við- horf tryggja aukin völd þeim rikj- um, sem nýta þjóðarauóinn til orkuframleiðslu — framleiðslu sem hægt er að nýta, sem getur hjálpað fólki til þess að lifa, —' jafnvel betra lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.