Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974
„Að ganga
afþjóðerninu
í langsóttri
heift... ”
MORGUNBLAÐIÐ leit-
aði til fólks og spurði það
um álit sitt á samkomu
stúdenta i Háskólabíói 1.
des. sl. Þegar þeir sem
spurðir voru höfðu skilað
svörum sínum kom í ljós
að enginn mælti efnis-
meðferð samkomunnar
bót. Margt fólk, sem við
leituðum til hafði ekki
hlustað á útvarpið frá
samkomunni af því að
það kvaðst ekki hafa haft
áhuga á því, en við frétt-
um af einum sjómanni,
sem átti að hafa mælt
henni bót. Við hringdum
í hann út í sjó, en ekki
vildi hann svara opinber-
lega.
Fer hér á eftir álit
fólks á samkomu
stúdenta á fullveldisdag-
inn, en eins og kunnugt
er hafa komið fram radd-
ir um að hún yrði endur-
tekin.
Indriði G. Þorsteinsson:
„Eins og ofanafrist
tún í rigningu”
Stiid"ntar hafa enn einu sinni
minnst fullveldisins með sérstæó-
um hætti. Hvort þetta gengur
svona til í mörg ár enn er ekki
gott að vita. En Háskóli íslands er
gróin stofnun og ættí því að geta
verndað þetta sérstæða andrúms-
loft um sinn. Og þekkt er það
frelsi sem stúdentum hefur löng-
um fylgt, og á að fylgja þeim. Það
hefur verið talið yfirleitt
„óábyrgara" en það frelsi, sem
sömu stúdentar ástunda sem emb-
ættismenn eða forustumenn
þjóðar. Engu að síður verður
gaman að sjá þetta fólk komast af
námslánastigum og öðrum stigum
itroðslunnar með aflagða þjóðar-
sögu og margar dýrar geymdir
aðrar, og halda með brennivins og
syfilissögur að vegarnesti út i það
líf sem óhjákvæmilega hlýtur að
bíða þess að loknu síðasta prófi.
Þjóðarsaga er auðvitað bæði góð
og vond, upphafin og niðurlægð.
Um þetta vita allir skynibornir
menn. En niðurlæging þjóðarsögu
refsar öllum, einnig þeim sem
gera um hana sérstaka og ýkta
dagskrá — nema fólk í langsóttri
heift sinni sé reiðubúið að ganga
af þjóðerninu, annað hvort núna
eðasiðarmeir.
Sérstæður þáttur þessa máls er
að útvarpa skilyrðislaust skemmt-
un, sem um átta hundruð manns
sækja, og kannski enn færri hafa
nokkuð til að sækja. Manni skilst
að t.d. guðsorði sé ekki lengur
útvarpað nema í ítrustu nauðsyn.
Þó munu þeir fleiri sem játa
kristna trú en þeir, sem játa þá
trú eina að Islandssagan sé komin
frá andskotanum, eða þeim full-
trúum hans sem reyna að vinna
sér til hnífs og skeiðar og hafa
enn nokkurn metnað fyrir hönd
æðstu menntastofnunar landsins,
og vilja gjarnan trúa því um sinn
að líf þjóðarinnar bæði að fornu
og nýju sé nokkurs vert.
Þessar 1. des. dagskrár
stúdenta eru meira hryggðarefni
en að þær séu andmælaverðar.
Svona nokkuð er einhvern veginn
utan við álit manna, eða hvað álit
hafa menn t.d. á ofanafristu túni
í rigningu?
Sigfríður Nieljohníusdóttir, stúdent 1938:
r
„Eg vorkenni ykkur vegna
heimtufrekju og öfundsýki”
Kæru stúdentar,
Ég er ein hinna mörgu íslend-
inga, sem þið hrellduð ákaflega er
þið hélduð hátíðlegan fullveldis-
daginn 1. des. i Háskólabíó og
létuð dynja yfir okkur i útvarpi
vægast sagt ógeðslegan áróður
ásamt aurkasti á fyrri kynslóðir
og núlifandi fólk.
Við sem erum komin yfir
miðjan aldur, munum vel fjölda
alþýðufólks lífs og liðið. Þetta
fólk talið þið um sem kúgaðan
öreigaiýð. Það hafði ekki gengið í
annan skóia en skóla lífsins. Það
barðist harðri lífsbaráttu við
óbiiða veðráttu, náttúruhamfarir
og fleiri vágesti til þess að búa
niðjum sínum betri framtíð. Þetta
fólk var ánægt. Það hafði lært
nægjusemi, þakklátssemi, guðs-
ótta og góða siði. Það gerði engu
minni kröfur til sín en annarra og
var síður en svo kúgað. Það gat
horft beint framan í annað fólk,
var æðrulaust og gekk beint
áfram (Þið segið auðvitað í
blindni) án þess að kvarta og
heimta. Ættjarðarást og arfur for-
feðranna var því helgur dómur.
Það þótti engin skömm að vera í
vinnumennsku og sómi að því að
vinna húsbændum sínum vel.
Höfum við gengið til góðs götuna
fram eftir veg?.
Ég vorkenni ykkur. Þið eruð
heimtufrek og öfundsjúk. Þið
krefjist þess, að íslenzkir skatt-
greiðendur styrki ykkur til náms,
já og jafnvel fjölskyldur ykkar.
En hugsið þið nokkurntíma um,
hvernig þið ætlið að greiða þjóð-
inni til baka námskostnað ykkar?
Ég vil að endingu stinga upp á
því við ykkur, hvort ekki væri
vænlegt til sáluhjálpar, að þið
tækjuð fram Heilræðavísur sira
Hallgríms Péturssonar og læsuð
þær á hverju kvöldi fram að
jólum. Þær eru sannarleg í gildi,
r
Asgeir Nikulásson sútari:
„Ofaldar hópsálir með
sjálfskipaðar reglur”
Mér datt fyrst í hug ér ég
hlustaði á útvarpið eftir hádegi
siðastliðinn sunnudag að á ferð-
inni væri enn eitt grínið hjá
Jörundi, Alla Rúts eða einhverj-
um á þeirra nótum, því tæknilega
var það allt mjög svipað, mikið
klapp, kannski einum of ákaft, en
ef til vill stafaði hið ákafa lófa-
klapp af því að viðstaddir væru
vel afslappaðir og óþreyttir. En
við nánari hlustun fór að bera á
allskonar furðulegu tali um
öreiga og auðvald og hernámsþý.
Skaphafnarbrestir stjórnenda
þáttarins voru greinilega að
gliðna og skiptust á skin og skúr-
ir. Annars vegar vorum við, við
sjálf, við sem vorum saman komin
f Háskólabíói til þess að hvetja
þjóðina til samstöðu gegn erlendu
valdi og landsölu og hins vegar
hinir, burgeisarnir, arð-
ræningjarnir, natosinnarnir,
venjulegir Islendingar og yfirleitt
þessir sem sitja á svikráðum við
þjóðina. Inn i þetta fléttaðist raul
með gítarundirspili og var þar á
ferðinni ýmist níð um ósýnilega
þriðju persónu eða lof um eitt-
hvað voða gott. Þessu fylgdi yfir-
leitt mikið og allt að þvi ástríðu-
fullt, sjúklegt klapp og það var
eins og hópsálin þarna í Háskóla-
biói fyndi innra með sér sam-
kennd sem fælist í einhverri
óljósri vímu um það að alveg sér-
stakar reglur ættu að gilda í þjóð-
félaginu fyrir það sjálftpg aðra
sama sinnis, en alþýða Islands til
sjávar og sveita ætti að lúta öðr-
um reglum í samræmi við andleg-
an ræfildóm.
Það er annars grátbroslegt að
þetta fólk, sem er að berjast fyrir
því með allri sinni orku að karl-
menn einir fái ekki notið þeirra
sérréttinda að þeim vaxi skegg,
skuli fá inni hjá ríkisútvarpinu
með tveggja tima dagskrá undir
stúdentlegu yfirskini þess ljóma
sem er um 1. des. Stúdentar, bæði
fyrr og siðar, eru allt aðrar mann-
gerðir og einstaklingar, en þessar
oföldu hópsálir, sem saman komu
í Háskólabíói til þess að opinbera
eigið ofstæki og um leið að sví-
virða almenna menntun, hlust-
endur og alþjóð í minningu dags-
ins.
Ríkisútvarpið er sá svampur
sem alltaf er tilbúinn til þess að
hleypa í gegn um sig og veit þó
útvarpsstjóri af fyrri reynslu
hvað á eftir kemur ávallt þegar
þessi utanveltu fámenni og ein-
angraði hópur er annarsvegar. Ut-
varpsráð virðist ekkert varða um
það að i margendurteknum kosn-
ingum hefur mikill meirihluti
þó að þær séu arfur fyrri kyn-
slóða. 1 guðanna bænum, ljúkið
ekki framar fullveldissamkomu
með því að syngja „Nallann" eins
og þið nefnið hann. Það er til
þjóðsöngur sem heitir: Ó, guð
vors lands.
þjóðarinnar fylgt þeim flokkum
að málum, sem vilja eðlilegt sam-
starf við vestrænar þjóðir og vill
m.a. af öryggisástæðum skipa sér
í varnarbándalag með vestrænum
þjóðum. Lýðræðisflokkarnir sem
standa vörð um sjálfstæði lslands
og framtíð eru sammála i þessu
efni og Islendingar vilja friðsam-
leg samskipti við allar þjóðir,
bæði einræðisríki Austur-Evröpu
sem aðrar þjóðir heims.
I innanríkismálum erum við ís-
lendingar mjög tengdir frænd-
þjóðum okkar á Norðurlöndum og
þar eigum við margt sameigin-
legt, en þetta fólk vill ekkert eiga
sameiginlegt nema með sjálfu sér
og annarlegum hugmyndum sín-
um í heimtufrekju. I öllum
vaðlinum og sefasýkinni á sam-
komunni i Háskólabiói var reynt
að fóðra fólk á hlutum eins og
stéttaskiptingu, auðvaldi og
öreigatali.
Við, þessar liólega 200 þús.
manneskjur sem búum hér í
þessu harðbýla en góða landi eig-
um svo margt sameiginlegt og svo
mikil blóðtengsl eru á milli fólks i
öllum landshlutum að það er ekki
einu sinni broslegt að tala um
stéttaskiptingu, það er heimsku-
legt. Auðvald i þeirri mynd, sem
„stúdentanefnurnar" voru að
baslast við að sýna eða tala um er
álíka fjarstæðukennt fyrir okkur,
fólkið í landinu, og tal um öreiga
þessa lands. Það má benda þessu
unga fólki á ef það telur sig
öreiga að það er nóg að starfa
fyrir það i þjóðfélaginu ef það
hefur vilja til að leggja hönd á
plóginn. En það passar víst ekki
fyrir sjálfskipaóar reglur, þvi allt
skal þeim rétt upp í hendurnar
orðalaust.
Ein af stofnunum Sameinuðu
þjóðanna gerði athugun á afkomu
aðildarrikjanna og til viðmiðunar
var tekið: húsnæði á einstakling,
sími, sjónvarp, bill o.s.frv. og í
niðurstöðum reyndust Is-
lendingar vera ein af 10 ríkustu
þjóðum heims í dag, í það minnsta
hvað svona ómerkilega hluti varð-
ar og ég tek það fram að ekki var
getið um orlofsferðir landsmanna
til sólarlanda eða upphæðir þess
opinbera til námsmanna í formi
styrkja, lána, skattahlunninda og
afslátta i ólíklegustu myndum.
Ég held að nær væri fyrir þetta
fólk, sem nefnir sig stúdenta, að
stanga úr hugsun sinni
rassgarnarenda kommúniskrar
ýldu, áður en það þykist vera þess
umkomið að senda islenzku þjóð-
inni tóninn.