Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974
X i % ’■
t ■ I
Slagsíðan
skoðar fyrirbærið
G»'
Gabríella ei
Frá tónlistarkvöldi í M.H.
• NÝLEGA var haldid tón-
listarkvöld í Menntaskólanum vid
Hamrahlíd, og komu þar ein-
göngu fram nemendur í skólan-
um. VirÖist sem hressileg og frjó-
söm músík sé í lífinu í M.H. Slag-
síðan bað Hauk Þórólfsson, sem
lauk námi við skólann í fyrra, að
skreppa á tónlistarkvöldið fyrir
hana og veita lesendum innsýn f
tónlistarlíf mannskapsins í M.H. í
máli og myndum.
& ! r|
• Allt frá þeim tíma er Menntaskólinn við
Hamrahllð hóf starfsemi sína hefur tón-
listarllf þar staðið I miklum blóma, og verið
áberandi þáttur í félagsllfi nemenda. Arang-
ur þessa starfs hefur svo sýnt sig á tónlistar-
kvöldum sem tónlistarfélag skólans hefur
gengist fyrir nokkrum sinnum á vetri hverj-
um, þar sem nemendur og gestir þeirra hafa
komið fram.
Aðstæður á Miklagarði, en svo nefnist
hátlðasalur skólans, eru allgóðar til hljóm-
leikahalds, I honum er þokkalegur hljóm-
burður, en loftræsting fyrir neðan allar hell-
ur svo að oft vill verða mjög þungt loft og
svækjukennt er líða tekur á það sem fram fer
hverju sinni, en nóg um það. Tónlistarkvöld
það sem hér er um ritað var hið áttunda á
þessu ári og hið mesta bæði að efnum og
gæðum. Alls voru tólf atriði á dagskrá, en hér
verður þó aðeins fjallað um sex þeirra, þar eð
önnur atriði töidust til lókal brandara og
geta ekki talist áhugaverð nema fyrir nem-
endur skólans og aðra þá sem á staðnum
voru. I skólanum er starfandi kór undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur sem hefur
stjórnað honum allt frá byrjun.
A verkefnaskrá kórsins hafa einkum verið
ýmis sígild verk og þjóðlög frá ýmsum lönd-
um, en nútímasöngverk hafa þó ekki verið
skilin útundan, og hefur kórinn t.d. flutt
söngverk innlendra nútímatónskálda, og
nægir I því sambandi að nefna þá Þorkel
Sigurbjörnsson og Gunnar Reyni Sveinsson.
Kynnir kvöldsins var Björn Jóhannsson, og
benti hann gestum á það I upphafi að flestir
þeir er þarna kæmu fram væru meðlimir
kórsins, og sýnir það glögglega hversu mikill
hvati kórinn er öllu tónlistarlffi innan skól-
Kristinn Friðfinnsson vakti at-
hygli fyrir líflega sviðsfram-
komu.
Eftir að Björn hafði lítillega kynnt áheyr-
endum dagskrána söng kórinn nokkur lög, og
vöktu f jórar Slóvaskar þjóðvfsur í útsetningu
Skrafað á göngunum.
Réttarball" f Reyki
0 Eins og við bendum á annars staðar hér á síðunni hefur
menningarlífið í skemmtanadúrnum fjörgazt furðulega á fáum
dögum. Það á sennilega ekki eftir að lifa lengi. Kannski er það
mikið til þess vegna sem Slagsíðan hefur haft augastað á
þessu fáa, sem hefur verið að gerast og við viljum flokka undir
fyrirbæri. Ekki svo að skilja, að íslenzkt skemmtanalíf sé ekki
fyrirbæri yfirleitt. Við látum það liggja milli hluta. Lítum miklu
fremur á það, sem allir eru sammála um, að sé fyrirbæri. Þau
eru nokkur. Núna ætlum við að skoða eitt þeirra örlítið:
Þjóðsöguna Garðsböll.
0 Við skutumst þangað um daginn og vildum vel þótt
sitthvað færi öðru vísi en við ætluðum. Ekki má skilja þetta
svo, að við hefðum orðið varir við verulega breytingu, heldur
fremur, að okkur gafst ekki jafngóður kostur á að kynnast
einmitt þessum „dansleik" og við höfðum gert okkur vonir
um. Ástæðulaust að tyggja þá vitleysu upp og sérstaklega
þegar haft er í huga, að dellan var ekki okkar. Heimsk
„einkadilla" og stjörnunni fyrir verstu. Honum var illa við
myndavélina okkar. Nóg um það.
réttarball í sveitinni. Nú erum við
komin á „réttarball" I Reykjavlk. En
þetta „réttarballhald" kemur kind-
um ekkert við og er ekki bundið við
haustin, nema kannski að því leyti,
að þá koma kindurnar sjálfar af fjalli
til að komast á ball.
Hvað er Garðsball?
Nokkrum sinnum á vetri hverjum
hafa farið fram í grámóðulegu húsi
vestur I bæ einhverjir allra fjörug-
ustu dansleikir, sem haldnir eru I
Reykjavík. Það er ef til vill ekki
réttnefni að kalla þá fjöruga. nær
væri að segja, að þeir séu taumlausir
og þótt oft muni litlu fara þeir þó
aldrei úr böndunum. Að vlsu þurfa
sumir að æla ótímabært, aðrir reka
sig I rúður eða fólk. velta um koll og
úr getur orðið þó nokkur handagang-
ur. Fyrr i vetur skrifuðum við um
Það eru leigjendur á stúdentagörð-
unum, sem standa fyrir þessum
dansleikjum í fjáröflunarskyni nokkr-
um sinnum á vetri. Nú í vetur hefur
aðeins þessi eini dansleikur farið
fram og margir voru orðnir úrkula
vonar um, að hann færi yfirleitt fram
og mun það stafa af ýmsum vand-
kvæðum í sambandi við breytingar á
húsnæði í kjallara Gamla Garðs.
Reyndar óskuðu stúdentar eftir þvi
að fá afnot af Félagsstofnun
stúdenta að þessu sinni, en voru
krafðir um hærri leigugjald en svo,
að það þætti fýsilegt.
Slagsíðunni þótti ástæða til að
kanna hvort þær sögusagnir, sem
berast út um Reykjavik við og við og
eitt vikublaðið smjattaði á fyrir
nokkrum árum, eigi við nokkur rök
að styðjast. Þar voru Garðsböll köll-
uð „svallsamkomur" og þaðan af
verri nöfnum, sem ástæðulaust er að
tyggja upp. Af þessum dansleik að
marka fáum við ekki séð, að hér sé
um réttnefni að ræða. Þarna er að
visu drukkið stift, en varla miklu
meira en gengur og gerist. Það, sem
ef til veldur svallstimplinum, eru
sennilega kringumstæður drykkjunn-
ar. Gamli Garður verður tæpast kall
aður mjög heppilegt danshúsnæði.
Þarna þarf að nýta hvern krók og
kima, flest herbergi eru undirlögð,
gangar og stigar troðin og þar fram
eftir götunum. Þá er þrýstingurinn
utan frá mikili.
Fyrsta vandamálið er hvernig kom-
ast á inn. Auðvitað eru seldir miðar,
en í þá er ekki auðvelt að ná. Það er
engu llkara en Garðsböll séu ein-
hvers konar leynisamkomur. Þau eru
yfirleitt aldrei auglýst, eða lltið
a.m.k., en samt selst alltaf upp.
Ástæðan er sú, að húsið er lítið, en
ásóknin glfurleg.
Sumir eru svo heppnir að ná í
miða, en hvernig fer fyrir þeim, sem
brenna úti. Sumir sætta sig við orð-
inn hlut, en aðrir æsast um allan
helming. „Fyrst það er uppselt hlýt-
ur að verða fjör."
Þá er um tvennt að velja og sum-
um finnst síðari kosturinn neyðarúr-
ræði. Sá fyrri er að „byrja að drekka
snemma" hjá einhverjum kunningj-
anum á Gamla Garði. Þess er nefni-
lega alltaf gætt að geyma miða
handa gestum fbúanna. En síðari
kosturinn er að fara inn i húsið alls
staðar annars staðar, en þar sem dyr
eru.
heldri manna, skálað og gægzt í
augu náungans yfir glasbrúnina
o.s.frv. f þeim dúr. Þá voru stúdentar
orðnir „fullorðnir" ótrúlega ungir.
Annað timabilið hefst I stríðinu.
Leikurinn fer að æsast og fínheitin
og flott- hverfa. Evrópa er á nálum
og Garðsböllin fóru að sjálfsögðu
ekki varhluta af því. Taugaveiklunin
setur svip sinn á þessar samkomur.
Allir sameinast i þvi að drekka og
drekka mikið og þeir fáu, sem halda
sér edrú út ballið gera sig ekki seka
um að endurtaka það. Annaðhvort
með því að taka þátt i súpinu næst
eða koma aldrei aftur.
En hvað er það, sem gerir Garðs-
böllin svona sérstök? Við vöðum á
einn og syrjum. „Jaaa," segir hann
og dregur seiminn. „Eg hef nú ekki
velt þessu spursmáli sérstaklega fyr-
ir mér. Sennilega er það prinsipp-
ið. . ." Héma gafst hann upp við að
vera gáfaður.
„Hvern djöfulinn ertu að gera," og
Slagsiðan fær bylmingshögg i bakið.
„Var það innspirasjón." Slagsfðan
■
Það eru semsagt gluggarnir. Flest-
um er illa við þá leið, aðrirfara aldrei
öðru vfsi inn, þótt alltaf séu á verði
a.m.k. tveir Garðsbúar fyrir utan
húsið. Það tekst aldrei að setja alveg
fyrir lekann. Bragðið, sem leikið er,
er að sæta færi, þegar einhver
ókunnugur, óútsmoginn og kóf-
drukkinn er að gera vonlausa tilraun
til að klifra upp einhverja rennuna,
og skjótast upp og inn um glugga á
einhverju herberginu með aðstoð
vinveittra, sem þareru. „Ekkertauð-
veldara." segja þeir svo roggnir eftir
á.
V
ák — ::Í$
m
Þannig er troðningurinn viðast i húsinu, þótt mannmergðin sé mest við barina. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur).
Gamli Garður er fertugur á þessu
ári. Allar götur frá þeim tima hafa
Garðsböll verið haldin. Mynd þeirra
hefur að sjálfsögðu breytzt með tim-
anum, en þó má sennilega greina á
milli tveggja tímabila. Fyrra timabil-
ið varði i u.þ.b. 10 ár, þ.e. frá upp-
hafi fram til striðs. Þá voru þetta
sérlega skikkanlegar samkomur, þar
sem fordrykkja fór fram að hætti
„Æ, mér ersvi