Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 Guðmundur Gíslason skipstjóri-Minning Það var sem ský drægi fyrir sólu og syrti aö, er sú harmafregn barst til Isafjarðar laugardaginn 30« nóv. síðastliðinn, að 3 vaskir sjómenn á besta aldri hefðu farist við störf sín á hafi úti á skuttogar- anum Guðbjörgu frá Isafirði. Hafið hefir löngum tekið drjúgan toll meðal þeirra vösku manna sem fiskveiðar stunda við Islands- strendur, en ávallt er sem setji að manni hroll er slysin verða og maður sé síst viðbúinn þeim, er þau verða á nýjum og vönduðum skipum, en báran stóra sem brotnar á fleyi virðist eigi spyrja um stærð skips eða útbúnað enda oft svo að litla bátsskelin kemst heil til hafnar, en stór skip og vönduð verða bárunni að bráð. Einmitt þennan sama dag er þetta hörmulega slys varð, var jarð- settur einn mætasti borgari Isa- fjarðar, Jón Ben Ásmundsson skólastjóri Gagnfræðaskólans sem lést á mjög sviplegan hátt á besta aldri. Það er því skammt stórra högga á milli í svo litlu bæjarfélagi enda hefir „maðurinn með ljáinn" verið drjúgur við iðju sína hér í bæ á þessu ári og lagt hið mætasta fólk á besta aldri að velli og skilið eftir djúp og ógróin sár. Mikil sorg ríkir í hugum bæjarbúa og þá ekki síst þeirra nánustu eftirlif- andi. Vil ég með þessum fátæk- legu línum mínum votta öllum þeirra nánustu dýpstu samúð og bið góðan guð styrkja þau í sorg- inni. Guðmundur Gíslason vinur minn var aðeins 39 ára að aldri er hann drukknaði á m/s Guðbjörgu. Lætur hann eftir sig aldraða móður, eiginkonu þrjú börn og stjúpson. Hafði hann af dugnaði og þrautseigju búið konu sinni og börnum hið myndarlegasta heimili og var þar oft gestkvæmt, og gott að koma. Leiðir okkar Guðmundar lágu saman strax í bamæsku og á ég margar hug- ljúfar minningar frá þeim tímum. Eftir að við höfðum slitið barns- skónum héldust kynni okkar áfram og urðum við skipsfélagar á mörgum skipum, því báðir lögð- um við sjómennsku fyrir okkur fljótlega að skyldunámi Ioknu. Fyrir tíu árum varð svo úr að við eignuðumst saman bát, og áttum saman í 2 ár, en upp úr þeirri sameign slitnaði, með samkomu- lagi um að ég keypti hans hlut. Mun ég ávallt minnast dreng- skapar Guðmundar og hlýju í minn garð er hann rétti fram hönd sína og óskaði mér alls hins besta og sagði: „Pétur minn nú er þetta búið og gert og vona ég að þessi samningsslit verði eigi til þess að spilla vináttu okkar,“ enda hélst hún óbreytt til dauðadags hans. Guðmundur var mikill félags- hyggjumaður og hafði ákveðnar stjórnmálaskoðanir og hafði af þeim talsverð afskipti nú síðustu ár og voru honum falin þar trúnaðarstörf sem ég veit að hann hefir leyst af hendi af bestu sam- visku og alúð. Hann átti stundum til að vera óvæginn og harðskeytt- ur ef svo bar undir, en gerði það af sinni bestu sannfæringu, og það tel ég vist að enga óvildar- menn átti hann, þvi fljótur var hann til sátta, ef hann taldi sig hafa beitt einhvern rangindum. Guðmundur var formaður Sjó- mannafélags Isfirðinga nú síðast- liðin ár og barðist þar ötulli bar- áttu til þess að rétta hlut þeirra er minnst máttu sín og mun þar verða skarð fyrir skildi við fráfall hans. Guðmundur var einn helsti forvígis maður þess að reistur yrði hér á Isafirði minnisvarði sjómanna og barðist af sínum al- kunna dugnaði fyrir þvi, að af því yrði. Varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi nú s.l. sumar að árang- ur varð af er hið glæsilega minnismerki var afhjúpað á Eyr- artúni. Það hvarflar margt að er leiðir skiljast, en hugur og hönd vilja oft eigi saman fara'. Einnig veit ég að hans verður minnst á margan og verðugan hátt. Ég og fjölskylda mín munum ávallt minnast hans sem hins mesta drengskapar manns og f jölskyldu- vinar. Vió óskum honum góðrar heimkomu handan móðunnar miklu, um leið og við biðjum þann sem öllu ræður um styrk til handa móður hans, eiginkonu, börnum og skyldmennum og venslafólki á þessari raunastundu. Ég bið góð- an guð um styrk til handa eftirlif- andi skipshöfn á m/s Guðbjörgu vegna þessa hörmulega atburðar. Ég vil færa Guðmundi sérstakar þakkir fyrir þau góðu áhrif sem hann hafði á son minn er hann hóf sjómennskuferil sinn undir hans handleiðslu aðeins 12 ára gamall á bát þeim er við áttum saman, umhyggja hans og hjálp- semi samfara myndugleik sem stjórnanda hefir tvímælalaust orðið honum að góðu vegarnesti síðar, en hann hefir ávallt stundað sjómennsku siðan og minnist nú Guðmundar, sfns fyrsta skipstjóra, með hlýjum hug og þökk fyrir samfylgdina og hans tryggu vináttu. Blessuð sé minning hans og skipsfélaga hans Afmælis- og miimingar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. tveggja er urðu honum samferða yfir landamæri lífs og dauða. Vil ég að lokum vitna I áletrun þá, sem greypt er I minnisvarða sjómanna á Isafirði. Til heiðurs þeim sem horfnir eru. Til heilla þeim sem halda á haf. Pétur Geir Helgason. Felaqslif Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur jólafund sinri ! Safnaðar- heimili kirkjunnar næstkomandi mánudag 9. des. kl. 8.30 síðd. Dr. Jakob Jónsson flytur hugleið- ingu um jól i Kanada. Strengja- kvartett úr Tónlistarskólanum leik- ur jólalög og fleira verður til skemmtunar. Kaffi. Konur mega bjóða með sér gestum. Kvenstúdentar Jólafundurinn verður í Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 9. des. kl. 8.30. Stúdínur frá M.A. sjá um skemmtiatriði. Jólapakkahapp- drætti. Munið UNICEF-kortin. Stjórnin. Kökubasar Fóstbræðrakonur halda sinn ár- lega kökubasar i Félagsheimili Fóstbræðra að Langholtsveg 109—111 sunnudaginn 8. desember kl. 2. ETRI LAUSN1 Já reyndar — Vió bjóóum, nú sem fyrr mikió og vandaó úrval af hinum heimsþekktu hreinlaetis- tækjum frá IDEAL STANDARD -hvítum og lituóum-Þaó er betri LAUSN, okkar LAUSN. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu 30 — Bankastræti 11 — Sími 11280 Gólfteppi 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Haldið þér, að nokkur rfkur maður geti verið kristinn? Vissulega trúi ég því.Eg veit, að þetta er unnt, því að eg hef kynnzt ríku fólki, sem er einlægir læri- sveinar Jesú, og eg hef kynnzt fátæku fólki, sem hugsar nótt og dag um peninga. Það er ekki próf- steinninn, hversu mikla peninga menn eiga, heldur hvernig við verjum því, sem okkur er falið á hendur. Ef við erum kristin, viljum við nota allt, sem við eigum, hvort sem það er lítið eða mikið, til þess að efla himnaríki á þessari jörð. Biblían segir: „Ef þér hafið því ekki verið trúir í hinum rangláta mammon (þetta táknar peninga), hver mun þá trúa yður fyrir sannri auðlegð?" (Lúkas 16,11). Hinn sanna auðlegð eru þeir hlutir, sem eru eilífir. Ýmsir halda, að falleg húsgögn, mjúk gólfteppi og sjónvarpstæki nægi til þess að gæða heimili þeirra fegurð. Kristinn maður veit, að mjúk rödd, lang- lyndi, skilningur og kærleikur eru meira virði en efnisleg gæði. Þeir eru sumir, sem líta svo á, að þeir megi nota allt, sem þeim fellur í skaut, sjálfum sér til ánægju og þæginda. Kristinn maður lokar ekki augunum fyrir þörfum annarra, og hann gefur af örlæti, eftir því sem efni hans leyfa. Sá, sem er verður þess að bera nafn Krists, er góður ráðsmaður alls þess, sem hann á. Einlægur, kristinn maður, sem hefur mikið handa á milli, notar drjúgan tíma til þess að íhuga, hvernig hann megi verja eigum sínum til þess að bæta heiminn. Lítið í kringum yður, og þér munið finna einhvern, sem hefur þetta fyrir stafni. Nýjar gerðir af enskum Acryl og ullarteppum Sérstakur staðgreiðslu-afsláttur til jóla eða greiðsluskilmálar Tökum mál, sníðum og leggjum teppin PERSÍA, Skeifan 11 Sálarrannsóknafélag Suðurnesja Jólafundurinn verður haldinn i Tjarnarlundi Keflavik, þriðjudag- inn 10. þ.m. kl. 20.30. Fundar- efni annast gestir frá Reykjavík. Söngur. Kaffiveitingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.