Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 Dagný Júlíusdóttir —Minningarorð F. 5. ágúst 1894 D. I. des. 1974. Dagný Júlíusdóttir var fædd á Seyðisfirði 5. ágúst 1894. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Magnús- dóttur og Júlíusar Guðmundsson- ar sjómanns, sem fluttust til Seyðisfjarðar frá Vestmanna- eyjum skömmu eftir 1890. Sigríð- ur var ættuð frá Berjanesi í Vest- ur-Landeyjum, bróðurdóttir Þor- steins Jónssonar læknis í Vest- mannaeyjum, en Júlíus var bróðir Ástgeirs skipasmiðs í Litlabæ. Faðir þeirra var Guðmundur Ög- mundsson, sem bjó i tómthúsinu Borg í Vestmannaeyjum og var sonur Ögmundar Pálssonar í Auraseli, sem þekktur er i þjóð- sögum. Systurnar frá Berjanesi voru fjórar, og voru tvær þeirra bú- settar í Vestmannaeyjum, hús- freyjurnar Kristín í Litlabæ og Guðrún á Búastöðum; einnig bjó uppeldisbróðir þeirra, Guðlaugur Hansson, í Eyjum, en elsta systir- in, Astríður, bjó yfir 50 ár að Nýjabæ i Ölfusi. Avallt var mjög kært með þeim systrum og voru þær alia ævi sérstaklega glaðvær- ar og léttar i lund. Var það i minnum haft, að eitt sinn, er þær hittust allar á efri árum á heimili Dagnýjar í Reykjavík, upphófu þær söng eins og þær höfðu svo oft gert á æskuárum í Berjanesi. Dagný Júlíusdóttir erfði í rikum mæli þessa léttu iund, en þó var hún alvörukona, vel gefin og næmgeðja. Hún var sérstaklega trygglynd og hinu fjölmenna og náskylda frændaliði í Vestmanna- eyjum sýndi hún ávallt órofa tryggð. Var alla tíð mikil og góð vinátta milli hennar og frænd- systkinanna frá Litlabæ og Búa- stöðum. Á æskuárum Dagnýjar á Seyðis- firði voru þar miklir menningar- straumar, og yfir bænum, sem þá var í örum vexti, var mikil reisn og þróttur. Seyðisfjörður var á þessum árum talinn annar höfuð- staður landsins. Þar var þá mikið menningarlíf, blaðaútgáfa tals- verð, en blöðunum ritstýrðu, um og eftir aldamótin, menn eins og skáldin Þorsteinn Erlingsson og Þorsteinn Gislason. I skólamálum hafði Karl Finnbogason mikil og góð áhrif á æsku bæjarins. Hinir norsku athafnamenn, sem byggðu upp og mótuðu Seyðisfjörð, settu sterkan og aðsópsmikinn svip á mannlífið. Dagný Júlíusdóttir ólst upp við kröpp kjör þeirra daga, en for- eldrar hennar eignuðust 8 börn og stundaði Júlíus sjóinn á opn- um bátum og skútum. Fjögur systkinanna komust til fullorðins- ára. Dagný var þeirra elst og varð snemma að hjálpa til á heimilinu. Þau systkini eru nú öll látin, en þau, er komust til fullorðinsára, voru: Guðmundur, síðar verk- stjóri hjá Kárafélaginu í Viðey, en hann drukknaði þar á svipleg- an hátt árið 1927 frá eiginkonu sinni, Jóhönnu Bjarnadóttur og þrem kornungum börnum: Jakob, sjómaður er andaðist í siglingum erlendis; og Elísabet, sem gift var Hinriki Jónssyni, og bjuggu þau iengst af við Ránargötu hér í borg, en siðar i Kópavogi. Þau eru nú bæði látin og andaðist Elísabet á s.l. vori. Það fór ekki framhjá neinum, sem kynntist Dagnýju heitinni, að þrátt fyrir stutta skólagöngu á æskuárum var hún vel menntuð, og hafði aflað sér þeirrar mennt- unar, sem félausri alþýðustúlku stóð til boða í þá daga. Hafði Dagný tileinkað sér hið besta í menningu fæðingarbæjar síns. Hún hafði alla tíð sérstaklega fágaða og vandaða framkomu; var ástúðleg og nærgætin. Rithönd hafði hún sérstaklega failega og sendibréf hennar voru einkar skemmtileg og fróðleg. Árið 1912 fór hún fyrst til Reykjavíkur og vistaðist hjá Þorsteini Gíslasyni ritstjóra, sem þá var fluttur til bæjarinsfrá Seyðisfirði; síðar var hún við afgreiðslustörf i Silkibúð- inni við Laufásveg hjá frú Ragn- heiði Bjarnadóttur og manni hennar Þorleifi Jónssyni, rit- stjóra og síðar póstmeistara. Dag- ný hélt ævilangri tryggð við þetta fólk, og er frú Ragnheiður hætti rekstri Silkibúðarinnar, keypti Dagný verslunina ásamt Helgu dóttur sinni og ráku þær mæðgur þar hannyrðaverslun i nokkur ár um og eftir 1960. Rúmlega tvítug að aldri fór Dagný til æskuvin- konu sinnar, Valgerðar Jansen, sem búsett var á Florö i Noregi, en Valgerður var norskrar ættar, fædd og uppalin á Seyðisfirði. Dagný dvaldist I Noregi í nokkur ár og hafði æ síðan mikil og náin tengsl við vinafólk sinn þar. Árið 1925 fluttist Dagný alfarin til Reykjavíkur og dvaldist hér í borg upp frá þvi. Fyrstu árin hér i Reykjavík vann hún við verslunarstörf, en þegar aldur færðist yfir foreldra hennar hélt hún alveg fyrir þau heimili og rak matsölu fyrst í Túngötu 6, en síð- ar í Tjarnargötu 10 og 40 og síðast að Bjarkargötu 12; var hún sér- stakur snillingur í matargerð. Foreldrar Dagnýjar dvöldust hjá henni til æviloka og áttu þar fagurt ævikvöld, en hún hugsaði um þau til hinstu stundar af sinni meðfæddu nærgætni. Júlíus and- aðist árið 1951, en Sigríður dó í hárri elli, tæplega 94ra ára að aldri, árið 1957. Það voru lengst af einkum stúlkur, sem voru í fæði hjá Dagnýju, og var hún dáð af stúlkunurn sínum, eins og hún kallaði þær alia jafna. Margar þeirra urðu vinkonur hennar alla ævi. Af sinni miklu tryggð hélt Dagný ávallt sambandi við vini sína frá Seyðisfirði og starfaði i Félagi austfirskra kvenna hér i borg. Hún var þó mikill Reyk- víkingur og þótti ákaflega vænt um Reykjavík og fagran fjalla- hring höfuðstaðarins. Tjörnin, sannkallaður vorboði þessarar borgar, var henni sérstaklega kær meó öllu sínu lífi og skrúði; átti Dagný lengst af heima í næsta nágrenni við Tjörnina. Einkadóttir Dagnýjar, Helga Þorsteins, var alin upp hjá hjón- unum Rögnu og Þorsteini Jóns- syni, stórkaupmanni á Seyðisfirði og siðar i Reykjavík. Eftir að Dagný fluttist til Reykjavíkur tókst náið samband milli hennar og Helgu. Þó að atvikin hafi hagað þvi svo, að Dagný nyti ekki þess unaðar, sem það er hverri móður að vera samvistum með barni sínu á bernskuárum þess, þá var móðurkærleikur hennar samur, og hafði fremur styrkst við aðskilnað áranna, og var alla tið innilegt samband með þeim mæðgum, gagnkvæm ást og virðing. 1 erfiðleikum og miskunnar- leysi styrjaldaráranna, er Helga stóð skyndilega ein uppi með tvö ung börn sín, fluttist hún til móður sinnar og hjálpuðust þær að þetta erfiða timabil. Síðustu árin og i hinni löngu og erfiðu banalegu Dagnýjar, sýndi Helga sem oft fyrr, sinn mikla dugnað; kærleika og umönnun fyrir móður sinni. Börn Helgu og eigin- manns hennar, Magnúsar Teits- sonar, urðu fjögur, nú öll upp- komin. Þau og þeirra börn voru sérstakir augasteinar Dagnýjar, þó að segja megi, að hún tæki hvert barn, sem kom á heimili hennar, sérað hjarta. Mikið og náið samband var ávallt með + Þakka af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins mfns GUÐNA GUÐMUNDSSONAR Hraunbæ 106. Vigdís Runólfsdóttir. Bróðir minn, ÞORLEIFUR GUÐJÓNSSON, Leifsgötu 6, andaðist á heimili sinu 29. nóv. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 9 des kl 1.30. Fyrir hönd systkina, GuSný Guðjónsdóttir. + Eiginkona min, móðir okkar tengdamóðir og amma ANNA E. VIGNIR Samtúni 40 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 10 desember kl 1 ^ 00 Sigurhans Vignir IrisVignir. Guðmundur Hannesson Ragnar Vignir. Hafdis Vignir. og barnabörn. Útför + ÁGÚSTAR HÖSKULDSSONAR, byggingafræðings. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. des kl. 3. Auður Hafsteinsdóttir, Gyða Ágústsdóttir, Hafsteinn Ágústsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Auður Gyða Ágústsdóttir, Guðný Hreiðarsdóttir. + Konan mín, INGIBJORG STEFÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin að Völlum i Svarfaðardal, þriðjudaginn 10. desem- ber kl. 2 e h Fyrir hönd vandamanna, Pétur Holm. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, HARÐAR SIGURJÓNSSONAR frá Bakkavelli. Sérstakar þakkir sendum við starfsliði Landspítalans og sjúklingum svo og starfsfólki og vistmönnum á Vinnuhælinu að ReykjalundL Guð blessi ykkur öll. Magnús Sigurjónsson og Jónina Sigurjónsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, STEFÁN GUÐNASON, verkstjóri, Bergstaðastræti 1 7, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn desember kl. 1.30 10 Guðný Richter, Þórhallur Stefánsson, Ásta Stefánsdóttir, Gunnar Stefánsson, Margrát Stefánsdóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Unnur Hjaltalin, Egill Ástbjörnsson, Þóra Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Gfs|i Brynjó|fsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabórn. + Móðir okkar EVA JÓHANNESSON, andaðist i Kaupmannahöfn 6 des. sl. Bryndis Eliasdóttir, Elfsabet Eliasdóttir, Jóhannes Eliasson. + Útför móður minnar DAGNÝJAR JÚLÍUSDÓTTUR ferframfrá Dómkirkjunni mánudaginn 9 desember kl 13.30. Helga Þorsteins. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför hjartkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og bróður, HILBERTS JÓNS BJÖRNSSONAR. Ásta Þorkelsdóttir, Sævar Hilbertsson, Þorbjörg Hilbertsdóttir, Jóhannes Þórólfur Guðmundsson, Reynir G. Karlsson, Svanfríður Guðjónsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir vandamenn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug og tengdaföður. við andlát og útför föður okkar ÞÓRÐAR BJÖRNSSONAR skipstjóra frá Norðfirði. Sigrfður Þórðardóttir, Sæmundur Sigurðsson, Eirfkur Þórðarson, Þórdfs Sigurðardóttir, Svava Þórðardóttir, Ólafur Metúsalemsson. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, AXELS O. SMITH pfpulagningarmeistara. Sérstakar þakkir færum við Oddfellowstúkunni Ingólfi. Kiwanisklúbbi Heklu og Félagi pipulagningarmeistara fyrir virðingu honum sýnda Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Svanhvft Smith.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.