Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 48
jregpttiMðfrft Ronson Electronic gjöfin, sem vermir BONSON SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 Blönduósbátarnir teknir eins oghverj- ir aðrir lögbr jótar SKIPSTJÓRAR rækjubát- anna tveggja frá Blönduósi — Aðalbjargar og Nökkva hafa haidið áfram rækju- veiðum á Húnaflóa, þrátt fyrir veiðileyfissvipting- una og munu hafa landað á Blönduósi í gær. Morgun- blaðið sneri sér til Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra og spurði hann hver yrðu við- brögð stjórnvalda vegna þessa, hvort iandhelgis- ÞAÐ má með sanni segja, að viðskiptalífið blómstri ávallt i jóla- mánuðinum. Þá gerast ólíklegustu menn kaupmenn og pranga inn á náungann hinu og þessu. Hér er Ljón- ið Guðmundur Jóns- son með eitt fórnar- dýra sinna, Hauk Bjarnason rannsókn- arlögreglumann. Haukur keypti Ijósa- perur og virðist ánægður með viðskipt- in. Ekki er víst að hann hafi gert góð kaup, þegar kostnaðar- verð hverrar peru er reiknað út, en mis- munurinn fer í gott málefni — og það er fyrir öllu. — Ljósm.: Ól. K. M. Þangmjölsverksmiðjan í gagnið í vor: Samið um 5.000 tonna lág- markssölu á ári í 10 ár Braga Jósepssyni sagtuppstörfum MORGUNBLAÐINU er kunnugt um, að dr. Braga Jósepssyni, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu, hafi verið sagt upp störf- um í ráðuneytinu. Blaðið hefur ftrekað gert tilraun til þess að hafa samband við dr. Braga Jósepsson eða fá með öðrum hætti upplýst, hvað valdi þessari uppsögn, en það hefur ekki tekizt. NVLKGA er hafið útboð á hluta- fjáraukningu þangmjölsverk- smiðjunnar á Reykhólum, en ákveðið hafði verið að auka hluta- fé verksmiðjunnar úr 68 milljón- um króna f 100 milljónir. Nú hef- ur verið gengið frá samningum við skozka félagið, sem kaupir framleiðslu verksmiðjunnar og er þar samið um 5 þúsund tonna lágmarkskaup á ári f 10 ár á lág- marksverði, sem tengt er vísitölu f brezkum efnaiðnaði. Fyrirhugað er að verksmiðjan taki til starfa í maí f vor og mun hún veita um 40 manns atvinnu. Vilhjálmur Lúðvíksson hjá Iðn- þróunarnefnd sagði í viðtali við Mbl. i gær, að viðskiptasamningur þangmjölsverksmiðjunnar við skozka félagið, Alginate Industries Ltd., væri nokkuð ein- stæður miðað við markaðsöryggi í dag, þar sem samið væri um lág- marksverð bundnu vfsitölu. Hann kvað vísitöluna, sem miðað væri við, vera mjög háða olíuverði og því ætti það að vera mjög hag- kvæmt verksmiðjunni, sem fær meginorku sfna frá jarðhita. Orkukostnaður við þurrkun þangs er alla jafna verulegurhluti reksturskostnaðar slíkra verk- smiðja. Umrætt lágmarksverð er ekki umsamið söluverð — heldur aðeins lágmarksverð og er það umsemjanlegt aftur á hverju ári f ijósi raunkostnaðar verksmiðj- unnar og annarra hækkana. Þegar hefur verksmiðjubygg- ing þangmjölsverksmiðjunnar á Karlsey verið reist og er hún nú fokheld. Er verið að byrja á inn- réttingum. Þá hefur verið gengið frá þangmóttökuplani fyrir utan húsið og verið er að ganga frá undirstöðum undir mjölgeymslu- turna, sem síðan verða reistir með vorinu. Vélar i verksmiðjuna koma til landsins í febrúar- eða marzmánuði og verða þá settar niður. Nú um þessar mundir er verið að leggja hitaveitu frá Reyk- hólum út i Karlsey og lagður hefur verið út hafnargarður frá eyjunni og út á svæðið, þar sem 25 handteknir við Þórscafé LÖGREGLAN f Reykjavfk átti annrfkt fyrir framan skemmti- staðinn Þórscafé í fyrrinótt. Safnaðist mikill mannfjöldi þar saman, og voru mjög margir áber- andi ölvaðir. Kom til áfloga, án þess þó að slys yrðu. Varð lögregl- an að handtaka 25 manns vegna ölvunar og óspekta, fyrir framan skemmtistaðinn. síðar verður gerð bryggja. Jafn- framt er verið að leggja raflínu frá Reykhólum og i eyna og er fyrirhugað að setja niður disilraf- stöð í verksmiðjubyggingunni, en hún á að verða varaaflstöð fyrir byggðarlagið. Standa vonir til þess að vinnsla i verksmiðjunni geti hafizt i mai í vor — ef allt gengur sem horfir. Þó mun hafnargerð vera talsvert á eftir Framhald á bls. 47. gæzlan yrði hugsanlega sett til höfuðs þessum bátum. „Vitaskuld verða bát- arnir teknir, eins og hverj- ir aðrir lögbrjótar,“ svar- aði ráðherra. „Þessar veiðar eru háðar leyfum og án þeirra mega bátar ekki stunda þær.“ Vegna frétta- tilkynningar forráða- manna Særúnar, rækju- verksmiðjunnar á Blöndu- ósi, sem birtist í Mbl. i gær, kvaðst ráðherra vilja benda lögfræðingunum i Reykjavík, sem að þessari verksmiðju standa, á að það hefði aldrei verið um það deilt að rækjuveiðar skyldu vera háðar ströng- um Ieyfum og þær væru undir vísindalegu eftirliti fiskifræðinga á Hafrann- sóknastofnuninni. Samfara slíkum leyfum yrði að vera samræming milli vinnslu- staða. „Ég held að engum detti í hug, ekki einu sinni þessum löglærðu frjáls- ræðispostulum í Reykja- vík, að gefa eigi rækju- veiðarnar frjálsar,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Geirfinnsmálið: iHinir eftirlýstu gefa sig ekki fram ÞEGAR Mbl. hafði sam- band við lögregluna í Keflavík í gærdag, skömmu áður en blaðið fór í prentun, var fátt nýtt af Geirfinnsmálinu að frétta. Enginn þeirra fimm manna sem lýst hefur ver- ið eftir í sambandi vió hvarfið, hefur gefið sig fram. Eru enn ítrekuð þau tilmæli lögreglunnar, að þeir gefi sig fram hið fyrsta. Lögreglan telur sig vita með nokkurri vissu hver það var, sem fór úr landi daginn eftir að Geir- finnur hvarf, undir fölsku nafni. Eru litlar sem engar líkur taldar á því, að hann sé viðriðinn þetta mál. Fulltrúar Norsk hydro kanna að- stæður fyrir norðan og austan NORSKA stóriðjufyrirtækið Norsk hydro hefur sýnt áhuga á þvf að setja hériendis á stofn stór- iðju f samvinnu við fslenzk stjórnvöld. Þetta mál er þó enn á frumstigi, en starfssvið Norsk hydro er einkum álbræðsla og með tilliti til þess hafa fulltrúar fyrirtækisins kynnt sér aðstæður norðan lands og austan. Einnig hefur verið rætt við fulltrúa Norsk hydro um hugsanlega aðild að rekstri sjóefnavinnslunnar á Reykjanesi, en norska fyrirtækið er stór framleiðandi á magnesíum. I samtali við Morgunblaðið sagði Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri og formaður viðræðu- nefndarinnar um orkufrekan iðnað, að undanfarin tvö ár hefðu fulitrúar Norsk hydro átt við- ræður við nefndina um þessi mál. Jóhannes kvað þetta hafa verið almennar könnunarviðræður um hugsanlega samvinnu á sviði stór- iðju í framtíðinni og viðræðurnar þá einkum snúist um álbræðslu, en einnig hefði sjóefnaverk- smiðjan á Reykjanesi verið orðuð við fulltrúa Norsk hydro. Jó- hannes sagði ennfremur, að full- trúar Norsk hydro hefðu verið talsvert hér á landi og kynnt sér aðstæður með tilliti til stofnunar álbræðslu norðaniands og austan. Jóhannes Nordal tók fram, að á þessu stigi væri hér eingöngu um könnunarviðræður að ræða. Málið væri ekki komið á neitt samnings- stig enn, heldur snerust við- ræðurnar um gagnkvæma upplýs- ingamiðlun. Norska dagblaðið Adresse- avisen hefur það nýlega eftir Jon Storækre, talsmanni Norsk hydro, að Norájt hydro hafi sem alþjóð- legt fyrirtæki vakandi auga með öllum möguleikum á að færa út kvíarnar og um þessar mundir sé Island sérstaklega áhugavert í þvf sambandi. „Við getum aðeins staðfest að um tíma höfum við verið í sambandi við íslenzk stjórnvöld um hugsanlega sam- vinnu á sviði iðnaðarupp- byggingar. Forsendan er að sjálf- sögðu orkuskorturinn hér í Noregi. Island er eitt af fáum löndum sem enn hefur yfir veru- legum ónýttum orkulindum að ráða og Norsk hydro hefur áhuga á aðild að orkufrekri iðnaðar- framleiðslu á Islandi. Við- ræðurnar eru þó á byrjunarstigi og við viljum því ekki ræða um málið í smáatriðum." Þjóðhátíðarmunt: Sexföldunnafn- verðs á 1/2 ári 1 BANDARÍSKA myntblaðinu „World Coin News“, sem út kom f nóvember s.l. eru aug- lýstar til sölu margar fslenzkar myntir og peningar. Mesta at- hygli vekur auglýsing frá fyrirtækinu Agimpex í Montreal f Kanada, sem aug- lýsir sérunnin gullpening úr serfu þjóðhátíðarmyntar Seðlabankans, nafnverð 10 þúsund krónur, á 500 dollara, eða ca. 58.500 krónur. Er þetta nær sexföldun nafnverðs á tæpu hálfu ári. Þá má nefna sem dæmi, að annað fyrirtæki býður Alþingishátíðarpening frá 1930 á 125 dollara, eða um 14 þús. kr. Alþingishátíðarsettið frá 1930, 3 peningar, er boðið á 275 dollara, eða um 32 þúsund kr. Minnispeningur Jóns Sigurðssonar frá 1961 nafn- verð 500 krónur, er boóinn á 375 dollara, eða um 44 þúsund kr. Er hér um að ræða stórkost- lega aukningu nafnverðs á þessum tíma.____________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.