Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 Framkvi Útgefandi Bmdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur KonrðS Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, simi 10 100. ASalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. ð mðnuSi innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakiS Ritstjórnarfulltrúi Frðttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Ríkisstjórn Helmuts Schmidts i VÞýzka- landi virðist ekki skilja þá einföldu staðreynd, að ís- lendingar láta ekki kúga sig til nauðungarsamninga í landhelgismálum með þvingunaraðgerðum. Jafn- aðarmannastjórnin í V- Þýzkalandi er bersýnilega þeirrar skoðunar, að hún geti knúið okkur til samn- inga með hverskyns of- beldisaðgerðum. Á annan veg verður ekki skilin sú ákvörðun, v-þýzku ríkis- stjórnarinnar að setja löndunarbann á íslenzkan fisk í þýzkum höfnum í kjölfar töku skuttogarans Arcturusar. Hér er að sjálfsögðu um „fádæma þvingunaraðgerðir“ að ræða, eins og Geir Hall- grímsson forsætisráðherra réttilega benti á í viðtali við Morgunblaðið er frétt barst um löndunarbannið. Ef v-þýzk stjórnarvöld heföu kynnt sér sögu land- helgisbaráttu íslendinga síðustu áratugi hefðu þau komizt að raun um, að of- beldisaðgerðir af þessu tagi hafa engin áhrif á af- stöðu okkar. Bretar hafa beitt okkur iöndunarbanni og þeir hafa beitt okkur hernaðarlegu ofbeldi. En þær aðgerðir hafa engin áhrif haft önnur en þau að heröa samstöðu íslenzku þjóðarinnar í baráttunni fyrir yfirráðum land- grunnsins alls. Meira að segja hafði löndunarbann Breta fyrr á árum þau hag- stæðu áhrif á þjóðarbúskap okkar, þegar fram liðu stundir, að aukin áherzla var lögð á verkun afurð- anna, minna gert af því að selja fiskinn sem óunnið hráefni og nýir markaðir voru unnir upp í Banda- ríkjunum og víðar. í öllum tilvíkum unnum við fullnaðarsigur í samskipt- um okkar við Breta. Svo var þegar fiskveiðilögsag- an var í upphafi færð út i 4 sjómílur, síöan i 12, þá í 50 mílur og nýr áfangi er framundan. Hefðu v-þýzk stjórnvöld kynnt sér þessa sögu hefði það kannski hjálpað þeim til að verða sér ekki til skammar eins og nú hefur orðið. Talsmaður v-þýzku stjórnarinnar hefur sagt, að löndunarbannið verði í gildi, þar til íslendingar hafi komið fram með það, sem Þjóðverjar kalla „að- gengileg skilyrði“ fyrir nýjum viðræðum. Svarið við þessari ósvífnu yfir- lýsingu er ofur einfalt. Við ljáum ekki máls á nokkrum viðræðum við V-Þjóðverja fyrr en þeir hafa aflétt löndunarbanninu í þýzkum höfnum. Þeir hafa komið málinu í þann hnút, sem það er komið. Það er þeirra að leysa þann hnút og okk- ur íslendinga skiptir engu máli, hvenær Helmut Schmidt og hans mönnum þóknast að stíga fyrsta skref til sátta. Það er þeirra mál. Fram til þessa hefur Landhelgisgæzlan verið af- ar mild í afstöðu sinni til v-þýzku togaranna, sem veiða hér við land. í fyrstu stafaði það af viðureign- inni við Breta, en einnig vegna þess að þýzku togar- arnir hafa yfirleitt hypjað sig á brott, þegar stuggað hefur verið við þeim. En taka þýzka togarans Arcturusar er merki þess, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að herða aðgerðir gegn v-þýzkum veiðiþjóf- um í íslenzkri landhelgi, og er það vel. Meðan v-þýzkir ráóa- menn íhuga, hvernig þeir eiga að koma sér úr þeirri sjálfheldu, sem þeir hafa komið sjálfum sér í með ofbeldisaðgerðum gegn gamalli vinaþjóð, hljótum við að margefla undirbún- ing okkar aó útfærslu í 200 sjómílur. Menn mega alls ekki sofna á verðinum, þótt nokkurrar bjartsýni gæti hjá sumum um árangur hafréttarráðstefnunnar á næsta ári. Skiptar skoðanir eru um, hvort 200 milna efnahagslögsaga hljóti þar nægilegt fylgi, en jafnvel þótt menn kunni að sjá ástæðu til bjartsýni sýnir reynslan okkur, að veóra- brigðin eru snögg á al- þjóðavettvangi. Þess vegna verður undirbúningur okk- ar að útfærslu i 200 sjómíl- ur á næsta ári að miðast við það, að við eigum harða baráttu fyrir höndum. Dagar nýlendustefnunn- ar og yfirráða nýlenduríkj- anna yfir auðlindum smá- þjóða eru löngu liðnir. Samt sem áður er enn reynt að halda nýlendu- stefnunni uppi hér í norðurhöfum í skjóli svo- nefnds „sögulegs réttar“. 1 krafti þess, að stórveldin í Evrópu hafi áður fyrr hag- nýtt sér auðlindir, sem með réttu eru okkar eign, vilja þau halda því áfram. En með sama hætti og Bretar eiga með réttu olíuna á botni Norðursjávar og Þjóðverjar kolin í Ruhr er fiskurinn á landgrunns- miðunum við ísland okkar eign og við einir höfum rétt til að hagnýta þessar auðlindir. Það er tími til kominn að stórveldi á borð við V-Þýzkaland skilji þetta, svo að það verði sér ekki til skammar i sam- skiptum við smáþjóð eins og því miður hefur orðið raunin nú. Löndunarbannið er vandamál V-Þjóðverja — ekki okkar Reykjavíkiirbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 7. des.* Umræður um varnarmál Á Alþingi fóru sl. þriðjudag fram miklar umræður um varnar- mál i tilefni af skýrslu utanríkis- ráðherra um samninga við Banda- ríkjamenn um fyrirkomulag varn- armálanna á Keflavíkurflugvelli og stöðu varnarliðsins. Umræður þessar voru óvenju hógværar og Alþýðubandalagsmenn voru hvergi nærri jafn æstir og venja er til, þegar um varnarmál er rætt. I ritstjórnargrein Tímans sl. fimmtudag er um þetta fjallað, m.a. á eftirfarandi hátt: „Astæðan til þess að viðbrögð þingmanna Alþýðubandalagsins voru jafn hófleg og raun varð á, er vitanlega sú, að þeir finna, að þetta nýja samkomulag stefnir i rétta átt, þótt þeir telji ekki póli- tískt rétt að viðurkenna það opin- berlega. Þeim er Hka ljóst, að hefði verið mynduð vinstri stjórn með þátttöku Alþýðuflokksins á síðastliðnu sumri myndi hafa verið gert lítið annað í varnar- málunum en það, sem felst í þessu samkomulagi. Ef Alþýðu- bandalagið hefði viljað koma á vinstri stjórn eins og fullyrt er i stjórnmálaályktun nýlokins landsfundar þess, hefði það orðið að sætta sig við, að ekki væri annað aðhafst í varnarmálunum en það, sem felst í umræddu samkomu- lagi. Neiti Alþýðubandalagið þessu, neitar það jafnframt að það hafi viljað mynda stjórh á sl. sumri, því að Alþýðuflokkurinn var ófáanlegur til samstarfs á öðr- um grundvelli. Með hinu nýja samkomulagi er stefnt augljóst í þá átt, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur markað. Fækkað verður í hernum og Is- lendingar taka við störfum, svo að auðveldara verður að láta herinn fara, þegar þar aó kemur. Einangrun hersins verður aukin. Fylgt verður fram takmörkun á útsendingum hersjónvarpsins. Það er ekki annað en brosleg sögufölsun, þegar Alþýðubanda- lagsmenn segja, að hér sé verið að fylgja fram stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Eða vill Þjóðviljinn benda á, hvenær Sjálfstæðisflokk- urinn hefur barizt fyrir fækkun varnarliðsmanna, aukinni ein- angrun hersins eða takmörkun á hersjónvarpinu?“ Hér er f fyrsta lagi á það bent, að ný vinstri stjórn, sem kommún- istar vildu taka þátt í, hefði leyst varnarmálin á eitthvað svipuðum grundvelli og nú hefur verið gert. I öðru lagi er á það bent, að stefna Alþýðuflokksins i varnarmálum sé í samræmi við ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar, og loks er þvi mót- mælt, að um einhverja sérstefnu Sjálfstæðisflokksins sé að ræða við lausn varnarmálanna nú. Afstaða Alþýðubandalags Skoðum þessi framangreindu þrjú atriði nokkru nánar, Tíminn fullyrðir, að sú vinstri stjórn, sem kommúnistar harma, að ekki var mynduð, hefði leyst varnarmálin á svipaðan hátt og nú hefur verið gert. Þar með er staðhæft, að kommúnistar hefðu goldið áfram- haldandi stjórnarsetu því verði, að hér yrðu áfram varnir með svipuðum hætti og verið hefur allt frá 1951, þótt fyrirkomulagi varnarmálanna hafi að vísu nokkrum sinnum verió breytt eins og eðlilegt er, því að slík mál eiga að vera í stöðugri endurskoó- un. Ekki veit bréfritari með vissu,- hvort þessi staðhæfing Tímans er rétt, en hitt er þó ljóst, að vinstri stjórnin, sem Alþýðubandalagið missti af og harmar svo mjög, að ekki var mynduð, hefði ekki staðið að algjörum brottrekstri Bandarikjahers af Keflavíkur- flugvelli. Og fleira er til marks um það, að kommúnistar hefðu á það fallizt, að hér yrðu áfram varnir með einhverjum hætti, en þessi staðhæfing í ritstjórnar- grein Tímans. Þess er að minnast, að á sl. vetri féllust kommúnistar á það, að nýtt samkomulag yrði gert við Bandaríkjastjórn á grundvelli varnarsamningsins frá 1951. Að vísu var rætt um umtalsverða fækkun í liði Bandaríkjamanna, en engu að síður um áframhald- andi dvöl liðs þeirra hér. Með þessari ákvörðun tók Alþýðu- bandalagið bæði pólitiska og stjórnskipulega ábyrgð á varnar- samningnum frá 1951, þeim samningi, sem kommúnistar hafa þó fram til þessa talið einn hinn skaðvænlegasta, sem lslendingar hafa gert. En það liggur fyrir — og frá þeirri staðreynd komast kommúnistar aldrei — að þeir bera fulla ábyrgð á þessum samn- ingi í framtíðinni eftir að þeir hafa fallizt á samkomulagstilboð til Bandaríkjamanna á grundvelli samningsins. Þá er þess og að minnast, að í orðsendingu ríkisstjórnar Islands til Bandarikjastjórnar er tvívegis tekið fram, að Islendingar leyfi Bandaríkjamönnum ákveðna að- stöðu á Keflavíkurflugvelli „til fullnægingar skuldbindinga Is- lands við NATO“. Með þessu orða- lagi lýsti vinstri stjórnin því tví- vegis yfir, að Islendingar væru skuldbundnir til þess, vegna aðildar sinnar að Atlantshafs- bandalaginu, að veita því eða Bandaríkjastjórn aðstöðu til hernaðarstarfsemi hér á landi. Þetta er raunar í fyrsta skipti, síðan Islendingar gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu árið 1949, sem nokkur ríkisstjórn eða íslenzkur stjórnmálamaður hefur gefið slíka yfirlýsingu. Allt fram til þess að vinstri stjórnin sendi frá sér þessa orðsendingu til Bandaríkjastjórnar hafa allir ís- lenzkir stjórnmálamenn haldið því statt og stöðugt fram og eng- inn borið á það brigður, að það væri algjörlega á valdi lslend- inga, hvort nokkur aðstaða yrði hér veitt eða ekki. En svo mikið vildu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins vinna til stólanna, að þeir fórnuðu þessari stöðu tslendinga, nema þá að afglapaháttur hafi ráðið afstöðu þeirra. En vissulega er það mikið alvörumál, að ríkisstjórn Islands skyldi í tilkynningu til Banda- rikjastjórnar gjörbreyta afstöðu og einarðlegri stefnumörkun Is- lendinga allt frá því að þeir gerðust aðilar að Atlantshafs- bandalaginu. Um það mun verða fjailað síðar. Samstaða lýðræðisflokka Þá bendir Tfminn á, að Alþýðu- flokkurinn hafi gert að skilyrði fyrir þátttöku i vinstri stjórn, að varnarmálin yrðu leyst með svip- uðum hætti og nú hefur verið gert. Liggur það raunar fyrir, að Alþýðuflokkurinn er mjög svip- aðs sinnis í varnarmálunum og rikisstjórn landsins. Loks er þvi mótmælt i ritstjórn- argrein Timans, að hin nýja sam- komulag sé einhver sérstefna Sjálfstæðisflokksins, heldur sé „stefnt augljóslega í þá átt, sem Framsóknarflokkurinn hefur markað“. Allt frá því að Islendingar mörkuðu stefnu sína í utanríkis- og öryggismálum með þátttöku í NATO árið 1949 hafa ábyrgustu og beztu stjórnmálamenn lands- ins leitazt við að laða öll lýðræðis- sinnuð öfl til samstöðu i öryggis- málum, og á það lagði Geir Hall- grimsson, forsætisráðherra og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.