Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1974, Blaðsíða 10
Tö MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974 BÓKAHILLAN Loftur Guðinundsson: Þrautgéðirá raunastund, 6. bindi. Rvík 1974. Örn og Örlygur. Ritsafnið. Þrautgóðir á raunastuná, sem Steinar J. Lúðvíksson blaðamaður hefir skráð og samið. er þegar orðin gagnmerk heim- ild um merkilegan þátt i baráuusögu þjóðar vorrar á þessari öld. Þar hefir veríð rakin sjóslysasaga nokkurra áratuga, lýst hetjulegri baráttu, hörmulegum atburðum en einnig gleðilegum sigrum. í þessu bindi, sem Loftur Guðmundsson rithöfundur semur, er brugðið á nýtt ráð og skýrt frá asvi og störfum þriggja raanna, sem hæst ber í því að skipuleggja björgunarstarf og koma á fót al- mennum slysavömum. Þeir eru: Síra Oddur Gíslason, Sigurður Sigurðsson skáld frá Araarholti og Jón E. Bergsveinsson erind- reki. Gerð er allnekileg grein fyrir xvi þeirra og störfum, en einkum þó öllu því, er laut að slysavörnura. Síra Oddur er braut- ryðjandinn, í aðra röndina ævintýramaður, en á hinn bóginn raunsær athafnamaður, sem eygir markið og ryður brautina, svo að því verði náð, þótt honum auðnaðist ekki að leiða þjóðina fram til sigurs. Enda skilningur og stuðningur annarra lítill. Sigurður skáld braust í að stofna Björgunarféiag Vestmannaeyja, og leysti þar af hendi mikið starf og merkilegt, sem ekki mun síður lifa en hin ágætu kvæði hans. í björgunarstarfinu samein- aðist glöggskyggni og framsýni skáldsins við raunsæja athafnasemi. Jón E. Bergsveinsson varð brautryðjandi á tveimur sviðum ís- lenskrar útgerðar, hann Iærði fyrstur íslendinga meðferð síldar og kom með því fótum undir síldveiðamar, og síðar verður hann einn aðalstofnandi Slysavarnafélags íslands og erindreki um mörg ár, og má fullyrða, að hann hafi mótað starf þess og stefnu öðrum mönnum fremur. Þessir þrír menn voru harla ólíkir að gerð, uppeldi og ævistörfum, en eitt áttu þeir sameiginlegt, óbil- andi áhuga, framsýni og fómfýsi til að vinna allt, sem þeir máttu fyrir hugsjón sína, sem þeim öllum var sameiginleg: að forða slysum og bjarga, þar sem bjargað varð. Og ótalin eru mannslífin, sem starf þeirra hefir bjargað, og mikil er þakkarskuld þjóðar- innar við þá. Af þeim sökum er þetta þörf og góð bók, sem f senn heldur uppi minningu þeirra mætu manna og bendir fram á við og eggjar til dáða. Öll er bókin hin Iæsilegasta, en helst mætti finna að því, að hún sé of stutt. Snjólaug frá Skáldalæk: Allir ógiftir í verinu. Rvík 1974. Öm og örlygur. Snjólaug sendir frá sér nýja skádsögu á ári hverju við vaxandi vinsældir, enda virðist hún hafa þann tilgang að gefa lesendum þægilegt lesefni, án þess að um áróður eða heimspekilegar vanga- veltur sé að ræða, og þetta tekst henni prýðilega. Sögur hennar snúast um ástir og rómantík, en gerast þó í raunsæju umhverfi. Hér er lýst verbúðalífi í sjávarplássi og ástarævintýri. Söguhetjan er ung Reykjavíkurstúlka, sem tæmst hefir mikill arfur, fer í verið á einhverjum útkjálka, til þess að leita að föður sínum, sem hún liefir aldrei vitað hver var og kynnast um leið nýju umhverfi og ævintýrum. Allt þetta tckst henni, hún finnur föður sinn, eignast unnusta, enda þótt þar gangi ekki allt snurðulaust, og snýr aftur ríkari að lífsreynslu og skilningi á mannlífinu. Lesandanum er haldið í hæfilegri spennu frá upphafi til enda. Þetta er ritdómur úr HEIMA ER BEZT, sem birtist hér sem auglýsing. GÓÐ BÓK ER GÓÐ GJÖF Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722 Skipabókin komin út hjá AB ALMENNA bókafélagið hefur nú gcfið út mikla bók sem nefnist Skipabókin. Er hún gefin út í samvinnu við sama frumútgef- anda og gaf út Vfkingarnir, sem nú er gersamlega uppseld, að þvf er segir f fréttatilkynningu frá AB og þar segir ennfremur um Skipabókina.* Skipabókin er árangur sam- starfs sérfræðinga l Svfðþjóð, Bandarikjunum, Bretlandi, Dan- mörku, Finnlandi, Hollandi, Noregi og Þýzkalandi. Þetta er einstætt rit í sinni röð, hvort sem Iitið er til efnismeðferðar eða óvenjulegrar fegurðar i myndum og búningi. Hvorki meira né minna en 1580 skýringamyndir og teikningar prýða bókina og fræða lesandann um hverskonar búnað og gerð skipa og báta frá fyrri og síðari tímum fram til kjarnorku- báta nútimans. Til skýringar myndunum er tölusettur texti sem gerir hverj- um lesanda fært að athuga og átta sig á uppdráttum að reiðabúnaði, seglum, seglrám, vélum, veiðar- færum, siglingafánum, jafnvel vopnum, sem hafa á ýmsum tím- um verið notuð um borð f skipum. Hver kafli bókarinnar hefst á inn- gangi um þá þróun, sem orðið hefur á hinum mismunandi svið- um sæfara og skipa. Til að mynda skýrir fyrsti kafli bókarinnar, sem fjallar um skipsbolinn, flesta þætti í þróun þessarar smíði, allt frá því hún fyrst kom fram sem kæna úr dýrahúðum eða trjáberki til stórskipa nútímans. I öðrum köflum bókarinnar er fjallað með sama hætti um rár og reiðabúnað, seglin, vélbúnað, fiskveiðar, snekkjusiglingar, vopnabúnað, siglingafræöi og skipstjórn. Skipabókin er 280 bls. f stóru broti. Hún er eitt fulikomnasta uppsláttarrit, sem út hefur verið gefið um skip og báta og er þvf kjörin bók fyrir alla þá, sem sam- skipti eiga við hafið, hvort heldur er á stærri skipum eða smábátum og engu sfður fyrir þá, sem aldrei hafa á sjó konrið en hina sem stunda eða hafa stundað sjósókn. Þjóðvinafélagið komið með Endimörk vaxtar á íslenzku Ritið Endimörk vaxtar, sem fyrst kom út i Bandaríkjunum árið 1972 undir heitinu Limits to Growth, hefur síðan verið mikið umrætt og umdeilt, en það er skýrsla Rómarsamtakanna svo- nefndu, hóps einstaklinga úr öll- um heimsálfum þ. á m. frá Massachusettsháskóla sem á ár- inu 1970 tóku að sér að kanna, hvert horfir um nokkra þá þætti, er ógna heimsbyggðinni, og hversu þeir verka hver á annan. Niðurstöðurnar og sá háski, sem vísindamönnunum sýndist búinn mannkyni af mörgum samslungn- um vandamálum, vakti upp hugs andi menn um allan heim til umhugsunar, skoðunar og stund- um andmæla við einstaka þætti könnunarinnar sem kölluð var „Endimörk vaxtarins“ — þáttur í rannsókn Rómarsamtakanna á ógöngum mannkyns. Verk þetta hefur komið út á nær tuttugu tungumálum víós vegar um heim, í eintakafjölda, er senn nálgast tvær milljónir, og hvarvetna vakið mikla athygli og umræður, enda fjallar það um efni, er varðar alla, ískyggilegar framtíðarhorfur mannkynsins á Korriró, ný skáld- r saga eftir Asa í Bæ KOMIN er út hjá bókaútgáfunni Iðunni ný skáldsaga eftir Ása f Bæ.Nefnist hún KORRIRÖ, sem áður hefur Iðunn gefið út bókina Sjór, öl og ástir eftir sama höfund. Asi f Bæ. -Asi í Bæ er löngu þjóðkunnur sem sjósóknari, rithöfundur, vísnasöngvari og einstaklega skemmtilegur maður. Með þessari nýju bók sinni sýnir hann á sér nýja hlið, sem kemur hressilega á óvart, segir í frétt frá útgáfunni. Um efni bókarinnar segir m.a. á bókarkápu: „Þegar hinn áður hlédrægi og afskiptalitli trillukarl Guðmund- ur Jórmann heldur fund í sam- komuhúsinu og stafar frá sér yfir- náttúrlegum krafti, taka merki- legir hlutir að gerast í plássinu. Fógetinn hættir að rukka skatta og kynlíf dafnarsem aldrei fyrr. Kýr mjólka betur en venjulega. Elliheimilið tæmist. Rfkið opnar kl. 7 á morgnana og menn fá ókeypis sjúss í morgunsárið. Og umsvifamesti útgerðarmaður staðarins gefur sjómönnunum alla bátana sfna. Byltingarástand skapast." Tryggingartakar kosnir 1 stjórn Lfftryggingamiðstöðin h.f. tók upp þann hátt á þessu ári, að kjósa einn af vátryggingartökun- um f stjórn félagsins. Sá siður er hafður á, að aðalfundur félagsins kýs fjóra stjórnarmenn, en sér- stakur kjörfundur vátryggingar- taka kýs einn. Fulltrúar á kjör- fundí eru valdir með þeim hætti, að embætti yfirborgardómara dregur út nöfn fimmtfu aðila, sem lfftryggðir eru hjá félaginu og varamenn þeirra. Viðkomandi kjörfulltrúar eru valdir á þennan hátt til f jögurra ára f senn. 1 frétt frá Líftryggingamiðstöð- inni segir, að fyrsti kjörfundur hafi verið haldinn 24. maí s.l., og var Margrét Schram kosin í stjórn. A fundinum var jafnframt skýrt frá starfsemi félagsins. Kom m.a. fram, að við stofnun félags- ins f maí 1971 hefði verið reiknað með 300—500 þús. króna tapi fyrstu 2—3 árin vegna mikils, kostnaðar af tryggingasöfnun og stofnkostnaðar, en samkvæmt uppgjöri við s.l. áramót höfðu þessi byrjunarár komið út tap- laus. 31. des. 1973 var tryggingastofn félagsins kr. 1.560.510.000. Miðað við 30. september 1974 hafa bætzt við á þessu ári nýtryggingar að fjárhæð kr. 523.250.000.00. Lang- stærsti hluti stofnsins eru verð- tryggðar áhættulíftryggingar, en félagið selur auk þess þrjár aðrar tegundir áhættulíftrygginga, og viðbótartryggingar vegna varan- legrar slysaörorku og/ eða slysa- dauða. Innborgað hlutafé félagsins er kr. 10.000.000.00. Stjórn félagsins skipa: Olafur Þórðarson formað- ur, Sturlaugur H. Böðvarsson, Margrét Schram, Gísli Olafsson og Gfsli Marfnósson. þessari jörð, eins og Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður segir í eftirmála, en hann hefur séð um útgáfu þessarar bókar, sem komin er út á íslenzku hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Hefur það ver- ið mikið verk og vandasamt að koma þessu undirstöðuriti, sem allur heimurinn !es nú og ræóir, á íslenzku. Dr. Þorsteinn Sæmundsson átti frumkvæðið að þvi að Þjóðvina- félagið léti þýða og gæfi út verk þetta á íslenzku. Var að hans ráð- um samið um það við Verkfræði- og raunvísindadeild háskólans og Þorstein Vilhjálmsson lektor, að hann ynni að þýðingunni og fylgdist dr. Þorsteinn Sæmunds- son framan af nokkuð með þýðingarstarfinu, en siðan kom það æ meir i hlut Finnboga Guðmundssonar að hafa þar hönd í bagga. Þýddi Þorsteinn Vil- hjálmsson meginhluta verksins, skýrslu Massachusettshópsins, sem er að vonum víða allfræðilegs Framhald á bls. 47. Margareta Jonth hér öðru sinni SÆNSKA sópransöngkonan Margareta Jonth, sem hélt tón- leika í Norræna húsinu í október 1973, er hér i heimsókn öðru sinni. Með henni koma nú eigin- maður hennar Leif Lyttkens, visnasöngvari og gítarleikari, og píanóleikarinn Lennart Wallin, undirleikari hennar. Þeir, sem hlýddu á söng Margaretu Jonth í fyrra, voru á einu máli um það, að hún syngi frábærlega vel og tón- leikarnir vöktu hina mestu hrifn- ingu. Listamennirnir eru hér að þessu sinni f boði Norræna húss- ins og Norræna félagsins og munu halda tónleika á nokkrum stöðum. Þriðjudaginn 10. desem- ber verða tónleikar í Norræna húsinu, og verða þá m.a. á efnis- skrá sænskir söngvar, bæði róm- önsur og vísur með gítarundir- leik, og eins þýskir söngvar með píanóundirleik. Samfelldur þráð- ur f þessari efnisskrá er barnið, bæði jólabarnið og önnur börn, og hefur söngkonan valið efnis- skránni heitið „Gullkorn úr heimi barnsins". Auk þessara tónleika í Norræna húsinu halda þau tvenna tónleika utan Reykjavík- ur. Fyrri tónleikarnir verða í Grindavík sunnudagskvöld 8. des., og hinir siðari verða í Hvera- gerði miðvikudaginn 11. desem- ber. Ennfremur mun Margareta Jonth syngja á Luciu-hátfð islensk-sænska félagsins, sem að vanda verður haldin í Norræna húsinu 13. desember, og þar mun hún syngja bæði Luciu-söngva og sænska og þýska jólasöngva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.