Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Arni Brynjólfsson: Rafverkframkvæmdir r í Neskaupstað ÓLAFUR Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað óskar eftir nánari rökstuðningi á frétt, sem Morgun- blaðið birti laugardaginn 18. þ.m. varðandi rafverkframkvæmdir í Neskaupstað. Þann rökstuðning skal Ólafur Gunnarsson fá. Það sem um ræðir er ekki ein- göngu spurningin um það hve mörgum eða hvort hægt er að bæta við rafvirkjum í Neskaup- stað, aðalatriðið er hvort ráða eigi fyrirtæki úr Reykjavík til Neskaup- staðar til þess að annast fram- kvæmdir þar eða að rafverktaka- fyrirtæki i Neskaupstað annist þar rafverk og ráði til sín rafvirkja þegar þörf krefur. Í því tilfelli sem hér um ræðir hefur Ólafur Gunnarsson, að eigin sögn, ráðið framleiðslu- samvinnufélagið Rafafl frá Reykjavik til að taka að sér raf- verk i Neskaupstað undir forystu varaþingmanns Alþýðubandalags- ins, en þetta fyrirtæki, fjórir menn, klauf sig á siðasta ári út úr framleiðslusamvinnufélaginu Samvirki. Vera má, að hér sé aðeins um tilviljun að ræða, að þetta fyrir- tæki skyldi vera valið, þvi nú eru í Reykjavik um eða yfir 100 raf- verktakafyrirtæki af ýmsum stærðum sem til greina gátu kom- ið. Afskipti Landssambands islenzkra rafverktaka af þessu máli byggjast á þvi. að i samband- inu eru 7 rafverktakafélög i öllum landsfjórðungum þar á meðal eitt á Austurlandi. Hlutverk sam- bandsins er að aðstoða sambands- félögin og einstaklinga innan þeirra varðandi flest það er starf- semi þeirra við kemur og ekki sizt þegar upp koma vandamál er skapast af fámenni i hinum dreifðu byggðum landsins. Þeirri stefnu hefur ávallt verið fylgt af forystumönnum L.Í.R.. að heimamenn sitji sem mest að þeirri vinnu sem til fellur, hvort sem um litil eða stór verk er að ræða, þar eð slík tilhögun er for- senda þess, að hægt sé að byggja upp og reka rafverktakafyrirtæki á fámennum stöðum, en tilvera slikra þjónustufyrirtækja er nauð- synleg, ekki sízt vegna vaxandi athafnalifs og tilkomu stórvirkra atvinnutækja, sem þurfa á slikri þjónustu að halda. Utanaðkomandi aðilar hafa aldrei sótzt eftir daglegri þjónustu úti á landi, hvorki fyrir fyrirtæki né einstaklinga, þau störf fá heimamenn yfirleitt að annast án utanaðkomandi afskipta, enda viða erfitt að reka slíka starfsemi vegna fámennis og fábreytts athafnalifs. Auk þess geta rafverktakafyrir- tæki á landsbyggðinni ekki tekið að sér verk i þéttbýlinu, t.d. i Reykjavik. til uppfyllingar þegar minna er að gera. Komi aftur á móti stærri verk til sögunnar, sem vinna þarf á tiltölu- lega skömmum tima t.d. nýtt frystihús eða verksmiðja. vaknar áhugi utanaðkomandi aðila og jafnvel þeir heimamenn sem ráða framkvæmdum á staðnum, eru oft svo ákafir að fá verkin fram- kvæmd. að þeir gleyma sameigin- legum hagsmunum byggðarlags- ins og fá utanaðkomandi fyrirtæki til að annast ýmsa þætti fram- kvæmdanna. Sé þessi háttur á hafður kemur aðkomufyrirtækið með menn og framkvæmir verkið eða a.m.k. þann meginhluta þess. sem hægt er að Ijúka i einum áfanga. Heima menn fá þegar bezt lætur að vinna með i verkinu, en verða svo að ganga frá þvi sem ógert er þegar hinir fara og auðvitað þurfa þeir að tryggja áframhaldandi þjón- ustu, sem aðkomufyrirtækið kærir sig ekki um og hefur e.t.v. afsök- un vegna fjarlægðar. Það þarf ekki mikla spekinga til að sjá hvaða áhrif þetta hefur á heimamenn og starfsemi þeirra, til þess þarf engin byggðastefnu- sjónarmið. Þessi tilhögun hefur auðmýkj- andi áhrif á heimamenn. vegna þess vantrausts, sem þeim er sýnt þegar þeim er ekki trúað fyrir að standa fyrir meiriháttar verkfram- kvæmdum, sem þeir þó eru flest- um færari að annast vegna þekk- ingar á staðháttum, auk þess sem þeir verða færari að þjóna fyrir- tækinu eftir að hafa byggt það upp. Fái þeir ekki þessi verk, missa þeir einnig af kærkomnu tækifæri til að byggja upp fyrir- tæki sin, sem stór verkframkvæmd hlýtur að stuðla að. Sé heimamönnum aftur á móti fatin verkframkvæmdin og þeir mannfáir, ráða þeir til sín menn, fyrst úr nærsveitum og siðan lengra að ef með þarf. Sá háttur er hafður á þar sem ráðamenn hafa haft skilning á þvi að öllum. sem á svæðinu búa, er fengur að verk- framkvæmdum sem staðarfyrir- tæki njóta, en skaði að þvi að utanaðkomandi aðilar hremmi það álitlegasta sem á fjörur fámennra staða rekur. Sem samlikingu má taka fiski- mjölsverksmiðju, sem héldi starf- semi sinni gangandi með þvi að bræða fiskúrgang sem til félli á staðnum, en þegar aflahrota kæmi, t.d. loðna, væri henni land- að annars staðar. Þegar staðfestar fregnir bárust af þvi, að starfsmenn Rafafls voru komnir til Neskaupstaðar og að vera þeirra á staðnum hafði þau áhrif, að rafverktakar á staðnum komu sínum mönnum ekki að, þótt þá skorti verkefni, var tilefni til að L.Í.R. blandaði sér i málið og kannaði, hvort ekki mætti ráða á þessu bót. Tilefnislaust virtist að fá fyrir- tæki úr Reykjavik til að annast rafverk á Neskaupstað þar sem á staðnum eru þrjú rafverktakafyrir- tæki. sem auðveldlega geta séð um þau verkefni sem framundan eru, sérstaklega þegar þau eiga þess kost að ráða til sin rafvirkja ef með þarf, jafnvel á Austurlandi, þótt það hafi ekki enn verið fylli- lega kannað. Þegar svona var komið átti undirritaður samtal við Ólaf Gunnarsson, framkvæmdastjóra, þar eð talið var að um mistök hlyti að vera að ræða, einkum vegna þess að verkframkvæmdir eru i höndum sértakrar nefndar heima- manna á Neskaupstað, en ekki aðila i Reykjavik, sem e.t.v. treystu ekki fyrirtækjum á staðn- um til framkvæmda. Ólafur kvaðst hafa ráðið Rafafl til verksins i fullu samráði við heimamenn og virtist honum koma það mjög á óvart, að við þetta væri eitthvað að athuga, en lofaði þó að kanna málið nánar, án þess þó að um það væri rætt, að undirritaður hefði samband við hann síðar. Á þvi átti ekki að vera þörf, þvi að óreyndu var ekki ástæða til að ætla, að Ólafur vildi ekki heimamönnum vel og veg þeirra sem mestan. Auðvitað sagði Ólafur það ekki satt, að hann hefði haft samráð við heimamenn um ráðningu Reykjavikurfyrirtækisins. á því hefur fengizt staðfesting, enda hefðu heimamenn þá gert honum grein fyrir högum sinum og bent honum á, að þessar framkvæmdir gætu þeir annazt sjálfir án utanað- komandi fyrirtækja. enda höfðu þeim borizt fyrirspurnir frá raf- virkjum sem óskuðu að ráðast til þeirra i vinnu, en þeir orðið að afþakka. Staðreyndin er þvi sú, að Ólafur Gunnarsson og þeir sem með hon- um ráða. hafa af einhverjum ástæðum látið sér annara um raf- verktakafyrirtæki sunnan úr Reykjavik, en fyrirtæki þeirra raf- verktaka sem heimilisfastir eru i Neskaupstað. Þetta er mergurinn málsins og þessa málsmeðferð leyfi ég mér að gagnrýna og sú gagnrýni nýtur öflugs stuðnings Landssambands íslenzkra rafverktaka. Sem svar við þeirri gagnrýni þýðir ekki fyrir Ólaf Gunnarsson að lýsa yfir, að nóg vinna sé fyrir rafvirkja á Neskaupstað, um það er alls ekki deilt, enda varla um svo stórt verkefni að ræða fyrst um sinn, að ekki þrengi að heima- mönnum ef áfram verður haldið að flytja inn fyrirtæki frá höfuð- staðnum. Deilt er um hvort rafverktaka- fyrirtækin í Neskaupstað séu fær um að annast þá vinnu sem hér ræðir um og við erum þeirrar skoðunar að svo sé, en ráðamenn á staðnum virðast ekki vera sömu skoðunar. Rvík 20. jan. '75. Árni Brynjólfsson. Sjómenn vantar Vana sjómenn vantar á netabáta frá Vest- mannaeyjum. Upplýsingar í síma 1874 Vestmannaeyjum. Skrifstofustörf Hafnarfjörður Hafnarfjarðarbær óskar að ráða stúlkur til skrifstofustarfa á bæjarskrifstofunum. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 28. janúar n.k. Bæjarritari. Ungur viðskiptamaður með góð sambönd og mikla reynslu vill taka að sér sjálfstæða sölu- og kynningar- starfsemi úti á landi fyrir þjónustufyrir- tæki Samskonar starfsemi einnig hugsan- leg fyrir iðnfyrirtæki og innflytjendur, ef um góða vöru er að ræða. Um fjármagnsfyrirgreiðslu getur verið að ræða. Lysthafendur vinsamlega sendi svör sín til afgr. Mbl. merkt: „Viðskipti — 7124”. Um öll svör verður fjallað sem trúnaðarmál. Þjálfari Ungmennafélagið Austri, Eskifirði óskar eftir að ráða þjálfara í knattspyrnu- og handknattleik næsta sumar. Góð aðstaða til iðkunnar íþrótta á staðn- um. Umsóknir skulu sendast Ungmennafélag- inu Austri, Eskifirði. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Gíslason í síma 97-61 71. Afgreiðslustarf Afgreiðslufólk óskast í tízkuverzlun strax. Vant fólk gengur fyrir. Aldur 20—30 ára. Tilboð með uppl. um aldur og fyrri störf sendist Mbl. merkt: Strax 7347. Afgreiðslustarf Viljum ráða nú þegar stúlku til afgreiðslu- starfa í kjörbúð okkar, að Austurvegi 65, Selfossi. Kaupfélag Árnesinga. Stúlka óskar eftir vinnu Vön afgreiðslu í skartgripaverzlun. Getur byrjað i apríl. Tilboð sendist afgr. Mbl. sem fyrst merkt: Afgreiðsla — 7343". Skrifstofumaður Iðnfyrirtæki óskar eftir skrifstofumanni strax til gjaldkera- og bókhaldsstarfa. Tilboðum með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf og hvenær umsækjandi gæti byrjað sendist Mbl. merkt: „STRAX — 7445". Framkvæmdastjóra vantar við stórt flutningafyrirtæki í Reykjavík sem flytur vörur út á land. 'Jpplýsingar gefnar í síma 16035 eða á herbergi nr. 617, Hótel Esju eftir kl. 18. Atvinna Ung húsmóðir, sem hefir starfsreynslu í skrifstofustörfum, auk almennrar vinnu, óskar eftir starfi frá kl. 9 — 1 2 sem fyrst. Uppl. í síma 21 71 8 e.h. 19 ára gömul stúlka með gott stúdentspróf óskar eftir atvinnu sem fyrst. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 36866 milli 4 og 7 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.