Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1975 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdaatjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm GuBmundsson. Fróttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni GarBar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiSsla ABalstræti 6. sfmi 10 100. Auglýsingar ASalstræti 6. sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. < mónuSi innanlands. j lausasölu 35,00 kr. eintakið. Er núverandi rikis- stjórn tók við af vinstri stjórninni blasti við 1740 milljóna króna rekstrar- halli fyrirtækja í sjávarút- vegi. Gengisbreytingin og efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar höfðu þann megintilgang að tryggja I áframhaldandi rekstur út- gerðar og fiskiðnaðar í landinu, atvinnuöryggi al- mennings og þá verðmæta- sköpun, sem er undirstaða gjaldeyristekna okkar og velmegunar þjóðarinnar. Kostnaður í útgerð og fisk- verkun hefur farið síhækk- andi, samhliða sölutregðu og lækkandi verölagi út- flutningsafurða okkar. Þannig hefur verð á þorsk- blokk lækkaó um 32% á 12 mánuóum, mjölverð um 58% og loðnumarkaður okkar í Japan er að lokast. Það er því vissulega vandi fyrir höndum, sem þjóðin verður að horfasi íaugu við og setur aðgerðuiii hennar í efnahags- og kjaramálum ákveðin takmörk. Viðskiptakjör þjóöar- innar og aðgerðir í efna- hagsmálum hafa tilfinnan- lega skert lífskjör allra starfshópa þjóöfélagsins, þó að kaupmáttur launa sé enn sambærilegur við þaó sem hann var á árinu 1972. Viðbrögð heildarsamtaka launþega af þessu tilefni koma því engum á óvart. Engu að siður staldrar hinn almenni borgari við blaðafregnir í gær, þess efnis, að samninganefnd Sjómannasambands ís- lands beini þeim tilmælum til aðildarfélaga þess, sem sagt hafa upp bátakjara- samningum, að þau boði til vinnustöðvunar frá og með 10. febrúar n.k., hafi samn- ingar ekki tekizt fyrir þann tima. Kjör sjómanna hafa efa- lítiö lækkað samsvarandi við aðrar starfsstéttir þjóð- félagsins undanfarna mán- uði. Þó er rétt aó íhuga þróun þessara mála á liðnu ári. Sjómenn fengu í árs- byrjun 1974 kjarabætur með fiskverðshækkun, rétt fyrir almenna kjarasamn- inga í febrúarmánuði sl. í maímánuði 1974 bannaði síðan vinstri stjórnin fisk- verðshækkun með bráða- birgðalögum, sem óhjá- kvæmilega hafði kjara- rýrnun í för með sér. Eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum hækkaði síðan fiskverð á ný um 11%, sem kom sjómönnum hlutfallslega til góða. Gengisfellingin, sem fyrst og fremst var gerð í þágu r sjávarútvegsins og útflutn- ingsiðnaðarins, bætti enn hlut þeirra sjómanna, er sigla með óunninn afla á erlendan markað. Sé horft fram á við á eftir að ákveða almennt fiskverð, en ákvörðun þess hlýtur óhjá- kvæmilega að koma fram í kjörum sjómanna. Engin aðstaða er til að spá í þá ákvörðun, en ekki er talið ólíklegt, að um einhverja fiskverðshækkun verði að ræöa. Þá er enn ótalið, að lögin um láglaunabætur náðu til kauptryggingar sjómanna og almennt er gert ráð fyrir, að þær bætur hækki enn frá 1. marz n.k. Það er engum blöðum um það að fletta, að launa- kjör sjómanna hafa verið bætt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, ef miðað er við kjör þeirra eftir fiskverðsstöðvun vinstri stjórnarinnar. Hinsvegar hafa sjómenn eins og allir aðrir lands- menn orðið fyrir barðinu á dýrtíðarflóðinu og því orð- ið fyrir samsvarandi kjara- skerðingu og aðrir lands- menn. Þjóðartekjur lækkuðu um 1% á sl. ári og lækka fyrirsjáanlega samsvar- r andi á þessu ári. Meðan svo heldur áfram og verðlag á sjávarafurðum fer lækkandi erlendis er ekki grundvöllur fyrir almenn- um lífskjarabótum. Hækk- un launa í krónum talið við slíkar aðstæður leiðir ein- faldlega til minnkandi kaupgildis gjaldmiðils okkar. Slik „kjarabót“ er því óraunhæf og kemur engum til góða, en eykur hinsvegar á þann efna- hagsvanda og verðbólgu- þróun, sem er við að etja. Þrátt fyrir ríkjandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar virðast allir stjórnmálaflokkar sam- mála um, að leggja beri áherzlu á það að bæta kjör þeirra, sem lægst hafa launin. Hinsvegar er það ríkjandi skoðun meðal þorra landsmanna, að það beri að gera á þann hátt, að kjarabótin verði raunhæf og brenni ekki jafnskjótt upp á báli verðbólgunnar. Með hliðsjón af því, og þeirri staðreynd, að at- vinnuvegirnir eru ekki af- lögufærir, beinist hugur manna einkum að kjara- bótum, sem komi fram í öðru en beinum kauphækk- unum. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar í þessu efni, m.a. lækkun beinna skatta, sem óhjákvæmilega kæmi fram í einhverjum sam- drætti ríkisframkvæmda. Talið er, að almenn tekjuhækkun í krónum talið hafi verið um 40—50% milli áranna 1973 og 1974. Þessar stórhækk- uðu tekjur í krónum talið, þó lítt eða ekki hafi leitt til kaupmáttaraukningar, verða skattlagðar nú í ár. Hætt er því við, að óbreyttri skattheimtu, að skattar líðandi árs komi mjög illa við heimilin í landinu, ofan á almennar verðlagshækkanir. Alþýðu- samband Islands hefur og staðfest, að það muni meta skattalækkanir til jafns við kauphækkanir. EKKIER RAÐ NEMAI TÍMA SÉ TEKH) Þráinn Bertelsson Laugalandi á Þelamörk, 18da janúar, 1975 Ritstjórar Morgunblaðsins Vegna greinar sem birtist i Morgunblaðinu miðvikudaginn 15da janúar siðastliðinn; fyrir- sögnin var „Þversagnir" og undir- fyrirsögn „Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSONneyðist ég til að biðja ykkur um að Ijá þessu bréfi rúm I blaði ykkar. Þetta kemur ekki til af góðu. Mín vegna mætti Erlendur Jóns- son halda þvi fram i Morgunblað- inu að ég sé versta skáld á íslandi, jafnvel þótt hann afsalaði sér þar með þeim eina titli sem hann sjálf- ur verðskuldar. En þegar þessi maður leyfir sér að bera það á borð fyrir lesendur Morgunblaðs- ins að ég sé miklu fremur þjófur heldur en ríthöfundur — þá fer ég fram á að mrga bera hönd fyrir höfuð mér. Erlendur ákærir mig fyrir að stela frá Halldóri Laxness. Máli sinu til stuðnings tekur hann tvö dæmi: Á blaðsiðu 42 i Paradisarviti gefur Jón Disland í skyn að hann sé af aðalsættum. „Hefuru bréf upp á það?" spyr viðmælandi hans. Þarna merkir orðið bréf skriflegt sönnunargagn. Orðabók Sigfúsar Blöndals og íslenzk orðabók Menningarsjóðs benda báðar á þessa merkingu orðsins, enda ætti hún að vera flestum Ijós svo oft sem hún hefur verið notuð af svo mörgum. Halldór Laxness hefur notað þetta orð i þessari merk- ingu, sem ætti að vera enn ein sönnun þess að fullboðlegt er að segja bréf I staðinn fyrir skriflegt sönnunargagn. í grandaleysi glæptist ég þvi á að nota orðið bréf — og hafði enda ekki haft veður af þeirri nýstárlegu kenn- ingu Erlends, að komi það fyrir að tveir menn noti sama orð i sömu merkingu hljóti annar þeirra að vera þjófur! Ekki dettur mér i hug að gagnrýna þessa kenningu, en við tilkomu hennar fjölgar óneitanlega þjófum á landinu, og var sú stétt þó nógu fjölmenn fyrir. Erlendur gerir aðra atrennu að þrí að þjófkenna mig og sýnir þar með vel hver mannvirtringur hann er: Hann vitnar I Laxness: „Ef menn aðhyllast bá kenningu að orð séu sögð til að leyna hugs- Og siðan vitnar hann i Para- disarviti og hefur gæsalappir utan um tilvitnun: ..... sagt er að mennirnir noti málið til að leyna hug slnum." Þeir sem lesið hafa Paradisarvíti sjá i gegnum þessa illkvittnislegu tilraun Erlends til að þjófkenna ar á bókarkápu Paradlsarvitis: „I máli og frásögn er Paradisarviti ólík öllum fyrri sögum Þráins Bertelssonar. Hann hefir nú greinilega mið af Halldóri Laxness." Ekki treystir Erlendur sér þó til þess að sýna það mannsbragð að birta meira af ummælum Kristjáns, en niðurlag þeirra er svohljóðandi: „Það er mjög gaman að þvi, hvernig höfundur notar efni glæpareyfarans til að koma á framfæri þvi, sem honum hentar. — Og ennfremur, hvernig hann freistar að beita vissum að- ... nema gagnrýnendur - þeir vaxa á herðatrjám” höfundinn. Á blaðsíðu 78 i Para- disarviti segir svo: „Má ég vitna i Voltaire?" sagði hún. „Menn nota hugsunina ekki til annars en réttlæta misgerðir sinar, og orðin ekki til annars en leyna hugsunum slnum." Ég get ekki að þvl gert þótt mér finnist það bera vott um óvenju- snautlegt innræti að láta sér sæma að taka brot úr þessari ræðu til að koma á mig þjófsorði. Þarna er vitnað i fræga setningu og höfundur hennar, Voltaire, er nafngreindur. Ef Erlendur vill halda þvl fram, að það sé ritstuld- ur að vitna I bókmenntir — og nafngreina höfunda — þá fjölgar þjófunum enn. j annan stað langar mig að benda á að Erlendur uppástendur að ég hafi stolið þessari setningu frá Halldóri Laxness. Þessu vil ég mótmæla á þeim augljósu for- sendum að ég hef aldrei sagst vera höfundur setningarinnar. Sé það rétt hjá Erlendi að setningin sé stolin frá Halldóri Laxness þá hlýtur Voltaire að vera þjófurinn. Verst er að hann skuli vera búinn að hvlla i gröf sinni hartnær tvö- hundruð ár svo Erlendur getur ekki fengið hann til að standa fyrir máli sinu, nema þá gegnum miðil. Sé það aftur á móti ekki rétt að setningin sé stolin frá Halluóri, verður manni á að spyrja: Hvaðan kemur honum þessi setning? Kannski næsta skrefið á ferli Erlends sem rannsóknardómara verði að ákæra Halldór Laxness fyrir ritstuld. Gaman væri að fylgj- ast með þeirri viðureign, þótt Halldór hafi rotað stærri naut en þennan Erlend. Ekki veit ég af hvaða hvötum Erlendur hefur svona mikinn áhuga á að koma þjófsorði á mig, en hann reynir af veikum mætti. Hafandi tekið þessi tvö dæmi, sem ég hef vikið að, bætir Erlendur gráu ofan á svart og segir: „Dæmi af fyrrnefndu tagi (letur- breyting mln, Þ B ) mætti leita uppi miklu fleiri, hygg ég. ef svo bæri undir (leturbreyting min, ÞB.)." Ef Erlendur vill opinbera and- legan þroska sinn frekar en hann hefur þegar gert með dæmum af fyrrnefndn taqi efast ég ekki um að honum sé það Í lófa lagið — hygg ég, ef svo bæri undir. — En vilji hann aftur á móti sanna með skynsamlegum rökum að ég sé þjófur. þá býð ég honum að reyna að gera það á einhverjum þeim vettvangi þar sem við getum stað- ið jafnir að vlgi; þvi ég geri ráð fyrir að ritstjórar Morgunblaðsins hafi takmarkaðan áhuga á að gerast einvigisvottar okkar I þeim leik. Skrif Erlends eru þess eðlis að meira en meðalfúlmennska væri að láta þau ekki njóta sannmælis. Eina tilvitnun tekur hann rétt upp, en það eru orð Kristjáns Karlsson- ferðum Halldórs Laxness á ólíku sviði (leturbreyting mín, Þ.B.)." Svo sannarlega hafði ég ekkert á móti þvi að þess væri getið á kápu þessarar minnar bókar, að ég stend i þakkarskuld við Halldór Laxness — það gera fleiri, hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki. Rithöfundur sem vill ná valdi á listgrein sinni verður að mennta sig upp á eigin spýtur, og kenn- arar hans eru höfundar heimsbók- menntanna. Til þessa náms fást að visu engir styrkir og maður útskrifast ekki með meistarapróf eins og iðinn bókmenntafræðing- ur. Ég hef reynt eftir föngum að stunda nám í minni grein. Með virðingu og þakklæti hugsa ég til þeirra ótal mörgu höfunda sem ég tel mig hafa lært eitthvað af. Þessir höfundar eru að sönnu mis- góðir, pvl það ma vera vondur höfundur sem ekkert getur kennt mér. Flestir eiga þessir höfundar það þó sammerkt að einhver timann hafa litlir karlar reynt að bregða fyrir þá fæti eða draga þá niður til sin. Með stolti skýra menn frá þvi ef þeim gefst kostur á að stunda nám við góða skóla. Ekki mundu menn skammast sin fyrir að hafa lagt stund á heimspeki hjá Sartre, sálfræði hjá Piaget, ellegar kvik- myndagerð hjá Bergman — þvi tel ég mér heiður að þvi að hafa ef til vill lært eitthvað af Halldóri Laxness. Við erum mörg sem eig- um honum skuld að gjalda; en kannski er verst að við skulum ekki vera fleiri og skulda honum meira. Fleiri góðum mönnum skulda ég; allt frá höfundi Völu- spár til Megasar; frá færeyingum til kínverja — en Erlendi Jónssyni skulda ég ekki neitt. Af honum hef ég ekkert lært nema að lestur mikilla bókmennta er ekki einhlit- ur til að göfga sálir mannanna. hvað þá til að gera menn úr vind- belgjum. Til þessa hefur Jóhann Hjálmarsson fjallað um bækur mlnar I Morgunblaðinu — á vin- samlegan hátt, kannski alltof vin- samlegan — alldvega hef ég ekki orðið var við hatur og illkvittni i skrifum hans um min verk, en hann virðist hafa brugði sér frá og púkinn er skriðinn ofan af fjós- bitanum. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvaða ónáttúra það er sem fær einn mann til að vinna verk sem virðist vera honum ógeðfellt. Er hann kannski að gera van- máttuga tilraun til að auka frjó- magn bókmenntaakursins með því að ausa yfir hann úr botnlausri hlandfor sálar sinnar? Fleira var það nú ekki sem ég hafði hug á að koma á framfæri út af þessari endemisgrein, nema hvað mig langar til þess svona i lokin að hjálpa Erlendi að rifja upp ofurlitið meiri ensku, úr þvi hann gat ekki nógsamlega lýst vankönt- um skáldskapar mlns án þess að gripa til enskrar tungu. Skáldið Byron segir: „A man must serve his time to every trade Save censure :— critics all are ready made " Þótt Erlendur skilji þetta eins og allt annað er ekki vlst að öllum lesendum Morgunblaðsins sé enskan jafntöm. Þess vegna leyfi ég mér að snara þessum hending- um lauslega: Til nýtrar iðju menn stunda af nauðsyn nám, nema gagnrýnendur — þeir vaxa á herðatrjám. Með þökk fyrir birtinguna, virðingarfyllst, Þráinn Bertelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.