Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 Ingólfur Aðalsteinsson: Suðumes j amenn kynntir í sjónvarpi Hvert er hlutverk sjónvarpsins í íslensku menningarlifi? Þessari spurningu verður ekki svaraó í fáum orðum, enda ekki hlutverk þessa pistils, en vonandi geta allir orðið sammála um að sjónvarpinu beri að einhverju leyti að vera til fræðslu og kynningar og enn- fremur að þeir þættir byggi á þeim megin stoóum að þeir séu sannir. Hlutverki sínu i í þessa átt hefir sjónvarpið sýnt lofsverðan áhuga en spurningar hljóta að vakna um hvernig það hefir tekist. Ég vænti þess að framhald þessarar greinar skýri að nokkru álit mitt á einum hluta sjónvarps- fræðslunnar. Það hefir ekki farið fram hjá landsmönnum, að sjónvarpið hefir nú siðustu misseri sýnt kynningu Suðurnesjamanna mikla alúð, en það er sú kynning, sem ég mun einkum gera hér að umtalsefni. Það eru einkum fjórir þættir, sem mér eru efst í huga, en einkenni þeirra er að þeir hafa kynnt Suðurnesjamenn fyrir öðr- um landsmönnum sem menningarsnauðan vinnulýð, sem svo lítinn samgang hefir við menninguna, að hann eyðir tóm- stundum sinum í fiskvinnu! ^veitarstjórnir tveggja sveitar- félaga eru kynntar sem óreiðu- menn í fjármálastjórn viðkom- andi hreppa, en hámark kynningarinnar er þó sú, að suðurnesjamenn séu ofurseldir þeirri ógnun að vera i nábýli við hættulegan fjárglæframann. Leikarinn í aðalhlutverki þess- arar kynningar heitir Vilmundur Gylfason. Mun ég að nokkru rekja málflutning hans, en hann „lék“ í þrem af fjórum þáttum, sem ég hefi að framan vitnað til. Vilmundur byggir upp þætti sina að hætti amerískra sakamála leikstýrenda: við sjáum fyrir okk- ur sakborning, ráðvilltan og hjálparvana, í baksýn er þögull kviðdómur, (hjá Vilmundi er það sjónvarpsrýnandinn), sem endan- lega kveður upp úrskurð sinn „sekur" eða „saklaus", en frammi fyrir kviðdómendum leikur sak- sóknari (Vilmundur) hlutverk sitt með fettum og brettum. Hann tiundar sakargiftir sakbornings- ins, steypir sér síðan yfir hann með tvíræðri spurningu og ógnar- þunga í röddinni: „Ertu hættur að berja konuna þína? Já eða nei.“ Sakborningur- inn stamar „Ja, já.“ „Hann er hættur að berja konuna sína, ég bið hinn æruverðuga kviðdóm að taka eftir svarinu — hann er hættur að berja konuna sína — en það þýðir að hann hefir játað að hafa gert það.“ Sakborningur reynir að koma að skýringu um að hann hafi aldrei gert það, en það er þýðingarlaust —yfirheyrslu er lokið. Og væntanlega geta allir^ heyrt að maðurinn er sekur! I fyrsta þætti Vilmundar, sem „tileinkaður“ er Suðurnesja- mönnum, en sá þáttur var á önd- verðu síðasta ári, er sérstaklega kynntur einn af helztu athafna- mönnum Suðurnesja. Allir, sem til þekktu, vissu að hér var rætt um Jósafat Arngrímsson, þótt maðurinn væri ekki nefndur. Upp hefir komist um útgáfu innstæðu- lausra ávisana. Vilmundur hefir kallað fyrir sig einn af virtari embættismönn- umþjóðarinnar, Baldur Möller, ráðuneytisstjóra dómsmálaráóu- neytisins. Vilmundur les yfir hon- um ákjæruskjal vegna meintra mistaka umrædds athafnamanns, og bendir jafnframt á að sá hafi fyrir átta árum fengið tveggja ára fangelsisdóm vegna fjársvika- og hafi alls ekki afplánað dóminn — hversvegna? Vilmundur er svo yfirkominn af hneykslun, að helst gat minnt á þau viðbörgð, sem vænta mætti hjá sjálfum páfanum, ef hann kæmi að æðsta kardínála í einni sæng með abbadís. Deildarstjórinn reynir að koma að einhverri skýringu, en það er vonlítið — Vilmundur lætur ekki blekkjast — hér hlutu að vera einhver brögð í tafli. Helst verður á honum skilið að sá maður, sem afplánar dóm, hafi ekki mögu- leika til þess að misnota ávísana- heftið framar. — Dómurinn sjálf- ur verður Vilmundi ekki tilefni til umhugsunar, hann hefir ekki kynnt sér að forsendur dómsins eru að sumra manna mati mjög vafasamar: Maður er dæmdur fyrir fjársvik, án þess að nokkur fáist til þess að viðurkenna að hafa verið svikinn! Skyldi nokkur maður hafa verið dæmdur fyrir þjófnað, þar sem enginn fæst til þess að viðurkenna að frá sér hafi verið stolið? Þetta er að sjálf- sögðu óþörf spurning, hún varðar ekki málflutning Vilmundar. Hneykslunarefni hans er það að umræddur athafnamaður skuli ganga laus i átta ár frá dóms uppkvaðningu. Það skiptir ekki máli í þessu tilviki, að við- komandi hefir ekki látið vafasam- an dóm beygja sig til þeirrar auð- mýktar að setjast með hendur í skaut og bíða þess að fá að af- plána hann. Þvert á móti hefir hann verið virkur þátttakandi í uppbyggingu verzlunar og bættra verzlunarhátta í Keflavík. Getur það kannski verið að það sé hans stærsta ávirðing í augum Vil- mundar? Það virðist ekki hvarfla að Vilmundi að mörg hundruð manna bíða þess að afplána dóma sína og sumir þeirra nota tímann til allt annars en þess að styrkja stoðir heilbrigðs athafnalífs í samfélaginu. Þetta er algert auka- atriði. Hvað varðar Vilmund um það að umræddur maður hefir áunnið sér traust manna í sínu samfélagi? Ekkert. Hann skal inn! Hann hlýtur að vera hættu- legur! Ráðuneytisstjórinn kemst varla að nema stöku sinnum og getur þá aðeins skotið inn orði og orði. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, takk fyrir — þættinum er lokið. Allflestir Suðurnesjamenn, sem ég hefi rætt við, eru orðlausir yfir þeirri ósvífni, sem hér hefir birst á skermi sjónvarpíiins. AUtcei hefir það skeð áður, að ráðist hafi verið af þvilíkrí rætni í útvarpi eða sjónvarpi á einstakling og fjölskyldu hans. Næstí þáttur Vilmundar, sem „helgaður" er Suðurnesjamönn- um, er fluttur í apríl 1974. Vil- mundur notfærir sér tilvitnun í fræðsluerindi Hallgríms Dalberg ráðuneytisstjóra í félagsmála- ráóuneytinu, frá 1971. 1 erindi þessu fjallar Hallgrímur m.a. um fjárreiður og reikningsskil sveitarfélaga almennt og getur þess að nokkur misbrestur hafi á því orðið, að sveitarféiög skili reikningum sínum á réttum tíma. Vilmundur kallar Hallgrim fyrir sig i þessum þætti, til þess að svara til saka vegna brota sveitar- stjórna. Og hér hefst kynning Vii- mundar á tveim sveitarstjórnum á Suðurnesjum. Upphaf kynningarinnar hefst með því að Vilmundur les upp úr bréfi frá 21 Njarðvikingi. Bréf þetta var sent félagsmálaráðu- neytinu í sept. 1968. Það er orðið meira en fimm ára gamalt. En Ingólfur Aðalsteinsson hvað stóð svo I þessu bréfi? Til- vitnun Vilmundar gefur ekki til kynna að reikningsskilum væri ábótavant, hins vegar er þess get- ið að almenningur hafi ekki haft aðgang að reikningum hrepps- félagsins. Vilmundur brýtur það mál ekki til mergjar, t.d. hvar og hvernig ber að veita almenningi upplýsingar um f járhagsstöðu sveitarfélaga, enda virðist það ekki vera tilgangurinn. Hann les ekki bréfið allt, en það hefði get- að varpað ljósi á þá staðreynd, að kærur eru ekki einhlítar til sak- fellingar, enda eru þær stundum fremur settar fram sem getgátur, og sérstaklega ber að veita athygli þeim aðdróttunum, sem gætu ver- ið pólitískar eða settar fram af öðrum annarlegum hvötum. Sýslumaður Gullbringusýslu fékk þessa kæru til meðferðar og fjall- aði hann eingöngu um þann þátt hennar, sem gat varðað reiknings- skil. Niðurstaða hans varð, eins og fram kom í þætti Vilmundar, að ársreikningar 1962 til 1966 hefðu hlotið endurskoðun og samþykkt sýslunefndar, án athugasemda, hins vegar hefði sýslumaóur þá (haustið 1968) ekki séð reikninga ársins 1967. Sýslumaður getur þess, að það sé að vísu ljóst, að nokkuð skorti á að reglum um reikningsskil sé aó fullu hlítt, en fleiri sveitarfélög séu þó sek um sama athæfi og það jafnvel í ríkara mæli. Hallgrímur Dalberg kemur að þeirri ábendingu að þessi sveitarfélög hafi að engu leyti sýnt verri skil, eða til þess unnið að vera sérstaklega til- greind fremur en önnur 222 sveitarfélög í landinu. Þarna hefði Vilmundur mátt doka við, ef hann hefði viljað finna ein- hverja ástæðu fyrir drætti á skil- um hreppsreikninga almennt. Hér er rétt að geta þess að al- gengt er að ársreikningar ýmissa sveitarfélaga komast ekki i hend- ur sýslunefnda fyrir lok mars- mánaðar, eins og lög segja fyrir um, vegna þess að sveitarfélögun- um er skammtaður svo naumur timi að ekki fást endurskoðendur til þess að ganga frá reikningum á lögskyldum tima. En hafi reikningar ekki borist til sýslu- nefndar fyrir lok marsmánaðar, verða þeir ekki lagðir fyrir sýslu- nefndarfund í júlí það ár, og þar með er óþarft að skila þeim fyrr en næsta ár. Augljóst er að reikningar þurfa á engan hátt að vera óendurskoðaðir eða á annan hátt ólöglegir, þótt þessu ákvæði sé ekki fullnægt. Geta má þess hér að umrætt timabil hafði Njarðvikurhreppur löggilta endurskoðendur, samþykkta af félagsmálaráóuneyti. Síðar í spjalli sinu um „óreiðu" sveitar- stjórnarmanna i Njarðvíkur- hreppi er á það miijnst að reikningar hafi verið afgreiddir þótt annar ,,kritiskra“ endurskoð- enda hafi ekki skrifað undir þá. Hér skal á það bent, að það er ekki skylt skv. lögum að hafa bæði „krítiska“ og löggilta endur- skoðendur, og umrætt tímabil voru reikningar endurskoðaóir eins og áður af löggiltum endur- skoðendum — og samt sem áður tönnlast Vilmundur á því að hér séu siendurtekin lögbrot og óreiða. Næst er röðin komin að Gerða- hreppi, og lætur nú Vilmundur móðan mása og vitnar í kærur, sem borist hafi til félagsmála- ráðuneytis, þar sem hverskyns óreiða er til tínd. Vilmundur hef- ir þegar fellt dóm í málinu og meðhöndlar ákærur sem stað- reyndir væru. Hallgrímur reynir af hógværð að gera viðmælanda sinum ljóst, að ákæra er allt ann- að en sannað misferli, og bendir jafnframt á að rannsókn þessara mála hvilir í höndum sýslumanns. En Vilmundur spyr aftur og aft- ur, að því hvernig það geti hent að reikningar komist óendurskoðað- ir í gegn um kerfið. Já, hvernig gæti það skeð? Ég sé enga leið til þess. Ég vil ennfremur staðhæfa, þótt það sé ekki í minum verka- hring að svara fyrir hönd sýslu- manns, að það er í fyllsta máta ósennilegt, svo ekki sé meira sagt, að þær ákærur, sem hér er vitnað til hefðu lent í ruslakörfu án rannsóknar. En hver verður þá niðurstaða rannsóknarinnar? Engin önnur en sú að ákærurnar eru markleysa, og reikningar Gerðahrepps hafa verið endur- skoðaðir og samþykktir af sýslu- nefnd, eins og vera ber. Þessa staðreynd hefði Vilmundur átt að kynna sér, áður en hann gerir sig að þvi viðundri að fara með þetta fleipur i sjónvarp. Annars er það lítt skiljanlegt og algjörlega óaf- sakanlegt, að sjónvarpið skuli hleypa einstökum mönnum inn i sjónvarpssal með aðra eins ill- kvittni og yfirvegaóa árás á heið- virða borgara. Þriðji þáttur, sem helgaður er kynningu Suðurnesjamanna, var hinn frægi Grindavíkurþáttur, en hann hefir verið það mikið rædd- ur að ég tel ekki ástæðu til þess að gera honum frekari skil. Fjórði þáttur þessarar maka- lausu kynningar fór fram fyrir siðustu jól. 1 þessum þætti kallar Vilmundur aftur fyrir sig Baldur Möller ráðuneytisstjóra og Jón Thors, fulltrúa í dómsmálaráðu- neytinu, og ennþá er umræðuefn- ið títt nefndur verzlunarmaður á Suðurnesjum. Vilmundur á nú vart orð til að lýsa undrun sinni yfir því að fyrrgreindur dómur skuli ekki vera kominn til fram- kvæmda. Hann lætur sig ekki muna um að nefna „innstæðu- lausar ávísanir uppá tuttugu og eina milljón króna,“ þótt ekki hafi komið fram við rannsókn nemaS til 9 milljónir. Vilmundur staðhæfir að verzlunarmaðurinn hafi ekki reynst borgunarmaður fyrir meiru en helmingnum af upphæðinni (þ.e. 21 millj.) Vera má að gjaldgeta verzlunarmanns- ins hefði ekki náð lengra en í 10,5 millj., en þær reyndust þó nógar til þess að greiða téðar ávísanir að fullu. Vilmundur les langan reiði- lestur yfir fulltrúum dómsmál- anna. Efnislega er þessi þáttur endurtekning á fyrri þætti um sama mann, en þarna er ósvífnin ennþá augljósari og berorðari. Upphæð innstæðulausra ávisana er meir en tvöfölduð, reynt er að blanda inn í tollsvikamáli, sem nýlega hafði verið upplýst í Reykjavík, enda þótt enginn grunnur hefði beinst að umrædd- um manni. Þá er ítrekuð spurningin um það hvort ekki eigi að setja manninn i tugthús fyrir siðasta afbrotið (þótt ekki sé kom- in fram ákæra, og því síður fall- inn dómur). Baldur Möller kemur að þeirri athugasemd, að það sé ekki hlutverk dómstólanna að ein- angra menn út úr þjóðfélaginu, heldur að fá þá til þess að starfa i því sem nýta þegna. Slíkar athugasemdir eru til lítils gagns. Vilmundur bendir Baldri á að þetta sé í annað skipt- ið, „sem þú þarft að mæta hér í sjónvarpssal, til þess að svara fyrir mál, sem er tengt þessum manni.“ Hér talar sá sem valdið hefir! Vilmundur vill fá skýr svör um það hvort hann vilji setja að veði embættisheiður sinn fyrir þvi að þessi verzlunarmaður verði settur undir lás og slá, til þess að verja allt samfélagið, „svo að ekki þurfi að kalla hann fyrir í þriðja sinn.“ Það er ekki efi á þvi að Vil- mundur telur sig vera að gæta réttar samfélagsins gegn óvini númer eitt. 1 framhaldi af þessu hljóta að vakna margar spurningar. T.d.: Hvers vegna eyðir Vilmundur tveim þáttum til þess að kross- festa verzlunarmann á Suðurnesj- um? Er öll framkvæmd dómsmála í stakasta lagi alls staðar nema þar? Getum við Suðurnesjamenn trúað því, að lögbrot okkar skyggi á morð og rán innbrot og hvers konar ofbeldisverk, sem sagt er frá daglega í Reykjavík? Hvað eigum við að halda? Eitt vitum við fyrir víst, en það er að Vilmundur hefir í þessum þætti slegið öil fyrri met — og jafnframt áunnið sér vorkunn- semi allra heilbrigðra manna, og, þvi miður, leikur mér grunur á þvi að sú vorkunnsemi sé nokk- uð blönduð andúð allra þeirra Suðurnesjamanna, sem þekkja til mála, en skilja ekki að hroki og yfirlæti er nánasti afkomandi vanmetakenndarinnar. Ég vil ennfremur álíta að tilgangur Vil- mundar hafi ekki verið sá að gefa öðrum landsmönnum sanna mynd af Suðurnesjamönnum, og er sú mynd sem almenningur gerir sér samkvæmt þvi talsvert dekkri en efni standa til. Ég vil því leyfa mér að vona, að nú verði nokkurt hlé gert á „fræðslu“-þáttum í sjónvarpi um Suðurnesjamenn, þar til tekist hefir að finna þá menn til þeirrar kynningar, sem skilja fullkom- lega að slíku starfi fylgir ábyrgð. Þess mætti ennfremur krefjast að í slikum þáttum sé samferða- mönnum sýnd fyllsta nærgætni, auk þess sem stjórnendur þeirra teldu sér fremur ávinning að sam- fylgd sannleikans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.