Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 3 Heimsókn forsætis- ráðherra í Kanada: MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær sítnasamband við Björn Bjarnason, deildarstjóra í for- sætisráðuneytinu.og spurði tið- inda af hinni opinberu heim- sókn Geirs Hallgrimssonar for- sætisráðherra, meðal Vestur- Islendinga í Kanada, en Björn er ráðherra þar til aðstoðar. Einnig eru f för með ráðherran- um eiginkona hans, Erna Finnsdóttir, og sendiherra- hjónin f Washington, Unnur og Haraldur Kroyer. Björn sagði, að ferðin hefði gengið að ósk- um og verið mjög skemmtileg, móttökur með ágætum og að þvf er virtist mikill áhugi meðal Vestur-lslendinga á þvf að hitta fslenzku gestina. „Við komum hingað til Winnipeg um hádegisbil á mánudag og fórum þá beint út í Gimli og heimsóttum elliheimil- ið Betel, ræddum þar við dvalargesti og ráðherrann ávarpaði þá. Þennan dag var dvalizt i Gimli og gist þar þessa fyrstu nótt. I gær var ferðinni haldið áfram til Arborgar, sem er Islendingabyggð norðar en Gimli, i nánd við Winni- pegvatnið. Arborg virðist vera íslenzkari bær en Gimli, minnir meira á sveitaþorp og þangað komu bændur af íslenzkum ættum, margir langt að, til þess að hitta ráðherrahjónin og sendiherrahjónin. Þar var einnig heimsótt elliheimili. A báðum stöðunum voru heimsóttir skólar. 1 Gimli var farið í barnaskóla, þar sem börnin sungu á íslenzku. Þar er kennd íslenzka þrjá fyrstu vet- urna, meðan börnin eru á aldrinum 6—9 ára og sá bekk- ur, sem var að læra islenzku núna, söng fyrir gestina fslenzk lög og setti upp smáleikþátt á íslenzku. Meðal annars sungu þau og léku Þyrnirósu. önnur börn voru þarna af frönsku og ukrainsku bergi brotin og sungu þau lög á þeim tungum og ennfremur var sungið á ensku. Það var mjög skemmti- legt að hitta börnin þarna. 1 Arborg var aftur heim- sóttur unglingaskóli, þar sem forsætisráðherra ávarpaði nemendur. I báðum skólunum skýrðu skólastjórarnir frá því, að heimsókn gestanna væri í tilefni þess, að hundrað ár væru liðin frá því Islendingar fyrst tóku sér búsetu á þessum slóðum" „Ferðin hefur gengið mjög vel,“ hélt Björn Bjarnason áfram, „hér er mjög kalt, var um 30 stiga frost, þegar við komum en lygnt og sólbjart. Menn töluðu um, að þetta væri með kaldari dögum.“ Þegar Mbl. ræddi við Björn sagði hann, að Islendingarnir væru að tygja sig til ferðar á fund borgarstjórans i Winni- peg. Eftir hádegi myndu þeir hitta aðstoðarforsætisráðherra Manitóbafylkis og síðan fylkis- stjórann — fulltrúa drottn- ingar. „Siðan verður farið i þinghúsið hér og haldinn blaða- mannafundur. 1 kvöld verður skemmtun hjá Fróndeild þjóð- ræknisfélagsins, þar sem Haraldur Kroyer sendiherra flytur ræðu.“ „Móttökurnar hafa verið ein- staklega góðar," sagði Björn, „mikill áhugi hjá fólki hér. Fólk hefur komið langt að til að vera viðstödd þessi hóf, sem haldin hafa verið vegna komu f orsætisráðherra. “ Mynd þessi var tekin þegar Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra heimsótti elli- heimilið Betel i Gimli. Konurnar á myndinni eru, frá vinstri: Helga Magnússon, Petr- ina Petursson og Gudrún Gríms- dóttir. Skólabörnin sungu íslenzk lög og fóru með leikþátt á íslenzku Yfirvinna fer minnkandi I FRÉTTABRÉFI Kjararann- sóknanefndar, sem nýlega er komið út, kemur fram, að nokkuð hefur dregið úr yfirvinnu hjá verkamönnum á sfðasta ári. Kauptaxtar verkamanna hækk- uðu frá þriðja ársfjórðungi 1973 til 3. ársfjórðungs 1974 um 41,8%. Meðaltímakaup hækkaði hins vegar um 51,4%, en sé helgi- dagaálag dregið frá nemur hækk- unin 49,7%. Á þriðja ársfjórð- ungi 1974 voru 27% af vinnutfma verkamanna eftir- og næturvinna. A sama tfma 1973 var þetta hlut- fall tæplega 29%. Kjararannsóknanefnd segir í fréttabréfi sinu, að minnkandi yfirvinna eigi einkum rætur að rekja til mjög minnkandi yfir- vinnu i hafnar- og bæjarvinnu, sem skýra megi með minnkandi innflutningi og yfirvinnuhöml- um. Þá segir Kjararannsókna- nefnd, að hér sé komið að vendi- punkti í eftirspurn á vinnumark- aðinum, þó að stytting vinnu- tímans eigi sér þessar sérstöku orsakir. Hlutur yfirvinnu i heildarvinnutíma verkamanna var minnstur árið 1969 eða um 20%. Siðan hefur yfirvinna auk- Krónan fer halloka fyrir Evrópugjaldmiðli SIÐUSTU dag hefur gengi fs- lenzkrar krónu gagnvart Evrópu- gjaldmiðli, sem Seðlabanki tslands skráir, lækkað talsvert eða um 2,2%. Er þá miðað við gengisskráningu frá 15. janúar sfðastliðinn og sfðan gengisskrán- ingu f gær, 23. janúar. Gagnvart gjaldmiðlum annarra Norður- landaþjóða er fall krónunnar 2,3%. Eins og kunnugt er er gengi fslenzkrar krónu „fljótandi“ eins og sagt er. Þar eð Banda- ríkjadollar hefur undanfarið staðið sig fremur slaklega á er- lendum gjaldeyrismörkuðum, hefur krónan farið halloka fyrir öðrum gjaldmiðlum. Stafar þetta af því að dollarinn vegur það þungt f meðaltalsútflutnings- gengi landsins. Mest er fall krón- unnar miðað við þessar tvær gengisskráningar gagnvart belg- fskum frönkum eða rétt rúmlega 3%. Fall krónunnar gagnvart sterlingspundi er 1,7%, en gagn- vart Kanadadollar hefur hún fall- ið um 0,2%. Gagnvart dönskum krónum hefur krónan fallið um 2.6%, gagnvart norskum um 2,5%, sænskum um 2,4% og gagn- vart finnskum mörkum um 1,6%. Gagnvart frönskum frönkum er fall krónunnar 2,9% og gagnvart belgískum 3,0%. Gagnvart svissneskum frönkum er fallið 2,8% og gagnvart hollenzkum gyllinum um 2,7%. Fall krónunn- ar gagnvart vestur-þýzkum mörk- um er 2,9% og gagnvart ítölskum Fallið gagnvart sehillingum er lírum 1,7%. austurrískum 2,3%. Islenzk króna hefur á þessum sama tima fallið gagnvart portúgölskum escudos um 1,2%, Framhald á bls. 22 ist stöðugt, þar til á þriðja árs- fjórðungi þessa árs. A fyrsta ársfjórðungi 1974 skiptist vikulegur vinnutími verkamanna þannig, að 37,5 stundir voru unnar í dagvinnu, 7,1 í eftirvinnu og 6,3 í nætur- vinnu eða samtals 50,9 stundir. Á öðrum ársfjórðungi voru dag- vinnutímar 37,6, eftirvinnutímar 6,4 og næturvinnutimar 9 eða vinnustundir samtals á viku 53 eða tveimur fleiri en á fyrsta árs- fjórðungi og næturvinnutímum hafði þá fjölgað um 2,7. A fjórða ársfjórðungi snýst þessi þróun við, þá eru unnir 37,2 timar í dagvinnu, 5,5 i eftirvinnu og 7,2 í næturvinnu eða samtals 49,9 timar á viku, sem er þremur tímum minna en á öðrum árs- fjórðungi. Greitt tímakaup verkamanna í dagvinnu hækkaði frá þriðja árs- fjórðungi 1973 til þriðja ársfjórð- ungs 1974 um 51,4%. Á samatíma hækkaði tímakaup iðnaðarmanna um 60,9%. Mest varð hækkunin hjá iðnaðarmönnum í húsgagna- Dagv. — Þessi skýringarmynd sýnir hvernig hlutur dagvinnu í heildarvinnutíma verkamanna hefur breyst frá 1966. Myndin er úr Fréttabrófi Kjararann- sóknanefndar, en miðað er við þriðja ársfjóróung hvers árs. Hlutur dagvinn- unnar í heildarvinnutímanum var mest- ur árió 1969 eða 80,3% en minnstur 1973 eða 71,3%. Hlutfall dagvinnunnar hefur síðan aukist aftur 1974 og er þá komið upp I 73%. gerð 72,3%, hjá bifreiðasmiðum og viðgerðarmönnum varð hækk- unin 67,9%, hjá rafvirkjum 63,2%, hjá skipasmiðum 61,2%, hjá prenturum 60,8%, hjá flug- virkjum 59,2%, hjá iðnaðar- mönnum við málmsmíðar 59,9%, hjá trésmiðum 51,3% og hjá bökurum 33,6%. Krabbameinssér- fræðingar halda fyrir- lestra í Landakoti Dr. Edward S. Hendersson, dr. Lucius Sinks og dr. Steven Piver viö Landakotsspítala í gær. Ljósm. Sv. Þorm. ÞRlR bandarískir sérfræðingar I krabbameinslækningum eru nú staddir hér á vegum Landakots- spltala. Þeir eru dr. Edward Henderson, dr. Lueius Sinks og dr. Steven Piver, sem allir starfa við Roswell Park Memorial Insti- tute í Buffalo, New York. Þeir flytja erindi um meðferð hvítblæðis og annarra krabba- meinssjúkdóma, en fyrirlestr- arnir eru opnir öllum læknum og læknanemum. Fyrstu fyrirlestrarnir voru fluttir í gær, en síðan verður fram haldið í dag og á morgun. Sigurður Björnsson læknir hefur undanfarin ár stundað sér- nám í krabbameinslækningum við Roswell Park Memorial Insti- tut og hefur hann undirbúið heimsóknina, auk þess sem nokkur fyrirtæki hérlendis hafa veitt fjárhagsstuðning vegna komu sérfræðinganna hingað til lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.