Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 HVAÐ EB AÐ HEYRA? TÓIMHORN Það er ýmislegt forvitnilegt að finna í tónlistardagskrá útvarps- ins í næstu viku og flestir ættu að geta sótt sér þangað tónlistariegt viðurværi. Nefna má, að á sunnu- dag nk. klukkan 3 verða fluttir þættir frá tónlistarhátið í Helsinki, sem sinfóníuhljómsveit- in í Vínarborg sótti heim ásamt núverandi stjórnanda sínum, Carlo Maria Giulini, og pianóein- leikaranum Alfred Brendel. Fluttur verður Egmond-forleikur Beethovens og pianókonsert nr. 20 í D-moll eftir Mozart. Alfred Brendel leikur einleik í píanókonsertinum, en hann er e.t.v. fremsti fulltrúi austurriska píanóskólans, ef svo má að orði kveða, nemandi Edwin Fischer og vakti alþjóðlega athygli á sér árið 1949 — aðeins 18 ára að aldri — er hann sigraði í Busoni- keppninni svonefndu. Hann hefur leikið inn á ýmsar merkar hljómplötur, ekki sízt pianóverk Beethovens og Mozarts, en þykir einnig vel liðtækur i Liszt og Arn- old Scönberg. Að loknum þessum flutningi verður ekki ómerkari hljómplötu- flutningur þar sem er sinfóniu- hljómsveitin Hungarica undir stjórn Antal Dorati. 1 sameiningu hafa hljómsveitin og Dorati tekið sér fyrir hendur það stórvirki að hljóðrita allar 104 sinfóníur Haydn og hafa raunar nýlokið þvi verki. Hafa hljómplötur þessar hlotið geysigóða dóma og vakið mikla athygli. Tónlistardeildin hefur smám saman verið að viða að sér þessari annáluðu útgáfu og flytur okkur á sunnudag Haydn- sinfóníuna nr. 59. Joseph Haydn — Hungarica- hljómsveitin flytur eina af sinfóníum hans — Antal Dorati stjórnar. Af stjórnandanum Antal Dorati er það að segja að hann fæddist í Budapest árið 1906 og var nemandi bæði Kodály og Bartok við konservatoríið i fæðingarborg sinni. Arið 1924 varð hann stjórn- andi við Budapest-óperuna, en fjórum árum siðar gerðist hann aðstoðarmaður Fritz Busch við Dresden-óperuna. Á næstu árum gerðist hann tónlistarstjóri óper- unnar i Miinster ög stjórnandi Ballet Russe de Monte Carlo i London, auk þess sem hann var gestastjórnandi viða um lönd. Ár- ið 1941 flutti Dorati sig yfir til Nýja heimsins, þar sem hann var stjórnandi við New York-óperuna og American Ballett Theatre auk þess sem hann varð stjórnandi sinfóníuhljómsveitanna i Dallas og Minneapolis og eru ýmsar hljóðritanir hans með hinni siðar- nefndu velþekktar. Dorati varð bandarískur ríkisborgari 1947. Á sunnudag ki. 14 mun Gerður Steinþórsdóttir taka völdin af eig- inmanni sínum Gunnari Stefáns- syni, dagskrárstjóra útvarpsins. i eina klukkustund i þættinum Dag- skrárstjóri i eina klukkustund. Eins og vænta má verður Gerður töluvert menguð af kvennaárinu. „( þennan þátt hef ég eingöngu valið kvenlýsingar úr bókmennt- um, þar sem birtast mismunandi viðhorf til kvenna," tjáði Gerður okkur. Til að mynda verður lesin frásögn Bibliunnar af Syndafall- Sverrir Kristjánsson byrjar lestur Passiusálmanna og hyggst vera trúr trúartilfinningu Hallgrims. inu, lesið verður úr Laxdælu, Fjall- kirkjunni og Atómstöðinni, Svava Jakobsdóttir les Saga handa börn- um og lesinn verður kafli úr Sexual Politics Kate Millet, sem er einn helzti forvigismaður og hug- myndafræðingur frelsishreyfingar kvenna vestan hafs en I þessari frægu bók deilir hún á ýmis vi3- horf frægra rithöfunda til kvenna eins og þau birtast i skáldverkum þessara höfunda. Einnig sagði Gerður að i þættinum yrðu flutt Ijóð og söngvar — t.d. eftir Stefán frá Hvítadal, Einar Braga og söngvar úr Ertu nú ánægð kerling, sem Þjóðleikhúsið hefur verið að flytja. Flytjendur i þessum þætti með Gerði verða Óskar Halldórs- son, Þorleifur Hauksson og Stein- unn Jóhannesdóttir. Mánudaginn kl. 14.30 hefur séra Jón Bjarman lestur nýrrar siðdegissögu — Himinn og jörð eftir Carto Coccioli i islenzkri þýð- ingu sinni. „Bókin er skrifuð rétt fyrir 1950," tjáði Jón okkur, „og efni sögunnar er i stærstu dráttum frásaga af itölskum presti sem þjónar i litilli fjallasókn. Hefst sag- an er presturinn kemur fyrst á fund sóknarbarna sinna á árunum milli 1920 og 1930 og fylgir ferli hans allt fram til striðsáranna, að hann er tekinn af lifi i þann mund sem átökin á Ítalíu eru að magn- ast og Þjóðverjar eiga þar i vök að verjast." Jón kvað höfundinn allþekktan í hinni rómönsku Evrópu og er þessi saga hans liklega þekktust allra verka hans, enda verið þýdd á mörg tungumál. Jón kvaðst aftur á móti ekki vita til þess að aðrar sögur Ciccioli hefðu verið þýddar á islenzku, en þessi þýðing er gerð fyrir áratug og hefur legið i hand- riti allt síðan. Á mánudagskvöld kl. 22.15 byrjar Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur lestur Passiusálma Hallgrims Péturssonar. f samtali við Sverri kom fram, að þetta er i fyrsta sinn sem hann les Passíu- sálmana og las hann þá inn á segulband nó i haust. Raunar Samkvæmt nióurstöðum hlust- endakönnunar ríkisútvarpsins er hvað almennust hlustun á útvarp um helgar. I samræmi við þetta hefur verið reynt að betrumbæta dagskrá útvarpsins á þessum tveimur dögum og tekizt allbæri- lega held ég að megi segja. Laug- ardagurinn er kominn í allfastar' skorður en sunnudagurinn er aft- ur á móti lausari I reipunum, sem að sjálfsögðu gerir ekkert til með- an fjölbreytnin er nægilega mikil. Að vísu leggur útvarpið mikla áherzlu á uppbyggilegan erinda- flutning fljótlega upp úr hádeg- inu og má það nú heita fastur liður. Eru þessi erindi oft með allra athyglisverðasta efni sem út- hafði komið til tals að hann læsi Passiusálmana i fyrra, en þá bauðst fyrsta konan til lestursins og varð því að samkomulagi að Sverrir dokaði við i eitt ár. „Nei, það verður ekki neinna breytinga að vænta i mínum upp- lestri, heldur mun ég lesa þá upp á tradisjónella visu, eins og mér er tamast að lesa Ijóð," sagði Sverrir. „Ég mun þess vegna ekki fylgja fordæmi vinar mins Jóns Helgasonar prófessors og læt Amen-ið fylgja." Sverrir kvaðst hafa komizt að raun um þegar hann tók að undir- búa sig og lesa sálmana upphátt fyrir sjálfan sig, að þeir væru ansi erfiðir i lestri. „Ég rak mig þá líka á tvö atriði sem ég reyni að fylgja i lestrinum. Annars vegar reyni ég að losna við mærðina og hins vegar leitast ég við að láta trúar- tilfinningu sira Hallgrims koma fram. Mér finnst það höfuðatriði fyrir upplesarann hver sem hann nú er, að hann beri þá virðingu fyrir höfundinum og trúarhita hans og þetta hef ég reynt að einsetja mér, hvernig sem það hefur nú tekizt." Á þriðjudag i næstu viku kl. 14.30 flytur Gísli Helgason fyrsta þátt sinn af fjórum um aðstöðu fatlaðra barna. „Ég ætla i fyrsta þættinum að fjalla um viðbrögð foreldra við þvi að eignast fötluð börn," sagði Gisli þegar hann var inntur nánar eftir efni þessara þátta. „f þvi sambandi mun ég ræða við móður sem á tvö illa fötluð börn og fleira kemur þarna Gísli Helgason fjallar um aðstöðu fatlaðra. fram. I næsta þætti tek ég svo fyrir þjálfun i æfingastöð lamaðra og fatlaðra, ræði við starfsfólkið og eina stúlku sem þar er i endur- þjálfun. I þriðja þættinum verður svo greint frá málefnum vangefina og er þar uppistaðan viðtal við Grétu Bachmann, forstöðukonu i Bjarkarási. I siðasta þættinum verður greint frá menntun fatlaðra og i þvi sambandi rætt við Þor- stein Sigurðsson, sem hefur eftir- lit með sérkennslu og fjölfötlunar- skólinn verður kynntur." Gisli sagði, að hann gerði sér Ijóst að þættir af þessu tagi væru langt frá þvi að vera tæmandi um þetta efni heldur væri markmið þeirra miklu fremur að vekja með þessu móti athygli á málefnum fatlaðra. Samkvæmt skilgreiningu Gisla nær fötlun yfir alla þá sem búa við einhverja likamlega skerð- ingu, eins vangefnir eða þroska- heftir, sjónskertir og heyrnar- daufir. Fjölfötlun væri aftur á móti, þegar fólk ætti við fleiri en eina fötlun að striða. Gísli kvaðst varpið flytur okkur. Þessu næst skiptast gjarnan á þátturinn Dag- skrárstjóri i eina klukkustund og þáttur Jóns B. Gunnlaugssonar Á listabrautinni. Dagskrárstjóra- þættirnir hafa oft verið æði mis- jafnir en geta verið hinir áheyri- legustu þegar vel tekst til með dagskrárstjóra. Sömuleiðis hafa þættir Jóns með ungu listafólki verið upp og ofan. Ég er ekki frá því að Jón ætti að fækka dálítið þátttakendum í hverjum þætti og kynna hvern einstakan þátttak- anda betur með ítarlegra spjalli við hann. Aftur á móti er breiddin í þessum þáttum Jóns lofsverð og val hans á listafólki fordómalaus. Tveir sunnudagar eru mér þó hafa reynt að spanna alla þessa þætti fötlunar eins og kostur var i svo stuttum þáttum nema hvað hann hefði lltið getað fjallað um málefni heyrnardaufra. Sagði Gtsli að þættirnir hefðu raunar þurft að vera fleiri og verið gæti að hann tæki þráðinn upp að nýju seinna meir en gat þess um leið að óhemju vinna lægi í þessum fjór- um þáttum og gerð þeirra öll mjög timafrek. Að lokum gat Gisli þess að hann hefði notið sérstaklega góðrar aðstoðar Andreu Þórðar- dóttur, forstöðukonu Reykjadals- heimilisins, við gerð þessara þátta. Fimmtudagskvöld kl. 22.35 flytur Geir Vilhjálmsson sálfræð- ingur annan þátt sinn i flokknum Úr.heimisálarlifsins. Að þvi er Geir tjáði okkur, hafa fimm þættir i þessum flokki þegar verið ákveðn- ir. Allir fjalla þættirnir um sálarlífið og nefndist fyrsti þátturinn Sálar- sameining. (Er hann raunar á dag- skrá í kvöld) Þar greinir frá sál- vaxtarkerfinu, sem italskur geð- læknir dr. Roberto Assagioli, kom fram með. „Ég reyni að lýsa þessu kerfi t stærstum dráttum, sem óneitanlega er erfitt þar eð þetta er efni i heila bók," sagði Geir. „En segja má að hér sé um að ræða safn af margs konar aðferð- um sem miða að þvi að samhæfa ýmsa þætti sálarlifsins. samræma og upphefja innri ágreining og örva sálræna þróun fólks, t.d. að samræma tilfinningalif og hugs- unarlif, að gera hið dulvitaða með- vitað, samræma imyndunarafl og rökræna hugsun. Ég hef dálitið yfirlit yfir spurningalista sem er til könnunar á sálarlifi einstaklings- ins, sem er raunar unnhaf bess að beita þessu álvaxtarkerfi. Lýsi ég einni æfingu i þættinum — svonefndi Hver-er-ég-æfingunni, sem er einföld æfing til ^jálfskoð- unar." Annar þátturinn fjallar um slök- un, þar kvaðst Geir reyna að greina frá nokkrum mismunandi slökunaraðferðum. auk þess sem hann gæfi dæmi með verklegri æfingu um eina mögulega slök- unaraðferð. Það tekur um stund- arfjórðung að gera þessa æfingu, en hún var tekin upp á námskeiði, sem Rannsóknarstofnun vitundar- innar er Geir veitir forstöðu, hélt sl. haust i stjórn vitundarinnar. Slökunaraðferðin sem þar kemur fram byggir á kerfi Jacobsen oa felst í henni stigvís slökun, þar sem viðkomandi byrjar á að beina athyglinni að einstökum líkams- hlutum og gefur þeim boð um að slaka á hverjum á fætur öðrum. Geir Vilhjálmsson sálfræðingur flytur annan þátt sinn Úr heimi sálarllfsins sérlega minnisstæðir nú undan- farið, er útvarpið hélt athygli minni lengi fram eftir degi. Þetta var þegar vönduð dagskrá þeirra Páls Heiðars og Baldurs Guð- laugssonar um inngöngu Islands i Atlantshafsbandalagið kom tvo sunnudaga í röð í kjölfar stórfróð- legs erindaflutnings Sigurðar Hjartarsonar skólastjóra um róm- önsku Ameriku, sem nú stendur yfir. Hygg ég að fleiri slíkir sunnudagar yrðu vel þegnir af útvarpshlustendum. En svo ég víki nánar að erinda- flutningi Sigurðar, þá þykist ég vita að þeir ýmsu sem verið hafa að glugga i hugverkasmið þessar- ar merkilegu álfu, fái i þessum erindum kærkomna innsýn í ýmsa þá atburði og átök sem eru Einar Pálsson skólastjóri fjallar um Islenzk fræði á krossgötum. Þriðji þátturinn fjallar um sál- lækningar, en þar kveðst Geir ætla að gefa yfirlit yfir ýmsar að- ferðir sem beitt er til sállækninga og einnig fjalla um ýmsar leiðir til eflingar sálrænni þróun. en slikt getur verið mikilvægt til að fyrir- byggja ýmis sálræn vandamál, eins konar sálarheilsuvernd. Fjórði þátturinn snýst um drauma og dagdrauma og hvernig menn geta dregið ýmsan lærdóm um sjálfan sig með þvi að fylgjast með draumalífi sinu og reyna að skilja ýmsar táknmyndir, sem draumar eða dagdraumar geta hleypt inn i meðvitundina. „Dagdrauma má t.d. hagnýta sér sem leið til þess að kynnast betur þvi sem er að gerast svolitið dýpra i vitundarlif- inu og þvi eru þeir heppileg viðbót við draumgreiningu til sálkönnun ar," sagði Geir. Flestir þekkja af afspurn kenningar Freud i þessum efnum, en Geir kvaðst i þessum þætti byggja á ýmsum kenningum djúpsálarf ræðinnar, fara að nokkru leyti inn á kenningu Freud en þó öllu meira inn á kenningar hans Jung og hvað snerti dag- draumana kvaðst Geir mundu lýsa dagdraumsæf ingu, sem þýzkur núlifandi geðlæknir að nafi prófessor Leuner hefur sett fram. Siðasti þátturinn fjallar svo um tónlistarlækningar og kvaðst Geir ætla að lýsa þar i stuttu máli hvernig tónlist væri notuð i sam- bandi við sállækningar, við endur- hæfingu og til eflingar sjálfsþekk- ingu fyrir venjulegt heilbrigt fólk. „Ég ætla í þessum þætti að gefa dæmi um tónlistarlækningarað- ferðir sem bandarískur tónlistar- læknir, Helen Bonny, hefur þróað og gefa dæmi um mismunandi tegundir tónverka, sem hún notar." Bonny kom hér einmitt sl. vor og hélt þá fyrirlestur í Tónlist- arskólanum og kynningarnám- skeið á vegum Rannsóknarstofn- unar vitundarinnar. Á föstudagskvöld kl. 20.25 flyt- ur Einar Pálsson, skólastjóri Mála- skólans Mímis, erindi sem hann nefnir Íslenzk fræði á krossgötum. Sem kunnugt er hefur Einar lagt stund á rannsóknir islenzkra fræða upp á sitt einsdæmi og sett fram kenningar þar að lútandi, sem ekki hafa hlotið hljómgrunn meðal atvinnumanna á þvi sviði. Einari hefur hins vegar verið um- hugað að fá að lýsa kenningum sinum og rannsóknum á vettvangi Háskóla íslands, en gengið erfið- lega. I samtali við Morgunblaðið lýsti Einar erindi sinu á þessa lund: „Þetta er samviskuspurning til Háskólans. Siðustu ár hafa orðið miklar umbyltingar i þekk- ingu manna á forsögu Evrópu. Kjarninn i erindinu er upprunaleg hugsjón Háskólans og hvernig sú stofnun hyggst taka þátt i skyn- samlegri rannsókn nýrrar þekk- ingar með þvi að þola ekki tján- ingafrelsi við heimspekideild." oft og tíðum baksvið þeirrar list- sköpunar, sem á sér nú stað í Suður- og Mið-Ameriku, og Vest- urlandabúar hafa verið að upp- götva á síðustu árum. Saga þess- ara þjóða virðist einn samfelldur harmleikur allt frá því að Spán- verjar tóku að hreiðra þar um sig og að veldi þeirra föllnu hafa Bandarikin haft þar i frammi myrkraverk, sem æ betur hafa verið að koma fram í dagsljósið og munu áreiðanlega síðar meir þykja einhver ljótasti kapituli í sögu hinnar bandarisku þjóðar. Stjórnmálaókyrrðin í hinum s- amerisku rikjum hefur iðulega komið okkur spánskt fyrir sjónir, en erindin hafa á margan hátt skýrt fyrir manni hvað þar liggur að baki. --— — — — -------------— —---------— — 1 IGLEFS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.