Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 19. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 3^1 Bretland: Þjóðaratkvæði um EBE-aðild í júní Fjaðrafok í þingsalnum Poul Hartling, forsætisráðherra Dana, f ræðustól, er danska þingið var sett f gær. Til hægri má sjá er dreifibréfum er kastað niður f þingsalinn og stóðu fyrir þvf tveir menn, sem sögðust vera að mótmæla stefnunni f dönskum menningarmálum. London, 23. jan. Reuter. HAROLD Wilson forsætisráð- herra Breta tilkynnti það f Neðri málstofunni f dag, að stjórn hans hefði ákveðið að halda þjóðarat- kvæði, að Ifkindum f fok júnf á þessu ári, um það hvort Bretland ætti að vera áfram f Efnahags- bandalagi Evrópu. Tekið var fram að ráðherrar stjórnarinnar væru þó hver f sfnu lagi óbundnir af afstöðu stjórnarinnar, sem er gegn aðild, og geta þeir þvf kosið eftir eigin geðþótta. Verður þetta f fyrsta skipti sem þjóðaratkvæða- greiðsla um einstakt mál fer fram um gervallt Bretland. Leiðtogar Ihaldsflokksins hafa látið í ljós ótta um að með þessu sé dregið úr valdi þingsins, sem jafnan hefur haft síðasta orðið, þegar um meiriháttar ágreinings- mál hefur verið að ræða. Hartling frestar fram „eldfimari” að leggja frumvörpin Kaupmannahöfn, 23. janúar. Frá Gunnari Rytgaard, fréttaritara Morgunblaðsins. POUL Hartling forsætisráðherra lýsti yfir þvf f ræðu sem hann Breta- drotúiing hittir ekki Amin London 23. jan. AP. TALSMAÐUR Bretadrottn- ingar staðfesti f dag, að borizt hefði orðsending frá Idi Amin, forseta Uganda, til Elizabethar II, þar sem hann æskti þess að hún tæki á móti sér af höfð- ingsskap þegar hann kæmi til Bretlands 4. ágúst. Mun nú sendiboði vera á leið með yfir- lýsingu Amins til Sandring- hamhallar, þar sem drottn- ingin dvelur um þessar mund- ir. Haft er eftir óstaðfestum heimildum að ekki séu minnstu lfkur á þvf að drottn- ingin fallist á að taka á móti Ugandaforseta, enda séu annir hennar miklar og tfmi hennar skipulagður langt fram f tfmann. Fyrstu viðbrögð í Bretlandi að sögn AP voru þau að menn tóku þetta allt f mesta grfni, en við nánari athugun kom f Ijós að ýmsir óttast hefndarað- gerðir Amins gagnvart brezk um borgurum og diplómötum f Uganda, ef forsetanum verður ekki svarað af fyllstu virðingu. hélt við setningu danska þjóð- þingsins f dag, að stjórnin ætlaði að leggja fram sum þeirra laga- frumvarpa, sem voru í hinni svo- nefndu heildaráætlun stjórn- arinnar. Eru það ýmis mál sem ekki eru Ifkleg til að valda mjög miklum úlfaþyt að svo stöddu, meðal annars þar sem kveðið er á um ýmsar leiðir til styrktar at- vinnulffinu og er þvf ekki talið að stjórnin sé f beinni fallhættu fyrstu daga hins nýja þings. Viðkvæmari og „eldfimari" eru tillögur um launastöðvun og um afnám vísitölu með tilheyrandi staðgreiðslubótum að upphæð kr. 100 danskar krónur á mánuði (2000 kr. ísl.) til hvers launþega. Þessar tillögur verða sem sé ekki lagðar fram í fyrstu lotu, þar sem Stjórnin ætlar að bíða átekta og sjá hver verður niðurstaða samn- ingaviðræðna varðandi vinnu- markaðinn. Á þriðjudag verður stórpóli- tískt mál tekið fyrir. Mun þá og ekki fyrr koma í ljós hvernig staða stjórnarinnar er á danska þinginu. Þó á ekki að greiða at- kvæði um lagafrumvörp heldur verða hugsanlega bornar fram til- lögur þar sem ríkisstjórnin er hvött til að taka afleiðingunum af Dollarinn á erf- itt uppdráttar Zurich, 23. jan. Reuter. RAÐSTAFANIR þær, sem sviss- neska stjórnin gerði til að freista þess að styrkja stöðu dollarans, virtust f dag ekki hafa borið til- ætlaðan árangur, þar sem verð á dollara gagnvart svissneska markinu var f dag lægra en nokkru sinni fyrr. Sterlingspund var einnig veikt á mörkuðum Evrópu í dag og frá Frankfurt bárust þær fréttir að bæði Banda- rfkjadollar og sterlingspundið stæðu mjög höllum fæti á gjald- eyrismörkuðum þar. Þegar gjaldeyrismarkaðir opnuðu í Sviss í morgun leit út fyrir í fyrstu að ráðstafanirnar hefðu borið einhvern ávöxt, en fljótlega sótti i sama horf. Dollarinn var 2.5557 gagnvart svissneska frankanum í morgun og komst ekki hærra en i 2.5850 síðdegis,en lækkaði síðan að nýju. Heimildir í Ztirich sögðu að enda þótt staða dollarans hefði styrkzt örlítið á timabili, væri það mun minna en svissneska stjórnin hefði gert ráð fyrir og vonast eft- ir. Ýmsir verðbréfasalar vörpuðu fram þeirri spurningu, hvort frekari ráðstafanir kynnu að verða aðkallandi, ef staða dollarans héldi áfram að versna. Landsbankinn í Sviss hefur nú keypt um það bil 500 millj. dollara síðan hann greip f taum- ana þann 6. janúar í fyrsta skipti i tvö ár. Af hálfu bankans voru engar ráðstafanir vegna dollarsins gerðar í dag. flokkaskipaninni á þinginu og segja af sér. I ræðu sinni f dag sagði Hartl- ing að hann hefði reynt að koma á samvinnu við flokka, sem samtals hefðu meirihluta að baki, en það hefði ekki tekizt. „Því verðum við nú að binda vonir við að í þinginu skapist í reynd samstaða, svo að þingið geti sinnt störfum sínum og mál hlotið rétta afgreiðslu,“ sagði Hartling. Meðan Hartling hélt ræðu sína áttu all sérkennilegar mótmæla- aðgerðir sér stað. Tveir menn sem eru frægir að endemum í dönsku menningarlífi, rithöfundurinn Jörgen Nash og kvikmyndatöku- maðurinn Jens Jörgen Thorsen, mótmæltu stefnunni í menningar- málum með því að kasta dreifi- miðum af áheyrendabekkjum niður í þingsalinn, meðan annar þeirra blés án afláts f flautu. Thoresen er m.a. þekktur fyrir áform sín um að gera mynd um Jesú Krist, sem aldrei hefur komizt í framkvæmd og hefur fyrirfram verið lýst sem guðlasti. Framhald á bls. 22 Um nokkra hrfð hefur þess ver- ið beðið að Wilson tilkynnti um þjóðaratkvæðagreiðsluna og hef- ur verið mikill áhugi á málinu í Bretlandi. Wilson nefndi ekki ákveðinn dag, en sagði að at- kvæðagreiðslan færi fram áður en sumarleyfistíminn hæfist. Franskir embættismenn fögnuðu því í dag að Bretar hefðu tek- ið af skarið varðandi þetta atriði og væri þar með ekki ríkjandi sama óvissuástand og að undan- förnu og hefði skaðað bandalagið og starfsemi þess. I Kaupmanna- höfn sagði Ivor Nörgaard, fyrr- verandi markaðsmáiaráðherra í stjórn Krags, að ef Bretar tækju þá ákvörðun að segja sig úr EBE ættu Danir að halda hliðstæða at- kvæðagreiðslu um það, hvort þeir vildu vera í bandalaginu. I aðal- stöðvum EBE i Briissel var látin í ljós ánægja f svipuðum stíl og í Frakklandi. TASS-fréttastofan í Moskvu sagði einnig frá fyrirhug- aðri þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði að Verkamannaflokkur Bretlands hefði séð sig knúinn til að taka þessa ákvörðun vegna geysilegra mótmæla meðal alþýðu manna við aðild að EBE. Mikil fundahöld hafa verið inn- an Verkamannaflokksins f Bret- landi siðustu daga vegna þessa máls og búast menn við snörpum deilum um málið á næstu mánuð- um. Manntjón er hús hrundi Casablanca, 23. jan. Reuter. VITAÐ er að 22 létu lífið og ellefu slösuðust alvarlega þegar þriggja hæða fbúðarhús hrundi f Casablanea f kvöld. Björgunarsveitir óttast að fleiri hafi látizt, þvf að nokk- urra er saknað. Haft er eftir einum fbúa f húsinu, sem slapp lifandi, að sprungur hafi komið f húsið f jarðskjálfta fyrir sjö árum og hafi ekki verið gert við þær. Kissinger heim- sækir Nixon Washington, 23. jan. Reuter. HENRY Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, mun heim- sækja Nixon, fyrrverandi forseta, f Kaliforníu um helgina, að þvf er talsmaður utanrfkisráðunevtisins sagði f dag. Verður þetta f fyrsta skipti sem þeir hittast sfðan Nixon sagði af sér forsetaembætti f ágústmánuði sl. Ford hækkar olíutollinn Búizt við að til tíðinda dragi milli hans og þingsins Washington, 23. jan. Reuter. GERALD Ford Banda- ríkjaforseti undirritaði í kvöld yfirlýsingu, þar sem ákveðið er að hækka toll á innfluttri olíu og má vænta að til tíðinda dragi á næst- unni milli forsetans og þingsins, sem hefur risið öndvert gegn þessari ákvörðun forsetans, eins og sagt hefur verið frá. Ford tók endanlega ákvörðun um hækkunina eftir að hafa setið á fundi með Þjóðaröryggisráðinu í Hvita húsinu í dag. Hækkunin nemur einum dollara á hverja tunnu af innfluttri olfu og tekur hún gildi frá og með 1. fébrúar. Síðan bætist við önnur hækkun þann 1. apríl og segist forsetinn með þessu stefna að því að gera Bandaríkjamenn óháðari inn- flutningi á olíu erlendis frá. Fulltrúadeildin hefur hafið um- ræður um að bera fram frumvarp þar sem forsetinn er sviptur heimild til að leggja þennan toll á. Forsetinn mun flytja sjónvarps- ræðu í nótt (að ísl. tima) til að rökstyðja mál sitt við þjóðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.