Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 35
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 35 1 (ÞRÓTTAFRfTTIR MORCIINRW I Á ef tír að i vei 'ða einn hi nna stærstu — segir framkvæmdastjóri Standard Liege um Ásgeir Sigurvinsson Tryggvagata 10 Sími: 21 91 5-21 286 P.O Box 5030 Reykjavlk EITT stærsta og útbreiddasta vikublað f Belgfu, Panorama, helgar Ásgeiri Sigurvinssyni f jórar sfður í blaöi því sem út kom 24. janúar s.l. Eru birtar nokkrar myndir af Ásgeiri og viðtal við hann, auk þess sem fjallað er um feril hans sem knattspyrnumanns, og hvernig það orsakaðist að hann gerðist atvinnumaður f Belgíu. Er f upphafi greinarinnar frá því skýrt, að Asgeir hafi vakið athygli Belgfumanna með góðri frammistöðu með fslenzka unglingalandsliðinu er það tók þátt í UEFA-bikarkeppninni á Italfu á sfnum tíma, og þá hafi hann skorað mark í landsleik lslands og Belgfu. Sagt er, að geta Islending- anna í móti þessu hafi komið mjög á óvart og belgfsku „njósnararnir“ sem fylgdust með leikjum Islendinganna, hafi strax komið auga á hæfileika Ásgeirs. Síðan hefðu tekizt samningar milli hans og Stand- ard Liege, með milligöngu Álberts Guðmundssonar, þáverandi for- manns KSl. I viðtalinu segir Asgeir að það hafi alltaf verið sinn draumur að verða atvinnumaður í knatt- spyrnu. Hann hafi fengið tæki- færi að reyna sig með Glasgow Rangers, en þar hafi hann ekki kunnað við sig og því farið heim til Islands aftur, ákveðinn i að bíða eftir öðru tækifæri, og það hefði líka komið fljótlega. Þegar hann gerði samninginn við Standard Liege, hefði sér verið tjáð það að hann ætti ekki mögu- leika á að komast í aðalliðið, en hann hefði verið ákveðinn í að bíða og sjá til enda hefði fljótlega komið að því að hann hefði fengið að leika með aðalliðinu. Síðan er sagt frá samningum Asgeirs við félagið, og greint frá því að hann hafi nú endurnýjað samninginn til tveggja ára, til allrar hamingju fyrir Standard, þar sem Ásgeir sé nú orðinn leikmaður sem greiða verði stórfé fyrir. Segir blaðið, að ekki sé efamál að Asgeir sé ásamt þeim Christian Piot og Wilfreid Van Moer, bezti leikmaður Stand- ardliðsins, en auk þess að leika með Standard, leiki hann með íslenzka landsliðinu þegar til hans sé leitað. Blaðið fjallar síóan um ísland og þá sérstaklega eldogsið í Vest- mannaeyjum, heimabyggð Ás- geirs, og lætur hann lýsa því. Síð- an spyr blaðið Asgeir hvort hann hafi ekki heimþrá. Því svarar hann til, að auðvitað sakni hann íslands, og einna verst finnist sér að fá aldrei góðan fisk að borða. Hann segir móður sina reyna að útbúa fisk handa sér i Belgiu, en hann verði aldrei eins góður og heima á Islandi. — En ég var búinn að ákveða að veróa atvinnu- maður i knattspyrnu, og þá er bara að taka því, þótt maður hafi heimþrá öðru hverju. Blaðinu verður tíðrætt um bros Ásgeirs, og segir að þá fyrst sjáist greinilega hversu ungur pilturinn sé, aðeins nítján ára. Siðan hefur blaðið það eftir Ásgeiri, aó hann væri tilbúinn að leggja á sig enn meira erfiði við æfingar en nú hjá liðinu, ef það gæti orðið til þess að hann yrði betri. Blaðið spyr Ásgeir um nám hans, og segir að þá hafi frú Sigurvinsson horft á son sinn, greinilega ekki ánægð. Ásgeir segist aldrei hafa lokið neinu námi — hann hafi tekið knatt- spyrnuna fram yfir. 1 lok greinarinnar er rætt við Roger Henrotay, framkvæmda- stjóra Standardliðsins, og lýkur hann þar miklu lofsorði á Asgeir. Segir hann taka hlutina alvarlega og ætli sér greinilega að ná langt. Hann sé framúrskarandi leikmað- ur, bæði skotviss og fljótur að , <'c»t pkK ei«c. *vW*«!toitct.* *wno«tr»irt'iimi. l'n trés grand joucur Att StitrfwJ. (■«.! (»«»' UMtftttx.v !)«| <::ot”Ot k- nttetjx :<• j«kw Wxrajtj. f.in ?’»tii- 4tt, U í«i!W imenwttcna: Ué- SC".:ú< toit txo:: iVnttiaix et » «rv: rtc •Mtv-.&K í Stt-oiv(oiMM: iur* 4« brrMtt k cc dctittr j t jéik-. So« rtpintttti d propos d» *»r. ,ii iK'.tt 4ttvc::it «i: ttos (R-oixl .toocur. tfebord vuws cwnnwöl i: cxi bdli. o:t vcrltaúp !Íé;n*Mcroi■. KnwiU: :: » un li: cctkKttrtiiix M DELL QUAY FISKIBÁTUR Nú er rétti tíminn til að panta þessa vinsælu fiskibáta. Lengd 19 fet, breidd 2 metrar. Get- um útvegað nokkra báta fyrir vorið. Dell Quay er framleiddur úr fiberglass eftir ströngustu kröfum. AVfNli GÚMMÍBÁTAR Getum afgreitt fyrir vorið allar gerðir af Avon Gúmmíbátum frá 8 —17 feta. Hagsætt verð. Avon er mest seldi gúmmíbáturinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fáum einnig Avon Searider báta, með fiberglass kjöl sem geta náð allt að 50 mílna hraða. Leitið upplýsinga. CHRYSLER 75 Utanborðsmótorarnir eru komn- ir. Eigum til afgreiðslu strax allar stærðir frá 3.6 HP til 105 HP. Chrysler var mest seldi utan- borðsmótorinn á íslandi 1974. Kynnið ykkur Chrysler '75. hlaupa og koma auga á möguleik- ana hverju sinni. „Fjandinn hafi það, ef Sigur (en svo er Ásgeir kallaður i Belgíu) á ekki eftir að verða einn af þeim allra beztu,“ segir Henrotay í lik viðtalsins. Mótanefnd STJÖRN KSl hefur skipað móta- nefnd fyrir þetta ár. Sitja sömu menn í nefndinni og í fyrra. Helgi Danielsson er formaður, og með honum eru i nefndinni Ragnar Magnússon og Páll Bjarnason. Fyrsta verkefni nefndarinnar á árinu er umsjón Islandsmótsins innanhúss, sem hefst um næstu mánaðamót. t EINU dönsku dagblað- anna var nýlega getið um það að Jóhannes Eðvalds- son, fyrirliði islenzka knattspyrnulandsliösins, hefði ákveðið að leika með 1. deildar liðinu Holbæk í Danmörku á næsta keppnistímabili. Segir orð- rétt í frétt blaðsins: „Jóhannes Eðvaldsson, íslenzkur landsliðsmaður í knattspyrnu úr KR í Reykjavík, mun koma til 1. deildar liðsins Holbæk næsta vor. Edvaldsson, sem ætlar að nema sjúkranudd í Dan- mörku, var nýlega númer 2 í kjöri „Iþróttamanns ársins“ á íslandi. Nr. 1 var einnig knattspyrnumaður, Ásgeir Sigurvinsson, sem er atvinnumaður með Standard Liege.“ Mbl. hafði í gær samband við Jóhannes út af frétt danska blaðsins, og einnig vegna þess að eitt dagblað- anna skýrói frá því i gær, að Jóhannes og Guðgeir Mynd af opnu belgfska blaðsins. Onnur myndin sýnir Asgeir á æfingu en á hinni myndinni eru hann og móðir hans að sýna blaðamanninum Vestmannaeyjabók Arna Johnsens. Bikarkeppni 1 blaki BLAKSAMBAND Islands hefur ákveóið aó gangast fyrir bikar- keppni í blaki i vetur, og verður það fyrsta keppni sinnar tegund- ar sem háð er hérlendis. Verður bikarkeppni þessi hrein útsláttar- keppni, þannig að lið er úr leik eftir einri tapaðan leik. Þátttöku- rétt i keppninni hafa öll félög og héraðssambönd innan blaksam- bands tsland, og er hverju félagi og sambandi heimilt að senda eitt lið til keppninnar. Bikarkeppnin á að fara fram á tímabilinu frá febrúar til apríl og það félag eða samband sem sigrar í henni hlýtur titilinn „Bikar- meistari BLl“ og fylgir honum veglegur verðlaunagripur „Ljómabikarinn“ til varðveizlu þar til næsta keppni fer fram. Auk þess fá svo leikmenn verð- launapening. Þátttökugjald f keppninni er að þessu sinni kr. 2000,00, og þarf það að berast til Blaksambandsins um leið og lið tilkynna þátttöku sína, en þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt fyrir 1. marz n.k. Tekur Guðmundur E. Páls- son, sími 18836, við þátttökutil- kynningum. Jóhannes Eðvaldsson Leifsson væru á förum til skozka 1. deildar liðsins Mortons, sem gert hefði þeim atvinnutilboð. — Það er rétt, sagði Jóhannes, að Morton hefur sýnt áhuga á að fá okkur til liðs við sig, — en ég hef aldrei haft minnsta áhuga á að fara þangað, og mun ekki einu sinni þiggja boð félagsins að koma þangað í kynnisferð. Kjörin sem Morton býður eru slik að ég tel ekkert vit í að ganga að þeim. Það er líka rétt sem kemur fram i frétt danska blaðsins, að ég hef átt viðræður við forystumenn Holbæk liðsins og er nær ákveð- inn í að fara þangað. Ég ætla mér að læra sjúkranuad, og fæ þarna kjörið tækifæri til þess. Mun félagið að öllum líkindum veita mér fyrirgreiðslu í sambandi við námið. Jóhannes tíl Holbæk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.