Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 Aston Villa og Norwich í úrslitum EINS og frá var skýrt I Morgun- balðinu í gær fóru undanúrslita- leikir ensku deildarbikarkeppn- innar fram í fyrrakvöld, og urðu úrslit þeirra þau, að Norwich sigraði Manchester United með einu marki gegn engu og Aston Villa sigraði Chester með þremur mörkum gegn tveimur. Var þetta önnur viðureign þessara liða, en fyrri leikjunum lauk báðum með jafntefli, 2:2. Leikur Norwich og Manchester United fór fram við hin verstu skilyrði. Völlurinn var eitt forar svað, sérstaklega er á leikinn leið, og varla var hægt að þekkja leðju- Meistaramót hinna yngstu MEISTARMOT lslands í frjálsum iþróttum innanhúss fyrir sveina, pilta, stúlkur og meyjar verður haldið sunnudaginn 2. febrúar I íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópa- vogi. Hefst mótið kl. 14.00. Verður húsið opnað kl. 13.00. Keppnis- greinar verða eftirtaldar: Sveinar: Hástökk með og án atrennu, langstökk án atrennu og þrístökk án atrennu. Piltar, stúlkur og meyjar: Há- stökk með atrennu, langstökk án atrennu. Þátttökutilkynningar skulu berast til Magnúsar Jakobssonar eða Hafsteins Jóhannssonar fyrir 31. janúar, ásamt 50,00 kr. þátt- tökugjaldi fyrir skráningu. ataða leikmenn liðanna, þegar að leikslokum dró. Þessi slæmu vallarskilyrði komu Norwich fremur til góða, enda var það svo, að liðið átti meira í leiknum, og fleiri hættuleg tækifæri en þeir United-menn. Þannig átti t.d. Norwich skot í stöng þegar í fyrstu mínútum leiksins, og um miðjan fyrri hálfleik misstu leik- menn liðsins af opnu marktæki- færi. Stóðu leikar 0:0 í hálfleik. A 55. minútu leiksins bar sókn Norwich loksins árangur og var það Suggett sem skoraði eftir hornspyrnu. A næstu mínútum átti Norwich svo tvívegis tæki- færi, en þegar leið að ieikslokum hægðu leikmenn liðsins ferðina og hugsuðu um það eitt að halda fengnum hlut. Það tókst þrátt fyr- ir að United pressaði ákaft undir lokin. Chester-liðið kom enn á óvart í leik sinum gegn Aston Villa. Eftir að Villa hafði skorað tvivegis, áttu fæstir von á þvi að 3. deildar liðinu tækist að rétta hlut sinn, en Chester-leikmennirnir sýndu enn einu sinni frábæran dugnað og á 60. mínútu var staðan orðin jöfn 2:2. Eftir vel útfærða sóknarlotu Aston Villa á 80. mínútu tókst svo Brian Little að skora, og þvi marki tókst Chester ekki að svara. Hin mörk Aston Vilia gerði Tom Leonard, en Mason og James skoruðu fyrir Chester. Urslitaleikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum i London 1. marz n.k. og samkvæmt siðustu fréttum virðast mun fleiri veðja á að Aston Villa beri þar sigur úr býtum. Úrvalió Umboð lyrir amerískar, enskar og japanskar bifreiðir. Allt á sama stað er hjá Agli Frá Bretlandi: SUNBEAM SUNBEAM 1600 1975. 2ja dyra,styrktur fyrir íslenskar aðstæður: 55amp. raf- geymir, styrkt hemlakerf i og fjöðrun. Auk þess: Hallanleg sætisbök, útvarps- tæki með forvali á stöðvum. Aðeins kr.690þús. MIKIL gróska er nú I frjáls-1 iþróttastarfinu hjá FH og skipta þeir tugum sem sækja æfingar félagsins. Sá háttur hefur verið hafður á hjá félags- deildinni að veita verðlaun þeim sem beztum árangri nær f karlaflokk og kvennaflokki á: hverju keppnistfmabili, og eru handhafar verðlaunanna kall- aðir „Garpar FH“. Verðlaunin fyrir árið 1974 voru nýlega af- hent og voru það garpar fyrra árs sem það gerðu. Verðlaunin hlutu að þessu sinni Sigurður Pétur Sigmundsson I karla- flokki og Lára Halldórsdóttir 1 kvennaflokki. Efri myndin er af görpunum og eru þar, talið frá vinstri: Árni Þorsteinsson, garpur ársins 1973, Sígurður Pétur Sigmundsson, garpur ársins 1974, Lára Halldórsdótt- ir garpur ársins 1974 og Anna Haraldsdóttir, garpur ársins 1973. Neðri myndin er svo af' hinum frfða flokk sem var á æfingu hjá frjálsfþróttadeild- inni, kvöldið sem verðlaunin voru afhent. Fyrsta skíðamót- ið á ísafirði Isafiröi —23. janúar FYRSTA síðamót vetrarins á veg- um Skfðaráðs Isafjarðar — svo- nefnt Grænagarðsmót — var haldið sl. sunnudag. Keppt var í svigi f aldursflokki 17 ára og eldri. Keppnin fór fram f Selja- landsdal og voru skráðir kepp- endur 10 en 9 mættu til leiks. Keppt var i tveimur brautum. Fyrri brautin var 60 hliö, 500 metra löng og fallhæð 180 metrar, en hin seinni var 70 hlið, 550 metra löng og fallhæð 180 metrar. Urslit urðu sem hér segir: sek. 1) Arnór M agnússon, Herði 105,40 2) Valur Jónatanss, Herði 105,47 3) Hafþór Júlíuss., Skíðaf. Is. 108.91 4) Arnór Jónatansson 109.80 Austurrískur skíðaþjálfari, Kurt Jenny að nafni, hefur verið ráðinn til að þjálfa isfirzku skíða- mennina fram til 1. april næst- komandi. Holland setti heimsmet HINN fimmtán ára ástralski sundmaður Stephen Holland bætti eigið heimsmet í 800 metra skriðsundi á móti sem fram fór í Brisbane um síðustu helgi. Synti hann vegalengdina á 8:15,20 mínútum, og var það 0,68 sek. betri tími en eldra met hans var, en það var sett á samveldisleikun- um í Christchurch í Nýja- Sjálandi. Eftir að hafa sett heims- metið lét Holland þau orð falla, að nú væri helzta keppikeflið hjá honum að bæta metið enn meira, og ná aftur heimsmetinu í 1500 metra skriðsundi, en bándaríski sundmaðurinn Tim Shaw náði þvi frá honum s.l. sumar. Armannsstúlkurnar brotnuðu og Valur vann stórsigur 17:10 ÁÐUR en karlaleikirnir hófust i Höilinni á þriðjudagskvöldið fór fram einn leikur f 1. deild kvenna. Það var liðið í fyrsta sæt- inu, Valur sem mætti Ármanni. Þessi lið hafa að undanförnu átt i talsverðri baráttu, og þess er skemmst að minnast, að í úrslita- leik Reykjavíkurmótsins marði Valur sigur yfir Armanni með sex mörkum gegn fimm. Leikur þessara aðila á þriðju- dagskvöldið var nokkuð jafn framan af. Þó fór aldrei á milli mála að Valur ar sterkara liðið. Jafnt var á öllum tölum upp í 5:5, en þá tóku Valsstúlkurnar af skarið og sigu fram úr. I hálfleik höfðu Valsstúlkurnar tveggja marka forskot, 9 gegn 7. 1 siðari hálfleik skoraði Erla fyrsta markið fyrir Ármann. Og þannig hélst staðan, eitt til tvö mörk í milli, þar til um miðjan hálfleikinn, þegar Valur hafði eitt mark yfir, 11 gegn 10, að Valsarar tóku mikinn fjörkipp og skoruðu sex síðustu mörk leiks- ins. Leiknum lyktaði því með öruggum sigri Vals, 17 mörkum gegn 10 Armanns. Eins og fyrr getur voru Vals- stúlkurnar mun ákveðnari heldur en þær í Armanni. Sigrún Guð- mundsdóttir sem skorað hefir flest mörk Valsara til þessa var tekin úr umferð, og losnaði aðeins tvisvar úr gæslunni, þannig að mark hlytist af. En hinar stúlk- urnar í Valsliðinu fylltu skarð hennar með prýði. Einkum voru þær atkvæðamiklar Bjargirnar, Guðmundsdóttir og Jónsdóttir. Þá varði Oddgerður einnig ágætlega í síðari hálfleik. Lið Ármanns olli talsverðum vonbrigðum. Eftir að hafa haldið vel í við Valsstúlkurnar brotnaði liðið gersamlega um miðjan síðari hálfleik. Það var einkum Auður sem sýndi lit út leikinn, ódrep- andi baráttukona og laginn með boltann. I BYRJUN febrúar munu hefjast innanhússæfingar hjá Golfklúbbi Reykjavfkur. Hefir fengist til þess leikfimissalur Laugardals- hallar, undir stúkunum, þó með þvf skilyrði að allir hafi með sér skiptiskó, strigaskó eða inniskó, og að notaðir séu innanhússboltar eða léttir æfingaboltar. Er þetta tilvalið tækifæri fyrir þá sem hugsa sér að hefja golfleik með vorinu, þar sem þeim gefst þarna kostur á tilsögn hjá Klúbb- félögum án þess að greiðsla komi fyrir, en til þess að greiða leigu fyrir salinn, verður tekið eitt- hvertgjald af hverjum við inn- ganginn. Það er ekki nauðsynlegt að fólk hafi með sér kylfur, en þeir sem eiga golfáhöld ættu að koma með 5 eða 8 járn og æskilegt að hver komi með æfingabolta. Æfingar þessar munu standa yfir allan febrúarmánuð og leng- Mörkin, Valur: Björg J. 7. Björg G. 7 (2v), Sigrún 2, Ragnheiður 1. Ármann: Erla 4, Auður 3, Guðrún 2 (lv), Jóhanna 1. Leikinn dæmdu Ævar Sigurðs- son og Grétar Vilmundarson og komust þolanlega frá sinu. Sigb.G. ur, ef aðsókn verður góð, og munu koma fram upplýsingar um það siðar. Er það von stjórnar GR að klúbbmeðlimir og væntanlegir félagar notfæri sér þessa aðstöðu. (Frétt fráGR) Sænska landsliðið SVIAR hafa valið lið sitt sem keppa mun á Norðurlanda- meistaramótinu í handknatt- leik í Danmörku 2. til 5. febrú- ar n.k. Verður liðið skipað eftirtöldum leikmönnum: Lars Karlsson, Ingemar Zell, Hans Jansson, Sven-Aake Frick, Basti Rasmunsen, Dan Eriks- son, Olle Olsson, Göran Haard, Lars Börje Hasselberg, Bengt Hansson, Ingemar Andersson, Björn Andersson, Lars-GÖran Jönsson og Gunnat Södeberg. Innanhússæfingar hjá Golfklúbbnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.