Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. J ANÚAR 1975 7 Pólitískur krankleiki Brezhnevs WASHIflGTON — Staða Leonid Brezhnevs flokksritara í Kreml er algengt umræðuefni leyniþjónustusérfræðinga og allt i einu hefur líf færzt í þess- ar umræður vegna frétta um að hann sé veikur og bollalegginga um að til mála geti komið, að hann hverfi af sjónarsviðinu. Það eina, sem hann þarf að gera, er að koma fram opinber- legæsýna fram á, að hann sé við góða heilsu og i fullu fjöri, og þá hljóðna þessar umræður enn einu sinni. En þessar umræður eiga sér stoð i raunveruleikan- um og þær munu ekki hætta. Ýmsir sérfræðingar vísa á bug síðustu fréttum um póli- tiskan krankleika Brezhnevs en taka mark á fréttunum um veikindi hans. Sú ákvörðun hans að aflýsa ferðinni til Egyptalands var aðeins siðasta dæmið af mörgum, sem benti i þessa átt. Þótt hann virtist hraustlegur á fundinum í Vladivostok fór það ekki fram hjá Bandaríkjamönnum, sem venjulega sækja slíkar ráð- stefnur, að hann þurfti að hvila sig milli funda, einkum þegar harðnaði á dalnum í viðræðun- um. Hann hefur oft litið út fyrir að vera veikur eða þreyttur, eins og til dæmis þegar hann fór til Frakklands nýverið og þurfti að aflýsa nokkrum atrið- um heimsóknarinnar af því hann var illa fyrir kallaður. Æ fleiri erlendir gestir i Moskvu — allt frá Mondale öldunga- deildarmanni til opinberra sendinefnda frá Irak og Sri Lanka — hafa fengið þau boð á siðustu stundu, að þeir gætu ekki hitt Brezhnev að máli þvi hann væri ekki góður til heils- unnar. Þar sem veður var vont við árlegu nóvember- hátíðahöld, var við hin árlegu nóvember-hátíðahöld, var hefó- bundinni skrúðgöngu sovézkra borgara aflýst svo áð Brezhnev þyrfti ekki — samkvæmt sum- um fréttum — að standa úti i nepjunni i marga klukkutíma. Af öllu þessu má sjá, að dómi sumra sérfræðinga, að nógu gildar ástæður eru til þess að falíast á ástæðurnar, sem voru tilgreindar þegar Egyptalands- ferðinni var aflýst, án þess að leggja i þær einhverja aðra merkingu, og vísa á bug tali manna um pólitískan krank- leika Brezhnevs og skoða það sem venjulega kjaftasögu. En aðrir, sem áður hafa þráfald- lega neitað rökum um að stöðu Brezhnevs í Kreml væri ógnað, eru nú farnir að hagræða skoðunum sínum nokkuð, hik- andi að visu en þó þannig, að þeir eru ekki eins lokaðir og áður. Eins og venja er til i um- ræðum af þessu tagi milli starfsmanna í skrifstofukerfi, hagræða þeir nú afstöðu sinni þannig að þeir geti sagt, að ágizkanir þeirra hafi verið réttar — betra seint en aldrei — ef eitthvað skyldi gerast. En þessi hægfara skoðanabreyting er í sjálfu sér til marks um að meira og meira mark er tekið á ábendingunum frá Moskvu. Þannig var almennt litið svo á, þegar þvi var nýlega neitað af hálfu Kremlar, að Kissinger hefði nokkrar fullvissanir feng- ió þaðan um að Gyðingum yrði leyft að flytjast úr landi, að ákveðið hefði verið að koma neituninni á framfæri í sama mund og bandariska þjóðþingið samþykkti viðskiptalögin til þess aó formlega kæmi fram í Washington, að Rússar væru mótfallnir ákvæðum breyt- ingartillögu Jacksons. Nú hall- ast menn hins vegar heldur að því að taka megi mark á þeim sönnungargögnum, sem benda til þess, að Brezhnev hafi orðið fyrir þrýstingi frá har ,iinu- mönnum i Moskvu þar sem þeir töldu hann hafa slakað of mikið til í málinu. Nú er litið svo á, að neituninni frá Kreml, sem kom fram með birtingu gamals bréfs til Kissingers, hafi ekki aðeins verið beint til Washington heldur hafi hún lika verið varnarleikur af hálfu Brezhnevs og átt að sýna and- stæðingum hans heima fyrir að hann hefði ekki verið of auð- sveipur. Egyptalandsferðinni var ekki aflýst fyrr en Brezhnev hafði sent áríðandi bréf til Kaíró, er varð til þess að utanrikisráð- herra og hermálaráðherra Egypta skunduðu til Moskvu. eftir Victor Zorza Ef aðeins hefði staðið í bréfinu að Brezhnev væri veikur, hefði mátt búast við að Sadat sendi beztu lækna Egypta til Moskvu, ekki helztu ráðherra stjórnar sinnar. En það sem greinilega stóð i bréfinu var, að skyndileg breyting hefði orðið á þeim skilyrðum fyrir heimsókninni, er upphaflega hafði náðst sam- komulag um. Sovézk blöð höfðu áður skrif- að af hrifningu um heimsókn- ina og það benti til þess að samkomulag hefði I raun og veru tekizt um skilyrðin fyrir heimsókninni, að minnsta kosti i aðalatriðum, og að gera átti heimsóknina fyrirfram að mikilli sigurför. En nú var það skilyrði sett fyrir því að Rússar hæfu aftur vopnasendingar til Egyptalands — en öllum frétt- um ber saman um að um það hafi einnig náðst samkomulag fyrirfram — að fallizt yrði á nærveru mikils fjölda sovézkra hernaðarráðunauta. Brezhnev vissi að Sadat gat ekki gengið að þessu skilyrði og ef hann héldi þvi til streitu stofnaði hann í hættu þeim árangri, sem gæti orðið af heimsókninni. En sovézkir herforingjar, sem Sadat hafði rekið frá Egyptalandi, vildu fá hann til að afmá þá smán. Þeir vildu einnig, þvi þeir eru varkárir menn eins og herforingjar yfir- leitt, fá aðstöðu til þess að hafa eftirlit með þvi hvernig vopnin, er Egyptar fengju, yrðu notuð. Ef svo fer aó sovézki herinn dregst inn í átök — sem gæti gerzt í Miðausturlöndum vegna nærveru sovézka herliðsins í Sýrlandi — vilja herforingjarn- ir tryggja sér aðstöðu til þess að geta tekið sínar eigin ákvarðan- ir sjálfir i stað þess að þurfa að hlýða skipunum frá Sadat. Brezhnev hefur augljóslega visað á bug þessum mótbárum, sem honum hlýtur að hafa ver- ið gerð grein fyrir þegar skipu- lagning Kaíróferðar hans bar fyrst á góma í Kreml — því annars hefði engin tilkynning verið gefin um heimsóknina. En heilsu Brezhnevs hrakaði stöðugt, eins og sjá mátti á því að fundum hans og erlendra stórmenna var aflýst hvað eftir annað, og pólitisk staða hans versnaði, eins og sjá má á tog- streitunni um Gyóingamálið, og af þessum sökum tókst and- stæðingum hans að hefja að nýju umræður um heimsóknina til Kairó — og aflýsa henni þegar Sadat neitaði að ganga að skilyrðum þeirra. Báðir aðilar hafa reynt að láta eins og ekkert hafi í skorizt þvi það er í beggja þágu. Bæði frá sjónarhóli ráðamanna i Kaíró og Moskvu er fyrir beztu að þrætan komi ekki fram i dagsljósið. Svo virðist sem Egyptar fái nokkur hergögn, en ekki sama magn og sömu tegundir og þeir vildu. Með tilliti til þrætunnar i Moskvu var sú ráðstöfun að af- lýsa Kairó-feróinni og sá „varnarleikur" Brezhnevs að draga i land i Gyðingamálinu aðeins siðustu leikirnir í valda- skák um stórpólitísk stefnumál, er staðið hefur i nokkur ár. Það nýja er síhrakandi heilsa Brezhnevs því hún er orðin svo slæm að hún getur haft áhrif á úrslit baráttunnar. Hverfur Brezhnev brátt af sjón- arsviðinu vegna veik- inda? Ensk stúlka 27 ára m.enntuð enskukennari óskar eftir vinnu helzt allan daginn. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 81565. Stýrimann vantar á netabát, sem rær frá Þor- lákshöfn. Uppl. i sima 99-1426 og 99-1267. Útgerðarmenn, skipsstjórar Óskum eftir netabát í viðskipti á komandi vertið. Getum útvegað veiðarfæri. Uppl. í sima 99-1426 og 99- 1267. Stúlkur óskast til eldhússtarfa. Vaktavinna. Uppl. i síma 1 7758. Veitingahúsið Naust. Píanó til sölu og sýnis kl. 4—6 i dag að Þingholtsbraut 1 9. Heyblásari til sölu Heyblásari ásamt tilheyrandi raf- magnsmótor, til sölu. Blásarann má nota bæði til þurrkunar og til blásturs á heyi í heygeymslur. Uppl. i sima 50569^ Hitari Vil kaupa stórt vatnshitaelement. Upplýsingar í síma 1 7888. Til sölu Góð Hoover þvottavél til sölu. Upplýsingar i sima 51 058. Svefnsófar 1 og 2ja manna svefnsófar. Einnig stólar i stil við. Greiðsluskilmálar. Nýja bólsturgerðin, Laugavegi 1 34, s. 1 6541. Vogar, Vatnsleysuströnd Til aölu nýleg 4ra herb. efri hæð. Sér kynding. Bilskúrsréttur. fbúðin afhendist með vorinu. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890. Grindavík Til sölu 137 ferm. nýlegt einbýlis- hús ásamt bilskúr, á góðum stað. Laust fljótlega. Fasteignasala, Vilhjálms og Guðfinns, símar 1 263 og 2890. Citroén Til sölu Citroén G. S. árgerð 1 972 ekinn 34 þús. km. Nánari upplýsingar veitir biladeild Globus, simi 81 555. Til sölu Tilboð óskast i Rambler Classic árg. '66 með bilaðan girkassa. Einnig Moskvich árg. '63. Uppl. í sima 92-7148 og milli kl. 7—8 i sima 92-7097. WV '71 útvarp, naglad., sumard., til sölu. Má borgast með 1 — 2 ára skuldabr. eða eftir samkomul. Simil 6289. Bifreiðaeigendur Tökum að okkur að þrifa, bóna, þvo og oliuþvo bila. Allt vel gert. Pantanir í s. 30752 á morgun laugardag. Geymið auglýsinguna. Keflavík Suðurnesjamenn Til sölu 3ja herb. sem ný góð íbúð og 4ra herb. glæsileg sem ný ibúð.. Eigna og Verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, sími 92-3222. Vön götunarstúlka óskar eftir vinnu. Upplýsingar í sima 36564. Hafnarfirði 2ja herb. ibúð i fjölbýlishúsi við Álfaskeið til leigu strax. Tilboð sendist í pósthólf 234, Hafnarfirði. Skattframtöl Veitum aðstoð við skattframtöl. Lögfræðingar Gestur Steinþórsson og Sigurður Sigurjónsson. S. 22691 og 27798 eftir kl. 1 7.00 og um helgar. Skattuppgjör og bókhald. Aðstoða við skatt- framtöl. Svavar H. Jóhannsson, Klapparstíg 31, simi 1 7249. Keflavík Til sölu 170 fm einbýlishús með stórum bilskúr. Skipti á 4ra herb. ibúð i Reykjavik möguleg. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1263 og 2890. Framtalsaðstoð Veitum aðstoð við gerð skattfram- tala fyrir einstaklinga og atvinnu- rekendur. Tö|v!s h f Hafnarstraeti 1 8, simi 22477. Skattframtöl Veiti aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst. Haukur Bjarnason hdl. Bankastræti 6. Símar 1 5528 og 26675. Skattframtöl — reikningsskil Þórir Ólafsson, hagfr. s. 23017. Magnús Sigurðsson, löfr. s. 13440. Skrifstofa Öldugötu 25. Simba — rúm sænskur framleiðandi simba-rúma og það sem þeim tilheyrir óskar eftir öruggum fra'mleiðanda á Islandi. PAHLENS FABRIKER AB 19400 UPPLANDS VASBY, SVERIGE. Sólarkaffi Sólarkaffi ísfirðingafélagsins verður að Hótel Sögu sunnudaginn 26. janúar kl. 8.30 í Súlna- sal. Miðasala kl. 16 —18 á laugardag og 16 —17 sunnudag í anddyri Súlnasals. Borð frátekin samtímis. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.