Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975
Viðskiptakjörín hafa versnað
um 24,4% á einu ári
Frá Hveragerði
Töluverðar skemmdir urðu í Hvera-
gerði f óveðrinu þar f fyrradag og á
þessari mynd má sjá hvernig einn
sfmastaurinn hefur kubbast f
sundur. (Ljósm. Mbl. Ó1.K.M.).
7
1 LOK slðasta árs var vísitala við-
skiptakjara komin niður f 93,2
stig, en var 123,3 stig á fyrsta
ársfjórðungi og 115,3 stig að
meðaltali árið 1973. Viðskipta-
kjörin hafa þvf versnað um 24,4%
á sfðasta ári og um 19,2% frá þvf
sem var að meðaltali 1973 og til
ársioka 1974. Á fyrsta ársfjórð-
ungi 1974 var vfsitala viðskipta-
kjara 123,3 stig, en að meðaltali
var hún 102,6 stig árið 1974
samanborið við 114 stig 1973. Við-
skiptakjörin versnuðu því um
11% að meðaltali á sfðasta ári
miðað við árið 1973. Þetta kemur
fram f yfirliti, sem Þjóðhags-
stofnun hefur gert, en þar segir,
að vísitala viðskiptakjara sýni þá
breytingu, sem verður á verðhlut-
falli útflutnings og innflutnings.
Hún sýnir þvf, hvort útflutnings-
verðlag hækkar meira eða minna
en innflutningsverðlag og þar
2560 lestir loðnu
til Reyðarfjarðar
Reyðarfirði — 23. janúar.
SlÐASTLIÐINN sólarhring var
landað hér 1770 lestum af loðnu.
Mestan afla hafði Þorsteinn RE
328 lestir. Er þá loðnumagnið
verksmiðjunni orðið 2560 lestir
Stendur til að hefja bræðslu á
morgun, föstudag. Afköst verk-
smiðjunnar hér eru 350 lestir á
sólarhring.
Nú liggja 11 loðnubátar hér i
höfninni og bfða eftir að veður
lægi. Gunnar SU 139 kom af
veiðum á laugardag með 42 lestir
Svissneska
bridgelandsliðið
til Islands í vor
1 BYRJUN mai er væntanlegt til
landsins svissneska landsliðið í
bridge. Kemur liðið hingað í boði
BR og spilar e.t.v. landskeppni við
Island. Svissneska liðið er eitt af
betri bridgelandsliðum Evrópu og
hafnaði í fimmta sæti á nýaf-
stöðnu Evrópumóti, sem haldið
var í Tel Aviv f vetur. Þetta kom
fram á blaðamannafundi sem
haldinn var í gær á vegum
Bridgesambandsins, en honum
verða gerð nánari skil i laugar-
dagsblaðinu.
af þorsk og ýsu, en aflinn er
unninn hér hjá Fiskvinnslustöð
GSR. Snæfell SU 20 losnar úr
slipp nú um helgina og fer á
loðnuveiðar.
Hér á Reyðarfirði er norð-
austan snjókoma og skarfrenning-
ur. Ein ýta er á staðnum í eign
Vegagerðarinnar og þarf hún að
ýta snjó á Eskifjarðarleið, Fá-
skrúðsfjarðarleið og Fagradal.
Þrír heflar eru hér á staðnum en
koma ekki að neinum notum
vegna fannfergis. Öskadraumur
Fjarðarbúa er að vegagerðin
eignist snjófeyki til að annast
snjóruðninginn milli fjaróa og
Egilsstaða. Hér er allt ófært og
fáir muna svo mikinn snjó sem nú
er hér. Samt ætla Reyðfirðingar
að halda sitt árlega þorrablót á
morgun, þótt illfært sé um bæinn
og svo er sjónvarpið bilað einu
sinni enn. — Gréta.
Ofsaveður —
engin loðna
OFSAVEÐUR var á loðnumiðun-
um austanlands f fyrrinótt og
iágu allir loðnubátarnir f höfn.
Mjög hvasst var enn á þessum
slóðum fram eftir degi f gær og
vonir stóðu til að svo hefði lægt
undir nóttina að bátarnir gætu þá
haldið á miðin að nýju.
með hvort kaupmáttur útflutn-
ingstekna eykst eða rýrnar miðað
við innflutningsverðlag.
Árið 1967 var vísitala viðskipta-
kjara 77,7 stig og hafði þá versnað
um 9,3% frá fyrra ári. Árið eftir
var vísitalan komin niður I 73,6
stig og versnaði þvf um 5,3%.
Arið 1969 batnar hlutfallið á
nýjan leik og vfsitalan fer upp í
78,7 stig og bötnuðu því viðskipta-
kjörin um 6,9%. Enn verður bati
árið 1970, en þá stígur vísitalan
upp í 89,5 stig eða um 13,7%. Arið
1971 fer vísitala viðskiptakjara
upp í 100,9% stig og batnar það ár
um 12,7%.
Vísitala vöruútflutnings og inn-
flutnings er sett í 100 árið 1972.
Árið 1973 er vísitala viðskipta-
kjara komin upp í 115,3 stig og
höfðu því vióskiptakjör batnað
um 15,3% frá árinu áður. Á fjórða
Framhald á bls. 22
Um 1200 manns fara á ís-
lendingadaginn 1 Kanada
HÁTÍÐAHÖLD Þjóðræknisfélags
Vestur-Islendinga í Winnipeg
hófust f gær með þvf að þing
félagsins var sett. Heiðursgestur
þingsins og þessa fyrsta hluta
hátfðahaldanna vegna 100 ára af-
mælis byggðar Islendinga vestan-
hafs er Geir Hallgrfmsson for-
sætisráðherra. 1 sumar er fyrir-
hugað, eins og kunnugt er af
fréttum, að fjöldi tslendinga fari
vestur um haf og f gær, er Mbl.
hafði samband við Gfsla Guð-
mundsson voru líkur á þvf að
hópurinn, sem færi vestur, yrði
um 1.200 manns f 8 flugvélum.
Gísli Guðmundsson sagði að
ásóknin í ferðirnar væri stöðug og
fyrir löngu voru 7 flugvélar fyllt-
ar, en í hverri ferð flugvélar fara
150 manns. Sagði Gísli, að nokk-
urn veginn væri ákveðið að bæta
við 8. flugvélinni og verða þá þátt-
takendur í þessari Kanadaför
samtals 1.200, þar af eru á þriðja
hundrað þátttakendur á vegum
Þjóðræknisfélagsins á Akureyri.
Fyrsta ferðin verður farin 16.
júlí, en þá fara 300 manns í tveim-
ur flugvélum til Vancouver á
vesturströndinni og eftir að hafa
haft þar vikudvöl verður farið
landieiðina austur til Winnipeg,
þar sem þátttakendur taka þátt i
hátíðahöldunum vegna afmælis-
ins 2. til 4. ágúst. Heldur sá hópur
siðan heim frá Winnipeg 6. ágúst.
Næsta feró verður farin 23. júlí
og fara þá einnig 300 manns í
tveimur flugvélum. Flogið verður
beint til Winnipeg og aftur
verður farið heim 13. ágúst.
Hinn 24. júlf fer síðan ein flug-
vél og með henni m.a. Lúðrasveit
Reykjavíkur, sem nú fer i aðra
ferð sfna til Kanada, en þangað
fór sveitin sumarið 1972. Með
þeirri flugvél fer einnig ung-
Framhald á bls. 22
Miklar skemmdir á bæj-
um undir A-Eyjafjöllum
Mikil ófærð á austanverðu landinu
EFTIR AÐ óveðrið f fyrrinótt var
gengið yfir kom f ljós að snjór
hafði ekki spillt færð um Reykja-
nes og Suðurlandsundirlendi fyrr
en komið var austur á Sólheima-
sand. Þar var mikil ófærð og
unnið var að mokstri f gær. Upp
úr miðjum degi var sfðan orðið
fært til Víkur og stórir bílar
komust austur að Klaustri.
Ágætlega fært var um Hval-
fjörðinn og Borgarfjörðinn í gær
og stórir bílar komust um vegi á
Snæfellsnesi og vestur í Búðar-
dal. 1 nágrenni Patreksf jarðar var
fært norður til Bíldudals og suður
á Barðaströnd og út frá Isafirði
var fært til Súðavíkur, en snjóflóð
hafði aftur á móti fallið I Óshlið.
Er áformað að ryðja þar í dag.
Holtavörðuheiði var ófær f gær
en gert er ráð fyrir að þar verði
Myndir frá
Eyjum á Mokka
SIGURJÖN Jóhannsson, blaða-
maður við Þjóðviljann, hefur opn-
að ljósmyndasýningu á Mokka.
Hann sýnir þar 22 myndir, sem
flestar lýsa gosinu í Vestmanna-
eyjum frá fyrsta degi fram f janú-
ar 1974. Þetta er önnur einkasýn-
ing Sigurjóns á ljósmyndum.
opnað á morgun og allar götur
austur í Skagafjörð. Á Öxnadals-
heiði er mikill snjór, en stefnt er
að því í dag að ná niður þeim
farartækjum sem þar tepptust í
fyrradag. Náði snjóbíll í mennina
sem i bílunum voru í nótt. Hins
vegar er ekki búizt við að frekar
verði átt við mokstur á heiðinni
fyrst um sinn ef svo heldur áfram
með veðráttuna.
Litlar fregnir höfóu borizt af
Norð-Austurlandi í gær og á Aust-
fjörðum var þess háttar veður í
gærmorgun að ekkert var hægt að
aðhafast við mokstur og er allt á
kafi í snjó. Hins vegar er minni
snjór þegar til Hafnar kemur og
þaðan dálítið vestur með strönd-
inni.
I ÓVEÐRINU í fyrrinótt virðist
veðurofsinn hafa orðið hvað mest-
ur undir austanverðum Eyjafjöll-
um, og skemmdir urðu þar meiri
eða minni á mörgum bæjum.
I fbúðarhúsinu að Núpakoti
létu sig til að mynda milli 10 og 15
rúður, og varð heimilisfólkið að
flýja húsið í verstu hrinunni.
Leitaði það skjóls á Þorvaldseyri
sem ekki varð eins illa úti f þessu
fárviðri. Svo mikill var veðurofs-
inn að steinar losnuðu í fjallshlíð-
inni ofan við Núpakot og féllu á
túnið. Lenti einn steinn á fjárhúsi
og drap þar kind.
Einnig urðu mjög miklar
skemmdir á mannvirkjum Steina-
bænda og fauk þar mjög mikið af
járni, t.d. mikill hluti af þaki á
fjósi eins bóndans. Á bænum
Núpi í útfjallinu fauk þak af véla-
geymslu og einnig járn af íbúðar-
húsi. Þar á bænum býr aldraður
maður, sem kveðst ekki muna
eftir öórum eins hvelli og gerði
þarna um nóttina.
Miklar skemmdir urðu á
staurum, síma- og rafmagnslín-
um, sem brotnuðu og slitnuðu í
óveðrinu. Var algjörlega sima-
sambandslaust við A-Eyjafjöllin í
gær og ítarlegar fréttir af tjóni
þar ekki að fá.
Nýr brezkur sendi-
herra á íslandi
JOHN McKenzy, sendiherra
Bretlands á Islandi, lætur af
störfum fyrir aldurs sakir f
marzmánuði næstkomandi.
Hefur brezka utanrfkisráðu-
neytið tilkynnt um skipan eftir-
manns hans, og hún verið stað-
fest af fslenzka utanrfkisráðu-
neytinu. Nýi sendiherrann er
Kenneth Árthur East og á hann
að baki um 30 ára starfsferil
innan brezku utanrfkisþjónust-
unnar. Nú sfðast var hann
sendiráðunautur f brezka
sendiráðinu f Lagos f Nfgerfu.
Kenneth Arthur East er
fæddur árið 1921, nam við
Southampton-háskólann, en hóf
árið 1946 störf á samveldis-
skrifstofunni. Árið 1950 varð
hann starfsmáður sendiráðs
Bretlands í Ottawa, á árunum
1956—60 starfaði hann f
Colombo á Srilanka (Ceylon)
við sendiráðið þar en árið
1960—65 starfaði hann hjá
utanríkisráðuneytinu í London.
A árunum 1965—70 var hann
fyrsti sendiráðsritari við sendi-
ráðið f Osló en þaðan fór hann
til Lagos í Nígeríu þar sem
hann gegndi stöðu sendiráðu-
nautar allt til þess að hann
tekur nú við starfi sendiherra
hér á íslandi. Kenneth A. East
er kvæntur og á fimm börn.
Myndin er af Kenneth Arthur East, sem
tekur viA embætti sendiherra Breta á
Islandi í aprfl. Hann hefur verið sendi-
herra f Lagos síóan 1970 og áóur í Ottawa,
Colombo og f Osló.
Messa Beethovens
aftur í kvöld
HLJÖMLEIKAR Sinfóníuhljóm-
sveitar tslands, með flutningi C-
dúr messu Beethovens, verða
endurteknir í kvöld í Háskólabíói
kl. 20.30. Flutning messunnar
annast auk hljómsveitarinnar
söngsveitin Filharmonia og ein-
söngvararnir Elísabet Erlings-
dóttir sópran, Solveig M. Björling,
alt, Garðar Cortes tenór og Hall-
dór Vilhelmsson bassi. Stjórnandi
er Norðmaðurinn Karsten Ander-
sen aðalhljómsveitarstjóri, en
söngstjóri Fílharmoniu nú er
Garðar Cortes og hefur hann æft
kórinn fyrir hljómleikana.
Einnig er á efnisskrá hljóm-
leika þessara sjöunda sinfónía
Beethovens.
Tekinn með 50
grömm af hassi
TOLLGÆZLAN á Kefla
víkurflugvelli handsamaði
fyrradag tvítugan pilt, ser
var að reyna að smygla 5'
grömmum af hassi inn
landið. Pilturinn var a<
koma með flugvél fr
Kaupmannahöfn. Hassi
hafði hann keypt þar
borg.