Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 21 _______Sigurveig Guðmundsdóttir:_ Skemmtileg er Kvennaskólasagan Þetta er dýrleg bók, byrjar eins og heilagramannasaga um reglu- stofnanda. Þóra Melsted er dýrl- ingur bókarinnar. Alveg eftir for- skriftum helgisagna byrjar bókin á að rekja æsku og uppvöxt Þóru. Hún er foreldrum hlýðin, siðprúð og guðrækin. Einkenni braut- ryðjendans, viljafestan, kemur fljótt i ljós. Þó er ferill hennar í fyrstu svipaður því sem gerist um hefðarstúlkur, þrátt fyrir erfitt samlíf foreldranna. Þóra er lang- dvölum á Bessastöðum og eins Ágústa systir hennar hjá Ingi- björgu föðursystur þeirra, móður Grims Thomsen, og Ágústa ekki sú eina sem hann særði kjarta- sári. — Það var nú meiri karlinn, Grimur Thomsen. Þóra giftist virðulegum menntamanni, Páli Melsted. Fram að þessu er ævi hennar ekkert söguleg. Það er fyrst, þegar farið er að minnast á „köll- un“ Þóru Melsted að sagan fer að líkjast dýrlingaæfum. Köllunin striðir á Þóru. Hún nýtur sín ekki nema hún fái að leggja allt í söl- urnar fyrir það verk sem hún hefur talið guðlega köllun og skyldu sina að vinna. Köllun Þóru var menntun islenskra kvenna. Það er eins og forsjónin hafi þegar í upphafi kjörið Þóru til þessa vandaverks og veitt henni þær ytri aðstæður sem nauðsyn- legastar voru í slíku braut- ryðjendastarfi. I helgum ævisögum kemur alltaf einhver mikilhæf persóna til hjálpar dýrlingnum i baráttu hans. Ekki vantar þetta atriði í sögu Þóru Melsted. Eiginmaður henn- ar verður það athvarf sem aldrei bregst. An fórnfúsrar ástar og skilnings Páls Melsted hefði Þóra ekki getað komið fram stofnun Kvennáskólans. Saga Þóru Melsted er byggð á traustum heimildum sem dr. Guð- rún P. Helgadóttir hefur unnið úr af þeirri vandvirkni sem er henn- ar von og visa. Þetta er þó engin þurr skýrsla heldur lifandi mann- lýsing þar sem lesandanum finnst hann að lokum allt að því mál- kunnugur Þóru Melsted. Við fáum að heyra hvað hún var vinföst og vinavönd, um áhuga hennar á fatatísku, matargerð hennar og húshald, sambúð hennar við þrjú stálpuð stjúpbörr. og fóstursoninn Boga Melsted. Sú mynd sem þarna stígur fram er af strangri hefðarfrú, sem gengur stillt og óhikað, jafnt að starfi köllunar sinnar, sem um götur Reykjavíkur fyrir hundrað árum og hún litur aldrei um öxl á hvorugri leiðinni. Köllunin, að gera islenskar stúlkur siðmenntaðar, gerir Þóru stundum óþarflega harða við ung- ar meyjar, að áliti okkar tíma. Til dæmis, þegar vinnustúlkan hennar biður um leyfi til að fara á útiskemmtun í Reykjavík, þá þyk- ir Þóru óhugsandi að sleppa stúlku sinni einni og leyfið fæst aðeins af því að Ólafia Jóhanns- dóttir bauð stúlkunni með sér. En Ólafía var einn sá mesti bindind- isfrömuður og siðferðispostuli sem landið hefur átt. Hversvegna leyfir ekki Þóra Melsted þessari prúðu vinnukonu sinni að fara einni á útiskemmtun örskammt frá húsi sínu? Af því að sjónarmið og köllun Þóru Melsted er að gera íslenskar stúlkur að siðmenntuðum hefðarstúlkum í öllum þeirra framgangi. Á þeirri tið fóru heldri konur í erlendum borgum aldrei út án fylgdar. Að Þóra Melsted skuli gera sömu kröfur til vinnustúlku sinnar og gerðar voru þá til hefðarkvenna, segir meira um einlægni hennár i köllun sinni en flestar aðrar frásagnir. Annað mál er það að siðir sem þessir eru nú orðnir oss það fjar- lægir að líklega eru ekki aðrar konur á okkar dögum háðar þeirri venju að fara aldrei út án fylgdar- konu, nema þær fáu drottningar sem enn ríkja. Það er eftirtektarvert að Þóra Melsted vill helst ekki vera kennari, þegar hún sjálf má ráða. Hún vill eingöngu vera skóla- stjóri. Þar hefur hún byggt á eld- fornri hefð frúaklaustranna, en þau sóttu sinar hefðir til lifshátta Vestumeyjanna i fornu Róm. Abbadísin var sú sem fyrst og fremst stjórnaði og hafði forsögn á öllu. Þær virðast hafa verið fæddir stjórnendur, þessar dætur Gríms amtmanns, því að Ágústa systir Þóru gerðist forstöðukona í dönsku jómfrúarklaustri sem var mjög virðuleg staða á þeirri tið. Eins og aðrir brautryðjendur var Þóra Melsted ekkert lamb að leika sér við ef henni fannst ein- hver ætla að hindra framgang þeirrar hugsjónar sem var henni í senn ástriða og lifsfylling. Það er fróðlegt að lesa um viðureign hennar við ýmsar hefðarfrúr og þeirra menn, sem Þóru Melsted fannst bókstaflega flækjast fyrir viðgangi Kvenna- skólans. Þar kom harka Þóru Mel- sted vel á vondan. Að lokum stóð hún eftir ósigruð á vigvellinum en óvinir hennar nú flestum gleymdir. Minning Þóru Melsted var ótrú- lega lifandi í skóla hennar, ára- tugum eftir að hún lét háöldruð af stjórn. Mörgum nemendum er ógleymanleg myndin hennar, sem stóð á hillu i fjórða bekk. Sumar stúlkur litu alitaf á þessa mynd þegar komið var inn i tima á morgnana. Ef vel hafði verið lesið undir daginn þá sýndist Þóra Mel- sted aðeins líta til okkar. Kannski hneigði hún höfuðið örlitið, það sást reyndar varla, en við vissum að nú car ÞÖra Melsted nokkuð ánægð með okkur. En kæmi maður illa lesinn. — Drottinn minn dýri. — Hún leit ekki við manni og svipurinn var kaldur sem steinn. Þannig varð Þóra Melsted nærverandi eins og rödd samviskunnar, þessi kona sem setti sér fyrst allra það takmark, að íslenskar stúlkur skyldu fá að njóta þeirrar menntunar sem komandi tíð gerði að sjálfsagðri nauðsyn. Saga Kvennaskólans í Reykja- vik er menningarsöguleg heimild sem mikill fengur er að fá í jafn Þóra Melsted Ingibjörg H. Bjarnason ljósu og aðgengilegu máli og er að finna í ritgerð Aðalsteins Eiríks- sonar. Þetta er spennandi lesning, fjörmikil frásögn af vexti og við- gangi merkrar stofnunar og þá auðvitað þeirri baráttu sem fylgir nýmælum. Þar er tekið fram að skóli Þóru Melsted reyndi að brúa að nokkru það djúp sem var stað- fest milli hins lærða embættis- mannaskóla annarsvegar og hinna örfáu barnaskóla hins- vegar. Þóra Melsted er þvi einnig brautryðjandi á sviði alþýðu- menntunar í anda Grundtvigs, þó að henni væri legið á hálsi fyrir það að setja markið svo hátt fyrir menntun islenskra kvenna að sæma mætti aðalsdömum. Saga Aðalsteins er ítarleg og alltaf vitnað til traustra heimilda. Þar kemur rækilega fram að menntun kvenna hér á landi var Ragnheiður Jónsdóttir Guðrún P. Helgadóttir ekki alltaf sem vinsælust og eigin- lega sífellt japl og jaml og fuður út af þessum kvennaskóla, alla leið fram á vora daga. Viðhorf andstæðinga Kvenna- skólans hafa breyst með árunum en andstæðinga virðist skólinn alltaf eiga. Varla er hægt að halda fram aó þessir andstæóingar Kvennaskólans hafi alltaf borið hag kvenna svo sérstaklega fyrir brjósti. Þar hafa oft alltönnur sjónarmið ráðið og sum annarleg. Þrjár ritgerðir eru í bókinni um þær forstöðukonur sem komu að Kvennaskólanum eftir daga Þóru Melsted. Alveg virðist rétt at- hugað það sem Aðalsteinn Eiriks- son segir í lok ritgerðar sinnar: — Það er athyglisvert um sögu Kvennaskólans, hversu erfitt er að greina á milli skólans sem stofhunar og persónu þeirra, sem veitt hafa honum forstöðu. Astæð- an fyrir þessu er sú, að þær fjórar konur, sem gegnt hafa þessu starfi, hafa engar meðal- manneskjur verið. Undir þessi orð Aðalsteins hljóta þeir að taka sem best til þekkja. Hér er ekki tækifæri til að fjölyrða um þessi ævigrip ein- hverra n. ,’kustu skólamanna sem landið hefur átt í þeirri tíð. Þó getur undirr. ekki annað en minnst örlitið á frk. Ingibjörgu H. Bjarnason og áhrif hennar á nem- endur sina. Hún reyndi að manna stúlkurnar og tókst það ótrúlega vel. Hún var fyrsti kennari sem ég heyrði brýna heilsugæslu og persónulega snyrtimennsku fyrir nemendum sinum. Hún skipaði okkur að heilsa kurteislega og að fyrrabragðj kennurum okkar á götu og hún rak okkur til að taka hendurnar úr vösunum og ganga beinar i baki. Þessa var alls full þörf þvi að feimni og heimóttar- skapur var mun algengari þá með stúlkum en nú er. Þær, sem i heimavist bjuggu, kynntust frk. Bjarnason miklu nánar en þær sem heimili áttu utan skóians. Ef á heildina er litið er ekki annað að heyra heldur en stúlkur hafi kunnað vel að meta markvisst og einbeitt uppeldi frk. Bjarnason. Stúlkurnar vissu reyndar að forstöðukonan hafði á þeim vakandi auga og leit strangt eftir að reglum skólans væri hlýtt. Hún gat orðið ansi hörð á brún- ina þegar útaf bar, vegna hyskni og trassaskapar. En skap Ingi- bjargar H. Bjarnason var í ætt við móðurjörð, landið, sem agar oss strangt, með sín isköldu él, en á samt til blíðu^það meinar allt vel. Flestir viðurkenna að mark- visst og jafnvel strangt uppeldi sé æskunni ólíkt hollara heldur en linka — og það sem mest af öllu eyðileggur, áhugaleysi og kæru- leysi um hag og framkomu ungl- inga. Ritgerð Sigríðar Briem Thorsteinson um Ingibjörgu H. Bjarnason er bæði læsileg og fróð- leg, enda var Sigríður nákunnug forstöðukonunni, bæði sem nem- andi og síðan sjálf i mörg ár ást- sæll kennari við Kvennaskólann. Hún skrifar um þessa mikil- hæfu og stórbrotnu konu af þeirri hlýju sem gleður gamla_ nem- endur. Aldrei finnst manni þeir oflofaðir sem greitt hafa götu sækunnar og gefið það veganesti sem reynst hefur haldgott um langa ævi. Frk. Ragnheióur Jónsdöttir varö snemma hægri hönd frk. Bjarnason, Það er einkennandi fyrir Kvennaskólann hve for- stöðukonur hans hafa kunnað vel að vinna með þeirri sem við skyldi taka. Frk. Ragnheiður hafði að nokkru leyti veg og vanda af stjórn skólans á þingmennsku- tíma frk. Bjarnason. Frk. Ragn- heiður veitti nemendum sínum yndi náms. Hún lét oss skyggnast undir hönd sér, ef svo má segja, og opnaði útsýn yfir furðulönd vegferðar mannkyns. Það hefði verið sama hvaða námsgrein frk. Ragnheiður hefði kennt. Allt, sem hún kenndi varð að höfuðmáli, mikilvægast alls. Söguskoðun hennar var i senn þjóðleg og al- þjóðleg, víðsýn og þó stefnuföst. Og yfir öllu þessu rikti sá aðall andans sem hún tók i arf frá æskuveru sinni í þeirri stofnun sem hún seinna setti svip sinn á með fágætum glæsibrag. Björg Einarsdóttir skrifar um frk. Ragnheiði af látleysi sem frk. Ragnheiður Jónsdóttir hefur áreiðanlega heimtað af ritara ævi- ágrips sins. Það er langt komið lestri bókar- innar um Kvennaskólann i Reykjavik og loks kemur ritgerð í öðru formi en þær fyrri. Sigurlaug Ásgrímsdóttir hefur farið á fund dr. Guðrúnar P. Helgadóttur og tekið viðtal við hana. Það er létt yfir þessu vió- tali, þó að þar sé sögð mikil saga. Farsæld Kvennaskólans hefur verið mikil frá upphafi þar sem til hans hefur alltaf valist hið hæfasta fólk til starfa. Þegar frk. Ragnheiður lét af forstöðukonustarfinu, kom fram aðeins einn umsækjandi, frú Guð- rún P. Helgadóttir. En þessi eini umsækjandi er ein af lærðustu konum sem verið hafa hér á landi, þaulvanur kennari og mikill stjórnandi. Enda hefur reisn skól- ans haldist í hennar tíð svo sem best má verða. Það sem mest háir Kvennaskól- anum nú, er að þangað komast miklu færri en vilja. Ekki hefur þó staðið á dr. Guðrúnu í því að fjölga nemendum. Barátta hennar i þeim efnum er mönnum í ferksu minni og gerð ítarleg grein fyrir gangi mála þessara i ritgerð Aóalsteins Eiríkssonar. Um það mál allt vil ég taka undir með Aðalsteini þar sem hann segir: Urslit málsins (1970) minna ekki lítið á örlög frum- varpsins 1925 og 1926, þegar gera átti kvennaskólann að ríkisskóla, og ef til vill verður framhaldið það sama, að innan 20 ára þyki öllum sjálfsögð sú ráðstöfun, sem svo hart var barist um. 1 bókarlokin er heimildatal og margvislegar upplýsingar um vöxt og viðgang skólans, kennara- tal og nemendatal. Loks er bókin prýdd myndum af öllum höfuðpersónum skóla- sögunnar og þúsundir mynda af nemendum. Það er gaman að skoða þessar- myndir, allt frá 1874 og sjá hvernig tískan breytist og mótar útlit stúlknanna. Ekki fer á milli mála að á elstu myndunum sýnast þær vera miklu eldri en í raun og veru. Þetta gerir bæði léleg myndatækni og eins fornlegur og iburðarlaus búningur. Þó eru myndirnar það góðar að auðvelt er að sjá ættarmótið milli kynslóðanna þar sem mæóur og dætur taka hver við af annarri í gegnum tíðina. Sú nefnd, sem séð hefur um myndirnar, hefur unnið feikilegt starf með því að þekkja allar þessar þúsundir kvenna með nafni jafnvel þó hundrað ár séu liðin síðan þær elstu voru teknar. í heild er bókin öllum til sóma, þeim sem rita og þeim sem séð hafa um prentið Pappír og band er vandað og myndir sxyrar eins .og framast hefur verið hægt að gera. Bókin er gefin út vegna 100 ára afmælis Kvennaskólans i Reykja- vík. Almenna bókafélagið sá um útgáfuna. Allir, sem áhuga hafa á sögu Kvennaskólans og sögu islenskrar menningar, munu eiga margar ánægjustundir við lestur þessa merkisrits. Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.