Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
41. tbl. 62. árg.
FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ljósmynd Sigurgeir
LOÐNUBATAR t ERFIÐLEIKUM — Veðurguðirnir hafa verið óvenjuörgeðja síðustu daga og átt það til að skella á með stormi þegar minnst
varði. Loðnuskipin hafa mörg hver komizt i hann krappan af þessum sökum og hér sjáum við Reykjanes sem komst við illan leik inn til
Vestmannaeyja með slagsíður á báða bóga, ef svo má segja og eins og báturinn sést’hér. Þannig var hann mest alla siglinguna til Eyja í
10—12 vindstigum og stórsjó, svo að nær aldrei sást í lunninguna. Sjá einnig mynd á baksfðu.
Mun snúast gegn sósíalisma
- sagði Margaret Thatcher,sem virðist hafa
aukið mjög sigurlíkur brezka Ihaldsflokksins
London 20. febrúar
— Reuter
MARGARET Thatcher var í
dag formlega sett inn í leið-
togaembættið í brezka Ihalds-
flokknum við hátfðlega athöfn.
„Það verður verkefni Margaret
að sameina flokkinn f ákafa
einbeitni til að sýna þau mistök
sem verið er að frernja," sagði
Hailsham lávarður m.a. sem
setti hana inn í embættið. Sjálf
sagði frú Thatcher: „Næstu
kosningar geta haft úrslitaþýð-
ingu. Ef sósíalistum vegnar vel
verður Iandið komið vel á leið
til sósfalfsks rfkis svo ekki
verður aftur snúið.“ Kvaðst
hún skuldbinda sig til að veita
þeirri þróun viðnám. Keppi-
nautur hennar um leiðtóga-
embættið, William Whitelaw,
tók einnig til máls og sagðist
sannfærður um að hún væri sá
leiðtogi sem flokkurinn þarfn-
aðist.
Orslit nýrrar Gallupskoðana-
könnunar sem birt voru f dag
virðast styðja þessa skoðun
Whitelaws. Samkvæmt henni
nýtur íhaldsflokkurinn 4%
meira fylgis með þjóðinni en
Verkamannaflokkur Harold
Wilsons.
Þetta þykir benda til þess að
málin hafi snúizt íhaldsflokkn-
um verulega í vil frá því er
sfðasta skoðanakönnun var birt
fyrir mánuði. Þá hafði Verka-
mannaflokkurinn 14,5% for-
ystu.
45% brezkra kjósenda munu
nú greiða íhaldsflokknum at-
kvæði sitt en 41% styðja Verka-
mannafiokkinn. Valið á frú
Thatcher. í leiðtogaembættið
virðist hafa haft nokkur áhrif i
þessu efni. 64% þeirra sem
spurðir voru töldu að hún muni
verða góður leiðtogi fyrir flokk-
inn, og 57% töldu að mögu-
leikar íhaldsflokksins á að
vinna næstu kosningar hefðu
aukizt eftir að hún var valin i
stað Edwards Heaths.
og Heath. Myndin er tekin á
Sigurvegarinn og sá sigraði: Thatcher
þingi flokksins árið 1970.
Danir viðbúnir hörðum
átökum á vinnumarkaði
Þegar er hafinn undirbúningur
verkfalla sem geta leitt til þess að
raforkuver stöðvist og olíuflutn-
ingar leggist niður. Sjónvarpið
getur einnig stöðvast og blöðin
munu hætta að koma út. Prentar-
ar og prentmyndasmiðir hafa þeg-
ar gripið til verkfallsaðgerða
þannig að ekki líður sá dagur að
eitthvert blað komi ekki út.
Vinnuveitendur hafa fyrir sitt
leyti hótað verkbanni.
Þó er enn von til þess að Danir
komist hjá stórfelldum vinnudeil-
um. Flestum finnst grátbroslegt
til þess að hugsa að slíkt geti átt
sér stað þegar ástand efnahags-
Kaupmannahöfn, 20. febrúar.
Frá Gunnari Rytgaard
„Atvinnuleysi verður að ganga
fyrir öðrum vandamálum sem
verður að leysa í Danmörku,“ |
sagði Anker Jörgensen forsætis-
ráðherra I stefnuyfirlýsingar-
ræðu í þinginu í dag. „Atvinna er
mikilvægasta undirstaða öryggis
og við verðum að treysta þjóð-
félagslegan grundvöll lýðræðis-
ins,“ sagði hann.
En jafnframt versnaði ástandið
á vinnumarkaðnum í dag. Verk-
föll voru boðuð öðru sinni og
taugaóstyrks gætir í vaxandi
mæli. Svo getur farið að allt at-
hafnalíf í Danmörku lamist fyrir _
páska ef engar nýjar tillögur
koma frá verkalýðssambandinu
þannig að sáttasemjari ríkisins
geti efnt til nýrra viðræðna. Bú-
ast má við harðri vinnudeilu.
málanna er komið á það stig að
150.000 eru atvinnulausir.
Yfirlýsingar Jörgensens hafði
verið beðið með nokkurri eftir-
væntingu því mönnum lék for-
vitni á að vita hvaða úrræði hann I
hefði til lausnar vanda sem er
með réttu kallaður kreppa, bæði
efnahagsleg og lýðræðisleg
kreppa. En þegar til kom benti |
hann á enga framtiðarlausn,
aðeins úrræði sem eiga að duga til
bráðabirgða.
í yfirlýsingu sinni sagði Jörgen-
Framhald á bls. 31
Ríkis-
valdið
aukið í
Portúgal
Lissabon, 20. feb. — Reuter.
PORTUGALSKA rikisstjórnin
birti í dag meiriháttar áætlun i
efnahags- og félagsmálum, þar
sem mælt er með þvi að ríkið ráði
að hluta yfir ákveðnum lykil-.
atvinnuvegum, takmarkað
eignauppnám bújarða og nýjum
reglum yfir fjárfestingu útlend-
inga. Aætlunin var sögð
byltingarleg endurbót sem ætlað
er að brjóta á bak aftur ein-
okunarhringa, hjálpa þeim sem
lítið mega sín og byggja rétt-
látara og jafnræðislegra samfélag
en ríkti á dögum hinnar hægri-
sinnuðu einræðisstjórnar, seni
steypt var f byltingunni á síðasta
ári.
„Hún þýðir dauða kerfis sem
ekki var aðeins úrelt, gagnslaust
og gjörspillt, heldur þjónaði hags-
munum lítils hluta þjóðarinnar,
sem hlóð á sig forréttindum og
hagsbótum í kerfisbundinni við-
leitni til að skaða meirihluta
Portúgala", segir í greinargerð
með áætluninni.
1 greinargerðinni er fólk varað
við nokkrum höftum á næstunni
með niðurskurði erlendra
munaðarvara. En plaggið sem er
187 bls. og var gefið út þremur
mánuðum eftir áætlun vegna
mikilla deilna um efni þess bak
við tjöldin, var ekki sú róttæka
breyting í efnahags- og félags-
málum sem róttæk öfl innan hers-
ins og vinstri flokkar höfðu barizt
fyrir, því er fréttaskýrendur í
Lissabon töldu í dag.
Áætlunin viðurkennir að einka-
framtak muni halda áfram að
leika stórt hlutverk í efnahagslífi
landsins, og tryggir að það fái að
vera frjálst í samræmi við
markaðslögmál. 1 henni er
verkamönnum sagt að þeir ættu
ekki að binda vonir við að tekju-
dreifingin milli verkalýðs og
reksturs breytist verulega á næst-
unni, og þar með eytt ótta at-
vinnuveganna við gifurlegar
Framhald á bls. 31