Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975 29 Lang: Morö ö kvenréttindarööstefnu Jöhanna Kristjönsdöttir 'býddi 48 eitthvað með þögninni og hún svarar því hljóðlega: — Þá hefði hún sennilega gert alvöru úr hótunum sinum. Hún hefði sagt Louise allt af létta og sennilega farið í blöðin lika . . . — EF EKKI HEFÐI VERIÐ ÞAGGAÐ NIÐUR 1 HENNI ÁÐ- UR EN AÐ ÞVl KOM . . . — Já. Hún hefur lokað augun- um og hann getur ekki áttað sig á hverjar hugsanir bærast með henni þessa stundina. — Ef ekki hefði verið þaggað niður í henni . . . á listilegan hátt. — Og þess vegna fóruð þér rak- leitt úr herbergi Louise og inn til hennar? — Nei. Rödd hennar er lág en ákveðin. — Ia var inni hjá henni. Betti var ekki ein í herberginu fyrr en klukkuna vantaði tíu mín- útur I tvö. Viskíflaskan veltur um koll, þegar Róbert Fagerman stekkur upp. — Eva Gun! 1 guðanna bænum Hvorugt þeirra veitir honum minnstu athygli. Christer Wijk tautar eins og við sjálfan sig. — Þriðja glasið. Það voruð sem sagt ÞÉR sem drukkuð sérrí úr því? Eva Gun opnar augun og beinir þeim að honum og hann sér að þau eru isköld. — Nei, það var ekki ég. Hún bætir við næstum óhugnanlega rólega. — Ég fór ekki inn til hennar til að drekka vín eða skrafa við hana hlýlega. Ég átti annað erindi inn til hennar . . . og þér vitið hvert það var. SEX SÍMSKEYTI CAMILLA MARTIN, ÓPERUSÖNGKONA OPERA HOUSE SAN FRANSISCO SAGÐIR ÞU ÖÐRUM EN MÉR FRÁ ÞVl SEM ÞU SÁST OG HEYRÐIR 1 BLACHSTA. CHRISTER. CHRISTER WIJK LÖGREGLU- FORINGI RlKISLÖGREGLUNNI STOKKHÖLMI JÁ, LÖGREGLUMANNI MEÐ SEGULBAND. HEFUR ÞU EKK- ERT ANNAÐ AÐ SEGJA ÞEGAR ÞU SENDIR MÉR SKEYTI. CAMILLA. CAMILLA MARTIN ÖPERUSÖNGKONA OPERA HOUSE SAN FRANSISCO ÞARF A AÐALVITNINU AÐ HALDA. HVENÆR GETUR ÞU KOMIÐ: HRINGI FÖSTUDAC. OG SEGI ÞA ALLT SEM ÞU VILT ÉG SEGI. CHRISTER. CHRISTER WIJK LÖGREGLU- FORINGI RlKISLÖGREGLUNNI STOKKHOLMI UNDURSAMLEGT AÐ TALA VIÐ ÞIG. TRUl EKKI AÐ ÞETTA SÉ SATT EN SKAL GERA HVAÐ ÉG GET. KEM SUNNUDAG. CAMILLA. CAMILLA MARTIN ÓPERUSÖNGKONA OPERA HOUSE SAN FRANSISCO SÆKI ÞIG Á FLUGVÖLLINN. VELKOMIN HEIM. VONA AÐ OKKUR TAKIST ÞAÐ. CHRISTER. CHRISTER WIJK LÖGREGLU- FORINGI RlKISLÖGREGLUNNI STOKKHÓLMI LOFA AÐ LEIKA HLUTVERK MITT EINS SANNFÆRANDI OG ÉG GET. KEM SUNNUDAG KLUKKAN SAUTJÁN TlU. CAMILLA. FUNDUR INNANHÚSS Sjaldan hefur Christer Wijk verið jafn viss í sinni sök, þegar um flókið morðmál er að ræða og sjaldan hefur hann verið svo mjög á báðum áttum, hvern- ig málalyktir verði og nú. Hann hefur ýmsar líkur og það hefur gerzt mörgum sinnum að dómstólar hafa kveðið upp dóm á grundvelli vitnaleiðslna og með tilliti til þess hve líkur séu sterkar eða veikar, en hann hefur alltaf litið á þá dóma sem ófullnægjandi og i sumum tilvikum verið þeim mót- fallinn. Að dæma manneskju — þó svo að hún neiti sekt sinni — felur i sér að taka tvöfalda áhættu, — þá áhættu að morðingi gangi enn laus og að setja sak- lausa manneskju i fangelsi og hann veit ekki almennilega hvort honum finnst viðurstyggilegra. Þess vegna leikur honum mjög mikill hugur á að halda svo á málum að hann geti neytt viðkom- andi til játningar og því hefur hann ákveðið að nota aðferð sem kann að bera árangur og hann ætlar sér að njóta hjálpar Camillu til að koma viðkomandi i opna skjöldu svo aó játning og skil- merkileg niðurstaða fáist í þessu máli. Flugvéiin er tveimur klukku- tímum á eftir áætlun og það liggur við að áform hans séu að fara út um þúfur. Tveggja klukkustunda seinkun. Þá er hún ekki komin til Stokkhólms fyrr en áliðið er kvölds. En hann hefur komizt aó samkomulagi við þrjár konur um að hittast i húsi úti í Saltsjöbaden og hann vill ekki að nein þeirra hverfi á braut vegna þessarar seinkunar. Hann veróur að brjóta loforð sitt við Camillu um að sækja hana X/PLX/AKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Snjór á þökum — Snjóflóðahætta Skafti Benediktsson, Hraunkoti í Lóni, skrifar: „Þórir Baldvinsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 17. jan. s.l. er hann nefnir — Að biða þess að þökin falli. Það veitir sannarlega ekki af, að þau mál séu rædd er Þórir tekur til meðferðar í þessari grein, — snjóþyngsli á húsaþök- um og hættu af snjóflóðum, en hræddur er ég um, að margur verði ósammála arkitektinum, minnsta kosti þeir, sem verða fyr- ir þvi tjóni að snjór sligi þök, og blöskrar mér hvað arkitektinn gerir litið úr fólki þar sem hann „finnur upp“ það einfalda ráð að taka sér skóflu í hönd og moka bara ofan af þökunum — og bætir því við, að sennilega dyggðu nokkrir skólastrákar eða kven- fólk í slíkt verk. — Svo mörg eru þau orð. Ef slíkt stæðist væri vandinn sjálfsagt ekki mikill. En dæmið litur töluvert öðruvísi út i raun veruleikanum, þar er meiri vanda við að etja en að svona útúrdúra sé hægt að heimfæra við aðstæð- ur. Að minnsta kosti er slíkt óhugsandi upp til sveita þegar stórviðri geisa sólarhringum sam- an með feikna fannkomu, húsin fara í kaf og óstætt veður er úti, eins og hefur verið um Austur- land og viðar í vetur. Ég hefði haft gaman af að sjá þá arkitekta er hefðu í sliku veðri farið upp á þökin og mokað jafnótt útaf þeim, sem Kári sópaði upp, þegar allir veggir eru komnir á kaf og enginn skil á hvar þak er. Nei, það er ævinlega hægara um að tala en i að komast. Kalla ég svona skrif enga úrbót. 0 Þök þurfa að vera rammgerð Nú á seinni árum hefur færst I þá átt með allar útihúsabyggingar i sveitum að sem mest sé undir sama þaki og er það óneitanlega hagræði, en þá rís aftur á móti það vandamál, að þökin séu nægi- lega sterkbyggð til að þola stór- viðri og snjóþyngsli. Þar á vantar mikið að svo sé og það hlýtur að vera hlutverk arkitekta að reyna að ráða bót á því. Virðist mér það mikið álitamál og raunar hæpið að leggja mikla áherzlu á að hafa útihús mjög stór, því það liggur i augum uppi, að skaðinn verður þvi meiri ef útaf ber á einhvern hátt. Arkitektinn minnist á blásara á verksmiðjuþökum. Má vel vera að möguleiki sé á að koma þeim þar eða þannig fyrir, að gagn yrði að, en sennilega væri betra að búið yrði að hagræða þeim þar áður en þá þyrfti að nota. Eg get verið Þóri Baldvinssyni sammála um, að nauðsyn beri til að gera allar þær varúðarráðstaf- anir, sem hægt er gegn snjóflóða- hættu, en hræddur er ég um að þau ráð, sem hann nefnir i um- ræddri grein séu harla óraunhæf og að þeir, sem ekki hafa séð vegsummerki eftir snjóflóð eigi erfitt með að gera sér grein fyrir þeim feikna krafti er þeim fylgir. Skafti Benediktsson." 0 Kveðjur á kommaþing „Húsmóðir“ skrifar: „Ágætt var að fá fregnir af þvi, að islenzki kommúnistaflokkur- inn sendi sínar hallelújakveðjur á kommúnistaþingið í Búdapest, þvi að íslenzkir kommúnistar reyna sífellt að villa á sér heimild- ir eins og dæmin sanna. Þeir eru allir eins hvar i heiminum sem þeir eru og hvernig sem þeir eru á litinn. Þingið var haldið i Ung- verjalandi þar sem hvert manns- barn, sem fætt er fyrir 1950, man uppreisnina, eins og hver íslend- ingur á sama aldri ætti líka að gera. Meðan á uppreisninni stóð voru kommúnistar hér og Þjóð- viljinn önnum kafnir við að níða niður Breta, af þvi að þá stóð yfir stríð í Egyptalandi. Hvaðii Egypti vildi nú skipta á kjörum við Ung- verja? Otvarpið fékk mann, sem ný- kominn var frá Ungverjalandi um þetta leyti til að segja frá veru sinni þar, þannig að almenningur fengi sem sannasta lýsingu á bylt- ingunni. Tíðindamanninum sagð- ist svo frá, að þeir sem að upp- reisninni stæðu væru upp til hópa nasistar og ævintýralýður. Sjálfur hafði þessi maður skrifað þessa lýsingu á ástandinu í Ungverja- landi: „Stjórnin neyðir bændur til að selja vörur sinar á því verði, sem hún skammtar. Lífskjör fólks fara siversnandi, enginn má um frjálst höfuð strjúka og 1% af þjóðinni er i fangabúðum." Tilvitnunin er tekin úr leyni- skýrslu S.Í.A., sem gefin var út á prenti nokkrum árum eftir upp- reisnina i Ungverjalandi. Rússar, sem réðu útflutningsverzluninni, réðu verðinu. Stundum hefur ver- ið gerð bylting af minna tilefni. Þetta dæmi ætti til dæmis að kenna almenningi það, að komm- únistum er ekki treystandi til að fræða íslendinga í fjölmiðlum um pólitiskt ástand í heiminum. Al- menningur i hinum frjálsa heimi á ekki að þurfa að borga fyrir slíka fræðslu. „Húsmóðir“. 0 Óskráö sjónvarpstæki Hjördis Fjóla Ketilsdóttir, Lindargötu 20, hringdi. Hana langar til að fá svör við því, hvers vegna sumir komist hjá því að greiða afnotagjald sjónvarps. Kvaðst hún vita þess nokkur dæmi, að fólk væri ekki krafið um gjaldið. Sumir hefðu inniloftnet og hefðu keypt tæki sin á uppboð- um, þannig að þau væru ekki skráð. Þá sagðist hún vita eitt dæmi þess, að maður, sem keypti tæki í verzlun hér í borg, hefði aldrei verið krafinn um afnota- gjaldið. Hjördís Fjóla vildi koma því á framfæri við rétta aðila að nauð- synlegt væri að gera könnun á því nú þegar hve margir þeir væru, sem siyppu við að borga gjaldið og síðan þyrfti að ganga ríkt eftir þvi að allir greiddu það. 83? SlGeA V/ÖGA £ 1(LVE«Ak V» YluUO/WO GmMfcAX? mm g m vér to viiídó^? VÁOPA ^ILIO OG S&DA V£ft WAU A / kJLJ^ . — Sænsk blöð Framhald af bls. 5 gjöfum, fimmfalt bambusstativ fyrir pensla og paljettuhnifa og liti og önnur áhöld. I lok greinarinnar í Götaborg Posten segir Sven Eklund: „Á sunnudaginn var galleríið i Kung- alv fullt af myndum af alls konar fólki, þekktu sem óþekktu, sem á heima þar um slóðir. Sá duglegi Steingrímur er ófeiminn að tala um myndirnar við hvern sem er. Á honum var að skilja að honum litist vel á sig í Sviþjóð. Hann hefur jafnvel hug á því að setjast að hér, i Luleá í Norður Svíþjóð (við austurströndina). Hann segir alvarlegur I bragði: „Sá hængur er á, að við íslending- ar hljótum næstum alla okkar vitneskju um Svíþjóð frá Dönum og Norðmönnum, og það er hreint ekki alltaf hagstætt. Hins vegar þegar hingað er komið, kemur i ljós, að þetta er ágætt land.“. Steingrimi hefur verið boðið að sýna bæði í Noregi og Sviþjóð i sumar í ýmsum galleríum. E.t.v. freistar hann gæfunnar á ný á þessum norrænu slóðum. Ebbe Rode í Norræna húsinu HINN þekkti danski leikari EBBE RODE og kona hans, leik- konan NINA PENS, verða I Reykjavík 26. febrúar — 2. mars n.k. Koma þeirra hingað er m.a. tengd árshátið, sem Det Danske Selskab heldur I Norræna húsinu 28. febrúar, en auk þess standa Dansk-íslenska félagið, Norræna húsið og Þjóðleikhúsið að boði þeirra til íslands. Ebbe Rode er mörgum tslend- ingum góðkunnur, bæði hefur hann komið fram hér á landi, margir hafa séð hann á sviði í Danmörku og auk þess í mörgum kvikmyndum. Ebbe Rode ies upp í samkomu- sal Norræna hússins miðviku- dagskvöldið 26. febrúar kl. 20:30 á vegum Norræna hússins og Dansk-islenska félagsins, en auk þess kemur hann fram I Þjóðleik- húsinu, litla sviðinu, og ennfrem- ur á árshátíð Det Danske Selskab. MS MS MS H 2N 2W MS MY Aóals /táÍÍ\ AUGl TEIK NDAM træti 6 simi MS ÝSINGA- MISTOFA ÓTA 25810 m O «c? o „Við erum hjartasérfræðingar’ ’ Gleðjið konuhjartað á konudaginn 23. febrúar. T úlipanar seldir á framleiðsluverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.