Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975 19 Frá 23. þingi Norðurlandaráðs: Vilja auðvelda málfarsleg samskipti Norðurlandaþjóða EITT þeirra mála. sem fyrir voru tekin á síðasta fundi 23. þings Norðurlandaráðs í gær var tillaga um að setja á laggirnar norræna málnefnd og samræma stafróf og stafagerð Norðurlandamála. Sænski rithöfundurinn Per Olof Sundman fjallaði um þessa til- lögu fyrir hönd menningarmála- nefndarinnar. Hann sagði frá meðferð málsins innan nefndar- innar og samskiptum við mál- nefndir hinna einstöku þjóða og skýrði svo frá, að þar sem afstaða þeirra væri talsvert mismunandi teldi nefndin frekari umræðna þörf bæði milli menningarmála- nefndarinnar og málnefndanna og milli málnefndanna innbyrðis. Kvaðst hann gera sér vonir um, að þessu starfi yrði lokið á yfirstand- andi ári. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Per Olof Sundman sem snöggvast að máli i gærmorgun og innti hann eftir frekari upplýs- ingum um þessa tillögu. Sundman sagði, að flutnings- mönnum hennar þætti eðlilegt, að Norðurlandaráð fjallaði um þetta mál vegna þess m.a. aðmálnefndir á Norðurlöndum hefðu upphaf- lega verið stofnaðar að tilstuðlan Norrænu félaganna. Tilgangur- inn með tillögunni sagði hann, að væri sá, að sporna við því, að Norðurlandamálin, og þá einkum sænska, danska og norska, fjar- lægðust hvert annað meira en orð- ið væri og heizt að samræma það, sem hægt væri ttiltölulega sárs- auka- og átakalaust. Hann sagðist hafa rætt við fjölda manns um breytingarnar á málunum og á því væri ekki nokkur vafi, að þau hefðu fjarlægzt afar hratt á síð- ari árum. Svo seint sem í lok siðustu aldar hefðu Danir, Norð- menn og Sviar getaó hitzt og talað saman með góOum árangri, hver hefði skilið annan, en nú væri svo Per Olof Sundman komið, að fólk þessara þjóðerna teldi sig ekki skilja hvert annað svo viðunandi væri. Þar við bætt- ist, að mörg erlend orð og tækni- orð hefðu verið tekin upp i málin á síðari timum og eitt af markmið- um tillögunnar væri að stuðla að samræmi í þeim efnum. Þá mætti benda á ýmsar skammstafanir i sambandi við alþjóðastofnanir og fjölþjóðasamtök, sem væru mis- munandi í löndunum og slíkt skapaði óþarfa erfiðleika í sam- skiptum þjóðanna. Þá sagði Sundman, að æskilegt væri að koma á einhverjum regl- Tönnes M. Andenæs um eða samstöðu um það hvernig ætti að talast við á sameiginlegum fundum Noróurlanda. Það væri ekkert efamál, að á þingi Norður- landaráðs til dæmis væri flestum auðveldast að skilja sænsku Finn- anna, þeir töluðu svo skýrt og greinilega. En þó ekki væri farið út i að taka upp eitthvert ákveðið málfar, mætti auðvelda samskipt- in með ýmsu móti, meðal annars mætti taka saman lista eða bækl- ing yfir þau orð, sem væru það mismunandi að merkingu eftir því hver tungan ætti i hlut, að verulegum misskilningí gæti valdið. Per Olof Sundman fjallaði um fleiri mál á þessu þingi ráðsins. Meðal annars um stuðning Norðurlandaráðs við færeyskar bókmenntir og þá ekki einasta þýðingar færeyskra bókmennta á aðrar norrænar tungur heldur einnig stuðning við bókaútgáfu á .heimamarkaði og erlendis og að færeyskir rithöfundar yrðu studdir fjárhagslega til ferðalaga um hin Noróurlöndin. „Gegn þessari hugmynd var borin fram sú röksemd, sagði Per Olof, að fleiri fámennar þjóðir eóa þjóðarbrot á Norðurlöndum skrifuðu bækur og það væri erfið- leikum bundið að styðja færeyska bókmenntastarfsemi umfram aðra. Aó sjálfsögðu þarf einnig að styðja bókmenntastarfsemi þeirra, en þar sem færeyskar bók- menntir hafa þegar aflað sér óum- deilanlegrar viðurkenningar á er- lendum vettvangi tel ég að byrja ætti á því að efla þær“. Þá skýrði Per Olof Sundman á þinginu frá ákvöróun ráðherra- fundar Noróurlandaráðs um að veita næstu fjögur árin í tilrauna- skyni fé til þýðinga norrænna bókmennta af einni norðurlanda- tungu á aðra, en svo sem fram hefur komið í fréttum hefur verið ákveðið að veita á þessu ári 750.000 dönskum krónum til þessa starfs. Loks fjallaði Per Olof Sundman ásamt Norðmanninum Tönnes Andenæs og fleirum um leiðir til og röksemdir fyrir því að auka samvinnu Norðurlanda á sviði út- varps og sjónvarps, svo sem frá var skýrt í frétt í Morgunblaðinu í gær. Þetta mál varðar eðlilega nágrannalöndin fjögur mun meira en Island, sem ekki hefur möguleika á því að ná sjónvarps- sendingum erlendis frá fyrr en hér er komin móttökustöð fyrir gerfitunglasendingar. Hins vegar taldi Andenæs áriðandi að Is- lendingar tækju þátt í norrænu samstarfi á þessu sviði eftir því sem unnt væri, tækninnar vegna, og minntist á það, sem fram kom í Morgunblaðinu i gær, að hugsan- lega mætti stuðla að því að ferskt sjónvarpsefni frá Norðurlönd- unum væri strax sent flugleiðis til íslands til þess að íslenzkir áhorf- endur fengju það sem fyrst. Andenæs sagði, að menningar- samstarf Norðurlanda yrði ekki langlíft nema þvi aðeins að ráð- stafanir væru gerðar til að efla það og stuðla að auknum sam- skiptum fólksins — og i þeim efnum þyrfti að einbeita sér að æskunni. „Við getum ekki gengið út frá þvi sem visu, sagði hann, að norræn samvinna verði lifandi hugtak eftir aldarfjórðung." Hann sagði nauðsynlegt að auð- velda samskipti norrænna ung- menna og venja þau hvert við annars mál og að því miðuðu m.a. þær hugmyndir, sem fram hefðu komið innan Norðurlandaráðs, bæði um sjónvarpssamvinnuna og sérstök unglingafargjöld með flugvélum. Andenæs kvaðst þeirr- ar skoðunar, að til lengdar fengju Norðurlöndin hvert um sig ekki staðizt sem skapandi menningar- legar einingar án norræns menn- ingarandrúms og hann liti þvi á menningarsamstarf Norðurlanda sem vörn fyrir þjóðarmenningu þeirra hvers um sig. „Persónu- lega tel ég, að menningarvarnir séu mikilvægari en hervarnir," sagói Tönnes Andenæs, „þvi hafi menn enga menningu að verja, til hvers þarf þá hervarnir?" Ljósm. Emilía. Tvær myndanna á sýningunni: „Við fjörðinn“ og „Bær við sjó.“ Sýning á vatns- litamyndum Snorra Arnibjamar opnuð í Listasafni ASÍ A MORGUN, laugardag, verður opnuð í húsakynnum Lista- safns ASl og á vegum þess sýn- ing á 44 málverkum eftir Snorra Arinbjarnar. Eru þetta allt vatnslitamyndir, sem aldrei hafa verið sýndar áður og er elzta myndin frá árinu 1929 og hinar síðustu málaðar upp úr 1950. Snorri Arinbjarnar fæddist árið 1901 í Reykjavík og stund- aði listnám i Ösló hjá Axel Revold prófessor og dvaldi síð- an í Danmörku við liststörf. Frá dvöl hans i þessum löndum eru m.a. nokkrar myndanna á sýn- ingunni’Langmestan hluta ævi sinnar starfaði Snorri Arin- bjarnar hérlendis. Hann málaði landslagsmyndir, innimyndir og staðarmyndir, en einna þekktastur er hann fyrir verk frá sjávarsíóunni, auk samstill- inga í anda expressjónismans. Snorri lézt árið 1957 eftir lang- vinn og erfið veikindi. Sýningin verður opin fram til 9. marz. Er opið kl. 3—6 e.h. þriðjudaga, mióvikudaga og föstudaga, en fimmtudaga, laugardaga og sunnudagá frá kl. 3—10. A mánudögum er safnið lokað. Allar myndirnar eru úr einkasafni og ekki til sölu. Snorri Arinbjarnar tók þátt i mörgum sýningum, meðan hann lifði og eftir andlát hans hefur verið efnt til einnar sýn- ingar á verkum eftir hann, sem Listafélag MR gekkst fyrir. Undirbúa stofn- un íþróttaverð- launa Norður- landaráðs ÞING Norðurlandaráðs sam- þykkti á lokafundi sinum i gær, að undirbúa stofnun íþróttaverð- launa Norðurlandaráðs. Verður verðlaununum væntanlega út- hlutað árlega til íþróttamanns eða íþróttaleiðtoga, sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði. Ekki hefur verið ákveðið hve há verð- launaupphæðin gæti orðið, en gert er ráð fyrir að hún verói veitt til íþróttamála, sem verðlaunahaf- inn bendir á, auk þess, sem hugs- anlegt er að hann fái sjálfur ein- hverja f járupphæð. 1 greinargerðinni, sem tillög- unni fylgdi sagði að iþróttir væru mjög mikilvægur þáttur i menn- ingu þjóóanna og þvi ættu þær, sem aðrar menningargreinar rétt á hvatningu og stuðningi frá hinum opinberu norrænu sam- starfsstofnunum. Jógvan Arge: FÆREYSKAR FISKVEIÐAR I DAG hefjast í Reykja- vík viðræður milli íslenzkra og færeyskra stjórnvalda um fiskveiði- réttindi Færeyinga innan 50 mílnanna. Fréttaritari Morgun- blaðsins í Færeyjum, Jógvan Arge, lýsir hér í stuttri grein viðhorfum í fiskveiðimálum Færey- inga og þýðingu fiskveiða þeirra við Island. FMskveióisvæðin vió ísland hafa afgerandi þýðingu fyrir færeyskar fiskveiðar og þar af leiðandi fyrir efnahagslíf Fær- eyja. Eins og þróunin hefur orðið í fiskveiðum í Norður- Atlantshafi síðustu ár, hafa íslenzku veiðisvæðin fengið meiri þýðingu fyrir Færeyjar. Fiskveióar Færeyinga eru byggðar upp á allt annan hátt, en fiskveiðar íslendinga. Á sama tíma og Isiendingar geta fiskað meira en nóg í kring um Island til þess að uppfylla þarfir sinar, hafa Færeyingar enga möguleika til þess að upp- fylla sínar þarfir- með fisk- veiðum í kring um Færeyjar. Heildarafli Færeyinga árið 1973 var 246 þús. tonn með bol- fiski, bræðslufiski og öðrum fiski til samans. Fiskifræðingar hafa iýst því yfir að fisk- stofnarnir við Færeyjar þoli að þar séu veidd 110 þús. tonn á ári. Færeyski fiskiskipaflotinn verður þess vegna að byggjast á skipum, sem geta stundað veiðar á fjarlægum miðum. Þannig veiddu Færeyingar 21.500 tonn við tsland 1973, 20 þús. tonn við Nýfundnaland, 6500 tonn við Grænland og 3600 tonn við Noreg. Allar þessar tölur eiga aðallega við þorsk- veiðar. Auk þess veiddu Færey- ingar 162 þús. tonn í Norðursjó 1973, en þar var nær eingöngu um að ræða síld og fisk i bræðslu. Á veiðisvæðunum við Fær- eyjar veiddu heimamenn 31300 tonn, aðallega þorsk og ufsa. Þróun þessara mála síðustu ár hefur verið sú að Færey- ingar hafa misst réttindin til fiskveiða við strendur Kanada, fiskveiði við Grænland hefur minnkað stórlega, möguleikar eru á að réttindin við Noregs- strendur verði endurskoðaðir til hins verra og fiskveiðar í Norðursjó eru mjög ótryggar. Allir þessir þættir undir- strika hve mikla þýðingu veiði- svæðin við ísland hafa fyrir Færeyinga á komandi árum. Verði fiskveiðiréttindi Færey- inga við 'lsland einnig skert frekar er ljóst að Færeyingar munu standa frammi fyrir öng- þveiti. Á þessari öld hafa Færeying- ar stundað mikið fiskveiðar við ísland. Þær veiðar hófu þeir skömmu fyrir siðustu aldamót og hafa haldið því áfram fram á þennan dag. Stærstur hluti þess afla, sem færeysk fiskiskip veiða við tsiand, er veiddur með linu. Togveiðar færeyskra skipa við Island eru ekki mikl- ar, í tonnum talió, en þær hafa mikla þýóingu fyrir rekstur togskipanna, þar sem veiðarnar við Island eru einn af undir- stöðuþáttunum fyrir rekstrar- grundvelli þeirra. Ef saltfisktogararnir Sjurdar- berg og Sundaberg verða úti- lokaðir frá fiskveiðum innan 50 mílnanna, er mjög erfitt að sjá að unnt sé að skapa rekstrar- grundvöll fyrir þessi skip á komandi árum. I núgildandi samningum milli Islands og Færeyja fengu frystitogararnir Stella Kristina og Stella Karina ekki leyfi til að veiða fyrir, inn- an 50 mílna mörkin og útkoman varð sú að útgerðarmennirnar urðu aó selja skipin — til Is- lands. Ljósmynd M Sv. Þorm. Jógvan Arge, til hægri, ræðir við Atla Dam lögmann Færeyja við komuna tii Reykjavíkur i gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.