Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1975 17 tóimhornið] Eins og fyrri daginn er ýmis- legt kræsilegt að finna í tónlist- ardagsskrá útvarpsins fyrir næstu viku. Má í upphafi benda á, að á sunnudagseftirmiðdag mun brezki söngvarinn John Shirley Quirk syngja sóló- kantötu eftir Bach. Quirk ætti að vera lslendingum að góðu kunnur frá þvf að hann söng hér á Listahátíð fyrir þremur árum og þá við undirleik Ashkenazy. Mesta athygli á tónlistardag- skránni vekur þó kannski sam- leikur tveggja fremstu píanó- leikara okkar, þeirra Gfsla Magnússonar og Halldórs Har- aldssonar, í útvarpssal n.k. fimmtudag. „Við leikum þarna prógramm sem við vorum með á tónleikum er stúdentar f Há- skólanum gengust fyrir f byrj- un þessa mánaðar," sagði Hall- dór okkur. „Við lékum þarna aríu úr Afmæliskantötu Bach, einnig úr Barnagamni Bizet, sem reyndar er kannski þekkt- ara f hljómsveitarútsetningu, enda þótt það hafi verið upp- Halldór Haraldsson haflega samið fyrir tvö píanó eins og við lékum það.“ Eitt nútímaverk fylgir svo í kjölfarið — brot úr píanóverki eftir Pólverjann Witold Lutoslawski, sem er í fremstu röð tónskálda heimalands sfns ásamt Penderecki, er frægastur hefur orðið fyrir Lúkasar- passfu sfna. „Nei, Lutoslawski er ekki leikinn oft hérlendis,“ sagði Halldór, „og það mætti eyða löngu máli f að segja frá verki því sem við flytjum eftir hann. Hann samdi það árið 1944 í lok stríðsins en á strfðs- árunum var Lutoslawski skikk- aður til þess ásamt kuningja sfnum til að skemmta hernáms- liði þýzkra nasista með samleik á tvö píanó. Og við þessar kringumstæður varð þetta verk til. Hann byggir það svo að segja alveg á carpfsum Pagan- ini, en samt sem áður er verkið allnýstárslegt og gerir um leið miklar kröfur til pianóleikar- anna." Halldór sagði að tónleikarnir f Háskólanum hefðu verið opn- ir almenningi og aðsókn hefði verið með ágætum. Kvað hann jafnvel hafa komið til tals hjá sér og Gfsla að halda samstarf- inu áfram af þeirri reynslu sem fékkst af tónleikahaldinu fyrir stúdenta. Gisli Magnússon Halldór Laxness — les Inngang að Passíusálmum. I HVAÐ EB AÐ HEYRA? Klukkan 22.25 á þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld heldur Halldór Laxness éfram lestri á ritgerð sinni sem hann nefnir Inngang að Pass- iusálmum. og lýkur Halldór raunar lestrinum seinna kvöldið. Að sögn Halldórs er ritgerð þessi að stofni til frá æskudögum hans, skrifuð skömmu eftir 1 930 en lá lengi vel ófullgerð i handriti. Eitt sinn er Halldór var að fara til útlanda lét hann handritið í hendurnar á góð- um kunningja sínum sem gaf hér út timaritið Iðunn og þar var það fyrst prentað. „Síðan liðu mörg ár og ég leit ekki á ritgerðina aftur fyrr en fyrir a.m.k. 10—15 árum að ég fór af einhverjum ástæðum i gegnum hana og hún þá gefin út að nýju," sagði Halldór. Reyndar gat Halldór þess, að hann hefði lesið Inngang að Passiusálmum i útvarpinu á þeim árum sem hann var að vinna við hið raunverulega uppkast að rit- gerðinni. „Það var nú ekki mikil hrifning yfir þvi þá, sem ekki var von; ég var inn á alls konar þanka- gangi sem ekki var mjög vinsæll i þá daga og þetta þótti vera eitt- hvað ekki rétt meðhöndlun á efni Passiusálmanna og höfundi þeirra. Ég fékk samt að lesa rit- gerðina til enda." Halldór var nú beðinn um að lesa ritgerðina að nýju og kvaðst hann ekki hafa séð ástæðu til að skirrast við þeirri beiðni. „Ég fór i þá bók sem þetta er prentað i, ritstýrði þvi dálitið á ný, felldi úr þvi hitt og annað af klausum sem voru að visu talin góð latina i þá daga, eins og ég sagði. en þykja nú svona heldur fornfálegar og hafa heldur ekki neina almenna þýðingu lengur." Ekki átti Halldór von á, að flutningur þessarar rit- gerðar myndi angra útvarpshlust- endur núna — „það hafa komið upp og fallið um sjálfa sig svo margar stefnur á þessum árum, að fólk er hætt að kippa sér upp við slikt," sagði Halldór. „Ég held nú samt, að i þessari ritgerð sé menn- ingarsögulegur kjarni og leitast ég við að láta þann kjarna halda sér." Á fimmtudagskvöld kl 21.45 les Gunnar Dal nokkur eigin Ijóða. Það er æði langt siðan heyrzt hefur til Gunnars i útvarpinu, þó að öðru hverju bæruast af honum fréttir þar sem hann var við íhuganir og hugleiðslu undir Jökli. Nú er Gunnar hins vegar sestur að i Keflavik og stundar þar kennslu. „Að þessu sinni mun ég lesa nokkur Ijóð úr bókinni Rödd morg- fjónskri eyju. unsins," tjáði Gunnar okkur. Sú bók kom út fyrir rúmum tiu árum eða 1964, en Ijóðin i henni voru ort á Mallorku. þar sem hann dvaldist einn vetur. Ekki kvað Gunnar spænskrar stemmningar gæta mikið i þessum Ijóðum held- ur þvert á móti — „maður er aldrei islenzkari en þegar maður er erlendis, og i þessum Ijóðum tala ég um jafn islenzk fyrirbrigði og hvita hnúka og landsýn." Siðasta bók Gunnars Dal kom út árið 1972 og var á ferðinni heimspekirit, en hann hefur grúskað mikið i heimspeki, eins og flestir vita. Þriggja ára þögn sina hyggst Gunnar nú vinna upp með þvi að koma út þremur bókum á þessu ári — einni skáldsögu, riti um griska heimspeki og endurút- gáfu á Spámanninum, sem út kom fyrir nokkrum árum en er löngu uppseldur. Eins og nafnið bendir til er sú bók einnig heimspekilegs eðlis. og Gunnar er bjartsýnn á gengi heimspekilegra rita hérlend- is um þessar mundir. „Við höfum lengi vel verið aftarlega á merinni þegar heimspekin er annars vegar á sama tima og börn og unglingar i nágrannalöndum okkar hafa hlotið kennslu i undirstöðuatrið um hennar," segir Gunnar. „Nú horfir þetta til bóta, áhugi fyrir heimspeki fer hraðvaxandi hér- lendis og það er jafnvel farið að tala um hana sem skyldunáms- grein i menntaskólum og á gagn- fræðastigi." Hvað um skáldsöguna? „Á henni byrjaði ég fyrir mörgum, mörgum árum þegar ég dvaldi um tima á Indlandi. enda er efnið i henni sótt þangað og heiti bókar- innar átti að vera táknrænt fyrir það. Annars fór illa fyrir bókartitl inum minum. Borgrstjórnarmeiri- hlutinn ykkar i Reykjavik eyði- lagði hann fyrir mér i siðustu borg- arstjórnarkosningum. Skáldsagan átti að heita Græna byltingin en svo var þetta allt i einu orðið að slagorði i kosningabaráttunni i Reykjavik. Og ég kemst ekki hjá þvi að finna annað nafn á bók- ina." Á laugardagskvöldið 1. marz mun Erlingur Gislason lesa sögu eftir Ólaf Hauk Símonarson Saga þessi nefnist — Þegar ég bjó í leikhúsi vindanna Að sögn Erlings samdi Ólafur þessa sögu á námsárum sinum úti i Danmörku, og er hún sumpart upprifjun á þeirri dvöl, gerist öll á litilli eyju utan við Fjón og segir frá atvikum og fólki sem Ólafur komst i kast við þar. Gunnar Dal — ástarljóð til ís- lands ort á Spáni. Á SUNNUDAGINN kl. 14 stýrir Svavar Gests þættinum Dagskrár- stjóri í eina klukkustund. Þáttur Svavars verður að ýmsu frábrugð- inn fyrri þáttum af þessum toga, enda maðurinn hálfgerður heima- gangur hjá útvarpinu um árabil. Svavar kvaðst lika af þeim sökum hafa farið öðru visi að við gerð þessa þáttar. „f stað þess að fara i segulbandasafnið. eins og titt er, fannst mér.að ég yrði að sýna einhver meiri tilþrif i Ijósi reynslu minnar hjá útvarpinu," sagði Svavar. „Það er orðið meira en ár siðan að fyrst var farið fram á það við mig að taka að mér þennan þátt, en þetta hefur dregizt m.a. af fyrrgreindri ástæðu. En svo var það eitt sinn, er ég sat uppi í Landsbókasafni og var að blaða i gömlum Útvarpstiðindum frá því i kringum striðsárin, að sú hug- mynd kviknaði að byggja þáttinn upp á efni úr þeim. Margháttaðan fróðleik og skemmtun mátti finna i þessum gömlu heftum, en mest bar þó á viðtölum við fólk, sem fram kom i útvarpinu á þessum tima, en einn- ig höfðu þau að geyma skopþætti og gamanmál ýmiss konar, visna- þátt að ógleymdum bréfadálki frá lesendum. I þessu efni kvaðst Svavar leita fanga. Hann endur- lifgar viðtölin með þvi að fá leik- ara i hlutverk viðmælendanna, hann flytur skritlur og skop af siðum útvarpstiðinda, stiklar á visnaþáttum þeirra og auðvitað verður gripið niður i lesendabréf- in. „Allt þetta tengi ég svo með vinsælum dægurlögum frá þess- um tima eða árunum milli 1938 og '44 — alkunnum slögurum eins og Dont fance me in, Paper Doll og Kiss me good night, serg- ent-major." Svavar gat sagt okkur þau deili á Útvarpstiðindum, að þau hefðu Svavar Gests — dagskrár- stjóri. byrjað að koma út á árinu 1938 og var Kristján Friðriksson, siðar iðnrekandi og þá kenndur við Úl- tima, fyrsti ritstjóri þeirra. Kristján hélt ritinu úti í nokkur á en þá tóku þeir Gunnar M. Magnús og Jón úr Vör við ritstjórn Útvarpstið- inda. Kvað Svavar áberandi að i þeirra ritstjóratíð hefði fjölgað mjög viðtölunum sem áður er get- ið og mörg þeirra væru prýðilega skemmtileg aflestrar, svo sem við Örn Arnarson og Stein Steinarr. Útvarpstiðindin hlutu ágætar við- tökur til að byrja með og nutu þau mikilla vinsælda framan af; ein- takafjöldi þeirra komst upp i 5 þúsund, sem verður að teljast töluverð útbreiðsla þegar þess er gætt að þá voru Islendingar ekki nema liðlega 100 þúsund. Útgáfu þeirra var haldið áfram fram yfir 1950, tið eigendaskipti urðu og smám saman hallaði undan fæti unz Útvarpstiðindi lognuðust al veg út af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.